Morgunblaðið - 15.09.1994, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ
Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð?
Viltu margfalda afköst í nárai um alla framtíð?
Viltu lesa meira af góðum bókum?
Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju?
Ef svar þitt er jákvætt, skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestrar-
námskeið sem, hefst fimmtudaginn 22. september nk.
Skráning í símum 64 21 00 og 64 10 91
HRAÐLESmAF^KÓLINN
FONIX KYNNIR NYJU NILFISK GM-RYKSUGURNAR
MUNURINN LIGGUR í LOFTINU!
Nilfisk hefur hreinna útblástursloft en nokkur önnur
heimilisryksuga. Nýr síunarbúnaður, svonefnd HEPA sía, er
svo fullkomin, að 99,95% rykagna, jafnvel þótt þær séu
smærri en 1/10.000 úr millimetra, verða eftir í ryksugunni.
28.490,- stgr.
iraábyrgð
IILFISK GM200 NILFISK GM200E
23.740,- stgr. 19.990,-stgr.
3 litir og 3 útfærslur: Sameiginlegt er 1200W mótor, inndregin snúra,
innbyggð sogstykkjageymsla og aflaukandi kónísk slanga. GM200 og
GM210 hafa rykmæli og stillanlega rörlengd. GM210 að auki 2ja hraða
mótor, HEPA-síu og TURBO-teppasogstykki með snúningsbursta.
HEPA-sía og TURBO-sogstykki fást aukalega með GM200 og GM200E.
NILFISK
ÓMENGUÐ GÆÐI
/FOnix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420
AUÐVELT
I Þú setur vatnskútinn í vélina
og hún er tilbúin til notkunar.
Annað hólfið geymir hreina
vatnið en hitt það óhreina.
HEILNÆMT
HAGSYNT
Einn lítri af vatni dugar á allt
að 20 m gólfflöt.
BREYTILEGT
'Vaxmop getur pú notað á
mismunandi gólffleti parket -
flísar - dúk eða marmara.
er stórkostleg byltíng fyrír þá
sem ekki vilja verja löngum tíma í þrif.
EINFALT
'Vaxmop tekur litið pláss.
Festingar fylgja, auk þess
hlíf yfir þrifhausinn.
Pú þværð gólfin alltaf með hreinu vatni.
Ekkert vatnssull með höndunum
Engin fata - engar tuskur.
• Engir kústar.
Alþjóða verslunarfélagið hf.
Skútuvogi 11, sími: 91 -886869
104 Reykjavík
Uaxmop heldur hreina
vatninu fullkomlega aðskildu
frá óhreina vatninu þaunig
að ávallt er þrifið með hreinu
vatni.Óhreinindin og bleytan
sogast upp.
I.WJM.I.MH---------L
Hringdu í síma: 91-886869
SEM RYKSUGAR
SKÚRAR 0G ÞURRKAR.
- PARKET - FLÍSAR
-DÚK0G MARMARA.
GERIR ALLT SAMTÍMIS
I DAG
Farsi
ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til
styrktar Sophiu Hansen og varð ágóðinn 3.100
krónur. Þær heita Elísa Sigríður Guðmundsdóttir
og Lilja Guðrún Róbertsdóttir.
ÞESSAR stúlkur söfnuðu nýlega 2.876 krónum
og færðu hjálparsjóði Rauða krossins til styrktar
bágstöddum í Rúanda. Þær heita Ásta Dís Gunn-
laugsdóttir, Marta Gunnlaugsdóttir og Iialldóra
Anna Hagalín.
VELVAKANDI
Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
Myndavél fannst
MYNDAVÉL fannst í
gljúfri Skjálfandafljóts
nálægt Aldeyjarfossi 1.
september sl. Upplýs-
ingar í síma 93-66767.
Svart kristalsvesti
tapaðist
SVART flauelsvesti með
sérkennilegum kristals-
tölum tapaðist á Hótel
Búðum í júlímánuði.
Vestið er gamall ættar-
gripur. Finnandi vinsam-
lega skili því á Hótel
Búðir eða hafi samband
í síma 18205.
Hjólkoppur
tapaðist
HJÓLKOPPUR merktur
Toyota tapaðist á horni
Baldursgötu og Laufás-
vegar fyrir nokkrum
dögum. Finnandi vin-
samlega hringi í síma
72241 eftir kl. 18.
Segulband
tapaðist
Svört taska með segul-
bandstæki tapaðist sl.
sunnudag á veginum
upp á Hrunamannaaf-
rétt. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma 37626.
Taska fannst
TASKA með axlarói
fannst á bílaplani fyrir
utan Bólstaðarhlíð
40-44 sl. þriðjudags-
morgun. í töskunni voru
lyklar og peningar. Upp-
lýsingar um töskuna fást
í síma 35716 og 13377.
Heidi.
Týndur köttur
ÞESSI gullfallegi síð-
hærði fressköttur tapað-
ist frá heimili sínu í ág-
úst. Hann er svartbrön-
dóttur, 8 mánaða og
heitir Koli. Þeir sem
gætu gefið upplýsingar
um Kola vinsamlega hafi
samband í síma 667377
eða í Lágholti 2a, Mos-
fellsbæ.
Svartur köttur
á þvælingi
SVARTUR fressköttur
hefur verið á þvælingi í
Hæðahverfi í Garðabæ í
nokkurn tíma. Hann er
með hálsól með ljósblá-
um merkiplötu en hefur
týnt merkinu úr henni.
Upplýsingar . í síma
657779.
COSPER
WPIB
Það varst þó sem byrjaðir að kalla hann litla hnífa-
kastarann
Víkverji skrifar...
að er því miður ekki oft sem
veðrið leikur við íbúa höfuð-
borgarsvæðisins á haustdögum líkt
og það hefur gert upp á síðkastið.
Að minnsta kosti ekki í jafn langan
tíma samfellt og undanfarið. Veður-
blíða af þessu tagi auðveldar um-
skiptin úr sumri yfir í haust, ekki
síst í ljósi þess að „sumardagar"
nýliðins sumars voru óvenju margir
og ljúfir. Það er að minnsta kosti
sú tilfinning sem situr eftir í huga
Víkverja þó vissulega sé hún ekki
studd neinum vísindalegum rökum.
Á góðviðrisdögum er fátt ánægju-
legra en að rölta um borgina, njóta
veðurs, mannlífs og borgarinnar
sjálfrar. Það er gaman að fylgjast
með þeim breytingum, sem borgin
hefur tekið á síðustu árum, enda
eru þær flestar til mikiis batnaðar.
Á ári hveiju bætast nokkur gömul
hús í miðborginni í hóp þeirra, sem
gerð hafa verið upp, og fram-
kvæmdir á borð við Ingólfstorg og
Miðbakka fegra ásjónu höfuðborg-
arinnar. Kaffihúsum fjölgar stöðugt
og verða þau sífellt betri og alþjóð-
legri. í stuttu máli þá er Reykjavík
alltaf að verða betri og betri borg
að búa í.
Sú staðreynd dregur aftur á móti
einnig athyglina að því hvað mætti
betur fara í borginni. Það er til að
mynda sorglegt hversu lítið hefur
verið gert tii að gera borgina og
þá ekki síst miðborgina aðgengi-
legri fyrir fótgangandi vegfarendur
og borgina sem heild fyrir hjólreiða-
fólk. Flest skipulag virðist taka mið
af þörfum bílsins og ökumanna. Þó
að Víkvetji sé óneitanlega úr þeirra
hópi finnst honum samt sem að það
ætti að minnsta kosti að vera hægt
að ganga um miðbæinn án þess að
eiga það á hættu að verða keyrður
niður eða kafna úr koltvísýrings-
og blýmengun.
Þegar borgin skartar sínu feg-
ursta er iíka tiivalið að velta því
fyrir sér hvernig við göngum um
hana dags daglega. Víkverji ræddi
nýlega við einn þeirra manna, sem
sér um að hreinsa götur borgarinnar
á þar tilgerðum ökutækjum. Mið-
borgin er hreinsuð á hverri nóttu
yfir sumarið og er það ekki síst
vegna ferðamannanna, sem það er
gert. Sagði þessi maður það vera
ótrúlegt hversu sóðalega væri geng-
ið um borgina, ekki bara um helg-
ar, og að borgarbúar myndu eflaust
ekki trúa sínum eigin augum ef
trassað yrði að hreinsa göturnar.
Er þetta hægt?
xxx
að er hvimleitt hversu mikið
enskan er farin að ryðja sér
til rúms undir yfirskini íslensku hér
á landi. Víkveiji hefur áður gert að
umræðuefni þann sið sumra sjón-
varpsfréttamanna að þýða nær orð-
rétt upp ýmsa „frasa“ sem viðgang-
ast á bandarískum sjónvarpsstöðv-
um („Fariði ekki langt“ ... eða „Við
komum aftur eftir þessi skilaboð").
Þetta er hins vegar mun útbreiddari
ósiður. Kunningi Víkveija hringdi á
dögunum í talsambandið og pantaði
þar símtal til útlanda. Svarið sem
hann fékk var: „Þakka þér fyrir.
Við hringjum í þig innan skamms.“
Hvaða „við“ eru þetta eiginlega?
Víkveiji fær ekki betur séð en að
þetta séu bein áhrif úr amerískri
ensku („We’ll call you back“) sem
útrýma beri hið snarasta. Þau eru
því miður þegar orðin allt of áber-
andi.