Morgunblaðið - 15.09.1994, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 43
I DAG
BRIDS
llmsjón Guðm. Páll
Arnarson
DOBL á slemmum gegna
því hlutverki fyrst og
fremst að benda makker á
útspil sem hann hefði ekki
fundið hjálparlaust. í silfur-
stigamóti BSÍ um síðustu
helgi valdi austur rangan
tíma til að „hjálpa“ makker.
Austur gefur; NS á
hættu.
Norður
♦ ÁD1063
¥ K873
♦ D7
+ D2
Vestur Austur
♦ G852 +9
U »1064
♦ ÁG1098542 111111 +6
+ - +K10876543
Suður
♦ K74
V ÁD952
♦ K3
♦ ÁG9
Vestur Norður Austur Suður
- - 4 lauf 4 hjörtu
Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu
Pass Pass Dobl 6 grönd
Pass Pass Pass
Með einspil í tveimur litum
fyrir utan trompið vildi aust-
ur vara makker við útspili í
laufi. Von austurs var sú að
vestur ætti ás í tígli eða
spaða og með doblinu vildi
hann hvetja makker til að
ieggja niður ásinn. Suður var
þá ekki höndum seinni að
breyta í sex grönd, sem eru
borðliggjandi.
„W hefðir fengið meira
fyrir að passa sex hjörtu
dobluð," sagði vestur eftir
spilið. „Ég hefði að sjálf-
sögðu spilað út tígultvisti og
þá vinnurðu sjö!“
A hinu borðinu varð norð-
ur sagnhafí í 4 spöðum eftir
þessar sagnin
Vestur Norita Austar Suður
- - 2 grönd* Dobi
3 lauf** 4 spaðar Allir pass
* veik hindrun í láglit
** leitandi
Austur kom út með ein-
spilið í tígli. Vörnin fékk á
tígulás og tvær stungur, en
síðan ekki söguna meir. En
lauf út dugar í íjórða slaginn.
SKAK
Umsjón Margcir
Pctursson
ÞESSI staða kom upp á
móti sem fram fer í Horgen
í Sviss samhliða stórmótinu
þar sem bestu skákmenn
heims tefla. Alþjóðlegi
meistarinn Fioramonti
(2.415) frá Sviss hafði hvítt
en þýski stórmeistarinn
Philip Schlosser (2.510) var
með svart og átti leik. Hvítur
lék síðast 26. Hal-el? í tap-
aðri stöðu.
26. De3+! og hvítur gafst
upp, enda síðustu forvöð því
hann er mát eftir 27. dxe3
— fxe3.
LEIÐRÉTT
Ekki þvermál
I frétt um risasvepp
Morgunblaðinu í gær
sagði að sveppurinn væri
105 sentimetrar í þver-
mál, en eins og sást
meðfylgandi mynd var átt
við ummál.
Árnað heilla
A AÁRA afmæli. Sex-
vltugur er í dag
Kristján Helgason, hafn-
arvörður, Vallholti 15,
Ólafsvík. Eiginkona hans
er Björg Lára Jónsdóttir.
Þau hjónin taka á móti
gestum í safnaðarheimili
Olafsvíkurkirkju á milli kl.
16 og 19 laugardaginn 17.
september.
O A ÁRA afmæli. Átt-
OU ræð er í dag Mál-
fríður Þorvaldsdóttir,
Vallarbraut 13, Akranesi.
Hún tekur á móti gestum
sunnudaginn 18. september
kl. 18 í Félagsheimilinu
Rein.
Ljósmyndastofan Nærmynd
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 9. júlí í Garðakirkju
af sr. Braga Friðrikssyni
Halldóra Benediktsdóttir
og Kristján Gunnarsson.
Heimili þeirra er á Báru-
granda 9, Reykjavík.
Ijósmyndastofan Nærmynd
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 25. júní sl. í Bú-
staðakirkju af sr. Pálma
Matthíassyni Hildur Gunn-
laugsdóttir og Arnar
Sölvason. Heimili þeirra er
i Hrísrima 22, Reykjavík.
Með morgunkaffinu
Ást er...
stundum tár í stríðum
straumum.
Ég lofaði að koma heim
rúmlega sex, en ég er
bara rétt byrjaður á
fjórða glasi.
HOGNIHREKKVISI
a7i*tt'eo ernófjtX’ bqrnfióstron/..,
geumio þ'io köfuot/erirjcn -
piLLurndrr *
STJÖRNUSPA
ettir Frances Drake
MEYJA
Afmælisbarn dagsins: Þú
skarar framúr í starfi þar sem
hæfileikar þínir fá að njóta sín.
Hrútnr
(21. mars - 19. apríl) ■Hft
Þér tekst að ljúka verkefni
sem þú hefur lengi unnið að,
og þér opnast nýjar leiðir til
að bæta fjárhaginn og stöðu
þína.
Naut
(20. apríl - 20. maí) (fft
Félagar eiga saman góðar
stundir í dag og skemmtilegt
ferðalag er í undirbúningi. Þú
heimsækir skemmtistað í
kvöld.
Tvíburar
(21.maí-20.júní) 9»
Þú hefur heppnina með þér í
fjármálum í dag. Þér tekst að
fjármagna verkefni sem þú
vinnur að og þú gleðst yfír
góðu gengi.
Krdbbi
(21. júní - 22. júlí) HÍ£
Sumir verða ástfangnir ! dag.
í kvöld hentar þér vel að
skreppa í heimsókn til vina eða
fara út að skemmta þér.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst) <ef
Þú ert á réttri leið, og þér
gefast ný tækifæri í vinnunni
sem geta leitt til bættrar af-
komu. Haltu þig heima í kvöld.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) á*
Ástarsamband styrkist í dag,
og þér verður bráðlega boðið
í samkvæmi. Umgengni við
böm og fálaga eru í fyrirrúmi
síðdegis.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú færð tíma útaf fyrir þig í
dag og ert að íhuga meirihátt-
ar innkaup fyrir heimilið.
Bjóddu heim gestum í kvöld.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú kemur vel fyrir í dag og
átt auðvelt með að tjá þig.
Nú er rétti tíminn til að koma
hugmyndum þínum á fram-
færi.
Bogmadur
(22. nóv. - 21. desember)
Þróun mála á bak við tjöldin
er þér fjárhagslega hagstæð í
dag. Þú færð góða ábendingu
varðandi viðskipti og setur
markið hátt.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú átt auðvelt með að einbeita
þér í dag og nærð góðum
árangri í vinnunni. I kvöld
nýtur þú mikilla vinsælda í
vinahópi.
Vatnsberi
(20. janúar- 18. febrúar)
Þú afkastar ^miklu á bak við
tjöldin og lætur ekkert hindra
þig í að ná settu marki. Góð
sambönd reynast vel í við-
skiptum.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þér berast góðar fréttir frá
fjarstöddum vini. Þú hefur
gaman af að umgangast aðra
og ættir að þiggja heimboð
sem þér berst.
Stjömusþána á aó lesa sem
dœgradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni visindalegra staðreynda.
Ég þakka öllum þeim sem glöddu mig vegna
70 ára afmœlis míns 22. ágúst sl.
LifiÖ heil.
Páll Jónsson
tannlæknir,
Selfossi.
Borðst ofiih úsgögn ftommó ð u r,
mm, skápar með eða án glers
og margt fleira.
SUÐURLANDSBRAUT 11 • SÍMI 3 60 I lÁÍP
Hvort sem þú ætlar að skemmta þér eða gera góð
innkaup eða hvort tveggja: Edinborg er svo vinsæl á meðal
íslendinga að nú er hver að verða síðastur að komast með í
þessar hagstæðu ævintýraferðir til fegurstu borgarBretlands.
Ferðir til Edinborqar
bókunarstaða \l. september
6. okt. uppselt
8. okt. uppselt
9. okt.
laus sæti 11. okt. 9 sæti laus
13. okt.
uppselt 15. okt.
uppselt 16. okt. laus sæti
18. okt.
Allt er að seljast uppl
4 4
ML ÚRVAL IÍTSÝH
trygging fvrir gæðum
Lágmúla 4: sirni 699 300,
__Hafnarfirði: sími 65 23 66, Keflavik: sími 11353,
HEeSTÍ Selfossi: stmi 21666, Akureyri: sími 2 50 00
li—w»| - og bjá umboðsmönnum um land allt.