Morgunblaðið - 04.10.1994, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Jákvæð þróun í
rekstri Flugleiða
Fyrri grein
REKSTRARÁ-
ÆTLUN Flugleiða
gerir ráð fyrir að hagn-
aður verði af starfsem-
inni á þessu ári. Af-
koma íélagsins fyrstu
sjö mánuði ársins,
miklir flutningar r ág-
úst og árangur í lækk-
un kostnaðar á ýmsum
sviðum hafa aukið
starfsfólki bjartsýni á
að markmið um hagn-
að náist þótt enn sé of
snemmt að fullyrða um
niðurstöður.
Flugleiðir birta jafnan uppgjör
fyrir þrjá, sex, sjö, átta og níu
mánuði auk ársreiknings. Eins og
fram hefur komið í þessum reikn-
ingsskilum skipta sumarmánuðirn-
ir jafnan sköpum um afkomu árs-
ins. Sjö mánaða uppgjör félagsins,
sem birt var í gær, staðfestir það
sem fram kom í sex mánaða reikn-
ingsskilum að mjög jákvæð þróun
er nú í rekstrinum. Farþegum
fjölgar verulega _frá fyrra ári og
umfram áætlun. Á sama tíma tekst
að halda kostnaði í skefjum.
Vaxtakjör eru hagstæð og lausafj-
árstaða er með því besta sem sést
hefur hjá félaginu. Afkoma félags-
ins fyrir skatta á fyrstu sjö mánuð-
um ársins er verulega beri en á
sama tíma í fyrra og sama er að
segja um handbært fé eða greiðslu-
flæði frá rekstri.
Rekstrarafkoma og
greiðsluflæði batna
Rekstur Flugleiða er um margt
sérstakur þegar borið er saman við
önnur fyrirtæki hér á landi. Af-
komusveiflur innan hvers rekstrar-
árs vegna árstíðasveiflu í flutning-
um eru svo gífurlegar að vart er
hægt að finna samjöfnuð með öðr-
um fyrirtækjum. Jafnan er verulegt
tap á fyrstu mánuðum ársins, en
um og eftir mitt ár er yfirleitt veru-
legur hagnaður af rekstrinum. Til
marks um það nam hagnaður í júlí
einum um 640 milljónum króna.
Samanburður við milliuppgjör ann-
arra fyrirtækja getur því verið vill-
Sigurður Helgason
andi ef ekki er litið til
þessara aðstæðna.
Þá er þess að geta
að breytingar á gengi
krónunnar gagnvart
erlendum gjaldmiðlum
hafa önnur áhrif í upp-
gjörum Flugleiða en
hjá öðrum fyrirtækjum
sem skulda í erlendum
gjaldmiðlum. Ástæð-
urnar eru meðferð
gengismunar í reikn-
ingsskilum félagsins
og áhrif gengisbreyt-
inga á eignfærsju flug-
vélaflota þess. Ég mun
víkja nánar að þessum
þætti hér á eftir.
Samanburður á rekstrarafkomu
félagsins miili ára og á milli ein-
stakra rekstrartímabila er því nauð-
synlegur til þess að unnt sé að gera
sér grein fyrir þróun afkomunnar.
Hér fylgir tafla sem sýnir niðurstöð-
ur rekstrareikninga fyrstu sjö mán-
uði 1994 og 1993, mismun þar á
milli og til samanburðar tölur úr
ársreikningi 1993.
Afkoma Flugleiða fyrir
skatta á fyrstu sjö mán-
uðum ársins er verulega
betri en á sama tíma
í fyrra, segir Sigurður
Helgason, og sama
er að segja um hand-
bært fé eða greiðslu-
flæði í rekstri.
hafa í huga við samanburð á raun-
verulegri rekstrarafkomu milli ára.
I sjóðstreymi kemur fram fram-
legð rekstrarins af handbæru fé til
afborgunar lána, fjárfestinga og
annarrar ráðstöfunar. Einnig þar
kemur hin batnandi afkoma greini-
lega fram. Handbært fé frá rekstri
fyrstu sjö mánuði ársins nam 1.025
milijónum króna, sem er 184 millj-
ónum króna meira en árið áður.
Veltufjárstaðan batnar meira eða
Úr rekstrarreikningum
Allar fjárhæðir Milliuppgjör Milliuppgjör Mismunur Ársreikn.
í milljónum króna jan.-júlí jan.-júlí jan.-des.
1994 1993 1993
Hagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda 442 283 159 703
Fj’ármunatekjur og fjármagns- gjöld (579) (523) ( 56) (1.007)
Vaxtatekjur og verðbætur 17 29 ( 12) 68
Vaxtagjöld og verðbætur ( 570) ( 700) 130 (1.164)
Gengismunur 828 (2.138) 2.966 (2.194)
(Lækkun) hækkun flugvéla vegna brejdinga á USD-gengi (1.067) 2.027 (3.094) 1.750
Reiknaðar tekjur vegna verðlags- breytinga 213 259 ( 46) 553
Aðrir tekju- og gjaldaliðir 44 ( 19) 63 (64)
Tap fyrir áhrif tekjuskatts ( 93) (259) 166 ( 368)
Lækkun tekjuskattsskuldbind- 180 180 180
ingar Tap tímabilsins ( 93) ( 79) ( 14) ( 188)
Af þessu yfirliti sést að afkoman
fyrstu sjö mánuði ársins án vaxta
og gengismunar er um 160 milljón-
um króna betri fyrstu sjö mánuði
þessa árs en 1993 og niðurstaðan
án áhrifa tekjuskatts er á sömu
nótum. í fyrra kom hins vegar til
tekna lækkun tekjuskattsskuld-
bindingar, sem hafði áhrif á endan-
lega niðurstöðu og það verður að
um 412 milljónir króna. Helstu nið-
urstöður sjóðstreymis eru sem hér
segir: (SJA TÖFLU 2)
Meðferð gengismunar og áhrif
gengisbreytinga
Félagið hefur í mörg ár notað
aðrar aðferðir við endurmat flug-
vélaflotans en annarra eigna, sem
eru endurmetnar eftir sömu aðferð-
AUGLYSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00
1980-2.fl. 25.10.94-25.10.95 kr. 284.388,70
1981-2.fl. 15.10.94 - 15.10.95 kr. 172.170,20
1982-2.fl. 01.10.94-01.10.95 kr. 121.042,20
1987-2.fl.A 6 ár 10.10.94-10.10.95 kr. 31.865,20
*) Innlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt
frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 29. september 1994
SEÐLABANKIÍSLANDS
Úr sjóðstreymi
Allar fjárhæðir í milljónum króna Handbært fé frá rekstri: Milliuppgjör jan.-júlí 1994 Milliuppgjör jan.-júlí 1993 Mismunur Ársreikn. jan.-des. 1993
Tap tímabilsins ( 93) ( 79) ( 14) ( 188)
Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi, svo sem afskriftir og reiknaðar tekjur vegna verð- lagsbreytinga 1.007 581 426 1.239
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum, svo sem kröf- um, birgðum og skammtímaskuld- um 111 339 (228) ( H5)
Handbært fé frá rekstri 1.025 841 184 936
Fjárfestingar ( 264) (267) 3 (414)
Afborganir lána umfram ný lán og gr. arður ( 330) (295) ( 35) (707)
Hækkun (lækkun) á handbæru fé 431 279 152 (185)
Tafla 2.
um og alniennt eru notaðar í reikn-
ingsskilum hér á landi. Flugvéla-
flotinn, sem að langmestu leyti er
fjármagnaður með dollaralánum og
fylgir markaðsverði í bandaríkja-
dollui um, hefur hins vegar sér-
stöðu. Hann hefur verið endurmet-
inn í samræmi við breytingar á
bandaríkjadollara gagnvart krón-
unni, en með því er leitast við að
jafna hin gífurlegu áhrif, sem geng-
issveiflur hafa á rekstrarreikning
félagsins einstök ár eða uppgjörs-
tímabil. Jafnframt því verður bók-
fært verð flugvélaflotans raunhæf-
ara en ella. Þessi aðferð hefur
reynst mjög vel á undanförnum
árum, en henni er fyrst og fremst
ætlað að jafna sveifiur eins og áður
segir. Til lengri tíma hefur hún hins
vegar ekki áhrif á afkomuþróun
félagsins.
Á fyrstu sjö mánuðum ársins
nam gengishagnaður Flugleiða 828
millj. kr. Lækkun bandaríkjadollara
hefur hins vegar ekki jákvæð áhrif
á rekstrarniðurstöðuna þegar á
heildina er litið vegna þess að geng-
ishagnaðurinn fer allur og rúmlega
það til lækkunar á bókfærðu verði
flugvélaflotans. Þannig var bókfært
verð flugvélaflotans lækkað um
1.067 milljónir króna á tímabilinu
eða um 239 millj. króna hærri fjár-
hæð en nam gengishagnaði tíma-
bilsins. Þetta kemur greinilega fram
í yfirlitinu hér að framan um rekstr-
arafkomuna. Bæði bókfært verð
flugvélaflotans og skuldirnar vegna
hans lækkuðu á tímabilinu vegna
lækkunar á gengi bandaríkjadoll-
ara, en lækkun á bókfærðu verði
flugvélaflotans var meiri Vegna þess
að eign félagsins í flugvélum er
meiri en skuldir vegna þeirra.
Ekki hægt að draga úr
gengisáhrifum á endurmat
með framvirkum samningum
Fyrirtæki sem eiga í miklum við-
skiptum á alþjóðamarkaði og versla
í mörgum gjaldmiðlum reyna að
draga úr gengisáhættu í rekstrinum
með framvirkum samningum. Slíkir
samningar gera fyrirtækinu fært
að festa gengi á tilteknum gjald-
miðlum fram í tímann. Flugleiðir
Gæðamerkið
Trygging fyrir
betri skemmtun.
Sími 654455.
hafa til dæmis meiri útgjöld en tekj-
ur í dollurum vegna eldsneytis-
kaupa, vaxtagreiðslna, viðhalds og
fleiri þátta. Fyrirtækið þarf því að
kaupa dollara fyrir jafnvirði tæp-
lega þriggja milljarða króna á ári.
Fyrir vikið fylgist fjárreiðudeiid
Flugleiða afar vel með gengisþróun
og spám. Ef félagið metur það svo
á einhveijum tilteknum tíma að lík-
ur séu á að dollarinn muni hækka
í verði reynir það að gera framvirka
samninga um dollaragengið. Senni-
lega beita fá íslensk fyrirtæki fram-
virkum samningum í jafnmiklum
mæli og Flugleiðir. Það á bæði við
um gjaldeyriskaup fyrir milljarða
króna og vexti af lánum. Tilgangur-
inn er að tryggja fyrirtækið fyrir
áfölium, en auðvitað fylgir öllum
spám og þar með framvirkum
samningum nokkur áhætta.
Sá misskilningur hefur skotið
upp kollinum og jafnvel komið fram
í grein hér í blaðinu að Flugleiðir
hefðu með framvirkum samningum
getað firrt sig „gengistapi", sem
kom til vegna endurmats eigna.
Þessum misskilningi veldur van-
þekking á reikningsskilum og þeim
endurmatsaðferðum sem félagið
notar. Áhrif gengisbreytinga á end-
urmat flugvélaflota félagsins hefur
engin áhrif á greiðsluflæði félagsins
og er engin leið til að tryggja félag-
ið fyrir neikvæðum áhrifum gengis-
breytinga á endurmatið á þann
hátt sem lýst var hér að framan.
Þekkingu þarf til að bera
saman reikningsskil
Markmiðið með þessum skrifum
er að benda á að ýmislegt í rekstri
og reikningsskilum Flugleiða er
sérstætt og að óraunhæft er • að
bera rekstur félagsins saman við
það sem almennt er að gerast í
öðrum rekstri hér á landi með þvi
einu að líta á niðurstöður rekstrar-
reiknings. Greining reikningsskila,
samanburður þeirra og umfjöllun á
opinberum vettvangi getur verið
vandasamt verk, sem krefst sér-
þekkingar, en mikilvægt er að fjall-
að sé um slík mál af hlutlægni og
sanngirni þannig að raunsæ mynd
fáist af því sem er að gerast í rekstri
fyrirtækja á hveijum tíma.
Höfundur er forstjóri Flugleiða.
Geisladrif
Hljóðkort
frákr. 17.900,-
Á BÖÐEIND -
Austurströnd 12. Sími 612061. Fax 612081
Sv_______________ .
Úlpur meö oq án
hettu
Mikib úrval, stærbir. 34-50
Póstsendum
N#HI45D
Laugavegi 21, sími 91-25580