Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C mmnWbiM^ STOFNAÐ 1913 266. TBL. 82. ARG. SUNNUDAGUR 20. NOVEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Óskrifuð bók slær öll met DELL-forlagið í New York hefur keypt útgáfurétt að ástarsögu, sem Nick Evans, 44 ára breskur höfundur, hefur enn ekki lokið við, fyrir 3,15 miHjónir dollara, jafnvirði 214 milljóna króna. Er það hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir fyrsta skáldverk rithöfund- ar. Varð forlagið hlutskarpast níu út- gáfufyrirtækja. Kvikmyndarétturinn að sögunni, sem heitir Hrossahvíslar- inn, var keyptur fyrir þrjár miHjónir dollara fyrir máuiiði. Fyrstu 200 síður bókarinnar voru kynntar á bókastefnu í Frankfurt en búist er við að Evans ijúki handritinu um áramót. Rammgert fangelsi RAMMGERÐASTA og öruggasta fang- elsi Bandaríkjanna verður brátt tekið í notkun í Colorado. Þar verða vistaðir illræmdustu glæpamenn landsins, sem litla eða enga von hafa um náðun, s.s. mafíósinn John Gotti, glæpaforinginn Jeff Fort frá Chicago og CIA-mennirn- ir Edwin Wilson, sem seldi vopn til Líbýu, og Aldrich Ames, sem njósnaði fyrir Rússa. Vistin miðast við að ein- angra fangana frá umhverfinu fremur en endurhæfa þá. Verða þeir að vera 23 stundir á sólarhring í klefum sínum og fá ekki að fara út úr þeim nema með hand- og fótajárn. Fyrir hverjum klefa eru tvöfaldar dyr sem læstar verða með fjarstýringu. Lottóæði grípur Breta RÚMLEGA 15 miUjónir Breta höfðu keypt miða í breska lottóinu á hádegi í gær en fyrsti útdráttur fór fram í beinni útsendingu BBOsjónvarpsins í gærkvöldi. Búist var við að miðar seld- ust fyrir 45 milHónir punda og að fyrsti vinningur yrði um 7 miltjónir punda eða 750 miUjónir íslenskra króna. Við- tðkurnar eru margfalt betri en búist hafði verið við. Morgunblaðið/RAX Fullt tungl vakir yfir Bjarnanúpi BRYNDÍS ÍS 69, áratuga gamalt aflaskip, siglir inn til Bolungarvíkur eftir að hafa verið á rækjuveiðum í ísafjarðardjúpi. Sólin skín enn á snæviþakinn Bjarnanúp á Snæfjallaströnd en i'ullí tungl vakir yfir tilbúið að taka við. Andstæðingar aðildar að ESB með forystu í Noregi Ósló. Reuter. NIÐURSTÖÐUR fimm nýrra skoðanakann- ana, sem birtar voru í Noregi í gær, benda til þess að andstæðingar aðildar landsins að Evrópusambandinu (ESB) hafi örugga for- ystu á stuðningsmenn aðildar. Kosið verður um ESB-aðild í þjóðaratkvæði sem fram fer annan mánudag, 28. nóvember. I könnun sem Aftenposten birti í gær kom fram að 49% sögðust andvíg aðild, 38% voru henni fylgjandi og 13% óákveðin. I samskonar könnun blaðsins 15. nóvem- ber voru 48% andvíg, 40% fylgjandi og 12% óákveðin. Andstaðan óbreytt Andstaðan við ESB-aðild reyndist hins vegar óbreytt frá fyrri könnun sem MMI- stofnunin gerði fyrir Dagbíadet, eða 49%. Tvær Gallup-kannanir benda hins vegar til minnkandi andstöðu Stuðningsmönnum hafði hins vegar fækkað um 3% í 33% og óákveðnum fjölgað úr 15% í 18%. Þá voru 53% á móti aðild en 47% fylgjandi í könnun sem stofnunin Scan-Fact gerði fyr- ir Verdens Gangog 56% sögðu nei en 44% já í könnun sem Nielsen-stofnunin gerði fyrir nokkur vinstriblöð. í þessum tveimur könnunum var einungis tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti aðild, en ekki tekið fram hversu margir voru óákveðnir. Hins vegar hefur dregið úr andstöðu við ESB-aðild samkvæmt tveimur nýjustu könn- unum Gallup. í könnun, sem gerð var fyrir sjónvarpsstöðina TV2 og birtist í gær, reynd- ust 43% andvíg aðild eða einu prósenti færri en áður. Fjölgaði óákveðnum sem því nam, eða úr 18% í 19. Fylgi við aðild stóð hins vegar í stað í 38%. Veruleg aukning hefur orðið á stuðningi við aðild Noregs að Evrópusambandinu sam- kvæmt könnun stofnunarinnar fyrir norsk landbúnaðarsamtök sem birt var seint í fyrrakvöld. Þar styðja 39,8% aðspurðra að- ild, eða 9% fleiri en viku áður, en 42,9% eru henni andvíg. Hafði andstæðingum fækkað um 1,7% frá samskonar könnun Gallup viku fyrr. Korpúlfsstaðir - glæsilegsta stórbýli | Q á íslandi Tímamót 18 * * IFOTSPOR FEÐRANNA VIÐSŒPn/JHVINNulÍF Á SUNNUDEGI ALLIR MEÐ B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.