Morgunblaðið - 29.12.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.12.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 41 FÓLK í FRÉTTUM NIGEL Hawthorne er sann- færandi Georg III. Það verður líkast til neistaflug þegar Helen Mirren og Nigel Hawthorne eigast við á hvíta tjaldinu. Óskum landsmönnum öllum árs ogfriðar og þökkumfarsæl viðskipti á liðnu ári. OPNUNARTÍMI UM ÁRAMÓT: 30. DESEMBER FÖSTUDAGUR OPIÐ TIL KL. 03.00 31. DESEMBER GAMLÁRSDAGUR UPPSELT í KVÖLDVERÐ DANSLEIKUR TIL KL. 04.00 1.JANÚAR NÝJÁRSDAGUR NÝJÁRSFAGNAÐUR - GLÆSILEGUR HÁTÍÐARMATSEÐILL , OPIÐTILKL. 03.00 FJÖRUKRÁIN FJARAN - FJÖRUGARÐURINN STRANDGÖTU 55 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 651213/651890 Cfamiávi&CMÍtd & "r^óteí 'j&ieutdi ^Dansleikur frá kl. 24-04 SSSÖL Vinir vors og blóma 18 ára aldurs- takmark leika fynr dansi Jferð kr 2OOO.-H0>TEL L^LAND -------------------0 Sími 68 71 11 Miðasala daglega á Hótel íslandi frá kl. 13-17. Hawthorne loksins í kvikmyndir FERILL Nigels Hawthornes er með eindæmum. Hann jaðraði við að vera atvinnulaus fram undir fertugt og um fimmtugt var hann ekki ennþá búinn að gera það upp við sig hvort leiklist hæfði sér sem ævistarf. Hann hafði þá þegar öðlast sess í huga almennings með frammi- stöðu sinni í sjónvarpsþáttunum „Já, ráðherra" sem hafa verið sýndir hér á landi tvisvar sinnum við fádæma vinsældir. Prófraun Hawthornes á leik- sviði kom um miðjan níunda ára- tuginn þegar Hawthorne fór með aðalhlutverk í leikritinu „The Shadowlands“. Þá fyrst fékk hann tækifæri til að sína einstaka hæfi- leika sína. Gagnrýnendur héldu vart vatni og fyrir frammistöðu sína fékk hann Tony-verðlaunin. Stund hans í kvikmyndum var þó ekki runnin upp. Þegar ráðist var í gerð kvikmyndar eftir leikritinu var Anthony Hopkins fengið aðal- hlutverkið. Fyrir þremur árum fór Haw- thorne síðan með hlutverk Georgs III á leiksviði í London og enn áttu gagnrýnendur vart orð til að lýsa hrifningu sinni. Þegar svo ráðist var í gerð kvikmyndar eftir leik ritinu varð ekki aftur framhjá Hawthorne gengið. Tími Hawthornes í kvikmyndum er því genginn í garð og segja má að það sé lýsandi fyrir leikfer- il hans að það eigi sér ekki stað fyrr en við 65 ára aldur. Víst er að þar mun hann leysa verkefni sitt af hendi, eins og í sjónvarps- þáttum og leikritum hingað til, með sóma. Nicotinelf nikótinplásturinn virkar allan sólarhringinn Ef þú ætlar þér að hætta að reykja þá getur Nicotinell nikótínplásturinn gert gæfumuninn. Nicotinell nikótínplástur kemur í veg fyrir þörf líkamans fyrir nikótín alla klukkutíma sólar- hringsins oglosarþigþannigúrvítahringvanans. Nicotinell plásturinn er til í þremur styrkleikum og fæst í apótekum án lyfseðils. Lestu vel leið- beiningar og holl ráð sem fylgja Nicotinell plástrinum. Nicotinell er plástur sem inniheldur nikótín og er ætlaður sem hjálparlyf til að hætta reykingum. Notist eingöngu af fullorðnum. Plásturinn skal líma á hárlausa og heila húð. Skömmtun: Fyrir þá sem reykja 20 sígarettur á dag eða meira: 1 plástur með 21 mg á sólarhring daglega í 3-4 vikur, því næst 1 plástur með 14 mg á sólarhring, daglega í aðrar 3-4 vikur og að síðustu plástur með 7 mg á sólarhring, daglega í 3-4 vikur. Fyrir þá sem reykja minna en 20 sígarettur á dag: 1 plástur með 14 mg á sólarhring daglega í-3-4 vikur og meðferðin endar á plástrinum sem inniheldur 7 mg á sólarhring, dagiega í 3-4 vikur. Meðferð skal ekki standa lengur en í 3 mánuði. Ekki skal setja plásturinn á sama stað dag eftir dag, heldur finna annan stað á líkamanum. Kláði og roði á húð geta gert vart við sig undan plástrinum. í einstaka tilfellum geta komið fram auka- verkanir sem tengjast nikótínáhrifum plástursins, þ. e. höfuðverkur svimi, svefntruflanir og ógleði. Rétt er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing ef þessi óþægindi verða vcruleg eða viðvarandi. Fólk með kransæðasjúkdóma, og blóðrásartruflanir, sem og þeir sem fengið hafa heilablóðfall ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir byrja að nota plásturinn. Nikótín getur dregið úr fósturvexti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.