Morgunblaðið - 29.12.1994, Síða 37

Morgunblaðið - 29.12.1994, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 37 BRÉF TIL BLAÐSINS Hvað skelfir biskupinn? Frá Sigvrði Þór Guðjónssyni: í Kastljósi Sjónvarpsins föstudags- kvöldið 9. desember talaði Kristín Þorsteinsdóttir við íslending í Stokk- hólmi er látið hefur breyta kyni sínu. Hún er nú kona og heitir Anna en var áður karl. Frá bamæsku segist Anna hafa viljað vera kona. Hún lýsti svo þeim viðamikla undirbúningi sem nauðsynlegur er til að kynskipti geti farið fram. Það duldist fáum að þarna talaði óvenjulega hugrökk og sterk manneskja sem gerir sér glögga grein fyrir ýmsum óvenjulegum vandamál- um er fylgja svona aðgerðum, bæði fyrir þann sem kyni skipti og ekki síður ættingja hans. Einnig var rætt við Óttar Guðmundsson lækni. Hann sagði að flestir þeir sem breyttu um kyn eigi eftir það betri daga. Þá boð- aði hann að bráðlega yru aðgerðimar framkvæmdar hér á landi enda ekki hægt að bjóða þvi fólki er á þeim þyrfti að halda upp á annað. Viðhorf Óttars voru sem vænta mátti fagleg og mannúðleg. Loks var biskupinn yfir Íslandi, herra Ólafur Skúlason inntur álits á „siðferðislegri hlið“ svona aðgerða. En þá gerðist undrið. Biskupinn ræddi alls ekki nein siðferðileg álitamál á fræðilegan eða skynsamlegan hátt. Öðru nær! Hann lýsti yfir „undrun“ sinni og „skelfingu". En bætti reyndar við að svona nokkuð gerðu menn ekki nema þjáning þeirra væri alveg óbæri- leg. Það var samt augljóst af sam- hengi fáeðunnar að það var ekki þján- ing fólksins sem skelfdi biskupinn. En hvað skyldi það þá hafa verið? Hvað er annars svona skelfilegt við það að skipta um kyn? Hvað er skelfí- legt við það að læknavísindin geti breytt þjáningu i lífsgleði? Stöðu sinnar vegna getur sjálfur biskupinn ekki bara si svona lýst yfir skelfíngu sinni skýringarlaust þegar fjölmiðlar innan hans álits á siðferðilegum úr- lausnarefnum. Hann skuldar þjóðinni hugdjarfa játningu á því hvað það er sem skelfír hann. Við hvað er hinn mæti kennimann svona logandi hræddur? Mörgum mun áreiðanlega finnast biskupsins boðskapur vægast sagt kaldranalegur og lítilsvirðandi í garð kynskiptinga sem búa við mjög sérstök örlög. Það er einmitt hinn óræði geigur, hinn óskynsamlegi hryllingur, hin yfirskilvitlega dulúð, sem er eldfimasta tundur fordóma og höfnunar. Svo einfalt er nú það. Ekki síst er þetta ódrengilegt af manni, sem stöðu sinnar vegna nýtur ákveðinnar verndar fyrir gagnrýni og telur að ekki veitti af bænagerð fyrir fjölmiðlum, sem oft vekja þó athygli á ýmiss konar mannlegri neyð. Og hvað segja svo - prestarnir? Kannski bara amen eftir efninu? Var biskupinn að gefa rétttrúnaðarlínuna fyrir íslenska kirkju? Ekki þó hina mildu línu skilnings og samúðar held- ur hina hörðu línu tortryggni og and- úðar? Frá mannúðarsjónarmiði er það alveg skelfilegt að biskupinn skuli tala svona en það er miklu skelfí- legra að hann kemst upp með það. SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON, rithöfundur. Til borgar- stjóra Frá Guðmundi Bergssyni: BORGARSTJÓRI Reylcjavíkur. Það er mín skoðun að ekki sé nauðsyn- legt að hafa allt í sama fari og var hjá fyrrverandi borgarstjórn. Hér á árum áður var eingreiðsla á fast- eignasköttum í Reykjavík en á undan- förnum árum hafa gjöldin verið greidd í þrennu lagi. Mér finnst að það eigi að borga þau á hálfu ári eða mánaðarlega allt árið. Það komi vel út fyrir borgina. Nú ætlarðu að bæta á borgarbúa nýjum skatti og væri því ennþá meiri þörf á að dreifa álögunum þegar enn þyngist á þegar alltof skattpíndan almenning. Mér er það ljóst að allt kostar peninga og það þarf að borga allar framkvæmd- ir og að þeir sem njóta eiga að borga. Það er bara réttlátt, en það má haga greiðslum á þann veg að þeir sem ekki hafa of mikil fjárráð geti staðið í skilum. Ég geri mér líka grein fyrir því að þær holræsaframkvæmdir sem nú eru hafnar eru bara bytjunin. Því það leysir ekki allan vanda að dæla skólpinu fram og aftur um bæinn og hleypa svo menguninni í sjóinn. Það þarf hreinsistöð þar sem sorinn er tekin úr, áður en vatnið fer til sjáv- ar. Þú þarft að drífa í því á kjörtíma- bilinu að koma í gang alvöru hreinsi- stöð. Það er verðugt verkefni og því fyrr því betra því þá getum við aug- lýst hreint land, fagurt land ef við værum til fyrirmyndar í mengunar- málum. Hringtorgarugl Mig langar líka að benda á vand- ræða mannvirki í vegamálum hér í borginni, sem hafa verið tekin upp aftur eftir langt hlé, en það er hringt- orgaruglið, þar sem menn á innri hring brjóta umferðarreglurnar á þeim sem eru á ytri akgrein í hvert sinn sem farið er úr hringnum. Það voru tekin niður ljós á Suðurlandsbraut á gatna- mótunum þar sem Réttarholtsvegur og Skeiðarvogur mæta henni og sett hringtorg í staðinn. Á Hringbraut við gömlu Selvörnina var eitt hringavit- leysis mannvirkið reist með æmum kostnaði, en þar dygðu bara beygju- ljós. Víða í borginni vantar beygjuljós á gatnamótum og ég held það myndi draga úr því að menn væru að troð- ast yfír og minnka árekstrathættu. Það má benda á eitt hringtorg sem hefur lagt niður. Miklatorg, þar sem umferðarljós og beygjuljós hafa tekið við stjómun umferðar og hefur ástandið þar batnað til muna og árekstrum fækkað. Ég hugsa að við séum einu menn í veröldinni sem not- um torg til að stjórna umferð, aðrir nota slaufur og brýr. Víða erlendis em gömul hringtorg sem em látin standa, enda eiga þau mörg merka sögu, en þar er umferðinni um torgið stýrt með ljósum. í von um að málin verði tekin til vinsamlegrar athugunar. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.