Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN HAUSKÚPA EGILS NÝLEGA hefur verið gert mikið veður af hauskúpu Egils Skallagrímssonar. Hefur áróður verið hafinn fyrir því að hennar yrði leitað af forleifafræðingum. Samkvæmt Sveinbirni Rafnssyni fyrrverandi 'formanni fornleifanefndar, er þetta algerlega fráleitt. Beinin hafí verið flutt þrivar á sinni tíð, fyrst í heið- inn haug, svo til kirkjugarðs á Hrísbrú og síðan til Mosfells (DV 27.12.94). Einhverjum mundi víst fínnast að torvelt mundi að ganga að beinunum vísum þegar svo hátt- ar, enda er það „ógemingur“ að sögn Þórs Magnússonar, þjóð- minjavarðar. „Væri það að æra óstöðugan" ef leita ætti slíkra beina, segir hann í DV, „auk þess veit maður ekki hvort beinin eru til í dag. Þau fúna auðvitað og varð- veizluskilyrði eru mjög misjöfn" segir hann (Mbl. 23.12.94). En .hver er þá ástæðan fyrir þessari uppákomu? Hún er sú, að Þórður Harðarson læknir skrifaði grein í Skírni fyrir um áratug (1984, s. 245-248), þar sem hann getur sér þess til, að sjúkdómseinkenni Egils hafi stafað af sjúkdómi þeim sem nefndur er „beinasjúkdómur Pa- gets“. En sá beinasjúkdómur felst í því að beinin endumýjast hraðar en þau eyðast. Getur hauskúpa þannig orðið mjög þung og þykk, svo sem segir í Egils sögu. Frásögnin úr Eglu Þegar jaðneskar leifar Egils voru fluttar frá Hrísbrú að Mosfelli, um 150 árum eftir að hann lézt, að því er talið er, segir svo frá atburð- um: „Grímr at Mosfelli var skírðr, þá er kristni var í lög leidd á ís- landi; hann lét þar kirkju gera. En þat er sögn manna, at Þórdís hafí látit flytja Egil til kirkju, ok er þat til jartegna, at síðan er kirkja var gör at Mosfelli, en ofan tekin at Hrísbrú sú kirkja, er Grímr hafði gera látit, þá var þar grafinn kirkjugarðr. En undir altarisstaðn- „um, þar fundusk mannabein; þau váru miklu meiri en annarra manna bein. Þykkjast menn þat vita af sögn gamalla manna, at mundi verið hafa bein Egils. Þar var þá Skapti prestr Þórarinsson, vitr maðr; hann tók upp hausinn Egils og setti á kirkjugarðinn; var hauss- inn undarlega mikill, en hitt þótti þó meir frá líkendum, hve þungr hann var: haussinn var allr báróttr útan svá sem hörpuskel. Þá vildi Skapti forvitnask um þykkleik haussins; tók hann þá handöxi vel mikla ok reiddi annarri hendi sem harðast og laust hamrinum á haus- inn ok vildi brjóta, en þar sem á kom, hvítnaði hann, en ekki dalaði né sprakk, ok má af slíku marka, at hauss sá mundi ekki auðskaddr fyrir höggum smámennis, meðan svörðr ok hold fylgdi. Bein Egils váru lögð í útanverðum kirkjugarði að Mosfelli" (ÍF 11,298-299.) Hvers er að leita? Þarna höfum við þetta svart á hvítu. Mörgum manninum mun þykja allskondið, ef Egill Skalla- grímsson var fyrst heygður að heiðnum sið, en síðar grafinn að sjálfu altarinu í kirkju. En það var tekið til jarteikna um, að Egill hefði fengið þama leg, að mikil bein og mikill haus fundust á þessum stað. „Þykkjast menn þat vita af sögn gamalla manna, at mundi verit hafa bein Egils.“ Og nægir það okkur flestum, þó að sjálfsögðu sé ekki fullvíst að verið hafi bein Eg- ils. En Þórdísi bróðurdóttir Egils þótti vænt um kemp- una, og líklegt er því að hann hafi verið færður til kirkju í kristnum sið. Og sennilegt verður að telja að náfrændur hafi vitað um legstað Egils. Til þess bendir einmitt sá hinn mikli haus sem Skapti laust á forðum. Og þegar við bætist tilgáta Þóris Harðar- sonar læknis, og við fáum skýringu á sjúk- dómnum, þá virðumst við hafa glögg merki um allt sem sannazt getur í málinu: Skapti prestur, hinn vitri maður, er til vitnis um að haus þessi fannst og engin ástæða til að efa það. Og ameríski fræði- maðurinn Jesse Byock bætir ýmsu við, einkum af sjúkdómstoganum; einnig af kveðskap Egils (Skímir vor 1994, s. 73-108). Þá er bara spumingin hver ástæða er til frek- ara umstangs; allt er ljóst sem ljóst verður, og ekki hefur haus þessi haft betra af morknun í þúsund ár. Enda óvíst hvort nokkuð er eft- ir af honum. Bein Egils Skallagríms- sonar hafa verið flutt þrisvar. Fyrst í heiðinn haug, síðan í kirkjugarð á Hrísbrú og loks að Mosfelli. Einar Pálsson segir óþarfa að grafa upp hauskúpu Egils, svo glöggar niðurstöður liggi fyrir um Egil. Ameríski fræðimaðurinn Það er Jesse Byock, sem berst harðast fyrir uppgeftri beina Egils, og er honum full alvara að sögn DV; en haft er eftir honum í Mbl. 22.12.94 undir fyrirsögninni „Mikilvægi rannsókna Byocks": „Skilningur á áþján Egils er lykilatriði í söfnun gagna, sem nauðsynleg eru til að meta sann- fræðilega nákvæmni íslendinga- sagnanna ... Veita íslendingasög- urnar réttar upplýsingar um vík- ingatímann, 250 ámm áður en þær voru ritaðar? Eða em þær einfald- lega hugarflug og tilbúningur höf- unda þrettándir aldar ... Deilan um þetta myndi gerbreytast ef finna mætti nýja uppsprettulind upplýs- inga.“ Þetta eru einkennilega skrýtnar forsendur. Önnur og sú síðari af tveim bókum sem ritaðar hafa ver- ið sérstaklega um hugmyndafræði Eglu, „Egils saga og Úlfar tveir“ (E.P. 1990), fjallar einmitt um sannfræðilega nákvæmni þessarar sögu. Þar em því ekki gerðir skóm- ir að „hugarflug of tilbúningur". eins og við nú skiljum þessi orð, hafí vakið ritun Egils sögu. Reikn- að er með, að að glöggar upplýs- ingar hafí verið til um Egil og að „deilan" um sannfræðina mundi síður en svo gerbreytast þótt kúpa Egils yrði grafin upp, því að beina- sjúkdómurinn mundi einmitt styðja niðurstöður hennar rækilega, ef kúpan var Egils. I stuttu máli er gert ráð fyrir því í Egils sögu og Ulfum tveim, að Egill hafi verið dæmigervingur „mannskepnunnar" hér á jörðu, svo sem sagnir af henni frá fornöld greina. Tvíeðli Egils er ekki dulið: annars vegar var hann skáld og læknir, hins vegar grimmur of- stopamaður, sem beit menn á barkann og krækti úr þeim augun þegar sá gállinn var á honum. Muna ein- hveijir lesendur Mbl. vafalaust eftir því þeg- ar eftirfarandi fyrir- sögn birtist í blaðinu „Egill var ekki hreysti- menni heldur skepna"; haft eftir mér (Mbl. 8.9.90) og olli fjaðrafoki allnokkm. En öll lýsing Egils, furðulega breið haka og „svá allt um kjálkana, hálsdigr ok herðimikill" styður það að hans hafí verið minnzt sem „mannskepnunnar" dæmigerðrar, og ekki minnka líkurnar ef hann var með beinasjúkdóm Pagets og ljótleika sem því fylgir. Af slíku hafa vafalaust farið hryllingssögur. „Mannskepnan" var fræg af fomum goðsögnum, enda styðja gögn þetta rækilega í Egils sögu og Úlfum tveim. Niðurstaða Þórðar Harðar- sonar læknis kemur þar fagurlega heim við aðrar líkur efniviðarins. Seinni tíma rómantískur tilbúningur Svo heppilega vill til, að Byock hefur skýrt þá stöðu rannsókna sem hann gengur út frá í vorhefti Skírnis 1994. Hefur hann grein sína á þessum orðum: „Það er mik- ilvægt fyrir vöxt sérhverrar fræði- greinar að tjúfa hin þröngu tak- mörk viðtekinna viðhorfa og víkka orðræðuna“ (s. 73). Var sannarlega mál til komið að einhver segði þetta opinberlega. En þegar við taka skýringar Byocks versnar í því. Hann reiknar með því að „endur- meta [þurfi] þá viðteknu skoðun að Egils saga sé seinni tíma, róm- antískur tilbúningur“(s. 83). SEINNI TÍMA ROMANTÍSKUR TILBÚNINGUR. Þetta viðhorf er gjörsamlega úrelt; óþarfí er að „endurmeta" það, því að það er varla á dagskrá. Þá er mestöll lýs- ing Byocks á stöðu rannsókna (s. 73-75) með sama marki brennd; látið er að því iiggja að svo til ekk- ert nýtt hafí komið fram á undan- förnum árum; deilur einvörðungu „byggðar á textatúlkun án mögu- legra sannana". Þannig að dæmið „snérist algerlega við, ef nýir upp- lýsingabrunnar fyndust". Þá færi í verra, ef ekki væri önnur leið fær en að grafa enn einu sinni upp haus Egils, sem þegar eru nægar upplýsingar til um. En Byock slepp- ir að geta þess, að mikið af nýjum upplýsingum hefur komið fram um Egils sögu sem hægt er að sanna. Ekki verður þannig með nokkru móti séð, að þessi „brunnur nýrra upplýsinga“ „bylti hugmyndum okkar um Egil“, til dæmis um „sögulega nákvæmni Egils sögu“. Og segir þó Byock: „Tilgangur minn með því að færa út kvíar orðræðunnar með faraldsfræðileg- um upplýsingum, er að bæta nýrri vídd við skilning bæði á persónu Egils og sögu hans“. Skemmst er frá því að segja að ég kem ekki auga á nýja vídd í grein Byocks, hvorki um persónu Egils né sögu hans. Allegóría Byock nefnir ekki að samkvæmt Egils sögu og Úlfum tveim er Eg- ils saga launsögn, allegóría. Slíkar voru einatt byggðar á persónum sem lifðu í eiginlegum skilningi, ekki sízt sérstæðu fyrirbæri eins og Agli. Tröllslegt útlit Pagets sjúkdóms eykur mjög á líkurnar fyrir ráðningunni. Egill er sam- kvæmt því „í senn bókmenntaleg sköpun og söguleg persóna". Þar er ekkert nýtt; það er sú tilgáta sem nú stendur. Að þessu leyti leys- ir Byock ekki „spurningarnar um sannleiksgildi íslendingasagna sem lengi hafa vafizt fyrir mönnum“. Þá segir Byock að „eitthvað [sé] verulega óþægilegt við persónu (Egils) eins og honum er lýst í sög- unni“, og þarf ekki útlendan mann til að segja okkur það. Og áfram Einar Pálsson heldur Byock: Mönnum „stóð ógn af lundarfari hans og útliti“ og honum er lýst sem „dökkri, ljótri og þunglyndri persónu“. Og enn er ekkert nýtt í þessu. Hins vegar er þó nokkuð nýtt í eftirfarandi setningu: „Aflögun og hörðnun höfuðkúpunnar, breytingar sem einkenna Pagets sjúkdóm, geta leitt til ljónskúpu (leontiasis ossea), aflögunar andlitsbeina sem gerir útlit viðkomandi ljónslegt. Og lýs- ingin á andliti Egils kemur heim við þetta vegna þess að afleiðing sjúkdómsins er sú að „andlitsbeinin þykkna verulega". Um brúnahleyp- ingarnar má segja að það sé hugs- anlegt að maður sem er eins ógn- vekjandi og Egill hafi lært að gera sem mest úr ljótleika sínum og að hrikaleg áhrif hans væru í minnum höfð.“ (s. 89.) Og eru vér þá komin hringinn. Byock beinlínis undirstrikar það, að Egill líkist engu frekar er mann- skepnu; manni, sem er að hálfu leyti dýr. Egils saga og Úlfar tveir GjÖrvallt verkið um Egils sögu og Úlfa tvo er byggt á þeirri niður- stöðu að Egill Skallagrímsson hafí verið talinn „mann-dýr“ að fornum hætti í sögunni. Tökum t.d. 50. kaflann, sem nefnist „Hálfur mað- ur“: „Gundvallarhugsunin að baki Sagittariusi er tvískipt vera, sem annars vegar er dýr, hins vegar maður. Þannig hefur dýrið ekki ávallt verið hestur, eitt sinn var það Taurus (Naut) og raunar, í vissum sögnum, Minotaurus (Manntarfur á Krít). Eru sagnir er dýr þetta varða margslungnar, en eftirtektarvert er, að eitt nafn skepnunnar var Semivir á latínu, „hálf-maður“... En heitið, sem [Peter] Lum notar um Sagittarius er „a beast-man“. Það sem teflt er saman í Fólkvangi virðist þannig alls staðar það sama — að þessu leyti — annars vegar maður, hins vegar dýr... Megináherzlan er á dýrseðlið, fall andans niður á ið jarðneska plan; en hin hliðin er og ljós: sú sem varðar birtu, heiða hugsun, læknisdóm og visku“ (s. 109). Og lok kaflans eru óvíræð: „En stórt skref er stigið fram á við, þá er vér gerum oss ljóst, að í raun fjallar saga Mýramanna um ein- stakling, sem var að hálfu dýr á lægsta tilverustigi, og að hálfu skáld og læknir. Mannskepnan Egill Skallagríms- son.“ Fosendur Byocks Grein Byocks í Skírni er vönduð, en stingur einkennilega í stúf við forsendur hans. Þannig er honum í mun að sanna að ekkert nýtt hafi komið fram um Egils sögu langar stundir. Og þó sannar hin glögga lýsing hans á „ljóns-mann- inum“ einmitt að Egill var „hálf- dýr“, Semivir eins og Rómveijar kölluðu það, og styður þannig ræki- lega niðurstöður mínar útgefnar 1990. Og þó nefnir hann þetta ekki. Og svo íjarri fer því, að ekk- ert hafi gerzt, og að leit að haus- kúpu sé því eina lausnin á vandan- um, að í Egils sögu og Úlfum tveim bætast við með öllu ný svið til rann- sókna, svo sem allegóría miðalda, Úlfarnir tveir, Dýrahringur himins (Zodiac), forn tölvísi, sagnir Plút- arks, Tarot-speki, og hugsanleg fylgni við náttúrufræðileg fyrirbæri (11 ára tíðni sólgosa), gjörólíkur skilningur á sögunni frá því sem áður var, í stuttu máli nægar lind- ir til að kanna fleiri en eitt eða tvö æviskeið. Grein Byocks er góð við- bót við sjúkdómslýsinguna, en hin „nýja uppsprettulind upplýsinga“ og hin „nýja vídd í skilningi" á sögunni eru einfaldlega ekki fyrir hendi. Við þurfum ekki að grafa upp hauskúpu Egils, svo glöggar eru niðurstöður sem þegar liggja fyrir um „mann-skepnuna“ Egil Skallagrímsson, að þar er fáu við að bæta. En „ljóns-maður" Byocks var vissulega velkominn. Höfundur er fræðimaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.