Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ BOKMENNTIR, MANNRETTINDAMAL, GRIKKLAND, FERÐALÖG, STJÓRNMÁL, TRÚ- MÁL, KONUR OG AÐRAR LÍFSNAUTNIR ERU NOKKRAR HELSTU ÁSTRÍÐUR SIGURÐA'R A. MAGNÚSSONAR. SINDRI FREYSSON KOMST AÐ ÞVÍ AÐ SIGURÐUR HEFUR MÖRG JÁRN í ELDINUM NÚ SEM ENDRANÆR. Með annan fntinn í veruleikanum OIGURÐUR A. Magnússon skildi við lesendur í fimmta hluta uppvaxtarsögu sinnar um borð í skipi á leið burt frá íslandi. Á rúmsjó og langt í land að manni fínnst, lýkur hann bókinni: „Ég hafði ekki annað meðferðis en fatnað og örfáar bækur ásamt fimmtíu krónum dönskum í vasan- um. Þær áttu að fleyta mér yfir fyrstu boðaföll í tvísýnni landtöku og koma mér inná hálar brautir hulinnar framtíðar. En fyrst var að sigla yfir hið víða haf sem skildi á milli heimahaga og ónuminnar veraldar, milli róstugs uppvaxtar- skeiðs og óráðinna manndómsára." Þótt ég hafi aldrei kynnst Sig- urði persónulega, hefur hann gjarnan komið mér fyrir sjónir sem slíkur ferðalangur, sá sem leitar og er lengst af á svæði milli örygg- isins og óvissunnar. Hann viður- kennir að í sér búi togstreita á milli þess sem er jarðbundið og þess sem svífur, og hún kemur sennilega fram í starfi hans sein- ustu árin. Þýðandinn hefur haft undirtökin og eigin skáldskapur haldið sér til hlés, og því má segja við hæfi að Sigurður er nýorðinn ritstjóri nýs tímarits þýðenda, Jóns á Bægisá, sem verða á sameinin- legur vettvangur þeirra og mál- gagn. Einnig hefur hann varið dijúgum tíma í greinaskrif fyrir innlend og erlend blöð og tímarit. Löngun til aó faera út landamæri Sigurður sendi Úr snöru fuglar- ans, lokabindi uppvaxtarsögunnar, frá sér árið 1986. Tveimur árum síðar kom út úrval ljóða hans og ævisaga Sigurbjöms biskups Ein- arssonar. Tvö rit af ferðabókaætt komu út árið 1990 og 1992, annað helgað íslandi og hitt Grikklandi, en þá var þýðingahrota hans byrj- uð. Árið 1989 kom út þýðing Sig- urðar á Blindgötu í Kaíró, skáld- sögu egypska Nóbelsverðlaunahöf- undarins Nagíbs Mahfúz, og ári síðar Míramar eftir sama höfund og Dreggjar dagsins eftir Kazuo Ishiguro, og loks Safnarinn eftir John Fowles árið 1991. Þá var glíman við stórvirki James Joyce, Ulysses eða Ódysseif, þegar hafin en bókin var gefin út í tveimur bindum 1992 og 1993. Á liðnu ári komu síðan út tvær ljóðaþýðingar, annars vegar alþjóðlegt ljóðasafn, Úr ríki samviskunnar, sem gefið var út í tilefni af tvítugsafmæli íslandsdeildar Amnesty Intemati- onal, og hins vegar ljóð bandaríska skáldjöfursins Walts Whitmans, Söngurinn um sjálfan mig. „Þýskur vinur minn sagði þetta vera einkennandi fyrir íslendinga. Þeir hlaupi alltaf frá erfiðinu og fínni sér léttara viðfangsefni, geri eitthvað annað en þeir ættu að gera,“ segir Sigurður, aðspurður um mikið vægi þýðingastarfa sein- ustu árin. „Ég hef hins vegar aldrei tekið að mér þýðingar nema ég sé spenntur fyrir verkunum." Hann hefur þýtt verk eftir gríska, egypska, þýska, írska, enska, rússneska, spænska og pólska höfunda, svo fátt eitt sé nefnt. „Mér hefur alltaf rannið til rifja fáfræði okkar um bókmenntir utan Evrópu og held að vera mín á Indlandi hafi stuðlað að þeirri hugsun, að nauðsynlegt sé að færa stóra heiminn inn í okkar bók- menntir. Ég hef alltaf verið haldinn þessari voðalegu löngun til að víkka út landamærin. Seinustu 15-20 ár hafa gerst stórkostlegir hlutir á þessu sviði, við höfum meðal annars eignast þýðingar úr spænsku og rússnesku, gerðar af ástríðu og listfengi, sem era gífur- leg viðbót við bókmenntaarf okkar og hafa greinilega heillavænleg áhrif á yngri höfunda okkar. Auk þess hef ég eingöngu haft tekjur af ritstörfum seinustu 18 ár. Þýðingalaunin era rýr en öragg og koma um leið, en maður verður að bíða eftir ritlaunum í að minnsta kosti hálft ár, þannig að öðram þræði era þýðingarnar unnar af flárhagsástæðum. Ég vil heldur vinna fyrir mér með þeim heldur en með útvárpserindum eða ein- hveiju slíku, og fínnst þær áhuga- verðari og varanlegri. Þýðingar era heilmikil æfíng og kenna manni ýmislegt um atið við tungumálið, og ég held að ég hafí notið góðs af þeirri þjálfun." Fáranleg hugmynd Að öðrum verkum ólöstuðum rís þýðing Sigurðar á Ódysseifí eftir Joyce hæst þeirra verka sem hann hefur snúið á íslensku. Sigurður kveðst hafa um langt árabil fund- ist skammarlegt að verk Joyce væra ekki til í íslenskri þýðingu nema í brotum. Árið 1982 tók hann sig síðan til og þýddi smá- sagnasafnið Dubliners, I Dyflinni, eftir Joyce, sem seldist upp og var síðar gefíð út í kilju. „Ég hefði aldrei látið mér detta í hug að þýða Ulysses að eigin framkvæði en Halldór Guðmunds- son, útgáfustjóri Máls og menning- ar, spurði hvort ég væri ekki tilbú- inn til að vinna verkið. Mér fannst hugmyndin fáránleg, en það er eitthvað í mér sem er veikt fyrir bijáluðum uppástungum, og því svaraði ég strax játandi. Þá varð ekki aftur snúið og ég henti mér út í verkefnið án þess að vita hvað ég væri að gera. Þýski þýðandinn naut þess að bókin hafði verið þýdd áður undir handaijaðri Joyce en var samt fjög- ur ár að skila af sér verkinu. Mér vora gefin tvö ár til að ljúka þýð- ingunni, en hún tók þijú ár og ég vann því kauplaust í eitt ár. Ég sé ekki eftir að hafa fallist á þessa glímu, bæði mér til skemmtunar og einnig til að reyna kraftana, en myndi ekki leggja í að þýða til dæmis Finnegans Wake eftir Jo- yce. Sú bók var að vísu að koma út á japönsku, en þar hlýtur að vera um einhvers konar endur- sköpun að ræða. ítalskur þýðandi sem þýddi kafla úr Finnegans Wake og sýndi Joyce, sagði frá því að skáldið hafði ekki minnsta áhuga á því hver merkingin var. Verkið var tónlist í hans huga og þannig er best að njóta þess. Mig langar þó, hvort sem ég læt verða af því eða ekki, að þýða A Portra- it of the Artist as a Young Man, sem kom út milli í Dyflinni og Ódysseifs, til að fá heildarmynd- ina.“ Á vissan hátt ber Joyce ábyrgð á að Sigurður réðst í þýðinguna á Walt Whitman. „Undanfarin tíu ár eða svo dundaði ég við að þýða ljóð og ljóð eftir Whitman,_en þeg- ar ég var búinn að þýða Ódysseif var ég svo uppspenntur að ég gat ekki slakað á. Eg sá fram á eyði- mörk, óstjómlegan tómleika, og greip þá til þess ráðs að þýða Whitman. Ég lokaði mig af í sex vikur, gerði ekkert annað allan tímann en að þýða af undarlegu offorsi þessi ljóð. Ég lagðist að vísu í rúmið á eftir, en ég komst þó aftur niður á jörðina. Whitman bjargaði mér frá þeim tómleika sem ég fann til eftir þriggja ára samvistir við Joyce." Sigurður segist hafa verið með Walt Whitman á heilanum í fjöru- tíu ár, eða alveg síðan hann var í námi í New York. „Þar var kenn- ari sem vígði mig inn í Whitman, og hann hefur verið mér mjög hugstæður alla tíð síðan. Whitman er á sérkennilegan hátt mjög sjálf- hverfur og úthverfur í senn. Hann yrkir um allan heiminn á eigin lík- ama, gerir hann að „míkrókosm“, smækkaðri ímynd alheimsins, en heildaráhrifín vísa hins vegar til veraldarinnar allrar.“ Tvífarí hðfundarins Höfundarnir sem Sigurður hefur þýtt era tiltölulega ólíkir. Hann kveðst sökkva sér ofan í hvert verk og koma ekki upp úr kafi fyrr en því er lokið. „Það er kannski eitthvert leikaraeðli í mér að geta gengið inn í gjörólík hlutverk, ég veit það ekki. Þegar ég tek að mér verk nær það tökum á mér og ég fæ á tilfínninguna að ég sé tvífari höfundarins, hvort sem það kemur fram í þýðingunum eða ekki. í þessu er fólgin óskapleg hvíld, maður hvílir sig frá sjálfum sér um tíma. Ég hef löngum verið mjög marglyndur og kemst ekki frá því. Þetta marglyndi hefur auðgað líf mitt mikið og gert það litríkara og skemmtilegra, en um leið hefur það dreift kröftunum. Ég hef alltaf borið dulda öfund í garð einlyndra manna sem geta beitt öllum sínum kröftum að ein- hveiju einu markmiði og verður fyrir vikið meira úr lífsverkinu. Én þetta er svo gagnstætt mínu eðli að það er ekki nokkur leið að ég gæti fengist við sama hlutinn alla ævi. Þó að mig dauðlangi til þess í aðra röndina, veit ég jafn- framt að ég myndi ekki þola slíkt líf. Mér er nauðsynlegt að hafa mörg járn í eldinum, sem kemur meðal annars fram í áhugamálum á öllum mögulegum sviðum. Ég viðurkenni að oft hef ég valdið ófyrirséðum sárindum og án þess að ætla mér slíkt, eins og oft vill verða í tilfinningamálum og öðrum slíkum. En ég held að ég sé jafn- framt mjög upptekinn af mann- legri þjáningu og hún hefur gengið mjög nærri mér. Kannski vegna þess að maður upplifir tilverana sem stórkostlegt sköpunarverk. Meðal annars þess vegna hef ég viljað koma á framfæri við ís- lendinga ljóðum af sama toga og er að finna í Úr ríki samviskunnar og bókinni Naktir stóðum við, sem geymir Ijóð sem grísk skáld ortu um þjáningar sínar og sinna undir herforingjastjóminni. Þetta er angi af baráttunni gegn þjáningu.“i Barist fyrir mannréttindwm Árið eftir að herforingjamir komust til valda árið 1967 í Grikk- landi, komu hingað til lands tíu grískir námsmenn sem þá bjuggu í Svíþjóð. í kjölfarið var Grikk- landshreyfíngin stofnuð og starfaði undir formennsku Sigurðar frá 1968-1974, þegar herforingjaklík- an hrökklaðist frá völdum. Sigurð- ur starfaði á sama tima í Víetnam- hreyfingunni þangað til hemaðar- íhlutun Bandaríkjamanna lauk þar í landi. Hann gekk til liðs við ís- landsdeild Amnesty International skömmu síðar og hefur setið í stjórn hennar seinustu sjö ár. Hann gegnir nú formennsku í samtökun- um hérlendis öðra sinni, en lætur af því embætti í vor. „Starfssvið Amnesty Internat- ional er skýrt afmarkað og deild hvers lands fyrir sig má ekki hafa bein afskipti af mannréttindabrot- um í eigin landi. Þetta er gert til að deildirnar flækist ekki í pólítíska togstreitu innanlands. Deildirnar mega hins vegar benda á slík brot og þá koma hlutlausir aðilar á vettvang og meta eðli þeirra og viðbrögð við þeim. Deildin hér hef- ur meðal annars gagnrýnt og gert tillögur um meðferð flóttamanna sem hingað koma, og hefur ríkis- stjóm íslands tekið tillit til ábend- inga hennar.“ Bréfaskriftir samtakanna hafa án minnsta vafa haft umtalsverð áhrif. „Á afmæli samtakanna í september fengum við hingað til lands Mulugetta Mosissa frá Eþí- ópíu sem hafði setið þar í fangelsi í rúm ellefu ár, ásamt konu sinni, sem fæddi honum son innan veggja annars fangelsis. Hann sá ekki son sinn fyrstu níu árin. Mosissa sagði okkur að það sem hefði beinlínis bjargað geðheilsu sinni undir lokin, hefði verið vitundin um baráttu Amnesty International og fleiri samtaka fyrir frelsi hans. Þessi vitnisburður er ekki einsdæmi. Samtökin hafa bæði bjargað mannslífum og haldið aftur af stjórnvöldum í þeim löndum þar sem mannréttindabrot era daglegt brauð. Við beijumst t.d. heiftar- lega gegn mannshvörfum og gríp- um til skyndiaðgerða um leið og fréttir berast af fólki sem hverfur einhvers stáðar í heiminum fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.