Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR1995 B 3 LEITIN A Ð MISViEGI ORKUNNAR VIUUM SKYRA HLUTI SVO SKIUANLEGT SÉ z 5 VINNUEFTIRLITI ríkisins berst á ári hverju fjöldi fyrir- spurna um áhrif rafmagns á heilsu manna. Flestar fyrir- ^ spurnimar koma frá fólki, sem vinnur tiltölulega „þrifa- ■■ lega“ vinnu, en athygli vekur I_ að minna er um slíkar spurn- mm ingar frá starfsmönnum í ■B „efnamengaðra" umhverfi. “■ Að mati Vilhjálms Rafnsson- þa ar, yfirlæknis hjá Vinnueftir- kk litinu, er fráleitt að rekja JJJ vanlíðan fólks og truflaða lík- 3 amsstarfsemi til rafsegul- \ sviðs. Mikilvægara sé að líta 5 til annarra þátta svo sem við- ^ móts annarra starfsmanna, ^ álags, áreitis og aðbúnaðar á vinnustað og síðast en ekki síst til andlegs heilbrigðis. „Við læknar viljum hjálpa fólki og skýra hluti á þann hátt sem okkur er skiljanlegur þannig að skýringarnar falli að líffræðinni, læknisfræðinni, eðlisfræðinni, efnafræðinni og jafnvel sálfræð- inni í stað þess að stökkva á „bil- legar“ lausnir og gefa falskar von- ir. Eg tel það vera skjóttekna lausn að segja að rafmagn trufli hugsun manna eða skarpskyggni, valdi höfuðverk, einbeitingaskorti eða annarri vanlíðan. Við teljum að fólki sé óhætt að umgangast raf- magnstækin sín og sömuleiðis ættu menn ekkert að verða undar- legir af því að vera í sterku rafseg- ulsviði,“ að mati Vilhjálms. Sem dæmi um vinnuumhverfi, sem býr yfir sterku rafsegulsviði, nefnir hann kerskála álversins í Straums- vík. Hjarta- eða heilalínurit þeirra starfsmanna, sem þar vinna, trufl- ast ekki þrátt fyrir þetta sterka svið. Aftur á móti getur rafstuð truflað líkamsstarfsemina þannig að hjartað nái ekki að slá eðlilega. Með öðrum orðum getur rafstuð ruglað það innbyggða rafmagn, sem líkaminn býr yfir. Þá má geta þess að myndavélar og armbands- úr eru í stórhættu ef farið er með það inn í kerskála álversins og mönnum er eindregið ráðlagt frá því að fara með greiðslukortin sín inn í þetta vinnuumhverfi þar sem að segulröndin á þeim getur ruglast alvarlega við það. Að sögn Vilhjálms eru uppi illar grunsemdir um að rafsegulsvið geti hugsanlega valdið krabba- meini. „Ef svo er, er það auðvitað mjög alvarlegur hlutur og sjálfsagt er að fylgjast með rannsóknum á þessu sviði og jafnvel að gera okk- ar eigin rannsóknir," segir Vil- hjálmur. Við Vinnueftirlitið er ætlunin að fylgjast með fólki, sem starfar í rafsegulsviði með tilliti til krabbameinshættu. Niður- staðna er þó ekki að vænta í bráð. Vilhjálmur leggur að lokum áherslu á að því fari fjarri að allt sé skýranlegt í þessum heimi. „Við læknar þykjumst ekki geta skýrt alla hluti, af hverju fólk verð- ur veikt og af hverju því líður eins og því líður. Stundum verðum við einfaldlega að játa að við vitum ekki hvað um er að vera. Og kannski skiljum við ekki hvaða áhrif örmagn í loftinu kann að hafa á heilsu fólks. Það er meðal annars hlutverk okkar að gera rannsóknir og finna skýringar á hugsanlegu sambandi umhverfis- áhrifa og heilsufars fólks.“ Vilhjálmur Raf nsson, yf ir- læknir Vinnu- eftirlits rikis- ins, segir aö sjálfsagt sé ad fylgjast meó rannsóknum þó hann telji fráleitt aó rekja megi vanliöan fólks til rafsegul- sviós. VERÐLÆKKUN SUZUKIVITARA Okkur er mikil ánægja að tilkynna verulega verðlækkun á hinum sívinsæla Suzuki Vitara JLXi, sem nú fæst á betra verði en nokkru sinni fyrr. Vitara JLXi 5 dyra, S gíra, beinskiptur, kostar nú aðeins kr. 2.175.000. Vitara JLXi 5 dyra, 4ra gíra, sjálfskiptur, kostar nú aðeins kr. 2.345.U00. Suzuki Vitara JLXi er einstaklega vel búinn jeppi, sem uppfyllir allar kröfur þeirra, sem leita aflmikils og vandaðs jeppa á vægu verði og vilja balda rekstrarkostnaði í lágmarki. Meðal ríkulegs staðalbúnaðar í Vitara JLXi má nefna: 96 hestafla 16 ventla vél. Samlæsingu hurða. Rafstýrðia spegla. Höfuðpúða á fram- og aftursætum. Dagljósabúnað. • Upphituð framsæti. • Framdrifslokur. R Byggður á grind. • Aflstýri. • Rafmagnsrúðuvindur Veltistýri. Vönduð innrétting. Hreinsibúnaður fyrir aðalljós. Styrkt rafkerfi fyrir Norðurlönd. Litaðar rúður. Nýr valkostur — Suzuki gœói á lágmarksverói! Fyrir þá sem leita að ódýrari 5 dyra jeppa, og gera ekki eins miklar kröfur um búnað, getum við nú boðið Suzuki Sidekick JX 5 dyra, beinskiptan, á einstaklega hagstæðu verði, aðeins kr. 1.880.000.- Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Komið og reynsluakið Suzuki Vitara — hann kemur verulega á óvart. M 9501

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.