Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR1995 B 21 RADAUGl YSINGAR — ) Ráðhús Reykjavíkur Tónleikar í Ráðhúsinu í dag, sunnudaginn 29. janúar, kl. 15.00. Perlubandið, 14 manna danshljómsveit, leikur, ásamt söngkonunni Rósu Ingólfsdóttur. Dansarar frá Danskóla Jóns Péturs og Köru. Ókeypis aðgangur. Sólarkaffi Arnfirðinga Sólarkaffi Arnfirðinga verður haldið á Engja- teig 11 (við hliðina á Listhúsinu) föstudaginn 3. febrúar og hefst það kl. 20.30. Miðar seldiF á Engjateigi 11 sama dag frá kl. 16-18 og við innganginn. Góðar veitingar og skemmtiatriði. Mætum öll. Stjórnin. 4. Rammaáætlun Evrópusambandsins Li'f- og læknisfræöi Ifftækni Almennur kynningarfundur á vegum Kynn- ingarmiðstöðvar Evrópurannsókna verður haldinn 30. janúar kl. 15.00-17.00 í Borgar- túni 6. Kynntar verða líf- og læknisfræðiáætlun og líftækniáætlun ESB. Umsóknarfrestur vegna Iff- og læknisfræði- áætlunarinnar rennur út 31. mars nk. Umsóknarfrestur vegna líftækniáætlunar- innar rennur út 24. mars nk. Kynntar verða: 4. rammaáætlun ESB; Elísabet M. Andrésdóttir. Líf- og læknisfræðiáætlun ESB; Guðrún Agnarsdóttir. Líftækniáætlun ESB; Ingileif Jónsdóttir og Jakob K. Kristjánsson. Verkamannafélagið Dagsbrún Leiðbeiningar við f ramtalsgerð Verkamannafélagið Dagsbrún gefur félags- mönnum sínum kost á leiðbeiningum við gerð skattframtals helgina 4.-5. febrúar 1995 með sama hætti og undanfarin ár. Þeir, sem hug hafa á þjónustu þessari, eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Dagsbrúnar, sími 25633, og láta skrá sig til viðtals eigi síðar en 3. febrúar nk. Ekki er unnt að taka við beiðnum eftir þann tíma. Verkamannafélagið Dagsbrún. Nudd- og heilsusetur Þórgunnu, Skúlagötu 26 auglýsir helgarnámskeið 4. og 5. febrúar og 11. og 12 febrúar. Unnið er að því að losa um líkamlega og andlega spennu með heild rænu nuddi og persónulegri ráðgjöf hjá fag- aðilum. Upplýsingar og innritun í síma 624745 mánud. og fimmtud. milli kl. 19 og 20, aðra daga kl 9.30-10.30 í síma 21850. Námskeið f ungbarnanuddi fyrir foreldra með börn á aldrinum 1-10 mán. byrjar fimmtudaginn 2. febrúar. Sam- kvæmt rannsóknum og reynslu hjálpar og styrkir ungbarnanudd öll börn líkamlega, til- finningalega og andlega og einnig tengsla- myndun. Börnin sofa betur, þyngjast hraðar og ónæmiskerfi þeirra styrkist m.m. Faglærðir kennarar. Uppl. í símum 624745 og 21850. Leiklistarskóli íslands auglýsir Inntökupróf í Leiklistarskóla íslands 1995 vegna skólaársins 1995-1996 munu fara fram í mars og apríl nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, Sölvhólsgötu 13. Opið frá kl. 9-15. Umsóknarfrestur er til 13. mars 1995. Skóiastjóri. Frá Tölvuskóla Stjórnun- arfélagsins og Nýherja Tölvunotkun ífyrirtækjarekstri - fyrri hluti Innritun er hafin í þetta vinsæla tölvunám, fyrstu 11 námsvikurnar. Kennsla hefst 6. febrúar. Unnt er að stunda námið með vinnu. Seinni hluta námsins má taka næsta skóla- ár. Þetta er einstakt tækifæri til að öðlast yfirgripsmikla þekkingu á einkatölvuþúnaði fyrirtækja fyrir mjög hagstætt verð. Nánari upplýsingar í síma 697769, 697770 eða 621066. STJÓRNUNARFÉLAGS (SLANDS OG NÝHERJA 69 77 69 62 1 □ 66 NÝHERJI Framreiðslumenn Almennur félagsfundur verður haldinn á Óðinsgötu 7 þriðjudaginn 31. janúar nk. kl. 15.00. Dagskrá: 1. Úrsögn Félags framreiðslumanna úr Þjónustusambandi íslands. 2. Væntanlegir kjarasamningar. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Menningarsjóður Umsóknir um styrki Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði skv. 1. gr. reglu- gerðar um sjóðinn nr. 707/1994. Hlutverk Menningarsjóös er aö veita útgefendum og/eða höfundum fjárhagslegan stuðning til útgáfu þeirra bóka á íslenskri tungu, sem veröa mega til eflingar íslenskri menningu. Sérstök áhersla skal lögö á að efla útgáfu fræðirita, handbóka, orðabóka og menningarsögu- legra rita. Jafnframt getur sjóðurinn veitt fjárhagslegan stuðning annarri skyldri starfsemi s.s. vegna hljóðbókagerðar. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðu- blöðum til stjórnar Menningarsjóðs, mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. mars 1995. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu mennta- málaráðuneytisins. Stjórn Menningarsjóðs. Borgarspítalinn - Landakot (Sjúkrahús Reykjavíkur) Tilkynning um breytingu á afgreiðslutíma Rannsóknadeild Borgarspítalans mun frá og með 1. febrúar 1995 taka á móti utanspítala- sjúklingum til sýnatöku frá kl. 8.00-18.00 alla virka daga. Athygli skal vakin á að sjúk- lingar þurfa að vera fastandi við sýnatökur fyrir vissar rannsóknir (t.d. s-þríglýseríðar). Afgreiðsla rannsóknadeildar svarar frá kl. 8.00-16.00 í síma: 5696403/5696404. Eftir kl. 16.00 þarf að hringja í síma: 5696600 og biðja um meinatækni með kalltæki 81-404. Röntgendeild Borgarspítalans verður einnig opin frá kl. 8.00-18.00 alla virka daga frá og með 1. febrúar 1995. Afgreiðsla sími: 5696440/5696441. Bréfsími (fax): 5696458. Röntgendeild Landakotsspítala verður áfram með óbreyttan opnunartíma frá kl. 8.00- 16.00. Afgreiðsla sími: 5604320. A iS&J Lóðaúthlutun íKópavogsdal Kópavogsbær auglýsir eftirtaldar fjölbýlis- húsalóðir í Kópavogsdal lausar til úthlutun- ar. Með lóðarumsóknum skulu fylgja tillögur að útfærslu deiliskipulags á lóðunum. Eftir- farandi upplýsingar eru til viðmiðunar: Reitur 13 við Lækjarsmára. Stærð lóðar um 8.000 m2. Byggingarmagn (bílageymsla neðanjarðar ekki meðtalin) um 10.000 m2. Fjöldi íbúða um 80. Fjöldi hæða 5-10. Bílastæði 1,8-2,0 á íbúð. Hluti bíla- stæða neðanjarðar. Reitur 14 við Lautarsmára. Stærð lóðar um 13.000 m2. Byggingarmagn (bílageymsla neðanjarðar ekki meðtalin) um 12.000 m2. Fjöldi íbúða um 100. Fjöldi hæða 3-10. Bílastæði á íbúð 1,8-2,0. Hluti bíla- stæða neðanjarðar. í tillögunum, sem farið er fram á að fylgi umsóknum, skal eftirfarandi koma fram: A. Skipulag lóðar í mælikvarða 1:500, sem sýni byggingarreiti, hæð bygginga, heildarbygg- ingamagn, þakform, fjölda íþúða, stærðar- dreifingu íbúða (án sameignar), bílastæði (bæði ofan- og neðanjarðar), leiksvæði, gönguleiðir, gróðursvæði og aðliggjandi byggð. B. Sneiðmyndir í mælikvarða 1:500 og dæmi um útlit í mælikvarða 1:200. C. Mikilvægt er að í tillögugerðinni sé gætt fyllsta samræmis við aðliggjandi byggð og útivistarsvæði og skal m.a. gera ítarlega grein fyrir hugsanlegri skuggamyndun. D. Þá skal leggja fram hugmyndir um uppbygg- ingarhraða. Báðum lóðunum verður úthlutað til eins eða fleiri aðila. Sé sá kostur valinn, að úthluta lóðunum til fleiri en eins aðita, áskilur Kópa- vogsbær sér rétt til að samræma hugmynd- ir um deiliskipulag í samráði við lóðarhafa. Lóðirnar eru byggingarhæfar. Skipulagsgögn og umsóknareyðublöð liggja frammi á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 2, 4. hæð, milli kl. 9-15 alla virka daga. Nánari upplýsingar veitir Birgir H. Sigurðs- son, skipulagsstjóri, í síma 41570. Umsóknum skal skila til Bæjarskipulags fyrir kl. 15.00 miðvikudaginn 8. mars 1995. Bæjarstjórinn f Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.