Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LEITIN A D MISVJEGI ORKUNNAR Veikindadðgum snaríækkaði eftir róttækar aögerðir S MJÖG hefur dregið úr fjar- 2 vistum vegna veikinda meðal 'S starfsmanna Pósts og síma í Kópavogi eftir að gripið var O til róttækra aðgerða þar á O bse- Brynjólfur Snorrason var kallaður til fyrir um 5 tveimur árum að frumkvæði 2 stöðvarstjórans Rósu Odds- HT dóttur og með samþykki æðri yfirmanna stofununar- jr innar. í ljós kom viss spenna ™ í húsinu sem sumir vildu meina að kæmi frá spennistöð í næsta nágrenni. Sú varð þó ekki raunin hvað pósthúsinu viðvék skv. athugunum Brynjólfs heldur áttu náttúrulegir jarðgeislar hlut að máli, en þeir eru misafgerandi eftir svæðum. Ekki er þó vitað hvort eða hvaða áhrif spennistöð- in kann að hafa á hús og íbúa í nágrenninu. Þorgeir K. Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri umsýslusviðs Pósts og síma, segir að menn viti enn sem komið er ekki nógu mikið um áhrif rafsegulsviðs á fólk. Oft hafi þó verið talað um svokallaða húsasótt í sömu andrá. Kvartað hafði verið töluvert mikið yfir slappleika og tíðum veikindum starfsfólks á póst- og' símstöð- inni. „Og úr því að farið var út í Brynjólf ur greip m.a. til þess róós aó jaróteng ja of na og hillur auk þess sem hann kom ffyrir þremur spólum, sem koma eiga i veg ffyr- ir óæskilega spennu innan dyra. Þetta heff ur haft i för meó sér bætta heilsu, aó mati starfsmanna. að kanna þetta nánar, vildum við tryggja að þetta yrði gert eins vísindalega og nákvæmt og unnt væri. Við óskuðum því eftir því í samráði við póst- og símamála- stjóra að Fjarskiptaeftirlitið kæmi inn í þetta sem hefur yfir tækjum og þekkingu að ráða á þessu sviði og að það hefði eftirlit með mæl- ingunum.“ Niðurstaðan varð sú að gerðar voru vissar jarðtengingar á ofnum og hillum í pósthúsinu og sömu- leiðis voru keyptar þijár spólur að ráði Brynjólfs sem koma eiga í veg fyrir óæskilega strauma og staðsettir eru á ákveðnum stöðum í húsinu. Þessar aðgerðir voru gerðar í desember 1992. Veik- indadögum fækkaði um 25% milli ára 1992 og 1993 og síðan um 24% í viðbót milli ára 1993 og 1994. Þannig hefur veikindadög- um fækkað um 49% á síðustu tveimur árum miðað við árið 1992. Að sögn Þorgeirs er hér um að ræða mikla breytingu frá árinu 1992. Hinsvegar hafi það ár einkennst af miklum veikindum samanborið við árin á undan. Ástandið nú sé að komast í það horf sem þá var. Að því leyti til sé erfitt að álykta nokkuð í þessu sambandi. FÆÐUOÞOL MA OFT REKJA TIL RAFSEGULMENGUNAR Morgunblaðið/Kristinn RÓSA Oddsdótlir, stöövarstjóri, hef- ur lótió taka heimilió jafnt sem vinnustaóinn sinn igegn. INGIBJÖRG Stein- grlmsdóttir hélt aó hún vœri psor- iasis-sjúkling- ur um allan skrokkinn i aldar- fjóróung. HELGA Þorbergs- dóttir vill ekki fullyróa aó hún sé laeknuó þó hún hafí ekki fengió asmakast i tæp tvöúr. Vissir þú að... ■ skv. kenningunni um skað- semi segulsviðs, þá er áru ekki aðeins að finna í kringum mann- fólkið heldur er sams konar orkusvið að finna í náttúrunni allri, í öllu lifandi efni. ■ vegna mengunar hefur orku- hjúpur jarðar skaðast. Þess vegna erum við veikari fyrir nú en áður og berskaldaðri fyr- ir utanaðkomandi raf- og bylgjusviðum, bæði af náttúr- unnar og mannanna völdum. ■ orkumengun er alvarlegt vandamál um heim allan þar sem að við höfum með tækni nútímans blandað saman ólíkum tíðni- og orkusviðum, sem margir vilja meina að geti verið hættulegt heilsunni. ■ rafmagn er I sjálfu sér ekki skaðlegt svo fremi sem ekki verður til misvægi. Eitt lítið ljós getur t.d. valdið usla á meðan stærðarinnar tölva getur verið tiltölulega meinlaus í sínu rétta umhverfí. ■ í sumum iöndum er krafist orkumælinga á jörðu áður en að byggingarleyfi eru veitt. ■ ýmsar efasemdir hafa verið uppi um hugsanlega skaðsemi frá gervihnattadiskum. ■ fólki hefur frekar verið ráð- lagt frá því að vera með raf- magnstæki inni í svefnherbergj- um. ■ til eru menn, sem telja að við höfum verið á vissum viliigötum í uppbyggingu rafkerfa. ■ minni líkur eru á að örverur fjölgi sér þegar að jónahlutfall- ið eríjafnvægi. ÆR ERU stoltar af spólunum sínum, sem liggja sakleysis- lega undir skrifborðum á plast- standi og vísa í norður. Fyrir utan- aðkomandi eru þessir sívalningar fremur undarlegir á að líta, en starfsfólkið lítur á þá sem „bestu vini sína“, eða eins og einn viðmæ- landinn orðaði það: „Ef ég fæ haus- verk í vinnunni, er eins víst að ein- hver hafi rekið sig í eina spóluna og hún færst úr stað. Þá stillir maður hana bara upp á nýtt og verkurinn hverfur eins og dögg fyr- ir sólu.“ Morgunblaðið spjallaði við þijá starfsmenn Pósts og síma í Kópavogi sem allir hafa notið að- stoðar og ráðlegginga Ægis Bessa- sonar í Heilsuhúsinu í Hafnarfirði í baráttu gegn ýmsum kvillum, en þeir Ægir og Brynjólfur hafa stund- um unnið saman og eru sammála um að fæðuóþol megi oft rekja til rafsegulmengunar. Heimilió jafnt sem vinnustaóurinn Hátt á þriðja ár er nú liðið síðan Rósa Oddsdóttir, stöðvarstjóri Pósts og síma í Kópavogi, fór að velta fyrir sér áhrifum rafsegulsviðs á mannfólkið. Síðan hefur hún látið taka vinnustaðinn jafnt sem heimil- ið í gegn. „Ég var í raun bæði far- in að leita ásjár þessa heims og annars vegna dóttur minnar sem var að verða skinnlaus, ekkert nema útbrot og sár. Blóðdropi var tekinn úr henni og sendur til greiningar í Mexíkó fyrir milligöngu íslensks hjúkrunarfræðings. Úrskurðurinn var sveppasýking og að sterakrem- in, sem henni höfðu verið gefin hér á landi og hún notað í ómældu magni, voru á góðri leið með að eyðileggja nýmahettumar. Húðin er aðeins eitt af líffærunum og allt það sem borið er á hana berst inn í blóðið. Ég sat uppi ráðalaus þegar hún svo frétti af Ægi. í ljós kom að það var heldur betur margt að viðvík- andi sveppa- og mataróþoli. Á þess- um tíma var hún nýgift og flutt að heiman, vestur á Ránargötu. Ægir sá það strax á mælunum sínum hvað hún var rafmögnuð og sagði að hún hlyti að búa í námunda við spennistöð. Þegar betur var að gáð fundu ungu hjónin ómerkta spenni- stöð bak við húsið, sem þau bjuggu í.“ Eftir að dóttirin hafði fengið bót sinna meina, sat Rósa eftir með lík einkenni og óþol af margvíslegum toga. Úr varð að Ægir kom með „pijónana“ sína á pósthúsið sem stöðugt fóru í kross þegar hann gekk með þá um húsið. Það gerist þegar vart verður spennu. í kjölfar- ið kom Brynjólfur með enn fleiri mælitæki og gerði þær ráðstafanir, sem hann taldi nauðsynlegar. Þá hefur hann sömuleiðis „jafnvæg- isstillt" heimili Rósu sem fólst í ákveðnum ráðstöfunum við sjón- varpið, jarðtengingu heita vatnsins og Ijóss yfír hjónarúmi. Auk þess jarðtengdi hann saman stálbita í sólstofu og vegg á lóðarmörkum vegna jarðgeisla, sem lá í gegnum húsið að vestanverðu. Að síðustu kom hann fyrir spólu undir hjóna- rúminu. Mataróþol meóhöndlaó sem psoriasis Ingibjörg Steingrímsdóttur fékk þann úrskurð lækna árið 1967 að hún væri psoriasis-sjúklingur. Síðan hefur hún háð harða baráttu og er búin að prófa nánast allt milli him- ins og jarðar, eins og hún orðar það. Alls kyns krem og smyrsl, Dauðahafið og Bláa lónið, sem hún segir að hafi gefið ágætis raun við að halda einkennum niðri. Aldar- fjórðingi síðar, nánar tiltekið síðla árs 1992, frétti hún af tilvist Ægis og ákvað að það skaðaði svo sem ekki að heimsækja hann. „Hann sá fljótlega að ég var með ofnæmi fyrir kartöflum og þar með gulrótum og banönum, sem hafa að geyma sömu grunnefnin. Eg hætti að borða þessar fæðutegundir þrátt fyrir ofurást mína á nýjum kartöflum og smjöri, fór svo í með- ferð hjá Ægi tvisvar í viku í rúma tvo mánuði og var orðin með öllu blettalaus á líkamanum að undan- skildum hársverðinum í janúar 1993. Nú veit ég að það sem er í hár- sverðinum á mér, er háð psoriasis, en það sem var á skrokknum hefur átt rætur sínar að rekja til matar- óþols. Aftur á móti hafa læknar alltaf meðhöndlað mig sem psorias- is-sjúkling um allan skrokkinn.“ Einskonar vitahringur Helga Þorbergsdóttir leitaði að- stoðar hjá Ægi fyrir rúmum tveim- ur árum, en í tólf ár hafði hún meira og minna verið í meðferðum hjá læknum vegna asma. „Reyndar gafst ég upp á hefðbundnum lækn- ingum á tímabili og fór í nálastung- ur, hélt asmanum þannig niðri og náði af mér lyfjunum. En síðan ég leitaði til Ægis hef ég ekki fundið fyrir asmanum. Hann tók mig í gegn í matar- æði, en ég var með óþol fyrir kart- öflum, banönum og gulrótum og örlítið gagnvart köttum og húsa- ryki. Einnig var ég morandi í sveppasýkingu eftir allar pensilín- meðferðirnar. Ég var á sínum tíma á miklum Iyfjaskammti, sem hafði nánast eyðilagt í mér magann og var svo auðvitað með sérstök maga- lyf við því. Mér fannst þetta orðin einskonar vítahringur, sem ég sá ekki út úr. Aftur á möti vil ég alls ekki fullyrða um hvort ég sé lækn- uð af asmanum. Hitt er þó rétt að ég hef ekki fundið fyrir asmanum mjög lengi. Þó hef ég ekki lagt frá mér öndunarlyfið ennþá. Það er nefnilega ekkert grín ef maður nær ekki andanum allt í einu,“ segir Helga, sem er starfandi bréfberi hjá Pósti og síma í Kópavogi. „Kuld- inn hafði alltaf verst áhrif á mig, en nú geng ég úti í öllum veðrum og ber út póstinn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.