Morgunblaðið - 30.03.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 30.03.1995, Síða 4
4 C FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ H ________________________________VIÐSKIPTI________________________________ Stjórnarformaður Olíufélagsins segir samstarf við Olís koma neytendum til góða Irving Oil nýtur „ útlendingadekurs “ borgaryfirvalda HEILDARMARKAÐSHLUTDEILD OLÍUFÉLAGANNA 1985-1994 35% KRISTJÁN Loftsson, stjórnarformaður Olíufé- lagsins hf., sagði í ræðu sinn á aðalfundi félags- ins að afkoma þess hefði verið mjög góð á síðasta ári, en hagnaður þess eftir skatta var 240 milljónir króna, sem var 41 milljón meira en í fyrra. Hann sagði að kaup félagsins á 35% hlut í Olís og stofnun sameiginlegs dreifíngarfyrirtækis kæmi neytend- um til góða og hann gagnrýndi við- brögð borgaryfírvalda við umsókn kanadíska félagsins Irving Oil, sem hann sagði bera vott um „útlendinga- dekur“. Kristján sagði að höftum sem ríkið hefði sett á olíuviðskipti hefði verið létt af á síðustu 3-4 árum, nú síðast í september. Samkeppni á olíu- markaðnum hefði farið vaxandi í kjölfarið, sem væri af hinu góða og einnig væri allt gott í sjálfu sér að segja um umsókn Irving Oil um að starfa hér á landi. Ekki væri hægt að segja hið sama um viðbrögð íslenskra yfir- valda. „Það er oft grunnt í útlendinga- dekrið hjá landanum, það sannaðist áþreifanléga í þessu tilfelli,“ sagði Kristján. „Fulltrúi þess kanadíska fyrirtækis sækir um aðstöðu við Reykjavíkurhöfn svo stærðarinnar olíuskip geti lagst að bryggju og einnig var sótt um átta lóðir undir bensínstöðvar í Reykjavík. Viti menn, allt fer á annan endann í borgarkerfínu, hafnarframkvæmd- um skal flýtt til að uppfylla óskir Kanadamannanna og bensínstöðva- lóðir dúkka upp hér og þar um borgina." Gömlu olíufélögin hefðu verið talin geta notað áfram slæmar hafnaraðstæður fyrir innflutning, en annað hljóð kæmi í strokkinn þegar umsókn bærist frá erlendu félagi. „Þá skulu nú heldur betur hendur standa fram úr ermum svo þessir aðilar fái óskir sínar uppfyllt- ar - skítt með landann. Þetta enda- lausa útlendingadekur gengur ekki lengur. Ef hægt á að vera að stunda viðskipti á samkeppnisgrundvelli til dæmis í olíuvörum þá verður að gera þá kröfu til yfírvalda að aðilar sitji við sama borð við úthlutun á lóðum og aðstöðu til að stunda þessi viðskipti," sagði Kristján. Áfram samkeppni við Olís Kristján rakti söguna á bak við kaup Olíufélagsins nýverið á 35% hlut í Olíuverslun Islands, Olís. Hann sagði að í upp- hafí árs 1994 hefði tek- ið gildi ný reglugerð frá umhverfisráðuneytinu um varnir gegn olíu- mengun frá starfsemi í landi. Það, ásamt lækkun á flota- og svartolíuverði og nauð- syn á sparnaði í inn- kaupum, innflutningi og dreifingu á olíu hefði verið kveikjan að því að Geir Magnússon forstjóri Olíufélagsins hóf viðræður við full- trúa Sunda hf. um sam- starf og hugsanlega stofnun sameiginlegs dreifingarfélags. Það hafí svo komið upp í umræðunum að hlutabréf Sunda hf. í Olís væru til sölu, eða um 45% í félaginu. Til að tryggja framgang þessarar hugmyndar hefði verið haft sam- band við stærsta hluthafann í Olís, þ.e. Hydro Texaco AS í Danmörku. Þeim leist vel á þessa hugmynd, enda hefðu þeir sjálfír stofnað til samstarfs á svipuðum nótujc með olíufélögum í Danmörku. Ákveðið var að Olíufélagið keypti 35% hlut í Olís og Hydro Texaco 10% hlut og ættu þeir því jafnt og Olíufélagið. „Tilgangurinn hlutafjárkaup- anna er að tryggja hagkvæmni og hagræðingu á bensín- og olíumark- aðnum til hagsbóta fyrir viðskipta- vini beggja félaganna," sagði Krist- ján. „Olíufélagið og Olís verða hér eftir sem hingað til keppinautar á markaðnum og verða innkaup á smurolíum og fleiru í áfram í hönd- um hvors fyrirtækis fyrir sig, þ.e. Olís mun selja Texaco-smurolíu og Olíufélagið Esso-smurolíu.“ „í þessu máli var að grípa gæs- ina meðan hún gafst svo hægt væri að koma þessu máli í höfn, eða láta þetta tækifæri fram hjá sér fara, því það er alveg ljóst að fleiri aðilar voru að munda byss- una,“ sagði Kristján ennfremur. „Ég er sannfærður um að þessi aðgerð mun verða báðum félögun- um til hagsbóta. og skila viðskipta- vinum félaganna hagkvæmara verrði í bensíni og olíu þegar sam- eiginlega dreifíngarfyrirtækið hefði tekið til starfa.“ Kristján sagði að eins og vænta mátti hefðu kaupin vakið mikla at- hygli og keppinauturinn Skeljungur hefði af skiljanlegum ástæðum reynt að gera kaupin tortryggileg. Viðbrögð flestra hefðu þó verið já- kvæð, enda sæju sæmilega hugs- andi menn mikla möguleika til hag- ræðingar til hagsbóta fyrir félögin og viðskiptavini. Hjáróma rödd Morgunblaðsins „Samt hefur verið meðal annars ein ansi eftirtektarverð hjáróma rödd sem hefur látið í sér heyra hvað þetta mál varðar," sagði Krist- ján. „Leiðarahöfundar Morgun- blaðsins hafa fundið þessum kaup- um og stofnun dreifíngarfyrirtækis- ins allt til foráttu. Leiðari blaðsins segir forsvarsmenn Olíufélagsins hf. ekki vera þá einu sem hafí ekki kunnað sér hóf í íslensku viðskipta- lífí á undanfömum ámm. Leiðarinn segir Olíufélagið ráða í raun 70% markaðarins með olíu og bensín á Islandi og heldur því þannig fram að Olíufélagið ráði Olís með 35% eignaraðild þegar Hydro Texaco AS á einnig 35% eignaraðild að 01ís.“ Morgunblaðið hefði sagt fákeppni vera vaxandi vandamál á flestum sviðum íslensks viðskiptalífs og að hið eina sem gæti tryggt eðlilegt jafnvægi á olíumarkaðnum og kom- ið í veg fyrir að neytendur verði fyrir barðinu á of lítilli samkeppni og yfírburðastöðu eins aðila á mark- aðnum sé að kanadíska olíufélagið Irving Oil helji starfsemi hér. Um þessa gagnrýni Morgunblaðsins sagðist Kristján ekki hafa annað að segja en: „margur heldur mig sig.“ Kristján sagði að lokum að í til- efni af hálfrar aldar afmæli Olíufé- lagsins á næsta ári hefði verið sam- ið við Jón Þ. Þór sagnfræðing um að skrifa sögu félagsins. Kristján Loftsson MARKAÐSHLUTDEILD OLÍUFÉLAGANNA1994 Bensfn Gasolfa, flotaolfa Svartolía Q ,8i © n 27,02% 28,80% 25,20% 29,59% Þotueldsneyti 17,89% 21,93% Heimild: Olíufélagið Greiða 10% arð Á AÐALFUNDI Olíufélagsins hf. í gær var samþykkt að greiða 10% arð til hluthafa og að veita heimild til útgáfu jöfnunarhluta- bréfa um sem svara til 10% af núverandi hlutafé félagsins. Sljóm Olíufélagsins var end- urkjörin, en hana skipa: Gísli Jónatansson, Guðjón Ólafsson, Kristján Loftsson, Magnús Gauti Gautason og Margeir Daníelsson. Samþykktar voru breytingar á samþykktum Olíufélagsins í sam- ræmi við ný hlutafélagalög og samninginn um Evrópskt efna- hagssvæði, þar sem meðal annars vom felld niður ákvæði sem gerðu erlendum aðilum erfiðara fyrir að eignast hlut í félaginu. Komdu og hittu / okkar mann J í Svíþjóð, M Arne Pálsson, Pr á Islandi í næstu viku Ame Pálsson er mörgum innflytjendum að góðu kunnur. Síðastliðin 9 ár hefur hann rekið umboðsskrifstofu Samskipa í Varberg í Svíþjóð og þjónað viðskiptavinum okkar þaðan. Hann hefur því umfangsmikla reynslu af flutningum til íslands. Arne verður gestur okkar á íslandi í næstu viku og mun taka á móti viðskiptavinum sínum og Samskipa hér á landi og öðrum þeim sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustu hans. Ef þitt fyrirtæki er í innflutningi frá Svíþjóð er Arne rétti maðurinn að ræða við. Nánari upplýsingar eru veittar í söludeild Samskipa í síma 569 8300. SAMSKIP Holtabakka við Holtaveg, 104 Reykjavík Sími 569 8300 - Fax 569 8327

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.