Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ HÚSIÐ OG GAROURINN SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 D 5 SOLSTOFUR GETA BREYTT MIKLU |ú er runninn upp sá tími þegar húseigendur velta ekki hvað síst fyrir sér möguleikanum á að koma upp sólstofu við húsið. Slíkar sólstofur hafa reynst mörgum þýð- ingarmikið afdrep þegar sólin skín en næðingurinn gerir illmögulegt að sitja úti við. Þegar þannig háttar til geta sólstofur breytt miklu Sveinn Ingólfsson hjá Tæknisöl- unni selur sólstofur sem eru aðal- lega notaðar sem viðbyggingar við hús. „Þessar sólstofur eru af ýmsum stærðum eftir vali hvers og eins," segir hann. „Þær eru úr gleri, timbri eða áli. Ég panta þær frá Bandarík- unum og þær koma tilbúnar til upp- setningar. Við getum séð um að setja þær upp og kostnaðurinn við það fer eftir stærð stofunnar. Verð sólstofanna er um 40 til 50 þúsund krónur fermetrinn, en verð- lag er þó mjög breytilegt eftir því um hvaða stærðir og gerðir er að ræða. Eftirspurn er þó nokkur. Það sem skipti mestu máli við þessar sólstofur er að í þeim er gler sem kemur í veg fyrir ofhitun inni stof- unni og hefur mikið einangrunar- gildi. Yfir allt glerið eru settir állist- R*að krefst yfirvegnnar að koma sígrænum plöntum haganlega fyr ir í görðum, segir í fræðslubækl- ingi gróðrarstöðvarinnar Markar. Sitkagreni þarf gott rými og gefui mikinn skugga. Greni má klippa til að minnka ummál þess i garðin- um og er best að gera það í mars eða apríl. Blágreni, fjallafura og stafafura henta vel í görðum, en er framan af hætt við ofþornun að vetrarlagi og verður því að skýla fyrir sól og þnrrum, köldum vindum. Furur er hægt að klippa til þess að greinum tj ölgi og þær verði þéttari. Þetta er gert með því að klippa nýja vaxtarsprotann til hálfs áður en nálarnar opnast. Einiberjarunni hentar vel í stein- hæðum. Alpalyngrós þarf að hafa gott skjól og henni yerður að skýla vel allan veturinn. Á þurrum vetr- um má vökva eða úða yfir sígræn-' ar plöntur í frostlausu veðri til að bæta vatnsforða þeirra. #»ður fyrr tíðkaðist að gróður- sel ja tré í röð kringum garða og nokkur uppi við húsið. Þessi tré eru nú víða til ama vegna þétt- leika og hindra að birta komist inn í garðinn. Ráðlegt er hins vegar að gróðursetja trén þannig, að þau geti breitt úr sér hvert fyrir sig, eða í þyrpingu. Gætið þess að þau varpi ekki skugga þar sem síst skyldi þegar þau hafa náð fullri stærð. Þess þarf og að gæta að ekki sé gróðursett of náhegl hús- inu eða limgerðinu. Á svæðum milli garðtrjáa má hafa skrautr- unna, fjölærar jurtir, sumarblóm, gras, steina o.s.frv. frerjarunnar, rífs, sólber og stikilsber, verða að vera á hlýjum og sólríkum stað eigi þeir að bera ríkulegan ávöxt. Þess þarf að gæta að ekki sé gróðursett of þétt (150 sm á milli) og runnana þarf að grisja fjórða eða fimmta hvert ár þannig að gamlar greinar séu klipptar alveg niður við jörð. Besta berjauppskera fæst á þeim greinum runnanna sem eru tveggja til fjögurra ára gamlar. Hrím heildverslun — garðmarkaður kynnir: Garðáhöld og verk- færi á sprengiverði Claber úðarar - tengi - slöngu- vagnar o.fl. Freund skóflur - hrffur - klippur og fiest önnur garðverkfæri Post Anchor járnstaurar fyrir skjólveggí ogsólpalla Ebert garðkönnur, blómaker, veggpottar og svalakassar Bruca snúrustaurar Hammerlin hjólbörur og vörutrillur Vibi úðunarkútar Fitt garðslöngur- matvælaslöngur - ofnar brýstislöngur Tuff link graskantar Þetta er aðeins hluti af þvf úrvali sem við höfum að bjóða og verðið gerist varla lægra, sannkallað sprengiverð. Hrím, heildverslun - garðmarkaður, Skerjabraut 1 við Nesveg, sími 561-4233. ar og undir gleri í þaki eru einnig állistar, þannig að stofurnar eru viðhaldsfríar. Ítlenzk framlei6»lq Hjá Gluggum og garðhúsum eru til sölu sólskálar sem eru íslensk framleiðsla. Símon Ólafsson húsa- smíðameistari sagði í samtali við Morgunblaðið að sólskálar þessir væru sérsmíðaðir og sérhannaðir eftir þörfum hvers og eins og að- stæðum á byggingarstað. „Við förum eftir teikningum arki- tekta og tökum mið af aðstæðum á SÓLSKÁLl dæmigerður fyrir fromleiðslu Giugga og garðhúsa. hverjum stað og óskum kaupenda um útfærslu," sagði Símon. „Gróft reiknað má segja að kostnaður við að reisa sólstofu sé á bilinu 600 þúsund til ein milljón kr., en mis- munur á verði er háður stærð og búnaði. Við leggjum mikla áherslu á að fólk geti opnað glerveggina í sólar- áttir. Það er höfuðatriði til þess að geta notið sólar inni í sólstofu. Með því er hægt að lengja sumarið og njóta sólar inni þegar ekki er hægt að vera úti. Ef hægt er að opna vel er hægt að nota svokallað glugga- veður til sólbaða innanhúss. Ég er búinn að vera við framleiðslu sól- skála af þessu tagi í tíu ár og eftir- spurnin hefur verið jöfn öll þessi ár og allsæmileg. SOLARMEGIN I LIFINU okron Það er hlýtt og notalegt innan við tvöfalt Plexiglerið. Þú slakar á og færð brúnt og hraustlegt útlit. Nýja „Alltop" Plexiglerið er alveg laust við móðu og er mun gegnsærra en eldri gerðir. Síoumúla 31, sími 55-33706. Sælureitur fjölskyldunnar! Heitu pottarnir frá Trefjum eru fyllilega sambærilegir við þá bestu erlendu, bæði hvað varðar verð og gæðj. Þeir eru mótaðir úr akrýli, níðsterku plast- efni, það er hart sem gler og hita- og efnaþolið. Þá er auðvelt að þrífa og hægt er að fá laust lok eða létta og trausta öryggishlíf, sem dregin er yfir pottinn, þegar hann er ekki í notkun. Pottana má hafa frístandandi eða grafa þá í jórð og ýmis auka- búnaður er fáanlegur, svo sem loft- og vatnsnuddkerfi. Akrýlpottarnir frá Trefjum fást í ótal litaafbrigðum og 5 stærðum, sem rúma frá 4 - 12 manns. Það er auðvelt að láta drauminn rætast, því verðið er frá aðeins 69.875 krónum! Komið og skoðið pottana uppsetta í sýningarsal okkar, hringið eða skrifið og fáið sendan litprentaðan bækling og verðlista. Trefjar hf. Stapahrauni 7, Hafnarfirdi, sími 5 10 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.