Morgunblaðið - 24.08.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.08.1995, Qupperneq 8
8 B FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samrúni Pharmacia í Svíþjóð og Upjohn frá Bandaríkjunum eru enn einn liðurinn í átt að öfiugri og stærri samsteypum Verður níunda stærsta lyfjafyrirtæki heims Áætluð velta er 500 milljarðar íslenskra króna og starfsmenn verða 34.000 Kaupmannahöfn. Morgunbladið. leiðir meðal annars krabbameinslyf og augn- lyf, en Upjohn'er á sviði kvensjúkdóma og smit- sjúkdóma. Samkvæmt Jan Ekberg er reiknað með að kostn- aður fyrirtækjanna minnki um 35 milljarða íslenskra króna við samrunann. Starfsmenn nýja fyrirtæk- isins eru 34.500, þar af sex þúsund í Svíþjóð. Gert er ráð fyrir að fjögur þús- und manns verði sagt upp vegna hagræðingar, eink- um á sviði stjórnunar, sölu og dreifingar. Hvorugt fyrirtækjanna hefur verið rekið með glans, en standa heldur ekki illa og hafa bæði ver- ið endurskipulögð undaf- arin ár. Það háir Upjohn að ýmis einkaleyfi þess eru að renna út um þessar mundir, án þess að það hafi náð að koma nýjum lyfjum á markaðinn. Veiki hlekkur Pharmacia hefur verið að ekkert lyú'a þess hefur selst verulega vel og að Bandaríkjamarkaður hefur verið utan seilingar. Þróunarkostnaður hár Auk hagkvæmni á samruni fyrirtækjanna að styrkja þróun og rann- sóknir nýja fyrirtækisins, sem einsetur sér að koma með 28 ný lyf næstu þrjú PHARMACIA UPJOHN SAMRUNINN Pharmacia í Svíþjóð og Upjohn í Bandaríkjunum renna saman í eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims. DÆMI UM LVF FTRIRTÆKJANNA UPJOHN Getnaöarvamarlyfiö Depo-Provera, hárvaxtarlyíjö fíogabe, Molrin IB viö verkjum, Kaopectate vlö ríidurgangi, miötaugakertistyttb Xanax og Cabergoline viö Parkinsonsveiki. Heimssala: um 3,4 mllljarðar dollara PHARMACIA Vaxtarhormóniö Gentropin, krabba- meinslytiö Fármorubicin og blóö- tappra lyliöFragmih. He’nssaia: um 3,4 milljaröar dollara STARFSMANNAFJÖLDI Alls: Fyrirhugaöur samdráttur: 34.500 4.000 NETTÓ HAGNAÐUR (milljónir Bandar. dala) 0 100 200 300 400 500 1994 1993 1992 1 1 1 — r i i i i i i i i i .. - ——"vn 1PHARVACIA iUPJOHN 10 STÆRSTU LYFJAFYRIRTÆKIN Salaí milljöröum dollara Glaxo Wellcome 10,7 Merck 8,8 Pharmacia & Upjohn Inc 6,8 Bristol Myers Squibb 5,2 SmithKline Beecham ' 5,2 Hoechst 5,1 Pfizer 4,9 Johnson & Johnson 4,6 Eli Lilly 4,6 Roche REUTER leiðslu, til að fá sem mest á einum stað. Við þessar aðstæður eru það aðeins þeir stóru sem dafna, eða eins og Ekberg segir, þá eru það aðeins þeir stóru, sem stækka. Því hafa lyfjafyrirtæk- in leitast við að stækka með því að kaupa upp fyrirtæki, eins og listinn yfir tíu stærstu lyfjafyrir- tækin sýnir. Efst er Glaxo/Wellcome, þá Merck, Hoechst/MMD, BMS, AHP(AC), Roche, Pfizer, SB, Pharmacia & Upjohn, sem þar með spretta úr 21. og 22. sæti, og Lilly. Hikandi móttökur í Svíþjóð Stærstu hluthafar Pharmaciu, Volvo og sænska ríkið, hafa þegar lagt blessun sína yfir samrunann og vísast verður svo með aðra hlut- hafa. Raddir hafa þó ver- ið uppi um að Pharmacia sé mun sterkara fyrirtæki og því hefði verið eðli- legra að meta hlutabréfin 60-40 prósent, Pharmac- ia í hag, í stað 50-50, eins og gert var. Áhyggna gætir yfir að uppsagnir bitni illa á sænska útibúinu, en enn er óljóst hvernig þeim verður hagað. Svíar hafa einnig áhyggjur af að enn eitt sænskt stórfyrirtæki flytji höfuðstöðvar úr landi. Enn er þó ekkert sem bendir til að atvinnu- tækifærum fækki í kjöl- árin. Þar af eru sautján með alveg ný efni, far þess, auk þess sem bent er á að fyrirtæk- Stefnt að opnun lok- aðs álvers Sydney. Reuter. ASTRALSKA álfyrirtækið Capral Aluminium Ltd. greindi í gær frá því að það áformaði að taka notuð álver í notkun á ný. Capral hét áður Alcan Australia en breytti um nafn eftir að það sleit tengslum við hið kanadíska móðurfyrirtæki sitt Alcan Aluminium Ltd. Capral hyggst þegar í stað byija að gang- setja Kurri Kurri-álverið í borginni Newcastle í Nýju Suður-Wales og verður afkastageta þess 15 þúsund tonn í upphafi. Á næstu mánuðum verða sífellt fleiri bræðsluofnar teknir í notkun og er markmiðið að ná 150 þúsund tonna afkastagetu fyrir árslok. Capral er fyrsta ástralska fyrirtækið sem lýsir því yfir að það hyggist taka bræðsluofna í notkun á ný eftir að samkomulag var gert milli sex helstu álframleiðsluríkja veraldar á síðasta ári að draga úr framleiðslu um tíu prósent. Alls féllust ástralskir framleiðendur á að daga úr afkastagetu sinni um 141 þúsund tonn. Stækka álver í Queensland Annað ástralskt fyrirtæki, Comalco, er nú að stækka álver í Boyne Island í Queensland og mun það auka afkastagetu þess úr 219 þúsund tonnum í 479 þúsund tonn á ári. Talsmaður fyrirtækisins sagði hins vegar að ekki væru uppi áform um að gangsetja þann þriðjung bræðsluofna álvers fýrirtækisins í Tasmaníu sem lokað var fyrir nokkru. „Við fylgjumst ávallt með markaðnum en viljum vera vissir um að hin aukna eftirspurn er varanleg áður en við tökum þá ákvörðun," sagði talsmaður Comalco. Ónnur áströls álfyrirtæki sögðust ekki hafa uppi áform um að auka afkastagetu sína í bili. ------» --------- Dregur úr hagnaði Volvo Gautaborg. Reuter. VOLVO greindi í gær frá afkomutölum sínum fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Hagnaður fyrir skatta nam 5,33 milljörðum sænskra króna samanborið við 9,02 milljarða sænskra króna á síðasta ári. Þetta er nokkuð verri afkoma en búist hafði verið við. Sérfræðingar höfðu spáð því að hagnaður Volvo myndi nema 8,28 milljörð- um sænskra króna. Að sögn stjórnenda Volvo er ráðgert að selja dótturfyrirtækið Swedish Match á almennum hlutafjármarkaði og verð- ur hagnaður af sölunni greiddur út til hlut- hafa fyrirtækisins. Vörubifreiðadeild Volvo skilaði auknum rekstrarhagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins og nam hann 3,11 milljörðum miðað við 1,83 milljarða á sama tíma í fyrra. Afkoma bif- reiðadeildar fyrirtækisins er hins vegar nær óbreytt. Skilaði hún 1,58 milljörðum í hagn- aði miðað við 1,56 milljarða rekstrarhagnað á sama tíma í fyrra. SAMRUNI sænska lyfjafyrirtækisins Pharmacia og hins bandaríska Upjohn er enn ein hreyfingin í átt að stærri og öflugri lyfjafyrirtækj- um. Áætluð velta nýja fyrirtækisins, Pharmacia & Upjohn, er um 500 milljarðar íslenskra króna og starfsmenn eru 34.500. Hlutabréf fyrirtækjanna tveggja verða met- in jafnt. Hluthafar í Pharmacia fá hlutabréf í hinu nýja sameinaða félagi í skiptum á sléttu en hluthafar í Upjohn munu hins vegar fá 1,46 hluti í nýja félaginu í skiptum fyrir hvern hlut. Jan Ekberg, forstjóri Pharmacia, verður stjórnarformaður Pharmacia & Upjohn og John L. Zabriskie, framkvæmdastjóri Upjohn, verður framkvæmdastjóri nýja fyr- irtækisins. Tilgangurinn er að ná hag- kvæmni í framleiðslu, dreifingu og stjórn- un, auk þess að ná betri markaðsstöðu. Einnig er ætlunin efla rannsóknarstarfið, sem er tröllslegur kostnaðarliður lyfjafyrir- tækja. Samrunanum er vel tekið í Svíþjóð, þótt það örli á kvíða yfir að of mikið af starfseminni flytji úr landi. Höfuðstöðvarn- ar verða í London, þar sem næstum öll fimmtíu stærstu lyfjafyrirtækin eru með skrifstofur. Pharmacia var einkavætt í fyrra. Stærstu hluthafarnir eru Volvo, sem á 28 prósent, og sænska ríkið, sem á 14 prósent. Volvo stefnir að því að selja sinn hlut í samræmi við þá stefnu að einbeita sér að bílafram- leiðslu, en skuldbatt sig að selja ekki hlut sinn fyrr en í fyrsta lagi í lok ársins. Volvo leggur blessun sína yfir samrunann, sem breytir í engu söluáætlununum. 1 plús 1=3 Pharmacia hefur verið á höttunum eftir hugsanlegum samstarfsaðila. Eftir að álykta að bandarískt fyrirtæki hentaði best til að komast inn á þann markað, varð Upjohn og samruni ofan á, í stað þess að kaupa fyrirtæki. Forsvarsmenn fyrirtækj- anna tveggja hafa staðið í leynilegum sam- ræðum frá því snemma síðastliðið vor. Fyr- irtækin eru svipuð að stærð, ársveltan hjá hvoru fyrir sig er um 250 milljarðar ís- lenskra króna. Þau bæta hvort annað upp, eða eins og einn forráðamanna Upjohn sagði, væri samruninn eitt fárra dæma um að einn plús einn yrði þrír. Pharmacia fram- sem forráðamenn Pharmacia & Upjohn segja met. Á meðal þeirra eru lyf gegn krabbameini, eyðni og parkinsonsveiki. Hár þróunarkostnaður þykir sýna að aðeins hinir stóru lifa af. Lyfjafyrirtæki eru undir þrýstingi vegna niðurskurðar í heil- brigðiskerfinu og frá neytendum sem eru meðvitaðri en áður um verð. Stórir kaupend- ur, til dæmis á Bandaríkjamarkaði, kjósa að skipta við fyrirtæki með fjölbreytta fram- m styrkist af tengslum við önnur fyrir- tæki, eins og ABB, ASEA og Brown Bo- veri sýni. Með því að nýja fyrirtækið hefur valið London fyrir höfuðstöðvar bætist enn eitt lyfjafyrirtækið við þar, en London er þegar orðin miðstöð lyfja- og líftæknifyrir- tækja. Fyrir Pharmacia og Upjohn er Lond- on hlutlaus staður, haganlega í sveit settur milli stærstu deildanna, sem eru í Michig- an, Stokkhólmi og Mílanó. Tívolí í Kaupmannahöfn rekið með tapi vegna lítillar aðsóknar í sumar Fyrsti hall- inní 152 ár Ástæðan er veðrið og breyttur smekkur FYRSTA skipti í 152 ára sögu Tívolís í Kaupmanna- höfn stefnir í taprekstur garðsins í ár. Ástæðan er kalt vor og sumarbyrjun, en einnig breyttur smekkur og hve dýr Tívolíferð er fjölskyldunni, miðað við hvað annað væri hægt að fá fyrir peningana. Lækningin á að felast í ódýrum dögum, fleiri skemmtitækjum og ókeypis tón- leikum á stóra útisviðinu. Niels Jörgen Kaiser framkvæmdastjóri garðsins undanfarna tvo áratugi hefur jafnframt tilkynnt að hann hyggist láta af starfi sínu. Stjórn Tívolís hefur ekki látið uppi hve mikið tapið er áætlað, en aðeins tilkynnt stuttaralega að ekki hafi tekist að vinna upp slælega aðsókn framan af. Veðr- ið hefur alla tíð haft mikil áhrif á aðsókn og í sumar hefur það verið óheppilegt. Fyrst var svo kalt og þá fer enginn heilvita maður með krakka í garðinn, því þó krakkarnir hlaupi sér til hita á milli leiktækjanna, gera for- eldrarnir það ekki. Og svo varð svo heitt að enginn hélst við inn- anbæjar. Veðrið er því fastur liður í ársskýrslum Tívolí, en veðrið eitt dugir ekki til að skýra hallann í ár. Fyrir krakka hafa nýjar teg- undir skemmtigarða vinninginn yfir Tívolí, svo sem vatnsgarðar og skemmtigarðar úti á Sjá- landi, þar sem gestir borga að- gangseyri, en greiða síðan ekki fyrir einstök tæki. Og síðast en ekki síst hefur verðið áhrif. Dag- ur fyrir fjölskyldu með tvö börn, sem fá dagsmiða í tækin, kostar léttilega um tíu þúsund íslenskar og fyrir þá upphæð er hægt að gera eða kaupa margt annað. Undanfarin ár hafa verið gerðar tilraunir með að hafa ódýra daga, þegar bæði dag- smiðar og aðgangseyri kosta minna en ella og eins hafa mat- staðirnir verið með hádegistil- boð. Þetta hefur gefist vel. Einn- ig eru tónleikar á stóra útisvið- inu vinsælir og fleiri slíkir tón- leikar með þekktum nöfnum eru á dagskrá. En það verður höfuð- verkur nýs framkvæmdastjóra að finna aftur leiðina að hjörtum og pyngjum Dana og ferða- manna, þó Tívolí sé reyndar enn efst á blaði yfir ferðamanna- staði hér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.