Morgunblaðið - 01.09.1995, Page 14
I
14 C FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Hundraú gestir
á hvern íbúa?
tt TILNEFNING Skaftárhrepps af
59 íslands hálfu til Evrópsku um-
hverfísverðlauna ferðaþjón-
ustunnar mun án efa verða
|U byggðalaginu enn meiri hvatn-
ing til átaka. Fram kom að þetta
■ er í fyrsta sinn sem slík verð-
£ laun verða veitt, en ætlunin er
að_það verði árlegur viðburður.
la. Islenska dómnefndin segir
ik markmiðið með veitingu verð-
launanna
vera: „að efla
i/1 ábyrgðar-
kennd stjómvalda
og aðila í ferða-
þjónustu gagnvart
umhverfínu við
skipulag ferðamála
og framkvæmd
ferðaþjónustu.
Einnig miða verð-
launin að því að
efla sjálfbæra
ferðaþjónustu og
stuðla þannig að jákvæðri efnahags-
legri og félagslegri þróun með sér-
stöku tilliti til umhverfís á því svæði,
eða í því landi, sem verðlaunin hlýtur."
Skaftárhreppur sem
ferðamannastaður
Kirkjubæjarklaustur er nánast á
hringveginum um landið og því fjöl-
sóttur áningarstaður. Erfítt er að
segja nákvæmlega til um árlegan
fjölda gesta Skaftárhrepps. Gistinæt-
ur á hótelum, hjá ferðaþjónustu
bænda, í fjallaskálum og á tjaldsvæð-
um eru áætlaðar u.þ.b. 40.000 auk
þess er mikil umferð annarra gesta.
Má ætla að þeir sem gista ekki en
nýta sér þjónustu séu u.þ.b. 22.000.
Karlmönnum
nauðgað
á uppskeru-
tímanum
KARLMÖNNUM er betra að fara
varlega á uppskemtíma yamrótar-
hnýðanna á Trobriandeyjum nálægt
Nýju Gíneu. Þá hefst veiðitímabil
kvennanna. Þær safnast þtjátíu eða
fleiri saman og leggjast í launsátur.
Þegar grunlaus karl gengur hjá
stökkva þær á hann, fella hann og
halda föstum. Síðan, eftir nokkum
undibúning, er karlinum hreinlega
nauðgað, af tveimur eða jafnvel fleiri
- konum. Að því loknu bíta þær af
honum augabrúnimar og augnhárin
til að merkja hann sem fómarlamb.
Frá þessu segir í ferðablaði The
Sunday Times.
Blaðakonu sem var á ferð á eyjun-
um tókst að fá einn eyjarskeggja af
karlkyninu til að segja sér frá reynslu
sinni af slíkri misþyrmingu. Undir
v'enjulegum kringumstæðum er bann-
helgi á því að karlar og konur ræði
um kynferðismál, ekki síst við að-
komumann. Hann féllst þó á viðtalið
eftir að hafa fengið tvo bjóra og með
því skilyrði að konan stæði í 50 metra
fjarlægð og milligöngumaður annað-
ist öll samskipti.
Borða konurnar
kynörvandi efnl?
Karlinn sagði að árás kvennanna
virtist að vísu ógnvænleg í fyrstu en
framhald væri nokkuð ánægjulegt.
Eftirmálinn er verstur. Karlamir eru
merktir þannig að allir félagar þeirra
vita af skömminni sem þeir hafa orð-
ið fyrir. Því verða þeir fyrir illkvittnum
Hlutfall gesta miðað við íbúafjölda
er því afar hátt eða nærri 100/1.
Skaftárhreppur einkennist af stór-
brotinni og fjölbreyttri náttúm þar
sem syðst er hafnlaus sendin strönd,
því næst taka við hraun og heiðalönd
og loks fjalllendi sem umkringt er
af glæstum jöklahring. Um Skaftár-
hrepp liðast margar ár, sumar vatns-
miklar og torfærar jökulár en aðrar
fallegar bergvatnsár sem nýttar em
sem veiðiár. All
nokkur stöðuvötn
em í héraðinu og
eins og í ánum er
silungsveiði í þeim
flestum.
Það sem eink-
um laðar ferða-
menn að héraðinu
er landslagið þar
sem fínna má
margar helstu
náttúraperlur
landsins svo sem
Lakagíga, Eldgjá og Núpsstaða-
skóga. Fyrir sérfræðinga og áhuga-
fólk um jarðfræði em þessir staðir
ásamt Landbrotshólum, jöklunum,
jökullónum o.fl. afar athyglisverðir.
Einnig er saga staðarins kunn sökum
margra hluta.
Ferðaþjónusta mlkllvæg
fýrlr héraðið
Ferðaþjónusta er afar mikilvæg
atvinnugrein fyrir héraðið. Á síðari
áram hefur verið vaxandi uppbygging
í ýmis konar afþreyingu, gerður golf-
völlur, komið á fót hestaleigum og
bátaleigu, fískeldi og fískirækt til efl-
ingar sportveiði, merktar gönguleiðir
og boðið upp á leiðsögn, haldin
ÓGNVALDUR karlmanna
á Trobriandeyjum.
háðsglósum vikum saman eftir árás-
ina. Sagt er að sumir karlmenn hafí
framið sjálfsmorð af þessum sökum.
Fræðimenn hafa vitað af þessum
sið eyjarskeggja lengi en aldrei hefur
fengist fullnægjandi skýring á hon-
um. Ein hugmynd sem fram hefur
komið er að í yamrótarhnýðunum,
sem borðuð em í miklu magni á upp-
skeratímanum, sé kynörvandi eftii
sem geri konumar stjómlausar af
frygð. Engar sannanir hafa komið
fram við þessari kenningu en vitað
er að í sumum afbrigðum yam er
steri sem meðal annars var notaður
í fyrstu gerðir getnaðarvamarpillunn-
ar. Fæðingartíðni meðal íbúa eyjar-
innar. hefur verið mjög lág, sérstak-
lega þegar haft er í huga hömlulaust
kynlífið, og því hafa sumir fræðimenn
hallast að því ávextimir dragi úr lík-
um á getnaði.
Þrátt fyrir að konur hafi yfírhönd-
ina á uppskerutímanum er staða
þeirra mun verri en karlanna. Þær
sjá um mestalla vinnu og verða oft
fyrir ofbeldi á heimilum. Skilnaður
er þó auðveldur, konumar þurfa ekki
annað en að taka með sér pottana
og bömin og yfírgefa hús eiginmanns-
ins. Álíka auðvelt er að giftast manni.
Karlmanni er skylt að kvænast konu
ef hún er enn í bóli hans við
sólarapprás.» s..» ■
BÆNHÚSIÐ á Núpsstað.
FERÐALÖG
FILIPPUS Hannesson á hlaðinu á Núpsstað.
Morgunblaðið/Lárus Elíeser Bjarnason
VORI Landbroti. Lómagnúpur í baksýn.
færðsluerindi um sögu staðarins og
þannig mætti áfram telja. Þá hefur
uppbyggingu hótels, ferðaþjónustu-
bæja og tjaldsvæða verið sinnt vel.
Stefnumótun í anda
sjálfbærrar þróunar
Árið 1991 var hafíst handa við
að móta stefnu í ferðaþjónustu fyrir
Skaftárhrepp og kom út skýrsla þar
að lútandi árið 1992. Frá þeim tíma
hefur markvisst verið unnið eftir
henni. Mikið starf hefur verið unnið
á þeim vettvangi, en eitt af fyrstu
verkefnunum var að koma á fót fé-
lági allra hagsmunaaðila í ferðaþjón-
ustu.
Landgræðslufélag hefur verið
stofnað og á vegum þess unnið mark-
visst að vemdun og uppgræðslu
svæða innan héraðs auk þess sem
félagið leggur áherslu á að vekja
fólk til vitundar um mikilvægi vernd-
unar umhverfis.
Ýmsir aðrir
aðilar í hreppnum
sinna verndunar
og stjórnunar-
þáttum hvað
varðar landið
sjálft svo sem
nýtingu beiti-
lands, upp-
græðslu skóga,
ræktun físks og
verndun fuglalífs
á viðkvæmum
svæðum. Þá hef-
ur verið unnin skýrsla um sorporku-
stöð, vinnuhópur er við störf varð-
andi sorphirðu og umhverfismat ligg-
ur fyrir um fráveituframkvæmdir.
Með bættum fjallvegum, lagningu
göngustíga og merkingu gönguleiða
hafa viðkæmir staðir verið vemdaðir
svo sem Eldgjár- og Lakagígasvæðið
auk einstakra staða.
Elsta hús héraðsins er bænahúsið
á Núpsstað frá 17. öld, en það er í
varðveislu Þjóðminjavarðar. Önnur
gömul hús eru einkum kirkjur og
skólahúsnæði frá síðustu öld og er
þeim vel við haldið. Skaftárhreppur
á hlutdeild í Byggðasafninu að Skóg-
um og eru þar hús og hlutir varð-
veittir úr héraðinu. í ár verður hafíst
handa við að kortleggja rústir nunnu-
klaustursins á Kirkjubæjarklaustri
og unnið er að gerð litskyggnuflokks
um merka staði héraðsins.
Það sem án efa hefur átt mestan
þátt í uppgangi ferðaþjónustu í
Skaftárhreppi og vemdun umhverfis
á síðari áram er áðurnefnt stefnu-
mótunarvekefni. Það voru 15 ein-
staklingar auk tveggja verkefnis-
stjóra sem unnu verkefnið að frum-
kvæði Atvinnumálanefndar hrepps-
ins en íjármögnun kom frá Skaftár-
hreppi og Atvinnuþróunarsjóði Suð-
urlands. Framkvæmd verksins hófst
í byijun árs 1991 og lauk í maí 1992.
Erfitt er að mæla árangur slíkrar
stefnumótunar enda um langtíma-
sjónarmið að ræða. Hluti hefur hins
vegar komið fram svo sem aukin
afþreying, fleiri ferðamöguleikar inn
á hálendið, betri tjaldsvæða- og hót-
elgisting, aukin markaðssetning,
meiri áhersla á að vinna að ferða-
þjónustu með virðingu fyrir náttúr-
unni, stuðla að umhverfisvernd.
Þá hafa aukist atvinnutækifæri í
tengslum við ferðaþjónustu eins og
markmiðið var og tekið hefur til
starfa ferðamálafulltrúi á vegum
sveitarfélagsins sem m.a. mun vinna
að framhaldi þessarar stefnumótun-
ar til aldamóta.
Að þessari reynslu fenginni telj-
um við að stefnumótun í umhverfis-
og ferðamálum, sem miðar að sjálf-
bærri þróun og sífelldri endurskoð-
un, sé sú ráðstöfun sem ætti að
vera forgangsverkefni í héruðum
þar sem ferðaþjónusta er atvinnu-
grein. ■
Jóhanna B.Magnúsdóttir
Hanna Hjartardóttir
FRÁ BÚDAPEST
í tímalausum galdri
ungverskrar tónlistar
LISZT, Bartok, Kodály, ungversk
tónskáld sem allur heimurinn þekkir.
Á þeim öllum sannast hið fomkveðna
(sem stundum verður klisja) að öll
heimslist er í eðli sínu þjóðleg, sem
þýðir þó ekki að öll þjóðleg list verði
heimslist.
Þessi tónskáld þijú sökktu sér
öll djúpt í ungverskan alþýðutónlist-
arstarf þegar þau sömdu sína eigin
tónlist, sérstaklega tvö þau síðar-
nefndu, Liszt sótti meira innblástur
í sígaunatónlist sem er sérstök ver-
öld. Og tónlist þessara snillinga
þriggja er sprelllifandi, hún ómar
stöðugt um alla Búdapest og allt
Ungveijaland og allan heiminn.
En fleiri tónskáld ungversk era
merkileg og virt hér í landi. Nefna
má önnur þijú: Erkel sem var ári
eldri en Liszt (f. 1810) og var fyrsti
stjórnandi Óperahússins glæsilega
hér í Pest; Ligeti er rúmlega sjötug-
ur, og semur nú svo flókna píanótón-
list að mannlegar hendur ráða ekki
við hana, það þarf vélmenni til að
leika þau; og Petrovics sem er um
sextugt og samið hefur m.a. merki-
lega óperu um Lýsiströtu.
Férfl kellemelKarla er þörf!
Ég átti þess kost nýlega að sjá
og heyra brot úr þessari kraftmiklu
ópera, Lýsiströtu, í konsertupp-
færslu. Og ég verð að viðurkenna
að heitur straumur fór um mig allan
þegar kvennakórinn föngulegur söng
af innlifun og dró seiminn, endurtók
aftur og aftur svar sitt við friðartil-
lögu Lýsiströtu: Férfí kelleme! Férfi
kelleme! Karla er þörf! Karla er þörf!
En konumar tryggðu friðinn með
því að bæla þessa sterku þörf sína
um tíma uns þörf karlanna var orðin
svo óbærileg að þeir lögðu niður
vopn sín og hættu að stríða.
Erkel samdi tvær óperur og eru
þær báðar sýndar oft og njóta_ stöð-
ugra vinsælda hér á landi. Ég sá
þessar óperur, Bánk bán í Óperahús-
inu fræga og Hunyadi László í húsi
sem kennt er við Erkel sjálfan og
byggt var á tíma Kádárs og er bara
hjallur; en um svona hús má segja
að um leið og ljósin í salnum slokkna
og blekkingin mikla byijar á sviðinu
gleymir gesturinn hvar hann situr
og verður þess ekki var aftur fyrr
en ljósin kvikna á ný og þá skiptir
umhverfí ekki lengur máli þar sem
hann er á valdi stað- og stundlauss
galdurs listarinnar.
Báðar óperar Erkels fjalla um
þætti úr sögu Ungveijalands og skír-
skota sterkt til nútímans hér.Bánk
bán fjallar um atburði sem eiga að
hafa gerst á 13. öld. Bánk bán var
jarl yfír Ungveijalandi og hæstráð-
LISZT
andi á meðan konungurinn, Andrés,
var í útlöndum að stríða. I upphafi
er Bánk bán á yfirreið um landið og
honum rennur til rifja fátæktin sem
hann verður víða vitni að. Á sama
tíma lifir Geirþrúður drottning And-
résar í vellystingum í höll sinni og
heldur uppi mikilli hirð iðjuleysingja
og þ. á m. fjölmörgum útlendingum
sem hinir innfæddu líta á sem afæt-
ur. Ottó, yngri bróðir drottningar er
þar að stíga í vænginn við Melindu,
konu Bánks báns, og honum tekst á
fláráðan hátt að koma vilja sínum
fram við hana. Þegar Bánk bán
kemst að þessu snýst hann gegn
konungsvaldinu og drottningunni
sérstaklega og ræður hana af dögum.
Hann fyrirgefur konu sinni þegar
hún játar opinskátt fyrir honum synd
sína og ákveður að senda hana,
ásamt syni þeirra, á verndað svæði
fyrir austan ána Tiszu, austarlega í
núverandi Ungveijalandi. En þegar
þangað er komið verður Melinda svo
yfírkomin af sorg að hún fleygir sér
í ána og tekur son þeirra með sér.
Fór sterk harmþrangin samlíðunar-