Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Talsverð óánægja er með framhaldsskólafrumvarpið á aðalfundi HÍK Akvörðun um sameiningu kennarafélaganna 1997 KENNARAFÉLÖGIN stefna að því að taka ákvörðun árið 1997 um hvort félögin verða sam- einuð. Samstarf félaganna er til umíj'öllunar á aðalfundi HÍK. Elna K. Jónsdóttir, formaður HÍK, segist telja brýnt hagsmunamál kennara að félög- in sameinist. Kennarar séu sterkari heild í einu félagi og flutningur grunnskólans til sveitarfélag- anna ýti undir sameiningu. Árið 1993 samþykktu HÍK og KÍ tillögur um að stórauka samstarf félaganna. Aðalfundur HÍK það ár fól stjórn félagsins að hefja undirbúning að sameiningu félaganna. „Það er unnið að sameiningu eftir því sjónar- miði að fyrst beri að undirbúa öll mál og sam- ræma allt starf og síðan verði félögin sameinuð ef féiagsmenn eru sammála sameiningu," sagði Elna. Elna sagði að nú lægju fyrir tillögur sem mið- uðu að nánu samstarfi félaganna á öllum sviðum, í skóla- og menntamálum, kjaramálum og í innra starfi, fram til ársins 1997. Einnig væri fyrirhug- 'að að endurskoða og samræma lög og starfsregl- ur félaganna. „Aðalfundir kennarafélaganna falla saman árið 1997 og ekki er hægt að skilja tillögur félaganna á annan hátt en að þar muni menn taka afger- andi ákvarðanir um frekara samstarf. Þá hafa kennarafélögin unnið saman um fjögurra ára skeið á nánast öllum sviðum. Það er kannski of snemmt núna að segja til um hvenær verður nákvæmlega tekin ákvörðun um atkvæðagreiðslu og stofnun nýs félags." Elna sagði að flutningur grunnskólans til sveit- arfélaganna væri fallinn til að ýta undir samein- ingu kennarafélaganna. Félagsmenn beggja fé- laganna starfa bæði á grunnskóla- og framhalds- skólastigi. „Það er lífsspursmál fyrir kennarafé- lögin að þjappa sér saman og leggja fram sameig- inlegar kröfugerðir og ganga sameinuð tii samn- inga, annars vegar við sveitarfélögin um kjör grunnskólakennara og hins vegar við ríkisvaldið um kjör framhaldsskólakennara. Ef þetta gerist ekki væru kennarafélögin bara að taka samnings- réttinn hvort af öðru á hvoru skólastigi." Andstaða við framhaldsskólafrumvarpið Veruleg andstaða er við framhaldsskólafrum- varpið á þingi HÍK, einkum við ákvæði frumvarps- ins um breytingar á vinnutíma og ráðningarrétt- indi. „Þeir kjarasamningar sem nú eru í gildi byggj- ast á því starfsskipulagi sem er núna um skipt- ingu annar og skólaárs í kennslutíma og próf. Það er ekki hægt að setja inn 20 daga fjölgun á kennsludögum án þess að gera aðrar breytingar á vinnutíma og samningum, af því að það getur bara annað tveggja verið inn í myndinni, að menn hyggist þétta prófatímann stórkostlega eða lengja skólaárið. Kennararfélögin hafa ekki úti- lokað umræður um slíkt, en um þetta þarf að semja. Áform um að afnema skipun í störf kallar líka á samningagerð. Skipun í störf er tryggasta ráðn- ingarformið sem kennarar hafa og ef það er tek- ið burt er verið að rýra heildarkjör kennara. Við munum krefjast þess að um þetta verði fjaliað í samningum ef þessi áform ganga eftir. Við erum andsnúin því að breyta þessu vegna þess að það eru hvergi nein sýnileg áform um að bjóða okkur annað í staðinn." Mikil umræða er um kjaramál á þinginu og sagði Elna að kennarar myndu berjast fyrir þeim kröfum sem þeir lögðu fram í verkfalli kennara í vor. Hún sagði að sú miðlunartillaga, sem sátta- semjari lagði fram og kennarar samþykktu, hefði ekki leyst þau vandamál sem uppi væru í skóla- starfi. Þörf væri að gera verulegar breytingar á kjarasamningi kennara. Lands- fundur Kvennalist- ans hafinn LANDSFUNDUR Samtaka um kvennalista hófst í gær- kvöldi í Nesbúð á Nesjavöll- um. Fundurinn er haldinn undir yfirskriftinni „Kvenna- pólitík - hvað nú?“. í gær var flutt skýrsla framkvæmdar- áðs. I dag verða flutt erindi og hópar starfa. Meginefni fundarins er innra starfa Kvennalistans. Meðal annars verður rætt um útskiptaregl- una, starfsreglur þingflokks- ins og um fjölgun í fram- kvæmdaráði. ; - Morgunblaðið/Jón Svavarsson Stúdenta- ráð 7 5 ára STÚDENTARÁÐ bauð til veislu í gær til að halda upp á 75 ára afmæli félagsins. Meðal gesta voru Björn Bjarnason mennta- málaráðherra og Páll Pétursson félagsmálaráðherra. Á mynd- inni mundar menntamálaráð- herra tertuhnífinn og Guð- mundur Steingrímsson, formað- ur Stúdentaráðs, horfir á. ... » » ♦--- Borgarfj ör ður Arekstrar vegna hálku TVEIR allharðir árekstrar urðu í Borgarfírði í gær vegna hálku. Tveir bílar rákust á við brúna yfir Urriðaá skammt fyrir sunnan BorgarneSj en talið er að ökumaður annars bflsins hafi blindast af sól og misst stjóm á bílnum í hálk- unni. Einn var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi með áverka á hálsi. Þá varð árekstur tveggja bíla í Þverárhlíð og fótbrotnaði ökumaður annars bflsins. Umferðaróhapp, sem líka er rakið til hálku, varð í Norðurárdal í fyrradag en þar valt bíll og hlutu fimm manns sem í honum voru minniháttar meiðsli. Morgunblaðið/Þorkell 1.000 áskriftir að Stöð 3 TÆPLEGA þúsund manns hafa nú þegar skráð sig sem áskrif- endur að Stöð 3, jafnvel þótt enn hafi ekki verið tilkynnt hvað mánaðaráskriftin kemur til með að kosta. Að sögn Úlfars Stein- dórssonar, framkvæmdastjóra Stöðvar 3, verður áskriftarverð- ið auglýst næstkomandi þriðju- dag. Úlfar sagði í samtali við Morg- unblaðið að um 7.000 heimili hafi nú tengst Stöð 3, en stöðug- ur straumur fólks hefur verið í afgreiðslu stöðvarinnar að sækja þangað loftnet. „Þetta eru miklu betri við- brögð en við höfðum nokkru sinni gert ráð fyrir,“ sagði Úlfar. Afruglararnir verða svo af- hentir síðar í mánuðinum, en dagskráin verður send út órugl- uð til að byija með. Fyrsti út- sendingardagur Stöðvar 3 hefur ekki verið endanlega ákveðinn, en hann verður í þessum mánuði. Sænskt veitingahús lendir í vandræðum með lambalundir Sending stöðvuð í tolli SENDING af 200 kílóum af ís- lensku lambakjöti hefur ekki feng- ist tollafgreidd af tollayfirvöldum í Gautaborg og því legið í frysti- húsi í tvo mánuði. Segja yfirvöld að kjötið hafi ekki uppfyllt þær kröfur, sem reglur Evrópusam- bandsins segja til um. í frétt í blaðinu Göteborgs Post- en í gær kemur fram að Kjotbúr Péturs hafi um tólf ára skeið selt íslenskt lambakjöt til veitingastað- arins Tanums Gestgiveri skammt frá Gautaborg. Til þessa hefur sænska fyrirtækið ekki lent í nein- um vandræðum við tollafgreislu á íslenskum matvælum. Þegar sending af lambalundum barst í haust var hún hins vegar stöðvuð af Torbjörn Axelsson, toll- eftirlitsdýralækni Gautaborgar. Ástæðan var ekki sú að kjötið væri aðfínnsluvert heldur að út- flytjandinn var ekki á lista Evrópu- sambandsins yfir fyrirtæki er flytja mega kjöt til ESB. Vottorð frá dýralæknisembætt- inu á íslandi fylgdi með kjötinu sem og heilbrigðisvottorð, þar sem fram kemur að lömb þau er slátrað var hafi ekki verið sýkt af neinum sjúk- dómum. Vandinn er aftur á móti sá að lundimar eru' ekki stimplaðar. Skrokkurinn var vissulega stimpl- aður eftir slátrun en við vinnslu kjötsins hefur hann verið skorinn frá og fylgir ekki með sending- unni, þar sem einungis lundimar voru sendar til Svíþjóðar. Steinar Öster, framkvæmda- stjóri Tanums Gestgiveri, segir fyr- irtækið hafa kært þessa ákvörðun dýralæknis. „Við hörmum þá flóknu skriffínnsku er bæst hefur við eftir að við gengum í Evrópu- sambandið," segir Oster í samtali við Göteborgs Posten. „Við munum þó áfram beijast fyrir því að fá kjötið leyst út. Gæðin em meiri en hægt er að fá frá nokkm öðm ríki. íslensk Iömb em ræktuð kjötsins vegna en ekki ullarinnar. Gin- og klaufaveiki hefur heldur aldrei komið upp og er það staðfest af hinu opinbera íslenska dýralæknis- embætti." í svari frá dýralækninum í Gautaborg segir að ekki sé nein ástæða til að breyta ákvörðun embættisins. Kjöt sem flutt er til ESB eigi að merkja með stimpli þar sem fram_ kemur uppmnaríki og fyrirtæki. ísland sé ekki ESB- ríki, kjötsendingin hafi ekki verið stimpluð og því hafi innflutningur ekki verið heimilaður. Sænska blaðið leitaði einnig til Claes Lundgren, dýralæknis Gautaborgarléns, og segir hann að embættið eigi enn eftir að tjá sig um málið en að hann telji líklegt að lausn muni finnast. „Það mikil- væga er að við flytjum ekki inn kjöt sem er sýkt af salmonellu eða öðmm sjúkdómum. í slíkum tilvik- um á að stöðva kjötið við landa- mærin. Eftir því sem við komumst næst er sú ekki raunin með lamba- kjötið. Mér skilst að málið snúist um gmndvallarreglur og ESB-regl- ur. Það hlýtur að vera hægt að finna þægilega lausn án of mikillar skriffinnsku. Matvælastofnunin hefur síðasta orðið varðandi þetta kjöt en ég held nú að það verði hægt að leyfa innflutning á þess- ari sendingu,“ segir hann við Göte- borgs Posten.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.