Morgunblaðið - 11.11.1995, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ
4 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995
Morgunoiaoio/Ami öæœrg
JÓLIN nálgast með hverjum deginum og þótt enn sé alllangt til þeirra ber þau æ oftar á góma hjá
yngsta fólkinu. Ólöf Þóra, fjögurra ára, virðir hér fyrir sér jólastjömur, sem komnar eru á markaðinn.
ÍSINGARBANKI, nýr gagna-
grunnur með upplýsingum um ís-
ingu, sem sest á háspennulínur,
hefur verið tekinn í notkun. Bank-
inn auðveldar yfirsýn yfir' línur
og línuhluta, sem eru í mestri
hættu vegna álags af völdum ís-
inga.
I fréttabréfi Rafmagnsveitna
ríkisins kemur fram að undanfarin
ár hafi RARIK haft forystu um
samstarf íslenskra orkufyrirtækja
og fleiri aðila um rannsóknir á ís-
ingu sem sest á háspennulínur.
Jafnframt segir að með tilkomu
nýrra mælitækja, sem þróuð hafi
verið í samstarfi við íslenska hug-
vitsmenn hafi rannsóknum fleygt
fram. Aflað hafí verið þekkingar í
gegnum alþjóðlegt samstarf og
niðurstöður rannsókna hafi verið
kynntar erlendis með þeim árangri
að hafin er sala á nýjum tækjum
þar.
Aukin hagkvæmi
Fram kemur að rannsóknimar
nýtist fleiri aðilum þegar forsendur
álags eru metnar vegna nýbygg-
ingar og endumýjunar á háspenn-
ulínu, en áætlað ísingarálag er sá
þáttur sem mestu ræður um kostn-
að mannvirkjanna. Rannsóknin
leiðir því ,til aukinnar hagkvæmi í
rekstri á komandi ámm.
Þá segir að í gegnum bankann
sé hægt að lista upp með einföldum
hætti öll þekkt ísingartilvik á skil-
greindum hlutum raflínukerfisins.
Ef jafnframt er framkvæmt styrk-
leikamat á viðeigandi línum er í
fljótu bragði hægt að sjá hvaða
línur og línuhlutar em í mestri
hættu gagnvart ísingarálagi.
Þannig er hægt að forgangsraða
endumýjunar- og viðhaldsverkefn-
um.
FRAMBOÐ á jólastjömum er
mikið í ár og litlar verðbreyting-
ar merkjanlegar frá liðnu ári að
sögn Bjama Finnssonar, eiganda
Blómavals. Jólasljörnumar em
islensk framleiðsla og kveðst
Bjarni telja að heildarsalan á
markaðinum nemi um 40 þúsund
plöntum fyrir jólin.
„Jólastjörnur em nýkomnar á
markaðinn en vemlegur skriður
á sölu verður varla fyrr en um
20. nóvember og fram til 10.
desember,“ segir Bjarni.
Frá 395 til 1.200 krónur
Jólastjörnur skiptast í nokkra
flokka eftir stærð hjá blómasöl-
um, og kosta ódýrustu plönturn-
ar 395 krónur hver þjá Blóma-
vali, 1. flokkur 795 krónur og
sérstaklega stórar jólastjöraur
995 krónur. Sala er þó ekki haf-
in í öllum flokkum.
Elín Þorsteinsdóttir, verslun-
arstjóri þjá Alaska Miklatorgi,
Verð
svipað og
í fyrra
segir að of snemmt sé að spá
fyrir um endanlegt verð, en útlit
sé fyrir að ódýmstu plönturnar
muni kosta um 395 krónur en
sérstaklega stórar jólastjörnur
muni kosta að meðaltali 1.000-
1.200 krónur. Þetta sé óbreytt
verð frá seinustu jólum.
„Þetta er byijunarverð en síð-
an getur það breyst dag frá degi,
kannski verður bryddað upp á
tilboðum eða öðm slíku. Salan er
þegar hafin því að fólk hefur átt-
að sig á að kaupa má jólastjöraur
tiltölulega snemma, enda halda
þær sér vel. Þetta er ein aðalsölu-
varan fyrir jólin, jafnvel svo mjög
að bitnar á sölu á afskomum
blómum,“ segir Elín.
Friðfinnur Kristjánsson, eig-
andi Blómastofu Friðfinns,
kveðst telja að meðalverð á gerð-
arlegum jólastjömum verði um
1.100-1.200 krónur í ár, en næstu
flokkar fyrir neðan verði kring-
um 990 krónur og allt niður í
um 390-490 krónur, fyrir
minnstu jólastjörnunar. Fyrstu
plönturnar hafi komið í búðir
fyrir seinustu helgi og sé sala
enn sem komið er róleg, en um
mánaðamótin næstumegi búast
við að salan gangi greiðlega fyr-
ir sig og nái hámarki um miðjan
desember. Vinsældir jólastjöm-
unnar virðast aukast frekar en
hitt, að sögn Friðfinns, og telur
hann stóran hluta af heimilum
landsmanna skarta einni slíkri
um og eftir aðventu.
00 #
LIU telur rétt að mótmæla sóknarstýrmgu á Flæmska hattmum
FRETTIR
Talið að um 40 búsund iólastiörnur seliist fyrir jólin
ísingar-
bankinn
tekinn til
starfa
Islenzk stjórnvöld virði
samþykkta veiðistjóra
Töluvert deilt um þessa niðurstöðu á
aðalfundi samtakanna bæði í úthafs-
nefnd fundarins og á fundinum sjálfum
AÐALFUNDUR LÍÚ telur rétt að
mótmæla sóknarstýringu við
rækjuveiðar á Flæmska hattinum,
en beinir því jafnframt til íslenzkra
stjómvalda að þau virði þar sam-
þykktir sem gerðar hafa verið um
veiðistjórnun á næsta ári. Töluvert
var deilt um þessa niðurstöðu í
gær, bæði úthafsveiðinefnd fundar-
ins og á fundinum sjálfum.
Allir voru á móti sóknarstýr-
ingu, en ýmist vildu andstæðar
fylkingar að veiðum yrði ekki
stjórnað, eða kvótakerfi væri beitt
í stað sóknarstýringar. Breyting-
artillaga þar sem skorað var á
stjórnvöld að mótmæla fyrirhug-
aðri veiðistjórnun nú þegar, var
felld með nokkrum atkvæðamun
og endanleg tillaga síðan sam-
þykkt með 80 atkvæðum gegn 2.
Helztu tillögur fundarins um
veiðar utan íslenzkrar lögsögu eru
að öðru leyti á þann veg að mikil-
vægt sé að ná sem allra fyrst sam-
komulagi um veiðistjórnun á
Reykjaneshrygg, í Smugunni og
Síldarsmugunni.
Fundurinn fagnar yfirlýsingu
fundar sjávarútvegsráðherra ríkja
við N-Atlantshaf þess efnis að veið-
um úr fiskistofnum utan lögsögu
ríkja skuli stjórnað með því að
ákveða hámarksafla sem síðan
skiptist á milli veiðiríkja, enda fari
áður fram ítarlegar vísindarann-
sóknir.
{ ályktun fundarins segin „Yfir-
lýsing ráðherranna dregur úr hættu
á því að sóknarmarksfyrirkomulag
það sem nýlega var ákveðið að nota
við stjóm rækjuveiða á Flæmingja-
grunni verði haft að fordæmi við
samninga um stjómun veiða á öðr-
um hafsvæðum. Ennfremur er
ástæða til að fagna tilmælum fund-
ar sjávarútvegsráðherranna til
Norðvestur-Atlantshafsfiskveiði-
nefndarinnar (NAFO) um að nefnd-
in breyti fyrirkomulagi stjómunar
rækjuveiða á Flæmingjagmnni úr
sóknarmarki því sem ákveðið var á
síðasta fundi nefndarinnar í afla-
mark. Þessi tilmæli styrlcja það álit
samtakanna að rétt sé af íslenskum
stjómvöldum að mótmæla niður-
stöðu NAFO um sóknarstýringu við
rækjuveiðar á Flæmingjagrunni.
Engu að síður virði íslensk stjóm-
völd þær samþykktir sem gerðar
hafa verið íyrir svæðið árið 1996.“
Ekkí samið nema
stærri kvóti fáist
Fundurinn beinir þeim tilmælum
til stjórnvalda að í viðræðum við
Rússa og Norðmenn um veiðar í
Barentshafi verði ekki samið um
þorskkvóta miðað við þær tölur sem
nefndar hafí verið I samningavið-
ræðum. Það þjóni ekki Hagsmunum
íslenskra útgerðarmanna að semja
nú nema stærri kvóti náist fram.
Þá komi ekki til greina að samið
verði um skipti á aflaheimildum.
Auk þess segir að þjóðarréttar-
leg staða íslendinga varðandi Sval-
barðagvæðið geti aldrei verið sölu-
vara i samningum við Norðmenn
og Rússa. Skorað er á stjórnvöld
að láta nú þegar reyna á rétt íslend-
inga með því að leita úrlausnar
alþjóðadómstólsins í Haag.
Því er beint til stjómvalda að
unnið verði ötullega að því í sam-
vinnu við Norðmenn, Rússa og
Færeyinga að koma á fót sameig-
inlegri fiskveiðistjómunamefnd sem
hafi með höndum stjóm á nýtingu
norsk-íslenska síldarstofnsins.
■ Landsfundur LÍÚ/2Ó-21
Á einka-
þotu til
Kanarí
Samvinnuferðir/Landsýn hafa
auglýst jólaferð til Kanarieyja
með viðkomu i.Dublin á írlandi
í bakaleiðinni.
Ferðin stendur í 12 daga og
það óvenjulega við hana er það
að farkosturinn, þota frá Atl-
anta flugfélaginu, mun bíða eft-
ir farþegunurri ytra allan tím-
ann.
Lagt verður af stað frá
Keflavík að morgni laugardags
16. desember og dvalið á Kan-
aríeyjum í 12 daga. Miðviku-
daginn 27. desember verður
lagt af stað til Dublin og þar
dvelja farþegamir til kvölds 29.
desember. að lagt verður af
stað til íslands.
Samkvæmt upplýsingum
Samvinnuferða er verðið í
þessa ferð heldur lægra en í
venjulegar tveggja vikna ferðir
til Kanaríeyja.
„Brottnám“ á
Miklubraut?
Vitni gáfu
sig fram
TVEIMUR dögum eftir að Fé-
lag áhugamanria um fljúgandi
furðuhluti auglýsti eftir vitnum
að hugsanlega eða líklegu
„brottnámi" tveggja ungmenna
á Miklubraut 10. ágúst síðast-
Iiðinn gáfu tvö vitni sig fram
að hluta mögulegrar atburða-
rásar.
Um er að ræða mæðgur sem
búa á Kjalamesi og sáu blikk-
andi ljósstrengi yfir Háaleitis-
hverfi á sama tíma og umrædd
ungmenni töldu sig lenda í ljós-
glampa sem kom einhversstaðar
langt ofan frá að því er þau
telja.
Þetta kemur fram í Geim-
diskinum, fréttabréfi félags
áhugamanna um fljúgandi
furðuhluti. Þar kemur jafn-
framt fram að til standi að fá
erlenda dáleiðara til að dáleiða
ungmennin sem urðu fyrir
reynslunni á Miklubraut, en
íslenskir dáleiðarar þykja
óhæfir til þess þar sem þeir
trúi alls ekki á frásögn ung-
mennanna um atburðinn.
Eldfimur
vökvi og
kertaljós
LJÓST er að eldsupptök í húsi
við Aratún í Garðabæ aðfara-
nótt mánudags vom af manna-
völdum.
Eins og skýrt var frá í Morg-
unblaðinu björguðust hjón, karl-
maður á áttræðisaldri og kona
á sjötugsaldri, naumlega út úr
húsinu, en eldur logaði á gangi
fyrir framan svefnherbergi.
Rannsóknarlögregla ríkisins
hefur unnið að rannsókná elds-
upptökum og er nú ljóst að
húsráðandi fór óvarlega með
eldfiman vökva og kertaljós.
Samkvæmt upplýsingum RLR
er þó ekki leitt í ljós hvort eld-
ur var lagður að húsinu af
ásetningi.
Sólgnir í
sælgæti
TVEIR piltar vom handteknir
skömmu eftir miðnætti í fyrri-
nótt, en þeir höfðu sagað í sund-
ur lás á gámi á Ártúnshöfða.
Þegar piltamir vora gripnir
vom þeir búnir að stela sæl-
gæti úr gáminum, en góðgætinu
var komið til réttra eigenda.