Morgunblaðið - 11.11.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.11.1995, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 11.: NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR w 1! 1! I Timi1 ii ' n ! !! ' 1 í 1 1 Éi!i lí lillííl liiVlii.1 SÍGLiN FlóttiúrEyjum: Nú vantar stærstu verstöð landsins líka eitt stykki jarðgöng og einhver sveitarfélög til að sameinast, hr. siglingafömuður... Loðnuaflinn kominn upp fyrir 100.000 tonn Síldveiðar hafa einnig gengið vel og er aflinn orðin tæp 80.000 tonn LOÐNUAFLI á sumar- og haust- vertíð er nú orðinn rúmlega 100.000 tonn, en veiðamar hafa nú tekið kipp eftir langa bið. Síld- veiðar hafa einnig gengið vel í haust. Að morgni miðvikudags var heildarsíldarafli kominn upp í 78.354 tonn. Þar af hafa 18.299 tonn farið í frystingu, 13.645 tonn í söltun og 46.483 tonn í bræðslu. Þá eru eftir 50.913 tonn í afla- heimildum. ÁTVR hefur opið á laug- ardögum DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur með reglugerð afnumið bann við því að verslanir ÁTVR séu opnar á laugardögum. Höskuldur Jóns- son, forstjóri ÁTVR, sagði að áformað væri að hafa þrjár vínbúð- ir ÁTVR opnar milli 10-12 á laug- ardögum. Engin ákvörðun hefði verið tekin um hvenær þessi breyt- ing kæmi til framkvæmda. Eftir væri að ræða við starfsfólk um hana. Verslanir ÁTVR voru opnar á laugardögum fram undir árið 1970. Þá voru settar reglur sem takmörkuðu mjög opnunartíma verslana á laugardögum. Höskuld- ur sagði að riú væru viðhorf til opnunartíma verslana breytt og eðlilegt væri að ÁTVR lagaði sig að breyttum tíma. Hann sagðist ekki eiga von á að þessi breyting leiddi til aukinnar víndrykkju. Höskuidur sagði að verslanirnar þtjár, sem yrðu opnar á laugardög- um, væru vínbúðin í Austurstræti, Heiðrún á Lynghálsi og vínbúðin á Akureyri. „Veiðin hefur verið ágæt, en hún var dræm í nótt,“ segir Sævar Ingvarsson, stýrimaður á Arnþóri EA 16, í samtali við Morgunblaðið á miðvikudag. Hann segir að það hafi verið stækkandi straumur, síldin hafi staðið djúpt og erfitt hafi verið að eiga við hana. Aflinn var kominn upp í 100 tonn, en heildarafli Arnþórs EA er um 2 þúsund tonn. Góð veiði í haust „Það hefur verið góð veiði í allt haust. Það koma vitaskuld svona glefsur í þetta þegar þannig viðr- ar, en þegar allt er eðlilegt gengur vel,“ segir hann. „Við höfum verið að landa 200-300 tonnum í vinnslu á Seyðisfirði í hverri ferð.“ Loðnan Iiggur djúpt „Það hefur verið leiðindaveður og veiðar ekki gengið vel,“ segir Gunnlaugur Sævarsson, stýrimað- ur á Albert, sem var á loðnumiðum þegar Morgunblaðið náði tali af honum á miðvikudag. „Það var ágæt veiði í gærkvöldi og fyrra- kvöld, en síðan er búið að vera leiðinlegt,“ segir hann. „Við vorum mikið í blandaðri og smáloðnu þegar við byijuðum, en síðan fluttum við okkar austar og þar er ágæt loðna. Hún liggur þó djúpt og það er erfitt að ná henni." Albert var kominn með ' tæp 200 tonn af mjög blandaðri loðnu, en heildarafli var kominn í 3.000 tonn. Andlát HAFÞOR FERDINANDSSON HAFÞÓR Férdinands- son, trésmiður, er lát- inn á 44. aldursári. Hafþór var fæddur 6. maí árið 1952 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ferdinand Jóhannsson, sem nú er látinn, og Bára Lýðsdóttir. Hann lærði trésmíði í Iðnskólan- um í Reykjavík og kennslufræði við Kennaraháskólann. Hafþór starfaði lengi við trésmíði og trésmíðakennslu. Fyr- ir um 10 árum söðlaði hann hins aldraða móður. vegar um og hóf störf hjá Jöklaferðum í Reykjavík. Hann hafði yndi af fjalla- ferðum og er þekktur fyrir ferðir sínar með póst og jólagjafir til veðurathugunarfólks á Hveravöllum. Hann fékk af því viðurnefn- ið „Hveravallaskrepp- ur“. Alls fór Hafþór 13 sinnum með jóla- glaðning til Hvera- valla. Hafþór lætur eftir sig fjögur börn og Hópslys á þjóðvegi 1 Löngn tímabært að lögleiða bílbeltin Eg held það sé löngu tímabært að lögleiða notkun bílbelta í hópferðabifreiðum. Síst hefði mig grunað að ég ætti eftir að koma að svona stóru hópslysi. En í Ijósi þess að umferðarslys, ekki síst stór hópslys, virðast gerast oftar en áður á ís- landi, þá verða allir að reyna að hjálpast að og reyna að fara varlega í umferðinni, sýna tillitssemi og miða búnað og akstur við aðstæður. Engan hrað- akstur. - Hvaða lærdóm annan má draga af þessum slys- um? - Við hinar ýmsu starfs- stéttir í Hvammstanga- læknishéraði, sem höfum farið á slysavettvang síðustu árin, höf- um reynt að hittast fljótlega eft- ir hvert slys og farið yfír skipu- lagsatriði og sömuleiðis talað um andlega líðan okkar á slysavett- vangi. Þetta hefur mælst vel fyrir og aukið skilning okkar á skyldum og líðan hvers annars á slysavettvangi. Auk þess tel ég að- það hafi aukið samheldni okkar, bætt skipulag og aukið skilvirkni á slysavettvangi. - Hvenær og hvernig fékkst þú vitneskju um slysið í Hrúta- firði? - Klukkan var rúmlega níu um kvöldið. Ég var heima á vakt- inni og nýbúinn að fá fjölskyld- una heim með lítilli rútu úr Reykjavík, þar sem eldri börnin höfðu tekið þátt í sundmóti með mjög góðum árangri og var ég að fagna þeim þegar kallið kom. Ég fór í símann og fékk upplýs- ingar frá vakthafandi hjúkrunar- fræðingi um að Norðurleiðarút- an hefði farið út af skammt inn- an við Þóroddsstaði í Hrútafirði og að margir væru slasaðir. Bað ég um að báðir sjúkrabílarnir yrðu kallaðir út og tækjabíll slökkviliðsins. Að öðru leyti var kallað út eftir flæðiriti um við- brögð við bráðaútköllum sem er við neyðarsíma sjúkrahússins. Ég klæddi mig í snatri í hlý föt og greip töskuna, konan mín hringdi í Adolf Þráinsson lækni og skömmu síðar var ég mættur ásamt Adolf óg Ragnheiði Tóm- asdóttur hjúkrunarfræðingi við sjúkrahúsið og fórum við strax með Guðmundi ---------- sjúkrabílstjóra og for- manni björgunarsveit- arinnar á slysstað sem var u.þ.b. 30 km fyrir vestan Hvammstanga. Þangað komum við um klukkan. 21.30. - Og aðstæðurnar á slysstað? - Á slysstað var myrkur, kalt, hvasst af norðaustri, slyddubylur og hálka. Bifreið með blikkandi ljósum stóð utarlega á hægri akrein. Norðurleiðarrútan lá á vinstri hlið með hjólin í áttina að veginum hægra megin ofan í lækjargili. Þar voru margir slasaðir, liggjandi undir teppum og kuldagöllum og aðrir minna slasaðir við aðhlynningu ásamt vegfarendum. Ég fékk greinar- gott yfirlit yfir vettvang frá Þór- arni bónda á Þóroddsstöðum og síðar fékk ég að vita að einn af farþegunum hefði stjórnað í byijun á vettvangi, m.a. skipu- lagt aðhlynningu og skapað ró. Ró var yfir öllum. Við gengum um vettvang og reyndum að meta ástand fólks, en það var Gísli Þórörn Júlíusson ► Gíslí Þórörn Júlíusson er heilsugæslulæknir á Hvamms- tanga. Hann er fæddur 13. jan- úar 1956 í Norðurhjáleigu í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann var í sérfræðinámi í Örebro í Svíþjóð á árunum 1987-1991 og lauk þar prófi sem sérfræð- ingur í heimilislækningum. Gísli hefur starfað sem heilsugæslulæknir í Hvamms- tangalæknishéraði frá árinu 1991 og einnig sem sjúkrahúss- læki.ir. Gísli var einn fjögurra lækna sem önnuðust slasaða, þegar um 35 farþegar hóp- ferðabifreiðar Norðurleiðar slösuðust í Hrútafirði þann 22. okt. sl. Hann var fyrstur lækna á staðinn og stjórnaði þar með vettvangsaðgerðum. Áfallahjálp á að vera sjálfsögð mjög erfitt að meta hvort fólki var kalt eða hvort fólk skalf vegna taugaáfalls eða losts. Við komum þeim fyrsta í sjúkrabíl og byijuðum að búa slasaða undir flutning og veita frekari aðhlynningu. Skömmu síðar komu svo fleiri á vettvang.I Staðarskála og að Þóroddstöðum hófst síðan nánari greining og slasaðir fengu verkjalyf, sára- umbúðir, vökva, spelkur, háls- kraga og KED-vesti eftir þörf- um. Níu þeirra sem þá voru tald- ir mest slasaðir voru fluttir á Borgarspítalann með þyrlunum. Síðan var reynt að dreifa álaginu á sjúkrahúsin á Norðurlandi og Vesturlandi. Var reynt að meta það eftir því hversu mikið fólk var slasað og hvaðan það var, hvert það var flutt __________ og hvernig. - Þeim sem komu að rútuslysinu í Hrútafirði og öðrum sem tengdust því, hefur verið boðið að þiggja áfallahjálp■ Finnst þér slík aðstoð mikilvæg? - Já, hún er mjög mikilvæg og það á að vera sjálfsagðúr hlutur að bjóða og veita áfalla hjálp við öll áföll bæði smá og stór. Allt fagmenntað heil- brigðisstarfsfólk, sérlega læknar og hjúkrunarfræðingar, á að geta veitt áfallahjálp, svo og prestar og sérmenntaðir hjálpar- sveitarmenn. Allir sem farið hafa á skyndihjálparnámskeið eiga ekki síður að kunna að beita sálrænni skyndihjálp, þ.e.a.s. fyrstu stigum áfallahjálpar, en annarri skyndihjálp. Það er líka löngu tímabært að skipulegri fræðslu í áfallahjálp sé komið á fyrir heilbrigðisstarfsfólk, presta og björgunarsveitarmenn lands-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.