Morgunblaðið - 11.11.1995, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
t
FRETTIR
i
s
I
í hættumati fyrir ísafjörð er miðað við að snjóflóð falli á hættusvæði á 50-300 ára fresti
ísafjörður á engar lóðir
undir einbýlishús
KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Isafirði, segir að ekki verði
byggt meira í Seljalandshverfi, en
samkvæmt nýju snjóflóðahættu-
mati fyrir ísafjörð er hverfið á
hættusvæði. Hann segir þetta áfall
fyrir bæinn því að hann sé búinn
að fjárfesta fyrir tugi milljóna í
hverfinu í lögnum og götum. ísa-
fjörður eigi nú engar lóðir fyrir ein-
býlishús, en nýtt hverfi verði hann-
að í vetur.
Hverfið á Seljalandsdal er nýj-
asta íbúðahverfi Isfirðinga og fram-
tíðaruppbygging bæjarfélagsins
næstu árin átti að vera þar. Þar
eru nú tvær blokkir og fimm einbýl-
ishús, sem byggð hafa verið á síð-
ustu átta árum. Bæjarsjóður hefur
verið að úthluta lóðum í hverfinu
allt fram á síðasta ár.
„Eftir að bæjarstjóm fékk grun
um að hættumat fyrir Seljalands-
svæðið kynni að breytast hefur
engum lóðum verið úthlutað þarna.
Það verður ekki um frekari upp-
byggingu á svæðinu að ræða. Eins
og staðan er í dag hefur Isafjarðar-
kaupstaður engar lóðir lausar til
bygginga einbýlishúsa. Við höfum
lóðir undir Qölbýlishús á Suður-
tanga, en skipulag fyrir hann var
nýlega samþykkt í bæjarstjóm.
Framtíðarbyggingarland okkar er
sennilega í landi Neðri-Tungu og
Skeiða. Ég á von á því að unnið
verði að því að skipuleggja það
svæði í vetur.
Þetta setur verulegt strik í reikn-
inginn hjá okkur. Bæjarfélagið
gekk frá götum og lögnum í Selja-
landshverfinu fyrir tveimur árum
og lagði í það tugi milljóna króna.
Þetta kemur því afar illa við okk-
ur,“ sagði Kristján.
Fleiri hús rýmd í framtíðinni
Nýja hættumatið fyrir Selja-
landsdal og Hnífsdal setur fleiri hús
inn á skilgreint hættumat en eldra
hættumat gerði. Ólafur Helgi Kjart-
ansson, sýslumaður og formaður
almannavarnanefndar ísafjarðar-
kaupstaðar, sagði þetta þýða að ef
Einbýlishús íFossvogi
Til sölu er vel staðsett, nýlegt einbýlishús. 5 svefn-
herb., stofa, borðstofa, garðstofa. Bílskúr.
Þeir, sem óska eftir frekari uppl., sendi nafn og síma
til afgreiðslu Mbl., merkt: „Hús - 15893“, fyrir 15. nóv.
í Hamrahverfi, Grafarvogi
er „penthouse“-íb. til sölu. Gott útsýni. A hæðinni, sem
er 120 fm, eru 2-3 svefnh., góðar stofur, rúmg. eld-
hús, bað, þvottahús og stórar svalir á móti suðri. Steypt-
ur stigi er upp í ris. í risi má t.d. koma fyrir svefn-
herb., sjónvherb. eða tómstundaherb. Bílskúr fylgir.
Örn Isebarn, byggingameistari,
sími 896-1606.
Fossvogsdalur
Birkigrund - Kóp.
Vorum að fá mjög gott ca 196 fm endaraðhús ásamt
28 fm bílskúr. Möguleiki á að hafa séríb. í kj. Verð
13,0 millj. Skipti á minni eign koma til greina.
Borgir, fasteignasala,
sími 588 2030.
552 1150-552 1370
LARUS Þ. VALDIMARSSON, FRAMKVÆMDASIiÓRi
KRISTJÁN KRISIJANSSON, lOGGiiiUR msieignasaii
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Úrvalsfbúð - Eskihlíð - útsýni
Á 4. hæð 102,6 fm. Gólfefni, eldhús, bað, skápar, allt nýtt. í risi fylg-
ir rúmgott herb. Ágæt sameign. Tilboð óskast.
Skammt frá Hlemmtorgi
2ja herb. íbúð á 2. hæð í reisulegu steinhúsi tæpir 50 fm. Lítið gott
eldhús, gott sturtubaö, góður skápur i svefnherb., sólrik stofa. Verð
aðeins kr. 3,8 millj. Tilboð óskast.
Skammt frá Sundhöllinni
Ný endurgerð rishæð í reisulegu steinhúsi. Tvöf. stofa, 2 svefnherb.
m.m. Allar lagnir og leiðslur að og í húsinu nýjar. Langtimalán kr. 3,6
millj. Tilboð óskast.
Við Bogahlíð eða nágrenni
óskast góð 3ja herb. íbúð. Skipti mögul. á 4ra herb. úrvalsíb. í Nýja
miðbænum með sérþvhúsi, góðum bílskúr og útsýni.
Fjöldi traustra kaupenda
á skrá. Ýmiskonar hagkvæm eignaskipti möguleg. Sérstaklega óskast
eignir í miðborginni og nágrenni. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga.
• • •
Opið í dag frá kl. 10-14.
Góð sérhæð óskast
ívesturborginni.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
hættuástand skapaðist yrði að rýma
fleiri hús en áðúr var gert. í óveðr-
inu sem gekk yfir Vestfirði á dögun-
um var allt Seljalandshverfið rýmt.
„Þegar hættuástand skapast að
mati séi'fræðinga, snjóflóðafræð-
inga, veðurfræðinga og snjóat-
hugunarmanns, tekur ' almanna-
varnanefnd ákvörðun um að lýsa
yfit' hættuástandi og þá þurfa þau
hús sem eru á hættusvæði hverju
sinni, samkvæmt hættumati, að
rýmast," sagði Ólafur Helgi.
Félagsheimilið í Hnífsdal lendir
innan hættusvæðis samkvæmt nýju
hættumati fyrir HnífsdaL Þegar hús
á svæðinu hafa verið rýmd hefur
fólk safnast saman í félagsheimilinu
og þaðan hefur það verið flutt í
öruggt skjól. Kristján sagði að síð-
ustu ár hefði fólk, sem liefði þurft
að yfírgefa heimili sín vegna snjó-
flóðahættu, ekki gist yfir nótt í fé-
lagsheimilinu.
Snjóflóð falla á rautt svæði
á 50-300 ára fresti
í nýja hættumatinu er reynt að
leggja mat á líkur á tíðni snjóflóða
á svæðinu sem hættumatið nær til.
Þetta er m.a. byggt á reiknilíkönum
sem hönnuð hafa verið fyrir Noreg
og S-Alaska. Miklir fyrirvarar eru
settir við þessa útreikninga og bent
á að ekki sé víst að sömu aðstæður
ríki hér á landi og í þessum löndum.
í hættumatinu fyrir Seljalandsdal
er miðað við að líkur á að snjóflóð
falli á það sem skilgreint er rautt
svæði séu 100-300 ár og meðalend-
urkomutími fyrir gula svæðið sé
allt að 300 ár. Í hættumati fyrir
Hnífsdal er meðalendurkomutími
fyrir rauða svæðið líklega á bilinu
50-300 ár og á gula svæðinu allt
að 300 ár.
Kristján sagði að umræða hefði
farið fram í bæjarstjórn um nýja
hættumatið í september á þessu ári
og fjölmiðlar hefðu fjallað um það
þá. Það væru því engin ný tíðindi
að gerast núna önnur en þau að
búið væri að teikna hættumörkin inn
á kort og staðfesta matið. „Það verð-
ur hins vegar eðlilega mikil umræða
um þetta núna vegna þeirra atburða
sem urðu á Flateyri fyrr nokkrum
dögum. Ég legg aftur á móti áherslu
á að fólk haldi ró sinni.“
Nefnd um hópumferðarslysið í Hrútafirði 22. október
Lögbundin rannsóknamefnd
umferðarslysa verði starfrækt
LAU6AVEG118 S. 552 1150-552 1370
STUNGIÐ er upp á því að starf-
rækt verði lögbundin rannsóknar-
nefnd umferðarslysa í niðurstöðum
nefndar um hópumferðarslysið í
Hrútafirði 22. október. Hópferða-
bifreið fór út af þjóðveginum með
þeim afleiðingum að tvær konur
létust og fjöldi farþega slasaðist.
Fjörutíu og einn farþegi og bílstjóri
voru í bílnum.
Dómsmálaráðuneytið skipaði
nefndina daginn eftir slysið. Hana
skipa formaðurinn, Magnús Einars-
son, yfirlögregluþjónn í Kópavogi,
Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir á
Borgarspítala, og Kristján Vigfús-
son, deildarstjóri í samgönguráðu-
neytinu. Magnús kynnti niðurstöður
nefndarinnar á blaðamannafundi á
fimmtudag. Hjá honum kom fram
að nefndin byggði niðurstöðumar á
samtölum við fjölda fólks, rannsókn
á vettvangi og bifreið. Nefndin telur
að orsök slyssins megi rekja til
nokkurra samverkandi þátta, þ.e.
krapaflots, vindhviðu, hjólbarða og
hraða bifreiðarinnar, þannig að hún
hafi farið út af veginum og oltið.
Afleiðingar þessa hefðu orðið minni
ef farþegar hefðu verið í öryggis-
beltum.
Morgunblaðið/Kristinn
MAGNÚS Einarsson kynnti niðurstöður nefndar vegna alvarlegs
umferðarslyss í Hrútafirði á fimmtudag. Hér svarar hann spurn-
ingum fréttamanns. Aðrir í nefndinni voru Brynjólfur Mogensen,
yfirlæknir á Borgarspítalanum, og Kristján Vigfússon, deildar-
sljóri í samgönguráðuneytinu.
Öryggisbelti verði sett
í hópferðabifreiðar
Nefndin leggur til að sjö tilgreind
atriði verði skoðuð sérstaklega með
það í huga að gera flutning farþega
í hópferðabifreiðum sem allra ör-
uggastan miðað við hinar erfiðu og
margbreytilegu akstursaðstæður
milli landshluta. Hið fyrsta er að
kannað verði hvort unnt sé að setja
öryggisbelti í öll sæti hópferðabif-
reiða. Annað er að ökumenn hóp-
ferðabifreiða geri ferðaáætlun ef
þeir aka yfir heiðar eða Jjallvegi á
leiðum sínum. í ferðaáætlun verði
tekið tillit til veðurs og færðar með
hliðsjón af aksturseiginleikum hóp-
ferðabifreiðar þeirrar er í hlut á.
Sérstaklega sé aflað upplýsinga um
veður, færð, krapaflot, vindstyrk,
hálku o.þ.h.
Þriða atriðið er að séð verði til
þess að hópferðabifreiðin sé ávallt
búin miðað við aðstæður, einkum
að hjólbarðarnir séu grófmynstraðir
með nöglum og keðjum þegar gera
megi ráð fyrir snjó, krapafloti eða
annars konar hálku. Þegar Magnús
var inntur eftir ásigkomulagi
dekkja umræddrar bifreiðar sér-
staklega tók hann fram að mynstur
dekkja hefði verið innan lögmæts
ramma. Hins vegar sagðist hann
ekki geta neitað því að grófari dekk
og naglar hefðu hjáipað mikið eins
og færið hefði verið þegar slysið
átti sér stað.
Nefndin leggur til að gerð verði
tæknileg úttekt á því hvort hægt
sé að setja öruggt net eða lok fyrir
farangursgeymslur yfir höfðum far-
þega í hópferðabifreiðum sem not-
aðar séu í áætlunar- eða hópferðir.
í hverri bifreið sem notuð sé í áætl-
unar- eða hópferðaakstri verði leið^
beiningarskilti með áletrun um að
þunga hluti eða hluti sem geti skað-
að fólk í umferðaróhappi skuli
geyma í farangursgeymslu en ekki
í farþegarými. Lagt er til að gerð
verði tæknileg úttekt á því hvaða
tæknibúnaður þurfi að vera til stað-
ar hjá löggæsiuaðilum tii að unnt
sé að rannsaka og varðveita gögn
á hópsiysavettvangi. Með því ér átt
við ljóskastara, myndavélar,
merkjabúnað o.fl. Að lokum er
stungið upp á að umferðarráði verði
falið að láta taka til sérstakrar
skoðunar og rannsóknar vatns-,
hálku- og krapflot hópferðabifreiða.
■ Sérstaklega er tekið fram í niður-
stöðum nefndarinnar að greining,
merking og fyrsta meðferð slasaðra
ásamt flutningi á sjúkrahús hafi
verið góð.
Hugsanlega í útjaðri vindsveips
Hjá Magnúsi kom fram að ekk-
ert hefði fundist athugavert við
sjálfan þjóðveginn. Hann sagði að
hjá veðurfræðingi hefði komið fram
að útjaðar vindsveips gæti hafa
verið í Hrútafirðinum þegar slysið
átti sér stað. Niðurstöður nefndar-
innar hafa ekki áhrif á lögreg-
lurannsókn sýslumannsembættisins
á Blönduósi vegna slyssins. Eins
og áður segir skipaði dómsmála-
ráðuneyti nefnd um slysið í Hrúta-
firði og hefur nefndin skilað niður-
stöðum sínum til þess. Ráðuneytið
fer yfir niðurstöðurnar og tekur
ákvörðun um framhaldið.
i
I
I
I
í
I
!
i
i
«
i
i
S
t