Morgunblaðið - 11.11.1995, Page 16
16 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Sigurður Orri Jónsson formaður Félags framhaldsskólanema
Kominn tími til
að við séum tek-
in alvarlega
LANDSÞING Félags
framhaldsskólanema,
FF, var sett í Sjallan-
um á Akureyri í gær,
en þingið sitja rúm-
lega 50 fulltrúar víðs
vegar af landinu.
Þinginu verður fram
haldið í dag og því
lýkur á morgun. Sex
nýir framhaldsskólar
hafa gengið til liðs við
FF og nú eru 20 skól-
ar í félaginu, með
samtals um 18.000
nemendur. Helsta mál
þingsins er umræða
um framhaldsskóla-
frumvarpið, sem lagt
Sigurður
Orri Jónsson
hefur verið fram á Alþingi og segir
Sigurður Orri Jónsson, nemandi í
Fjölbrautaskólanum í Ármúla og
formaður FF, að framhaldsskóla-
nemar hafi ýmislegt að við frum-
varpið að athuga.
„Markmiðið með þessu lands-
þingi er einnig að endurskoða lög
og markmið félagsins, þannig að
starfandi framkvæmdastjórn geti
einbeitt sér að því að vinna gott
starf í þágu framhaldsskólanema í
landinu og annarra ungmenna.
Einnig að sameina alla
framhaldsskóla í einum
samtökum og með
þátttöku sex nýrra
skóla erum við að verða
ein stærstu félagasam-
tök í landinu."
Sterkur
þrýstihópur
Sigurður Orri segir
að lítið mark hafi verið
tekið á framhaldsskóla-
nemum til þessa en hins
vegar hafi þeir sýnt
fram á að þeir geti lagt
ýmislegt að mörkum.
Því séu þessi samtök
nauðsynleg og þau. geti
orðið sterkur og mikill þrýstihópur,
sem hafi ýmislegt til þeirra mála að
leggja sem skiptá hann máli.
„Það eru margir gallar á fram-
haldsskólafrumvarpinu. Þar er m.a.
gert ráð fyrir því að taka af nem-
endafélögunum það fijálsræði sem
þau hafa haft og það finnst okkur
alveg út í hött. Með þeirri breytingu
færist ákvarðanatakan undir skólá-
nefnd og skólastjóra og í frumvarp-
inu ér gert ráð fyrir því að taka af
þann atkvæðisrétt sem fulltrúi nem-
Morgunblaðið/Kristján
RÚMLEGA 50 framhaldsskólanemar víðs vegar af landinu sitja
landsþing Félags framhaldsskólanema í Sjalllanum á Akureyri.
enda í skólanefnd hefur haft til
þessa. Þar með yrðum við orðin held-
ur áhrifalítil innan okkar mennta-
stofnunar og það getum við ekki
sætt okkur við,“ segir Sigurður Orri.
Samræmt námsefni
um allt land
Annað mál sem verður fyrirferð-
armikið á þinginu snýr að kaupum
nemenda á námsbókum. „Við erum
á móti því að framhaldsskólanem-
endur séu að kaupa námsbækur
dýrum dómum og þurfi í leiðinni að
borga fagurbókmenntir sem einhver
Jón Jónsson úti í bæ er að gefa út
og getur ekki selt. En það er ein-
mitt það sem við erum að gera og
þess vegna er skólabókaverð svona
hátt. Þá viljum við samræmt náms-
efni í framhaldsskólum um allt
land,“ segir Sigurður Orri.
Eftir setningu þingsins í gær var
þingfulitrúum skipað í nefndir sem
ætlað er að fjalla um hin ýmsu mál
sem framhaldsskólanemum viðkem-
ur. Á morgun, sunnudag, mun Björn
Bjarnason menntamálaráðherra
flytja ávarp og svara fyrirspurnum,
m.a. um framhaldsskólafrumvarpið.
„Okkur finnst tími til kominn að
stjórnmálamenn, fjölmiðlar og fleiri
fari að taka okkur alvarlega, því við
höfum sýnt fram á að við séum þess
megnug að standa við það sem við
segjum. Það höfðu t.d. ekki margir
trú á því að við hefðum burði til
þess að standa fyrir blysför eftir
slysið á Flateyri, en í þeirri göngu
tóku þátt um 30.000 manns."
Félag framhaldsskólanema var
stofriað árið 1984 en Sigurður Orri
segir að starfsemin hafi verið frekar
máttlítil lengst af en nú sé stefnt
að því að snúa við blaðinu og blása
til sóknar. Fjárhagsstaðan var einnig
slæm en nú er búið að koma rekstrin-
um á núllið. Hitt húsið í Reykjavík
hefur stutt við bakið á FF og þar
er skrifstofa félagsins til húsa.
Skíðasvæðið í
Böggvis-
staðaíj'alli op-
ið um helgina
Dalvík
SKÍÐASVÆÐIÐ í Böggvis-
staðafjalli, sem er skíðasvæði
Dalvíkinga var opnað í fyrsta
skipti á þessum vetri um síð-
ustu helgi eftir 5 mánaða hlé,
en lyftur voru þar opnar síðast
14 júní í sumar.
Um helgina verður opið í
fjaliinu frá kl. 13 til 17 í dag
og morgun, sunnudag og er
gert ráð fyrir að opið verði
næstu helgar ef snjór verður
nægur. Ný gjaldskrá tekur gildi
með vetraropnun. Daggjald
fyrir 16 ára og eldri er 750
krónur og 350 krónur fyrir 15
ára og yngri. Vetrarkort kosta
8.000 krónur fyrir fullorðna og
4.500 krónur fyrir 15 ára og
yngri.
Morgunblaðið/Kristján
VERIÐ var að troða göngubraut í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar í gærdag, en hún verður opin um
helgina. Aðstæður eru ekki sérlega góðar til skíðaiðkunar, fremur lítill snjór og harður að sögn
Ivars Sigmundssonar forstöðumanns Skiðastaða, „en það þarf ekki mikinn snjó í viðbót til að við
gætum opnað tvær lyftur,“ sagði Ivar sem hér er á vélsleðanum, en „troðarastjórinn" Kristinn
Sigurðsson fylgir fast á eftir á snjótroðaranum.
Sundlaugarbygging
við Kristnesspítala
Söfnunarfé
komið í 8
milljónir
FRAMKVÆMDIR við sundlaugar-
byggingu á Kristnesspítala í Eyja-
fjarðarsveit heflast eftir áramót en
verið er að ljúka hönnun byggingar-
innar um þessar mundir. Safnast
hafa 8 milljónir króna í söfnun sem
staðið hefur yfir um alllangan tíma
vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
I vikunni komu fulltrúar úr Li-
onsklúbbunum Ösp færandi hendi
að Kristnesi en þær gáfu 400 þús-
und krónur í söfnunina, sem er
ágóði af plastpokasölu háustsins.
Þá komu nýlega fulltrúar Lions-
klúbbsins Sunnu á Dalvík með 50
þúsund krónur í söfnunina og sömu
upphæð færðu fulltrúar Gigtarfé-
lags Akureyrar fyrir skömmu.
-»■■■♦ ♦
MESSUR
AKUREYRARKIRKJA: Sunnudaga-
skólinn fer í heimsókn í Glerárkirkju.
Kirkjubílar verða 15 mínútum fyrr á
ferðinni en venjulega. Messa kl.
14.00, kristniboðsdagurinn. Skúli
Svavarsson predikar. Barna- og
unglingakór kirkjunnar syngur.
Messað í Seli kl. 14.00 og í Hlíð kl.
16.00. Barna- og unglingakór syng-
ur. Biblíulestur á mánudag kl. 20.30.
GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og
bænastund kl. 13.00 í dag. Barna-
samkoma kl. 11.00. Guðsþjónusta
kl. 14.00. Fundur æskulýðsfélagsins
kl. 18.00.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 13.30. Almenn sám-
koma kl. 20.00, Níels Jakob Erlings-
son, talar. Heimilasamband kl.
16.00. á mánudag. Biblíuiestur kl.
20.30 á miðvikudagskvöld.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam-
koma í umsjá unga fólksins í kvöld
kl. 20.30. Vakningarsamkoma kl.
15.30 á morgun, biblíulestur með
John og Dorothy Zpinden miðviku-
dag kl. 20.30. Bænasamkoma á
föstudag kl. 20.30.
HÚSAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 11.00. Kyrrðar- og bæna-
stund á sunnudagskvöld kl. 21.00,
beðið fyrir sjúkum og syrgjendum.
KFUM og KFUK, Sunnuhlíð: Skúli
Svavarsson formaður Sambands ís-
lenskra kristniboðsfélaga verður í
heimsókn hjá félaginu og talar á
samkomum, sem verða kl. 20.30 á
laugardags- og sunnudagskvöld auk
miðnætursamkomu sem hefst kl.
23.30 á laugardagskvöld. Kaffisala
verður í félagsheimilinu að Sunnuhlíð
kl. 15.00 á sunnudag til styrktar
kristniboðinu.
KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrarvegi
26: Messa á laugardag kl. 18.00 og
sunnudag kl. 11.00.
Akureyrarbær, deiliskipulag.
Oseyri 1, deiliskipulagstillaga
Meö vísan til greinar 4.4 og 4.4.1 í skipulagsreglugerð
auglýsir Akureyrarbær tillögu að deiliskipulagi verslunarlóöar
KEA-NETTÓ á Óseyri 1. í tillögunni er gert ráö fyrir aö sett
veröi upp bensínafgreiösla á bílastæöi noröan verslun-
arhússins.
Skipulagsuppdráttur liggur frammi, almenningi til sýnis, á
Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð,
næstu 4 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til fös-
tudagsins 8. desember, þannig aö þeir sem þess óska, geti
kynnt sér tillöguna og gert viö hana athugasemdir.
Athugasemdafrestur er til 8. desember 1995.
Þeir, sem telja sig veröa fyrir bótaskyldu tjóni vegna
framkvæmdar deildiskipulagsins, er bent á aö gera viö þær
athugasemdir innan tilgreinds frests ella teljast þeir
samþykkir skipulagstillögunni.
Skipulagsstjóri Akureyrar.
Tvær myndlistasýningar opnaðar í Listasafni Akureyrar
Bæjarlista-
maður sýnir
TVÆR myndlistasýningar verða
opnaðar í Listasafninu á Akureyri
í dag, laugardaginn 11. nóvember
kl. 16.
I austur- og miðsal sýnir Guð-
mundur Ármann Siguijónssón en
hann hefur lengi starfað að list
sinni á Akureyri. Hann hlaut
starfslaun bæjarlistamanns á
liðnu ári og sýnir nú afrakstur __ Morgunbiaðið/Kristján
þess starfs sem hann sinnti á GUÐMUNDUR Ármann að hengja upp verk á veggi
þeim tíma, en um er að ræða ein- Listasafnsins á Akureyri.
þrykksmyndir og olíumálverk af ■
fólki. Guðmundur hefur lengi í vestursal safnsins sýna Erla af gagnsæjum myndum á gler-
starfað sem kennari við Myndlist- Þórarinsdóttir og Andrew M. plötum, veggmálverki og hljóði
arskólann á Akureyri. Mckenzie verk sem samanstendur sem allt myndar eina heild.