Morgunblaðið - 11.11.1995, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 21
URVERINU
Samningur Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðar á úthöfunum
„LJÓST er að úthafsveiðisamningur
Sameinuðu þjóðanna mun ekki leysa
sjálfkrafa hin ýmsu deilumál um
verndun deilistofna og víðförulla
fiskstofna og stjórnun veiða úr þeim
víðs vegar í heiminum. Þar reynir
fyrst og fremst á pólitískan vilja
þeirra ríkja sem í hlut eiga hveiju
sinni. Samningurinn mun hins vegar
mynda ramma um samstarf ríkja á
vettvangi svæðisbundinna veiði-
stjórnarstofnana og verða tæki í
höndum ríkja til vemdunar þessara
stofna og stjómunar veiða úr þeim,“
sagði Helgi Ágústsspn, ráðuneytiss-
stjóri á aðalfundi LÍÚ.
Helgi gerði grein fyrir helstu efn-
isatriðum úthafsveiðisamnings SÞ
frá því í ágúst síðastliðnum og þýð-
ingu hans á fundinum.
Hinn 4. ágúst sl. lauk úthafsveið-
iráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í
New York með því að 112 ríki auk
Evrópusambandsins samþykktu
samhljóða nýjan úthafs- ---------
veiðisamning. Yfírlýst
markmið samningsins er
að tryggja langtíma-
vemdun og sjálfbæra
nýtingu deilistofna og
víðförulla fískistofna. Hann mun
liggja frammi til undirritunar í eitt
ár frá og með 4. desember nk. og
taka gildi 30 dögum eftir að 30 ríki
hafa tilkynnt um fullgildingu hans.
Þó er gert ráð fyrir að ríki geti af
fúsum og fijálsum vilja beitt samn-
ingnum til bráðabirgða sín á milli
þar til hann hefur tekið gildi.
Efling vísindarannsókna
Að sögn Helga er úthafsveiði-
samningurinn reistur á fimm meg-
instoðum. Fyrst nefnir hann þær
reglur sem stuðla að verndun stofn-
Leysir deilumál-
in ekki sjálfkrafa
anna og stjórnun veiða úr þeim. Þar
sé kveðið á um eflingu vísindarann-
sókna, söfnun gagna um veiðar og
að alltaf skuli byggt á bestu Vísinda-
legu niðurstöðum sem tiltækar séu.
Þá segi að ríki skuli ávallt sýna
sérstaka varúð þegar upplýsingar
samþýðanlegar. Ráðstafanir sem
séu samþykktar og gildi um úthafið
megi ekki grafa undan ráðstöfunum
sem gerðar hafí verið innan lögsögu
strandríkja. Sem dæmi um slíkar
ráðstafanir megi nefna ákvörðun
um skiptingu leyfilegs heildarafla
um viðkomandi stofn séu óvissar eða r% úr stofni á milli úthafssvæðis ann-
Taka skal tillit
til dreifingar
fiskistofna
ónógar. Einnig sé ríkjum skylt að
ákvarða svonefnd viðmiðunarmörk
fyrir hvem stofn um sig. Þessar
reglur gildi ekki einungis um veiðar
á úthafinu heldur einnig
innan efnahagslögsög-
unnar.
í öðru lagi nefnir
hann að gert sé ráð fyr-
ir því að strandríki og
úthafsveiðiríki starfi saman á vett-
vangi svæðisbundinna veiðistjórn-
arstofnana að vemdun deilistofna
og víðförulla fiskstofna og stjórnun
veiða úr þeim. Aðild að slíkri stofn-
un sé opin öllum ríkjum á jafnræð-
isgrundvelli sem hafi raunverulega
hagsmuni af viðkomandi fiskveið-
um. í því felist væntanlega að ríki
þurfi að hafa stundað veiðar úr við-
komandi stofnum.
í þriðja lagi segir hann að vernd-
unar- og stjórnunarráðstafanir fyrir
úthafið annars vegar og efnahags-
lögsöguna hins vegar skuli vera
Veiðieftirlitið
til útveg’smanna
Kristján Ragnarsson telur eftirlitinu
ekki sinnt með réttum hætti nú
„ÉG TEL rétt að færa ábyrgðina
á veiðieftirlitinu til starfgreinar-
innar sjálfrar og er þess fullviss,
að miklu betur mun til takast en
nú, því engir þekkja betur til en
þeir, sem í atvinnugreininni starfa.
Mikill meirihluti útvegsmanna tek-
ur aldrei þátt í brotum á fiskveiði-
stjórnuninni og sættir sig ekki við
að öðrum líðist það,“ sagði Krist-
ján Ragnarsson, formaður LÍÚ,
meðal annars á aðalfundi samtak-
anna nú í vikulokin.
Kristján taldi að eftirlitsþætti
fiskveiðistjórnunarinnar væri ekki
sinnt með réttum hætti og því
væri hann betur koninn í höndum
útvegsmanna sjálfra, því nú væri
veiðaeftirlitið mjög ómarksvisst.
„Allt of oft berast frásagnir af
veiðibrotum, sem ekki er sinnt
með viðeigandi hætti. Nær allt
framleiðslueftirlit hefur verið fært
út í fyrirtækin, þar sem ábyrgð
þeirra er aukin og skilgreint er
mikilvægi rétts starfsumhverfis.
Þetta hefur verið til mikilla bóta,“
sagði Kristján.
Útgerðin leggur 100 milljónir
til veiðaeftirlitsins
„Á þessu ári greiðir útgerðin
100 milljónir króna til veiðieftirlits
Fiskistofu. Það hefur ávallt verið
talið eðlilegt, að .þeir sem greiða
kostnað af tilteknu verkefni hafi
eitthvað um það að segja, hvernig
peningunum er varið. Það myndi
gerast ef útgerðinni yrði falin
ábyrgð á veiðieftirlitinu, sem gæti
gerzt með þvi að útgerðin fengi
meirihluta í stjórn sjálfstæðs eftir-
litsaðila, er annaðist eftirlitið,“
sagði Kristján ennfremur.
LIU hafnar
auðlindaskatti
AÐALFUNDUR LIU mótmætli í
samþykkt sinni um efnahagsmál
hugmyndum um sérstakan auð-
lindaskatt og varað var við afleið-
ingum af slíkum séríslenzkum
skatti á helzta útflutningsatvinnu-
veg þjóðarinnar. „Jafnframt er mik-
ilvægt að horfið verði frá því að
atvinnugreininni verði gert að að
greiða árlega 500 milljónir króna í
Þróunarsjóð meðal annars vegna
fyrri skuldbindinga, útgreiðslum
verði hætt og liann lagður niður,“
segir í ályktun fundarins sem lauk
síðdegis í gær.
ars vegar og efnahagslögsögunnar
hins vegar.
Meðal annarra atriða, sem taka
skal tillit til við ákvörðun samþýð-
anlegra verndunar- og stjórnunar-
ráðstafana, er dreifing viðkomandi
stofns og veiðarnar úr honum, þ.e.
í hve miklum mæli stofninn heldur
sig og er veiddur á úthafinu annars
vegar og innan efnahagslögsögunn-
ar hins vegar.
„Einnig má nefna að taka skal
tillit til þess að hve miklu leyti
strandríkin og úthafsveiðiríkin eru
háð veiðum úr viðkomandi stofni
hvor um sig,“ segir hann. „ísland
lagði mikla áherslu á þetta ákvæði
á úthafsveiðiráðstefnunni og varði
það þegar önnur ríki lögðu til að
það yrði fellt brott úr samningsdög-
unum.“
Hann segir að í samningnum sé
svæðisbundnum veiðistjórnarstofn-
unum látið eftir að ákveða hvaða
viðmið skuli lögð til grundvallar
skiptingu kvóta milli aðildarríkja
þeirra. Þó sé mikilvæg undantekn-
ing frá þessu þar sem kveðið sé á
um ýmsar viðmiðunarreglur við
ákvörðun veiðiréttinda nýrra aðild-
arríkja að svæðisstofnunum:
„Meðal þess, sem tillit skal tekið
til, er ástand viðkomandi stofna,
veiðihagsmunir einstakra ríkja,
framlög þeirra til verndunar og
stjórnunar og til vísindarannsókna,
þarfír strandbyggða sem byggja
afkomu sína að mestu ___________
leyti á veiðum úr viðkom-
andi stofnum og síðast
en ekki síst þarfir strand-
ríkja ef efnahagur þeirra
er í mjög miklum mæli mmmmmmm
háður fiskveiðum. Síðastnefnda
ákvæðið var tekið inn í samninginn
fyrir frumkvæði íslands, enda er
leitun að öðru ríki sem það á jafn-
vel við um.“
Eftirlit og
framkvæmdavald
Hið fjórða sem Helgi nefnir sem
meginstoð úthafsveiðisamnings-
ingsins er eftirlit og framkvæmda-
vald: „Þeirri meginreglu þjóðarrétt-
arins er fylgt að eftirlit með því að
fiskiskip virði verndunar- og stjóm-
unarreglur á úthafinu og framfylgd
Tæki í hönd-
um ríkja til
verndunar
þeirra sé fyrst og fremst í höndum
fánaríkisins, þ.e. þess ríkis sem skip-
ið er skráð í. Samingurinn leggur
þá skyldu á herðar fánaríkinu að
það stjórni veiðum skipa sinna á
úthafinu með því að leyfísbinda þær
og að það banni þeim skipum að
stunda veiðar sem ekki hafa tilskilin
leyfi.“
Þó segir í samningnum að gert
sé ráð fyrir að öll aðildarríki samn-
ingsins, sem séu aðilar að svæðis-
stofnun, hafi rétt til að hafa eftir-
lit með fiskiskipum annarra aðild-
arríkja samningsins á því úthafs-
svæði sem stofnunin nær til og
jafnframt til að fara með -fram-
kvæmdavaldið gagnvart þeim sinni
fánaríkið ekki skyldu sinni í því
efni.
Þá er gert ráð fyrir því í samn-
ingnum að hafnríki farið með hefð-
bundið eftrlitsvald samvkæmt þjóð-
arrétti og sé heimilt að setja lög
-------- sem geri stjórnvöldum
kleift að banna löndun
á afla sem veiddur hefur
verið í trássi við gildandi
verndunar- og stjórnun-
'’ arreglur.
Friðsamleg lausn
deilumála
Loks nefnir hann sem fímmtu
meginstoð samningsins friðsamlega
lausn deilumála. Sú leið sé farin að
láta ákvæði hafréttarsamningsins
um skyldubundna og bindandi lausn
deilumála gilda um deilur milli aðild-
arrikja úthafsveiðisamningsins. Þá
er þeirri leið haldið opinni fyrir þau
ríki sem ekki ná samkomulagi, að
þau geti skotið deilumáli sínu til
alþjóðlegs dómstóls eða gerðardóms
til bindandi úrlausnar.
Kristnitakan
og kirkja Póturs
í Skálaholti
Ný bók cftir Einar Póisson er komin át.
Ritið er vandað að allri gerð, 317 bls., í fallegu bandi með tilvísunum og nafnaskrá.
Ritið er samið í tilefni 1000 ára afmælis kristnitökunnar á íslandi og tileinkað Skálholtsstól.
I riti þessu eru krufin helstu miðaldarfræði, sem ekki hafa áður verið nefnd í sambandi við
kristnitökuna, og lagðar fram lausnir, sem aldrei hefur fundist á skýring fyrr.
Hvað bjó að baki hugmyndafræði og tölvísi miðaldarkristni? Hver voru tengsl kirkjunnar við
himinhring? Hvert var eðli launsagna Skálaholts? Hver voru tengsl Péturskirkjunnar í Róm
við Péturskirkjuna í Skálaholti? Hví árið 1000? Hví gekk kristnitakan svo snurðulaust fyrir sig?
Bókaútgáfan Mímir,
Sólvallagötu 28, Reykjavík, sími 552 5149.
UTSALA
Á BARNASKÓM
í ályktun fundarins var varað við
stöðunni í efnahagsmálum: „Óró-
leiki á vettvangi kjaramála má ekki
leiða til þess að efnahagslegar koll-
steypur fyrri ára verði endurteknar.
Sé það einlægur vilji að byggja hér
þjóðfélag, sem stenzt samanburð
við lífskjör í nálægum löndum,
skiptir miklu máli að samstaða í
þjóðfélaginu haldist. Friður haldist
á vinnumarkaði og batnandi efna-
hagsástand verði notað til þess að
byggja hér upp kröftugt atvinnulíf,
sem geti staðið undir bættum lífs-
kjörum."
VerÖ frá
990.- I.99O
Opið laugardaga kl. 10-16
SK0VERSLUN
KÓPAV0GS
HAMRABBRS 3 - SÍMI SS4 17S4