Morgunblaðið - 11.11.1995, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 27
Sáttur
við
Karvel
„ÉG HEF aldrei hugsað út í að
nafnið kunni að vera óvenjulegt eða
skrýtið,“ sagði Karvel Pálmason,
fyrrum alþingismaður, en nafn
hans er kallað skrípanafn", ásamt
mörgum öðnim
íslenskum
mannanöfnum, í
ádrepu sem birt
er í Almanaki
Hins íslenska
þjóðvinafélags
frá árinu 1913.
Kasrvel kveðst
aldrei hafa spurt
foreldra sína
hvaðan nafnið sé
komið og sagðist ekki vita til að
nokkur forfeðra sinna hafi borið
það á undan honum. „Þetta vafðist
aldrei fyrir mér þegar ég var
krakki enda var annar maður á Bol-
ungarvík sem bar þetta nafn, Kar-
vel Steindórsson, sem nú er látinn.
Ég hef alltaf lifað sáttur með þessu
nafni og mun gera það áfram,“
sagði Karvel Pálmason.
Við þetta má svo bæta að nafnið
Karvel kemur fyrir í Riddarasög-
um, en merking þess er óljós.
„Skrípa-
nöfnina
Meðal annarra nafna sem tal-
in eru „skrípanöfn" í áður-
nefndri ádrepu frá 1913 eru
nokkur sem koma kunnug-
lega fyrir á vorum dögum, svo
sem ANDREA, ÁRILÍUS,
BÓAS, ELÍ, FRIÐBERT, HAGA-
LÍN, HANNIBAL, HERA,
HERMÍNA, MONIKA, RÓS-
MUNDUR, RÚRIK, SIGUR-
JÓNA og SIGURKARL.
Hins vegar eru önnur sem
koma dálítið spánskt fyrir
sjónir svo sem ÁRÍNA, BRÁD-
LÍNA, BÍBÍANA, DÝRÓLÍNA,
EDILRÍÐUR, EFRET og
EFSENIUS, svo einhver séu
nefnd. Höfundur greinarinnar,
sem mun hafa verið JÓHANN
ættfræðingur KRISTJÁNSSON
lýkur máli sínu með eftirfar-
andi orðum: „Algengt er það,
að skíra börn alútlendum
nöfnum, og þá oft afbökuð-
um, t.d. ALFRED DREYFUS,
BJÖRNSTJERNE, IBSEN,
NAPÓLEON o.s.frv. Enn frem
ur að slengja saman tveimur
nöfnum, t.d. ANNAMARÍA,
PETRÚNANNA. Þá eru fleir-
nefnin ekki heldur smekkleg.
Hér í Reykjavík heitir einn
krakkinn: KARLOTTA-ELLEN-
INGIBJÖRG-VIKTORÍA-
STJERNE. - Það hefur oft
verið brýnt fyrir fólki, að skíra
böm sín sæmilegum nöfnum,
en árangurslftið virðist það
vera, því skrípanöfnum fer
fjölgandi. Prestarnir ættu að
hafa einhver áhrif f þá átt, en
þeir virðast flestir láta sér í
léttu rúmi liggja, hversu af-
skræmílegum nöfnum þeir
skíra, eða þá að þeir fá ekkí
ráðið vitleysu fólksins.
Em foreldrar í landínu al-
veg tilfinningalausir fyrir þvf,
hver hörmung það má vera
fyrir börnin, þegar þau
vitkast, að verða að bera
þessi óhræsis ónefni?“
'<$>
E I N K Y N J A
HÖFGUR ilmur nýja lyktarefnisins §K
One“ hefur borist víða að undanförnu,
enda nýr af nálinni. Ilmefnið er, eins og nafn-
ið gefur til kynna, fyrir bæði kynin og er svar
hönnuðarins Calvin Klein við tíðarandanum,
að eigin sögn. Einkynja ilmvötn eru hins veg-
ar ekki nýmæli því karlar og konur deildu
þeim með sér fyrr á öldum. Háttalag þetta er
sagt hafa náð hámarki í Frakklandi á dögum
Napóleons III. sem mun hafa baðað sig úr
| Kölnarvatni og notað um 24 lítra á dag.
' í dag er talið að 40% kvenna noti rakspíra
og að svipað hlutfall karla noti kvenilmvatn
til geðjast vitum sínum og annarra.
Ilmvatnsnotkun er talin hafa tíðkast í fyrnd-
inni meðal Kínverja, Hindúa, Egypta, ísrels-
manna, araba, Grikkja og Rómverja svo ein-
hverjir séu nefndir. Einnig er minnst á ilm-
efni, jafnvel forskriftir ilmvatna, 1 Biblíunni.
Fyrsta ilmvatnsflaskan sem vitað er um
fannst í Egyptalandi og er talin frá árinu 1000
fyrir Krist. Egyptar beittu ilmefnum óspart
fyrir sig, til dæmis í helgiathöfnum og tóku
nýja uppfinningu sína, gler, strax undir ilm-
vatn.
Grikkir fóru að dæmi þeirra og bjuggu til
gler- og leirílát fyrir ilmvötn sem oft voru í
lagiríu eins og sandalar, dýr, eða mannshöfuð.
Töldu Rómverjar ilmvötn kynörvandi og not-
uðu blásnar glerflöskur til varðveislu.
Vorum að fá
nýja sendingu af
Opel Corsa margverðlaunaður fyrir
öryggi - útlit - sparnað
Opel Corsa verbur til sýnis Bja dyra, 5 dyra,
bæbi 1,2i og 174i. Fullkomin sjálfskipting,
4ra gíra meb sparnabarstillingu, sportstillingu
og spólvörn.
Komið og reynsluakib Opel
• 'f *
Opel, einfaldlega bestu kaupin
Opib um helgina kl. 14-1 7 ab Fosshálsi 1
. ■ ■■' -■ BH . !■
Afsláttur út
nóvember
30%
afsláttur á hágæba
vetrardekkjum meb nýjum
Opel út nóvember.
20% •
afsláttur af aukahlutum út
nóvember.
Bílheimar
Fosshálsi 1
sími: 563 4000
l