Morgunblaðið - 11.11.1995, Síða 37

Morgunblaðið - 11.11.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 37 AÐSENDAR GREINAR Bömum mismun- að eftir búsetu? TILEFNI þessara skrifa er grein Einars Hólm Einarssonar sem birt- ist í Morgunblaðinu þann 7. nóv- ember sl. Ég ætla þó ekki að mót- mæla neinu af því sem Einar seg- ir, heldur miklu fremur bæta við upplýsingum sem að mínu mati er nauðsynlegt að komi fram nú þeg- ar sveitarfélögin eru að taka við rekstri grunnskólanna. Ég vil bytja á því að óska starfs- fólki og nemendum Öskjuhlíðar- skóla til hamingju með 20 ára af- mælið. Skólinn hefur, eins og aðrir sérskólar ríkisins, gegnt mikilvægu hlutverki í kennslu fatlaðra bama hér á landi. Þar hefur verið unnið gott starf og þar hefur orðið til þekking sem er mikilvæg öðmm skólum sem glíma við svipuð verk- efni. Sérskólar ríkisins, segir Anna Kristín Sigurð- ardóttir, eru ekki leng- ur raunverulegt úrræði fyrir fötluð börn búsett á landsbyggðinni. Sérkennsla er tilboð skólanna til þeirra nemenda sem einhverra hluta vegna geta ekki nýtt sér það nám sem öðrum nemendum á sama aldri er boðið upp á. Fjármagni til hennar er úthlutað sérstaklega og fer fram með tvennum hætti. Ann- ars vegar er fjármagn ætlað til reksturs á sérskólum ríkisins sem allir, utan einn, em staðsettir á Reykjavíkursvæðinu. Hins vegar er fjármagn sem skipt er milli fræðsluumdæma eftir fjölda nem- enda og útdeilt til skólanna frá fræðsluskrifstofum hvers umdæm- is. Hvor hlutinn um sig er u.þ.b. hálfur milljarður. Sérskólum er því, eins og Einar bendir á, ætlað að þjóna nemendum af öllu landinu. Nú er svo komið að sérskólar ríkisins em ekki leng- ur raunverulegt úrræði fyrir fötluð börn búsett á landsbyggðinni. Kemur þar einkum tvennt til. í fyrsta lagi hefur það verið opinber stefna hér á landi að fötluð böm skuli eiga rétt á skólagöngu við hæfi í sínum heimaskóla eða sem næst sinni heimabyggð. Þetta hefur leitt til þess að foreldrar fatlaðra bama hafa, af skiljanlegum ástæð- um, valið skóla í heimahéraði fyrir börn sín fremur en að flytjast bú- ferlum til Reykjavíkur. Kennarar og skólastjórar hafa einnig þróað starfshætti sína til þess að mæta þörfum þessara barna, með góðum árangri víðast hvar. í öðru lagi má nefna að vistunar- úrræði í Reykjavík og nágrenni, sem áður voru til og tengd sérskól- unum, hafa nú verið lögð niður. Má þar nefna fjölskylduheimili Öskjuhlíðarskóla, heimavist við Heyrnleysingjaskólann, sem nú heitir Vesturhlíðarskóli, og Kópa- vogshæli. Foreldrar bama á lands- byggðinni eiga því engan annan kost, vilji þeir nýta sér hina góðu þjónustu sérskólanna en vistun á venjulegum heimilum. Og allir sem reynt hafa, vita að ekki er auðvelt að finna fjölskyldur á Reykjavíkur- svæðinu til að taka að sér slík verk- efni. Afleiðingiii er sú að böm með alvarlega námserfiðleika eða fötlun verða sífellt fleiri í almennum skól- um úti á landsbyggðinni og sérskól- ar ríkisins þjóna nær eingöngu böm- um úr Reykjavík og af Reykjanesi. Eins og fram kemur í grein Einars eru einungis 2 nemendur af 103 með lögheimili utan Reykjavíkur eða Reykjaness. Hygg ég að þessu sé svipað farið í öðrum sérskólum. Þrátt fyrir þetta hefur enginn til- flutningur orðið á því íjármagni sem ætlað er til sérkennslu. Þannig hef- ur skapast ákveðið misræmi milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæð- is þar sem það síðamefnda hefur hlutfallslega mun meira fjármagn til sérkennslu en aðrir landshlutar. Afleiðingin hefur orðið sú að að- staða skóla á landsbygðinni er hvergi nærri nógu góð og sveitarfé- lög hafa orðið að leggja fram um- talsvert fjármagn til skólanna til að þeir geti sinnt þessu verkefni. Auk þess hef- ur þetta bitnað á nem- endum sem þurfa minni háttar aðstoð þar sem óbreytt tímamagn er nýtt fyrir sífellt færri nemendur. Þannig vinna reglur um skipt- ingu fjármagns gegn meginmarkmiðum grunnskólalaga um rétt allra bama til skólagöngu sem næst sinni heimabyggð. Nú veit ég að skólar í Reykjavík og ná- grenni em ekki ofsælir af því fjármagni sem þeir hafa til ráðstöfunar kennslu. En eigi rétturinn í heimaskóla að vera meira en orðin tóm verður að leiðrétta þetta misræmi þegar rekstur grunnskóla er fluttur til sveitarfélaga. Einar leggur áherslu á að réttur nemenda af öllu landinu til náms í Öskjuhlíðarskóla verði tryggður eftir að svejt- arfélögin taka við. Ég get að mörgu leyti tek- ið undir þau orð hans, en það má ekki verða til þess að rýra mögu- leika þeirra nemenda sem kjósa heimaskól- ann. Lausnin gæti verið til sér- að megninu af því fjármagni sem til náms nú er varið til sérkennslu verði skipt Anna Kristín Sigurðardóttir eftir nemendaflölda til umdæma eða sveitarfélaga, litlum hluta verði haldið eftir í jöfnunarsjóði til að mæta sérstökum þörfum minnstu sveitarfélaganna. Reykjavíkurborg ætti að hafa alla burði til að reka sérskólana áfram kjósi borgaryfir- völd það, nemendur úr öðrum sveit- arfélögum gætu jafnvel fengið að- gang að þeim gegn eðlilegum hluta í rekstrarkostnaði. Fjármagnið má aldrei ráða því hvar fatlaður nem- andi i grunnskóla stundar nám, eins og nú er, heldur eiga fagleg og fé- lagsleg rök að vera lögð til grund- vallar. Höfundur er sérkennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Suðurlands og formaður Félags íslenskra sér- kennara. laugardag kl. 10-17 sunnudag kl. 13-17 mánudag kl. 9-18 hjá Ingvari Helgasyni þar fœrð þú á frábœru og jafnvel fyrstu 6-8 mánuðina. fyrsta hálfa árið og 'a bílnum Notaðir bílar Sími 525 8020 Ingvar Helgason hf. _____ Sœvarftöfða 2 Sími 525 8000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.