Morgunblaðið - 11.11.1995, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR
ÁRBÆJARKIRJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta á kristniboðsdegi
kl. 14. Haraldur Jóhannsson læknirflyt-
ur stólræðu. Organleikari Sigrún Stein-
grímsdóttir. Barnakór Árbæjarsóknar
syngur ásamt kirkjukór. Tekið á móti
frámlögum til kristniboðssambandsins
að lokinni guðsþjónustu. Prestarnir.
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Hrafnista: Guðsþjónusta kl. 14. Árni
Bergur Sigurbjörnsson.
KIRKJA HEYRNARLAUSRA: Guðs-
þjónusta í Áskirkju kl. 14. Sr. Miyako
Þórðarson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með
börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Kjartan Örn Sigurþjörnsson messar.
Organisti Guðni Þ. Guðmundsson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur
sr. Hjalti Guðmundsson. Organleikari
- Kjartan Sigurjónsson. Barnastarf í
safnaðarheimilinu á sama tíma og í
Vesturbæjarskóla kl. 13. Skírnarguðs-
þjónusta kl. 14. Prestur sr. Jakob Á.
Hjálmarsson. Tónleikar kl. 17 á Tónlist-
ardögum Dómkirkjunnar. Helgi Péturs-
son organleikari og frú Natalja.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta
kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. Organisti Kjart-
an Ólafsson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl.
11. Messa kl. 14. Kristniboðsdagurinn.
Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organ-
isti Árni Arinbjarnarson.
HALLGRIMSKIRKJA: Fræðsluerindi kl.
10. Allsnægtir — allsleysi. Sigríður
Guðmundsdótitr, RKI. Barnasamkoma
og messa kl. 11. Organisti Hörður
Áskelsson. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
LANDSPITALINN: Messa kl. 10. Sr.
Bragi Skúlason.
HÁTEIGSKIRKJA: Kl. 11. Barnaguðs-
þjónusta. Sr. Helga Soffía Konráðsdótt-
ir. Messa kl. 14. Organisti Pavel Mana-
sek. Sr. Tómas Sveinsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11. Prestur
sr. Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stef-
ánsson. Kór Langholtskirkju (hópur I)
syngur. Barnastarf á sama tíma. Kaffi-
sopi eftir messu.
LAUGARNESKIRKJA: Barnaguðsþjón-
y-jjsta kl. 11. Messa kl. 14. Drengjakór
1_augarneskirkju syngur undir stjórn
Friðriks S. Kristinssonar. Organisti
Gunnar Gunnarsson. Tekið við fjár-
framlögum til kristniþoðsstarfs í Afríku.
Kirkjukaffi eftir messu. Ólafur Jóhanns-
son.
Guðspjall dagsins:
Hve oft á að fyrirgefa?
Matt. 18.
15 samverustund með fötluðum og
unglingum í æskulýðsstarfi Feila og
Hólakirkju. Prestarnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11 í kirkjunni og kl. 12.30
í Rimaskóla. Guðsþjónusta kl. 14. Dr.
Sigurjón Árni Eyjóflsson héraðsprestur
þjónar. Organisti Ágúst Ármann.
Prestarnir.
HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Kristniþoðsins verður minnst og tekið
á móti fjárframlögum til þess. Ferming-
arbörn aðstoða. Skólakór Hjallaskóla
syngur undir stjórn Guðrúnar Magnús-
dóttur. Barnaguðsþjónusta kl. 13 í
umsjá sr. Bryndísar Möllu og Dóru
Guðrúnar. Kyrrðarstund kl. 21 á vegum
safnaðarfélagsins. Söngur, bænir,
íhugun og altarisganga. Allir velkomnir.
Organisti Oddný J. Þorteinsdóttir.
Kristján Einar Þorvarðarson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf f safn-
aðarheimilinu Borgum kl. 14 (ath.
breyttan tíma), frumbyggjamessa. Sér-
staklega er vænst þátttöku frumbyggja
Kópavogs og þeirra sem lengi hafa
búið í bænum. Stefán M. Gunnarsson
formaður sóknarnefndar flytur stól-
ræðu. Kór Kópavogskirkju syngur und-
ir stjórn Árnar Falkner. Að lokinni guðs-
þjónustu verður þoðið til kaffidrykkju í
safnaðarheimilinu Borgum og þar mun
Jóhanna Björnsdóttir sýna litskyggnur.
Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Petrína Mjöll
Jóhannesdóttir guðfræðingur prédikar.
Tekið verður við framlögum til Kristni-
boðsins. Organisti Kjartan Sigurjóns-
son. Laugardag: Guðsþjónusta í Selja-
hlíð kl. 11. Sóknarprestur.
FRIKIRKJAN, Rvík: j dag, laugardag,
hefst Flautuskólinn í safnaðarheimilinu
kl. 11. Guðsþjónusta sunnudag kl. 14.
Hlutavelta Kvenfélagsins í safnaðar-
heimilinu að lokinni guðsþjónustu.
Kátir krakkar þriðjudag kl. 16. Organ-
isti Pavel Smid. Cecil Haraldsson.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Hámessa
kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa
kl. 20. Laugardaga messa kl. 14. Aðra
rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl.
11 á sunnudögum.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.
Húsið opnað kl. 10. Föndur o.fl. Munið
kirkjubílinn. Sr. Frank M. Halldórsson.
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Halldór Reyn-
isson. Árleg kaffisala og basar Kvenfé-
lags Neskirkju að lokinni guðsþjónustu.
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl.
11 á kristniboðsdaginn. Friðrik Hilm-
arsson, kristniboði prédikar. Sr. Solveig
Lára Guðmundsdóttir þjónar fyrir alt-
ari. Organisti Vera Gulasciova. Barna-
starf á sama tíma í umsjá Elínborgar
Sturludóttur. Eftir messu mun Friðrik
Jíræða um kristinboðið og boðið verður
upp á léttan hádegisverð.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Barna-
kórinn annast söng í guðsþjónustunni.
Tekið verður á móti framlögum til
kristniboðsins. Samkoma Ungs fólks
með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Oragnisti Smári Ólason.
Sunnudagaskóli á sama tíma. Gunnar
Sigurjónsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11 í umsjá Ragnars
Schrams. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur
dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðs-
prestur. Organisti Lenka Mátéová. Kl.
FRiKIRKIUSÓFNl IÐURINN
I REYKJAVÍK
KRISTNIBOÐSDAGURINN
í DAG, LAUGARDAG, HEFST
FLAUTUSKÓLINN í SAFNAÐAR-
HEIMILINU KL.11.00.
GUÐSÞJÓNUSTA SUNNUDAG KL.14.00.
HLUTAVELTA KVENFÉLAGSINS í
SAFNAÐARHEIMILINU AÐ LOÍINNI
GUÐSÞJÓNUSTU.
KÁTIR KRAKKAR ÞRIÐJUDAG
7 QT g g
JÓSEPSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa
kl. 10.30. Rúmhelga daga er messa kl.
18.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelffa: Al-
menn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður
Snorri Óskarsson. Allir hjartanlega vel-
komnir.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Messa kl. 14.
Barnastarf á sama tíma. Kaffi og maul
eftir messu.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugardagur:
Lofgjörðarsamkoma kl. 20.30. Ungl-
ingasamkoma kl. 23. Sunnudagur:
Samkoma fyrir hermenn og samherja
kl. 17. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Of-
urstarnir Norunn og Roger Rasmuss-
en, yfirmenn safnaðarstarfs Hjálpræð-
ishersins í Noregi, Færeyjum og Is-
landi, tala á samkomum helgarinnar.
KFUM og KFUK, Holtavegi: Samkoma
á morgun kl. 17. Ræðumaður Ragnar
Gunnarsson. Kristniboðsþáttur í um-
sjón Guðlaugs Gíslasonar og Birnu G.
Jónsdóttur. Ten Sing Holtavegi syngur.
Barnasamverur á sama tíma. Veitingar
seldar að lokinni samkomu.
MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í
Lágafellskirkju kl. 14. Altarisganga.
Einsöngur Jón Þorsteinssonar. Tekið á
móti framlögum til Kristniboðssam-
bandsins. Barnastarf í safnaðarheim-
ilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer
venjulegan hring. Jón Þorsteinsson.
BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalarnesi:
Barnagúðsþjónusta sunnudag kl. 11.
Gunnar Kristjánsson.
HALLGRÍMSKIRKJA í Saurbæ: Guðs-
þjónusta sunnudag kl. 14. Gunnar
Kristjánsson.
GARÐASÓKN: Biblíulestur í dag, laug-
ardag, kl. 13 í safnaðarheimilinu Kirkju-
hvoli.
VÍDALÍNSKIRKJA: Kristnibpðsdag-
urinn. Guðsþjónusta- og sUnnudaga-
skóli kl. 11. Sr. Kjartan Jónsson, kristni-
boði, prédikar. Kór Vídalínskirkju syng-
ur. Organisti og kórstjóri Gunnsteinn
Ólafsson. Bragi Friðriksson.
BESSASTAÐAKIRKJA: Messa kl. 14.
Látinna minnst. Álftaneskórinn syngur
undir stjórn Johns Speights. Organisti
Þorvaldur Björnsson. Bragi Friðriks-
son.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl.
11. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Kór
Víöistaðasóknar og þarnakór syngja.
Sigurður Helgi Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Þriðja
fræðsluerindi Friðriks Hilmarssonar
um kristniboð, þróun og 'hjálparstarf
verður í dag, laugardag, kl. 11 í Von-
arhöfn, Strandbergs. Léttur hádegis-
verður á eftir. Sunnudagaskóli kl. 11.
Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl.
14. Fermingarbörn aðstoða. Barna- og
unglingakórinn syngur. Friðrik Hilmars-
son starfsmaður Kristniboðssambands
(slands prédikar og leiðir samveru eftir
guðsþjónustuna í Strandbergi með
fermingarbörnum og fjölskyldum
þeirra. Organisti Ólafur W. Finnsson.
Gunnþór Ingason.
FRÍKIRKJAN HAFNARFIRÐI: Barna-
samkoma kl. 11. Organisti Kristjana
Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfsson.
KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ:
Þýsk messa kl. 10.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl.
10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Messa sunnu-
daga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir
velkomnir.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðs-
þjónusta sunnudag kl. 11. Börn borin
til skírnar. Nemendur úr Tónlistar-
skóla Njarðvikur koma fram. Ferming-
arbörn verða með kaffi- og kökusölu
í safnaðarsal til styrktar ferðasjóði.
Einnig rennur hluti ágóðans til hjálp-
arstarfs og kristniboðs. Kirkjukórinn
syngur undir stjórn Steinars Guð-
mundsonar. Sunnudagaskóli sunnu-
dag kl. 11. Brúðurnar Axel og Ösp
verða í sjónvarpinu í kirkjunni ásamt
fleiri gestum sem áður hafa heimsótt
sunnudagaskólann. Baldur Rafn Sig-
urösson.
KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í
dag, laugardag, kl. 11 í Stóru-Voga-
skóla. Bjarni Þór Bjarnason.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11 árdegis. Efni: Uppskeran er mik-
il. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Kjartan Jónsson kristniboði
prédikar. Sr. Ólafur Oddur Jónsson
þjónar fyrir altari. Kór Keflavíkurkirkju
syngur. Organisti og söngstjóri: Einar
Örn Einarsson. Hann æfir sálmana,
sem sungnir verða við guðsþjónusta,
hálftíma fyrir athöfn með þeim sem
vilja. Tekið á móti samskotum til kristni-
boðs. Molasopi í Kirkjulundi eftir guðs-
þjónustu.
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa
kl. 14.
HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 11. Jón Ragnarsson.
HEILSUSTOFNUN NLFÍ: Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 11. Jón Ragnarsson.
KOTSTRANDARKIRKJA: Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 14. Jón Ragnarsson.
SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11. Messa sunnudag kl. 14. Sókn-
arprestur.
STRANDAKIRKJA: Messa sunnudag
kl. 14.
EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Úlfar Guðmundsson.
GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl.
14. Úlfar Guðmundsson.
STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvolsvelli:
Kirkjuskóli laugardag kl. 11. Guðsþjón-
usta á kristniboðsdaginn, kl. 14. Aðal-
safnaðarfundur Stórólfshvolssóknar
verður haldinn í kirkjunni að loknu
embætti. Sigurður Jónsson.
ODDASÓKN: Sunnudagaskóli í grunn-
skólanum á Hellu kl. 11. Sigurður Jóns-
son.
VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa:
Messa sunnudag kl. 13.30. Vænst er
þátttöku fermingarbarna og aðstand-
enda þeirra. Barnaguðsþjónusta eftir
messu og síðan fundur með fermingar-
börnum og aðstandendum. Messur í
Villingaholtskirkju verða hér eftir að
jafnaði annan sunnudag hvers mánað-
ar. Kristinn Ágúst Friðfinnsson.
LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum:
Sunnudagaskóli Landakirkju kl. 11. Al-
menn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bjarni
Þór Bjamason héraðsprestur þjónar.
Benedikt Arnkelsson frá Sambandi ís-
lenskra kristniboðsfélaga verður með
stutta kynningu á starfsemi Kristni-
boðsins í Afríku. Samskot. Barnasam-
vera meðan á prédikun stendur. Að
lokinni messu verður haldinn aðalfund-
ur Kórs Landakirkju ( safnaðarheimil-
inu. Messu útvarpað á ÚVaff (FM) 104
kl. 16.
AKRANESKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta í dag, laugardag, kl. 11. Stjórn-
andi Sigurður Grétar Sigurðsson.
Messa sunnudag kl. 14. Kristniboðs-
dagurinn. Jóhannes Ingi Bjartsson
prédikar. Altarisganga. Tekið á móti
gjöfum til kristniboðsins. Björn Jóns-
son.
BORGARPRESTAKALL: Barnaguös-
þjónusta verður í Borgarneskirkju kl.
11.15. Messa kl. 14. Sérstakur gesta-
prédikari Eðvarð Ingólfsson. Þorbjörn
Hlynur Árnason.
MARTEINN
DA VÍÐSSON
+ Marteinn Dav-
íðsson fæddist á
Húsatóftum,
Skeiðahreppi, 27.
október 1914. Hann
lést í Reykjavík 2.
nóvember síðastlið-
inn og fór útförin
fram 10. nóvember.
ELSKULEGUR afi
minn er látinn. Sökn-
uðurinn er mikill og
sár, en orðin eru fá.
Hann afi minn var
engum líkur, afar sér-
stakur eins og sannir
listamenn gjarnan eru. Góð kímni-
gáfa og fallegt viðmót var einkenn-
andi fyrir hann.
Það var alltaf gott að finna hand-
tak hans hlýtt og sterkt, jafnt þá
er við kvöddumst í hinsta sinn.
Mig langar til að kveðja afa með
þessum texta.
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga því er verr
ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja
eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja
að sumarið iíður allt of fljótt.
(Jóh. Helgason.)
Megi þú hvíla í friði.
Sigríður Nanna.
Marteinn Davíðsson múrari og
lista steinsmiður, verður borinn til
sinnar hinstu hvilu hér i Reykjavik
í dag. Þeir hverfa nú hver af öðrum
samferðamennirnir, kunningjar og
vinir, enda erum við trúlega flest,
sem fædd erum á öðrum áratug
aldarinnar, komin „á tíma“. Það er
víst eðlilegur gangur lífsins, þótt
sumum sé lengra líf gefið og aðrir
falli frá fyrir aldur fram. Um það
fáum við engu ráðið. Vissulega eru
það mikil forrréttindi að hafa búið
í hraustum líkama langt fram á
elliár, geta notið síðustu áranna
með lít.t skerta líkamlega burði.
Sagt hefur verið að börnin, sem
lifðu af harðindi, fátækt og sjúk-
dóma, sem heijuðu á landsmenn á
öldinni sem leið og fram á byijun
þessarar, hafi verið hraust og vel
byggt fólk. Líkamleg vinna, fá-
breytt en kjarngott fæði forfeðra
okkar, hefur ef til vill ekki verið
svo afleitt hlutskipti, miðað við alls-
nægtir og allt það sem hijáir Islend-
iiiga nútímans.
Marteinn Davíðsson var fæddur
og uppalinn í sveit á íslandi, þurfti
að beijast áfram af eigin rammleik,
með þrotlausri vinnu að þeirra tíma
hætti. Fæstir áttu þess kost að
ganga menntaveginn, þótt til þess
hefðu hæfileika, fólkið varð flest
að vinna frá bernsku til þess að sjá
sér farborða. Marteinn varð fljótt
hraustur og stæltur ungur maður,
sem vílaði ekki allt fyrir sér. Faðir
hans var þekktur byggingameistari
og því hefur það orðið að ráði að
sonurinn lærði múraraiðn og skip-
aði sér í hóp þeirra manna, sem
unnu kappsamlega að uppbyggingu
húsakosts landsmanna. Marteinn
var vel gefinn maður, kunni vel til
verka og iagði gjarnan listrænt mat
á það, sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Hann var gæddur ríkri sköpun-
argáfu, sem kom fram í ótal lista-
verkum hans, gerðum úr íslenskum
steinum. Hann sá kynjamyndir í
klettunum, skynjaði gildi og fegurð
íslenska gijótsins til listsköpunar
utanhúss sem innan. Listaverk hans
eru fyrir löngu orðin þjóðkunn, þau
má sjá um gjörvallt landið úti sem
inni. Hann ferðaðist vítt og breitt
um landið í leit að steinum, sem
nota mætti til þess að fegra um-
hverfi og heimili landsmanna.
„Mosaik“-veggi, þar sem líparíti,
skrautlegu storkubergi, er raðað
upp á listrænan hátt, má sjá víða
um land með hand-
bragði Marteins. Þá
eru einnig víða stuðla-
bergsborð og aðrir
fagrir gripir úr ís-
lensku gijóti, sem Mar-
teinn hefur gert af
miklum hagleik og list-
rænum smekk.
Varla er hægt að
segja að Marteini félli
nokkurn tíma verk úr
hendi, vinnan var hon-
um í blóð borin. Ungl-
ingsárin voru enginn
dans á rósum, það varð
að vinna myrkranna á
milli til þess að sjá sér og sínum
farborða: Það var alltaf ánægjulegt
að líta til hans í vinnustofuna í
Korpúlfsstaðahúsinu. Þar gat að
líta ótal listaverk fagurlega gerð.
Og aldrei skorti umræðuefnið, Mar-
teinn var í senn skemmtilegur mað-
ur og fróður og hafði gaman af
spaugilegum hliðum lífsins.
Marteinn Davíðsson var ávallt
reiðubúinn að rétta öðrum hjálpar-
hönd, var gjafmildur og hlýr.
Kannski lýsir það honum best.
Hann var vinfastur maður og
reyndist fólki sínu vel, unni dætrun-
um öllum og gladdist yfir velgengni
þeirra. Ein dætranna, Ingibjörg
óperusöngkona og maður hennar,
höfðu áformað ferðalag til söngleik-
húsa erlendis nú í nóvembermán-
uði, ásamt Marteini og Sigríði konu
hans, sem bæði höfðu yndi af fag-
urri tónlist. Nú verður ekki af þeirri
för, en vinir og ættingjar fjölskyldn-
anna munu í dag hlýða á fagra
tónlist í Dómkirkjunni hér í Reykja-
vík, þegar góður vinur verður
kvaddur. Við munum öll minnast
hans, sem unni fegurð tónanna,
ijallanna, steinanna og stuðlanna,
mannsins, sem leyndi á sér, en skil-
ur eftir sig list, sem verður augna-
yndi komandi kynslóða á íslandi.
Innilega samúð vottum við hjónin
öllum aðstandendum. Megi hann
hvíla í Guðs friði.
Jóhannes R. Snorrason.
Heiðursmaðurinn Marteinn Dav-
íðsson er látinn. Mig langar að
minnast tengdaföður míns með
nokkrum orðum.
Marteinn var mikið gefinn fyrir
ferðalög og einmitt á ferðalagi um
sína uppáhaldssveit á Suðaustur-
Iandi lést hann skyndilega að kvöldi
2. nóvember. Hann var þá nýorðinn
81 árs gamall.
Fyrstu ár Marteins og æska hans
var að ýmsu leyti óvenjuleg. Hann
var tvíburi en móðir hans og bróðir
létust þegar hann var aðeins nokk-
urra daga gamall. Strax þá hefur
komið i ljós að hann var sterk-
byggður og hafði mikinn viðnáms-
þrótt. Aður höfðu látist elsti bróðir
hans og tvær systur úr berklum.
Til fullorðinsára komust því aðeins
Marteinn og Guðlaugur, eldri bróðir
hans, sem látinn er fyrir nokkrum
árum. Síðar kvæntist Davíð faðir
hans aftur og eignaðist dótturina
Magneu Aldísi, sem lést árið 1990,
þá sjötug að aldri. Marteini var
komið í fóstur til móðurbróður síns,
til nokkurra ára, en hjá föður sínum
og stjúpu annað slagið. Það þarf
ekki mikið hugarflug til að skynja,
að slík æska hafi verið all tvístruð
og þurft hafi sterkan hug og bein
til að standast slíkt mótlæti. Þá
lærir Marteinn iðn sína hjá föður
sínum, Davíð Jónssyni frá Hlemmi-
skeiði á Skeiðum. Davíð var þekkt-
ur byggingameistari hér í borginni
um sína tíð.
Eftirlifandi kona Marteins er Sig-
ríður Ársælsdóttir frá Eystri-Tungu
í Vestur-Landeyjum, en þau gengu
í hjónaband 29. júlí 1950. Þeim
varð fimm barna auðið, en fyrsta
barn þeirra, sem var drengur, fædd-
ist andvana. Síðan eignuðust þau
fjórar dætur.
Lífshlaup Marteins sem iðnáðar-