Morgunblaðið - 11.11.1995, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 41
Oft var hann axlaður af bræðrum
sínum á Fljótshólum, en staður
hans varð löngum við eldhúsborðið.
Nokkru áður en móðir hans lést
útvegaði hún honum vist á elliheim-
ilinu Grund í Reykjavík. Þá var
hann á fimmtugsaldri og fékk eigið
herbergi. Hann naut þar Einars
bróður síns, sem hressti vistfólk
sem sjúkraliði fyrri hluta dags, áður
en hann tók til við söngkennslu síð-
degis. Gestur naut menningarlífs
borgarinnar, naut þess sem samtök
fatlaðra buðu, svo sem ferðalaga,
og var um leið bæhreppingur í
Reykjavík með frændgarð Þingey-
inga og Hælsfólks í kringum sig.
Hann naut þess því í senn að vera
á stofnun og vera hluti af sveit og
stórfjölskyldu.
Löngum tíma varði Gestur til
lestrar. Hann var hleypidómalaus
lesandi, en lét sér ekki standa á
sama. Viðræður hans um bækur
voru bornar uppi af viti og dóm-
greind og því menntandi. Hann var
forvitinn um menn og málefni og
vel að sér, lét ekki vanmátt líkam-
ans buga hug sinn. Virka daga stóð
hann að morgunvökum fyrir vist-
fólkið á Grund ásamt Einari bróður
sínum, þar sem Einar lyfti hug fólks
með söng og gáska, en Gestur valdi
upglestrarefni.
Ég heyrði útvarpsmann ræða við
Gest. Þegar hann hafði heyrt hvað
Gestur lét vel af sér, spurði útvarps-
maðurinn: „Ertu ekki bjartsýnn?"
Hann neitaði því, kvaðst vera æðru-
laus.
Enginn kýs sér hlutskipti Gests
að vera sem fótalaus og á annan
hátt fatlaður, en margur mætti
vera þakklátur að fá að njóta sín á
eigin forsendum, eins og hann fékk,
og vera hlutgengur í mannlegu fé-
lagi.
Björn S. Stefánsson.
Við fæðingu barns geta afdrifa-
ríkir atburðir átt sér stað og valdið
því að heilbrigður einstaklingur er
á örskammri stundu settur í ævi-
langa fjötra. Þetta má kalla örlaga-
stundu því frá henni verður allt lífs-
hlaupið mótað. Gestur Sturluson
hlaut þessi örlög við fæðingu og
tókst síðan á við lífið svo að segja
með báðar hendur bundnar fyrir
aftan bak. Ég kynntist Gesti þegar
ég var kaupamaður á Fljótshólum
en hann kom þangað til dvalar á
hverju sumri. Við fyrstu kynni
stakk það strax í augu hversu mikla
líkamlega fötlun hann bjó við og
að tilefnislausu gerðist maður sekur
um að hjálpa honum við einföldustu
hluti. Horfandi á hann rífa herta
þorskhausa gerði manni þó fljótt
ljóst að hann þarfnaðist ekki slíkrar
hjálpar. Við nánari kynni hurfu
þessir líkamlegu fjötrar fljótt út í
veður og vind enda um auðugan
garð að gresja þegar að andlegu
hliðinni kom. Hann var vel heima
í bókmenntum, tónlist og leikhús-
verkum og hafði mikið innsæi í
menn og málefni. Hann hafði næma
kímnigáfu og lagði sig sérstaklega
eftir fólki sem varðveitt hafði sér-
kenni sín enda má segja að hann
hafi fyllt þann flokk sjálfur með
allskonar sérvisku sem hann hafði
gaman af að gangast uppi. Ég
minnist kyrrlátra stunda á Grund
þar sem hægt var að stinga sér í
hornstólinn frá hversdagslegu
amstri og rabba um daginn og veg-
inn í hálfgerðu tímaleysi.
Ef tilverunni er líkt við spil þá
skiptir ekki öllu hversu mörg spil
eru á hendinni heldur hitt hvernig
spilað er úr þeim og held ég að
honum hafi tekist það fádæma vel
og aldrei sá ég hann spila út „hund-
um“.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst honum, fengið að umgang-
ast hann sem vin og jafningja og
sannfærast um að andinn er ætíð
ofar efninu. Minningin mun lifa um
æðrulausan dreng og karlmenni í
bestu merkingu þess orðs.
Ég votta fjölskyldunni allri sam-
úð mína en hún sló ætíð um hann
skjaldborg án þess þó nokkurn tím-
ann að þrengja að honum.
Hann fari í friði.
Eiríkur Jónsson.
JÓHANNKR.
JÓHANNESSON
+ Jóhann Kr. Jó-
hannesson var
fæddur 10. nóvem-
ber 1914 að Höfða
í Eyjahreppi. Jó-
hann lést í Sjúkra-
húsi Akraness 2.
nóv sl. Foreldrar
hans voru Margrét
Jóhannsdóttir og
Jóhannes Egilsson.
Bróðir Jóhanns var
Jónannes, f. 1916,
d. 1949. Eftirlifandi
konu sinni, Ragn-
heiði Ingibjörgu
Ásmundsdóttur,
kvæntist hann 1. nóv. 1941.
Eignuðust þau sjö börn, sex
syni, sem allir lifa föður sinn,
og eina dóttur, sem þau misstu
aðeins 8 vikna gamla.
Útför hans fer fram frá
Borgarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
ELSKU afi er dáinn.
Og þó svo hann hafi verið veikur
í svona mörg ár, þá er samt skrítið
að hann skuli vera farinn frá okkur
og við getum ekki heimsótt hann
lengur.
Það var alltaf gaman að fara að
heimsækja afa, þó það væri sorg-
legt líka, því hann vildi alltaf syngja
með okkur og tralla, og þá oftast
uppáhalds lagið sitt
„Komdu og skoðaðu í
kistuna mína“ og þá
hélt hann í höndina á
manni og sló taktinn
með, þannig að það var
aldrei dauflegt að
heimsækja afa, og
manni fannst að á með-
an hann vildi syngja
með okkur, liði honum
ekki svo illa. En núna
finnst okkur gott að
hugsa til þess að nú sé
sálin þín fijáls frá
veika líkamanum og þú
getir litið hingað niður
á stóra hópinn þinn og munað okk-
ur öll.
Elsku besti afi okkar, þakka þér
fyrir alla tímana okkar saman, þeg-
ar við vorum stelpuskottur að snigl-
ast með þér út í vinnuskúr, allar
fjöruferðirnar og veiðiferðirnar, við
eigum aldrei eftir að gleyma þér,
og góði Guð hjálpaðu elsku ömmu,
pabba og okkur öllum í sorginni og
söknuðinum.
Ragnheiður Björnsdóttir og
Inga Rún Björnsdóttir.
í dag kveð ég vin minn og tengda-
föður í-hinsta sinn og langar mig
að minnast hans með nokkrum orð-
um.
Jói, eins og hann var yfirleitt
kallaður, missti föður sinn mjög
ungur, eða tæpiega tveggja ára, en
átti því láni að fagna að fá að fylgja
móður sinni, sem af miklum dugn-
aði vann fyrir þeim við öll þau störf
sem til féllu, þó aðallega til sveita.
Jói byijaði ungur að vinna, eins
og títt var á þessum árum, eða í
kringum fermingaraldur. Þá þótti
eftirsóknarvert fyrir strákgutta að
komast í vegavinnu og komst hann
um tíma í vinnuflokk Ara heitins
Guðmundssonar.
Haustið 1930 kemur Jói alkom-
inn í Borgarnes ásamt móður sinni.
Þá er atvinna hér stopul, unnið það
sem til féll hveiju sinni. En þá eins
og nú var draumur ungra manna
að læra á bíl og varð sá draumur
að veruleika hjá honum er hann
lærði hjá Oddi Búasyni bifreiða-
stjóra í Borgarnesi, en prófið varð
að taka í ReykjavíR. Jói hafði akst-
ur að atvinnu í mörg ár. En lengst
af starfaði hann hjá Mjólkursamlagi
Borgfirðinga, eða í rúm 40 ár.
Þegar Lionsklúbbur Borgamess
var stofnaður var hann einn af stofn-
félögum og hafði hann mikið yndi
af þeim félagsskap. Einnig var hann
félagi í Stangaveiðifélagi Borgar-
ness og hafði mikið gaman af lax-
veiði í góðra vina hópi. Hann gegndi
trúnaðarstörfum í báðum þessum
félögum af áhuga og trúmennsku.
Eftirlifandi eiginkona Jóa er
Ragnheiður I. Ásmundsdóttir, fædd
í Dal í Borgamesi. Þau hófu sinn
búskap árið 1941 í litlu húsi sem
hét Klettur og var við Borgarbraut.
Þar bjuggu þau með sinn stóra
barnahóp til ársins 1965 er þau og
við Björn sonur þeirra festum kaup
á Bröttugötu 4b hér í bæ.
Elsku Jói minn, ég tel mig mikla
lánsmanneskju að hafa fengið að
þekkja þig og hana Röggu þína og
fá að vera samvistum með ykkur.
Ég vildi að ég hefði sagt þér það
áður en það varð of seint. Alltaf
voru allir velkomnir á ykkar heim-
ili, ekki síst barnabömin. Þvílík
þolinmæði sem ykkur var gefin,
yfirleitt öll sumur með fullt hús af
afa- og ömmubörnum. Það kom jú
fyrir að þú hvarfst út í bílskúr eða
upp í Samlag og fórst þá eitthvað
að dunda, því hagleiksmaður varst
þú mikill. Bjóst þú til marga fallega
gripi og á ég einn sem ég held
mikið upp á.
Já, það er margs að minnast.
Myndirnar leita á hugann. En alltaf.
eru það augun þín sem ég sé fyrir
mér, augun þín og blikið í þeim
þegar þú leist á konu þína. Það er
það fallegasta sem ég hef séð.
Það var sárt, kæri vinur, að loks-
ins þegar þú, að loknum löngum
starfsdegi, ætlaðir að fara að njóta
þess að dunda fyrir sjálfan þig í
skúrnum þar sem þú varst búinn
að koma þér upp aðstöðu, skyldir
þú missa heilsuna og þurfa að dvelja
á sjúkrahúsi í mörg ár. En aldrei
hvarf milda brosið þitt, blikið í aug-
unum eða sönggleðin fyrr en síð-
asta mánuðinn.
Ég kveð þig, elsku Jói, með sökn-
uði og trega. En í hjarta mínu geymi
ég minningarnar um allar þær góðu
stundir sem við áttum saman.
Guð geymi þig, Ragga mín, og
alla þína.
Sæunn Jónsdóttir.
JÓRUNN
VALDIMARSDÓTTIR
+ Jórunn Valdi-
marsdóttir var
fædd í Garðbæ,
Stokkseyri, 14.
mars 1909. Hún lést
á hjúkrunarheimil-
inu Kumbaravogi
3. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Anna
Jónasdóttir, f. 15.
júlí 1875, d. 4. nóv-
ember 1954, og
Valdimar Guð-
mundsson, f. 29.
janúar 1871, d. 10.
ágúst 1938. Hún
átti 2 systkini, Valdimar, f. 15.
febníar 1906, d. 28. júlí 1979,
og Ágúst, f. 10. ágúst 1917, d.
30. mars 1931. Hún var þrígift.
Fyrsti eiginmaður hennar var
Jón Guðmann Magnússon, f. 15.
mars 1907, d. 10. október 1942.
Annar eiginmaður, Sigursteinn
Magnússon, f. 23. febrúar 1914,
d. 11. apríl 1960, og eftirlifandi
eiginmaður Páll Þórðarson, f.
23. september 1915.
Börn hennar og
Jóns: 1) Valdimar
Örn, f. 26. maí 1930,
áður giftur Jónínu
Aðalsteinsdóttur, f.
d.
Núverandi
eiginkona Unnur
Pálsdóttir. 2) Erla,
f. 14. maí 1933, gpft
Hauki Geirmundi
Jónssyni. 3) Sigur-
steina Margrét, f.
5. maí 1936. Gift
Guðmundi Kr. Er-
lendssyni. Börn
hennar og Sigursteins: 1) Jóna,
f. 22. maí 1945, gift Guðmundi
Hauki Magnússyni. 2) Sævar,
f. 18. ágúst 1950, giftur Svan-
hildi Soffíu Sigurðardóttur.
Barnabörn hennar eru 14.
Barnabarnabörn eru 24. Barna-
barnabarnabarn er eitt.
Útför Jórunnar fer fram frá
Þorlákskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
ELSKU mamma, nú ert þú horfin
frá okkur sem varst mér svo kær
og minni fjölskyldu. Ég hef verið
þeirrar gæfu aðnjótandi að vera svo
nærri þér alla tið, fyrst heima á
Skúlagötu 78 og síðan í Þorláks-
höfn, sem urðu tímamót í lífi þínu,
þegar þú komst sem ráðskona til
Páls Þórðarsonar og eftir 2 ár gift-
istu honum og hlúðir vel að ykkar
heimili. Það var alltaf svo notalegt
að koma til þín, þar sem þú sast
með þína handavinnu hvort sem það
var útsaumur eða postulínsmálun
og spjalla um alla heima og geima,
og alltaf var eitthvað gott á könn-
unni. Það verður tómlegt hér eftir,
að geta ekki skroppið til mömmu.
Síðustu æviár mömmu voru að
Egilsbraut 9. Þar undi hún sér vel
ásamt Palla sínum meðal eldri borg-
ara staðarins. Þar var. ýmislegt
gert fyrir þau, haldnar kvöldvökur
og föndurtímar, leikfimi og dans.
Og vænt þótti henni um kvöldin sem
séra Svavar Stefánsson var með
þeim einu sinni í mánuði. En svo
fór heilsu mömmu smám saman að
hraka hægt og sígandi sem endaði
með því að hún varð að yfirgefa
heimili sitt og Palla og flytjast að
hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi.
Þar fékk hún góða aðhlynningu, en
þar stoppaði hún stutt við, þar til
yfir lauk.
Elsku mamma, ég og fjölskylda
mín kveðjum þig með söknuði.
Drottinn, ó, Drottinn vor,
dagarnir líða
allt er að breytast, en aldrei þú.
Ver þú oss veikum hjá,
vemda þína arfleifð.
Líknandi hendi, ó, leið oss nú.
(N.S. Thorlaksson.)
Hvíl þú í friði.
Þín dóttir
Jóna.
Mig langar að minnast elskulegr-
ar tengdamóður minnar Jórunnar
Valdimarsdóttur. Við vorum sams-
íða í rúm 40 ár og áttum margar
góðar stundir saman. Hún hafði
mjög gaman af að ferðast. Sérstak-
lega er mér minnisstæð ferð er við
fórum vestur að Öndverðarnesvita
þar sem hún og fyrsti eiginmaður
hennar, Jón Guðmann Magnússon,
voru vitaverðir um skeið. Þá var
ekki kominn vegur að vitanum eins
og nú er og þurftum við að ganga
í gegnum hraunið og fara eftir vörð-
um, því hraunið var erfitt yfirferð-
ar. Én hún lét það ekki aftra sér
því góðar voru minningarnar frá
nesi. Þar fæddist eiginkona mín,
Sigursteina.
Annar eiginmaður Jórunnar var
Sigursteinn Magnússon bróðir Jóns
fyrri manns hennar. Tókust með
okkur góð vinabönd þegar ég kom
inn í fjölskylduna. Okkar kynni urðu
því miður ekki löng því hann lést
um aldur fram aðeins 47 ára.
Páll Þórðarson frá Ásmundar-
stöðum var þriðji eiginmaður henn-
ar og svo skemmtilega vildi til að
hann passaði mig fyrir móður mína,
Guðrúnu Tómasdóttur, frá Hamra-
hóli, þegar hún þurfti að fara út á
tún í heyskap. Þá var ég á fyrsta
ári. Það var alltaf gott að koma til
Jonnu og Palla og rabba saman
undir kaffibolla. Jonna var létt og
kát og hlý kona sem gott var að
eiga að vini. Við hjónin fórum gjarn-
an með bamahópinn okkar út úr
borginni á sunnudögum til að leyfa
þeim að sletta úr klaufunum eins
og sagt er og þá voru Jórunn og
Sævar mágur oft með í för.
Síðustu mánuðina sem hún lifði
átti hún við erfiðan sjúkdóm að
stríða. Þá hugsaði tengdadóttir
hennar, Svanhildur Soffía, um hana
af mikilli alúð og umhyggju og vilj-
um við hjónin þakka henni sérstak-
lega fyrir það.
Elsku tengdamamma mín, ég vil
þakka þér fyrir allt og miklu fleira
og ég bið Guð að blessa þig og
varðveita. Þinn einlægur tengda-
sonur.
Fagna þú, sál min. Allt er eitt í Drottni,
eilíft og fagurt, - dauðinn sætur blundur.
Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni’ og
þrotni,
veit ég, að geymast handan stærri undur,
þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni,
bíður vor allra’ um síðir Edenslundur.
Fagna þú, sál mín. Lít þú viðlend veldi
vona og drauma’, er þrýtur rökkurstíginn.
Sjá hina helgu glóð af arineldi :
eilífa kærleikans á bak við skýin.
Fagna þú, sál min, dauðans kyrra kveldi,
kemur upp fegri sól, er þessi' er hnigin.
(Sb. 1945 - J.J. Smári.)
Páli T>g öðrum aðstandendum
sendi ég mínar dýpstu samúðar-
kveðjur og bið góðan Guð að blessa
ykkur öll.
Guðmundur Kr. Erlendsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför
GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR,
Reykjahlíð.
Þuríður Sigurðardóttir,
Sigurður Jónas Þorbergsson, Hafdis Þorgeirsdóttir,
Finnur Baldursson, Ingibjörg Þorleifsdóttir,
Sigurður Baldursson,
Helga Finnsdóttir.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför ástkærrar konu minnar, móður
og ömmu,
SVANHILDAR ÞÓRODDSDÓTTUR,
Norðurbrún 1.
Sérstakar þakkir til læknis og starfsfólks Droplaugarstaða.
Aðalsteinn Jónsson,
Grétar Páll Aðalsteinsson,
Hörður Vilhjálmsson
og barnabörn.