Morgunblaðið - 11.11.1995, Síða 42

Morgunblaðið - 11.11.1995, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 11. NÓVBMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ I MINNINGAR ROGNVALDUR FINNBOGASON + Séra Rögnvald- ur Finnboga- son, sóknarprestur í Staðarstaðar- prestakalli, fæddist í Hafnarfirði 15. október 1927. Hann lést á heimili sínu í Borgarnesi 3. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Borgarneskirkju 10. nóvember. I SIRAKSBOK er varpað fram þeirri spumingu hvers vegna einn dagur sé öðrum ólikur þar sem sama sól er ljósgjafi þeirra allra. Viska Guðs veldur því, er svar hins forna helgi- rits. Þar er rakið hvemig Guð bless- aði suma daga sérstaklega og gerði þá að hvíldardögum og hvernig hann gefur sitthvað það sem grein- ir dagana að og gerir þá ólíka. Öll eigum við minningar um atburði, sem gerðu venjulega daga ólíka öðrum. Sjálfur býst ég við að mörg- um sé farið og mér í því, að dagur- inn sem ég hitti séra Rögnvald Finnbogason varð með sérstökum hætti eftirminnilegur fyrir það og ólíkur öðrum. Svo ríkulega var þessi maður búinn ýmsum hæfileik- úm og gjörvileik að athygli vakti við fýrstu kynni. Þéttur var hann á velli, framkoman fyrirmannleg og yfirveguð, röddin hljómmikil og karímannleg, handtakið sterklegt og tillit augnanna einarðlegt. Vel kunni hann að koma fyrir sig orði og engan syfjaði að samræðum við hann. Fundum okkar bar fyrst saman á heimili foreldra minna er ég var fimmtán ára gamall. Þá þjónaði séra Rögnvaldur Mosfellspresta- kalli í Grímsnesi. Prestseturshúsið var óíbúðarhæft og þess vegna bjó presturinn á Selfossi þar sem hann auk þess þurfti að drýgja tekjurnar með kennslu. Var hann tíður gestur á heimili okkar og sat oft lengi á tali við föður minn. Einu sinni spurði ég föður minn hvers vegna hann nennti að sitja svo lengi á tali við séra Rögnvald. Svarið-var einfalt: „Hann er svo vel lesinn.“ Eflaust var þetta svar föður míns til unglingsins nokkur einföldun, - en líklega einnig mergurinn máls- ins. Það var alla tíð eitt af höfuðein- kennum séra Rögnvaldar hve vel hann fylgdist með og las sér til. Varð hann af því fjölmenntaður maður því að fátt lét hann sér óvið- komandi. Samtíð sinni mætti hann af opnum huga og fordómalausri forvitni. Aldrei sveigði hann hjá stóru spumingunun> enda átti hann oft í baráttu við lausn þeirra. Með árunum varð hann einn þeirra sem hafði mikla yfirsýn. Ekki vil ég kalla hann frjálslyndan, svo mikla andstyggð sem hann hafði á mis- notkun þess hugtaks á þessari öld. Hann reyndist ávallt að lokum standa föstum fótum á grund- * vallaratriðum í lífsskoðun sinni. Mannskilningur hans var sá sem sprettur af þekkingunni á Jesú Kristi. Fyrrnefnd kynni af séra Rögn- valdi leiddu til vináttu hans og for- eldra minna meðan þau Iifðu og hann var einn þeirra sem sannar- lega létti þeim fásinni ellidaganna með því að vitja þeirra reglulega með heimsóknum og bréfaskrift- um. Framan af prestsskap sínum þjónaði séra Rögnvaldur mörgum ' prestaköllum. Þótti sumum'að tíðir flutningar og brauðaskipti bentu til nokkurs ístöðuleysis. Fjarri fer því að sú ályktun væri rétt. Þvert á móti vitnar sú atburðarás um þá raunasögu sem segja má af aðbún- aði presta á þeim áratugum. Það vitnar líka um þá þætti í skapgerð séra Rögnvaldar að hann þurfti skýringa við er honum fannst réttu máli hall- að og undi því afar illa er honum þótti emb- ættisheiðri sínum mis- boðið. Prestsetrið vildi hann sitja af myndar- skap og þannig sat hann Staðarstað þar sem allur viðskilnaður hans er nú eins og best verður á kosið þó að hann hefði sjálfur viljað gera enn betur í því efni. Lífssaga séra Rögnvaldar er um margt baráttusaga og að því leiti lærdómsrík sem hún er ekki aðeins saga baráttu okkar allra fyrir daglegri afkomu heldur einnig barátta fyrir því að kirkjan og hin kristna boðun fái rými til að móta nokkuð menningarsögu þessarar þjóðar á komandi tíð. Eftirminnilegt er að heyra séra Rögnvald ræða þessi mál sem svo mörg önnur. í þeirri umræðu hljóp honum stundum kapp í kinn og þá komst maður að því meðal annars að hann sá að fyrmefnt rými krist- innar kirkju og hlutir eins og sið- gæði í stjórnsýslu og stjórnmálum eru ekki óviðkomandi því hvernig við gætum hins félagslega réttlætis í landinu. í einkalífi sínu var séra Rögn- valdur sá gæfumaður sem hið fagra rausnarheimili þeirra hjóna vitnar um og hans mikla bamalán. A því heimili fann margur skjól og upp- byggingu sem máli skiptir. Þaðan eigum við mörg góðar minningar sem ég þakka um leið og ég bið fjölskyldu hans allri blessunar. Guð huggi þau og styrki. Sigurður Sigxirðarson, Skálholti. Úr Flensborgarskóla kom Rögn- valdur Finnbogason haustið 1943 í þriðja bekk Menntaskólans í Reykjavík. Á málfundum skólans héldu róttækir - sem hægri menn - hópinn, og tókust fljótlega með okkur Rögnvaldi kynni. Upp rifjar hann í minningabók sinni: „Á menntaskólaárunum umgekkst ég sósíalista ... Á þessum árum átti ég mér stóra drauma um, að alþýð- an gæti bylt af sér oki og þeim klafa, sem við kenndum við kapítal- iskt þjóðfélag.“ (Bls. 51.) Þótt helstu hugðarefni Rögnvalds yrðu önnur en stjórnmál, þegar frá leið, bar hann ávallt, að mér fannst, nokkurn svip af hugsjónum æsku- ára sinna. Veturinn 1952-53 vorum við samtíma í London. Að loknu prófi í guðfræði um vorið og prestvígslu um sumarið, lagði hann stund á sögu trúarbragða við King’s Coll- ege undir handleiðslu E.O. James. Sú grein hafði snemma orðið hon- um áhugamál ásamt listasögu, og mun sú hafa verið ástæða þess, að hann nam guðfræði, en í fyrstu hugðist hann leggja fyrir sig kennslu fremur en prestsstörf. Eins og ekki er fátítt um menn fyrsta árið eftir lok háskólanáms, beindist hugur hans að mörgu um veturinn. Las hann hvað eina sem hug hans greip, sótti leikhús og málverka- sýningar. I trúarbragðasögu virtist mér hugur hans einkum vera við önnur trúarbrögð en kristni, ef til vill sakir þess að þau ræddi hann fremur við mig. Enn minnist ég góðra funda okkar um veturinn. Heim kominn gegndi séra Rögn- valdur prestsstörfum úti á landi. í tíðum heimsóknum sínum til Reykjavíkur kom hann oft að máli við mig næstu ár og fram á sjö- unda áratuginn. Á meðal her- stöðvaandstæðinga átti hann marga kunningja og tók nokkurn þátt í starfí þeirra fyrstu árin, en hugur hans beindist þó öðru fremur að friðarstarfi í víðum skilningi. Á prenti liggur minna eftir séra Rögnvald en efni stóðu til, en vænta verður, að útvarpsfyrirlestrar hans um sögu trúarbragða sjái dagsins ljós. Haraldur Jóhannsson. Sumar. Lognbáran gælir við sól- bjartar Staðar- og Krossafjörur, ijátlar við Rifsskerin og andvarinn vaggar blítt melgresinu á Maríu- sandi. Á kvöldflóðinu spegla sólroðnir skýbólstrar sig í Vatnsflóanum og á liggjandanum er eins og náttúran öll haldi niðri í sér andanum um stund og tíminn doki við. Fátt er mér nú dýrmætara, en að hafa eignast hlutdeild í slíkum stundum við Staðarós, sumar eftir sumar, með bestum vina, Rögnvaldi presti á Staðarstað. Þá var nú lífið líf, enda enginn dauðyflisháttur, til- gerð né skinhelgi yfir þeim manni. Minningin geymir kjarnyrt tilsvör borin hljómmikilli röddu og á bak við bjó leiftrandi hugur í stöðugri leit. Leit að fegurð og gleði. Leit að kjamanum í guðdómnum og til- verunni. Sífellt fæddust nýjar hug- myndir sem fýlgt var eftir með mikilli atorku. Staðurinn og kirkj- umar prýddar og fegraðar og jafn- vel lagt í ferðir til að taka á hér og þar um heimsbyggðina. Um menn sem fara mikinn, eigin leiðir, stendur jafnan styr og ýmsir verða til að leggja stein í götu þeirra. En Guð blessaði hann með miklu bamaláni og ástríkri eiginkonu, félaga og vini, henni Kristínu. Sá sem á að slíku að hverfa lætur seint bugast. Á kvöldin er gáð á Jökulinn til að spá fyrir nýjum degi. Vetur er lagstur að. Þungir grá- bólgnir kólgubakkar hlaðast á vest- urhimininn og kaffæra Jökulinn. Svarblá brimaldan hrannar þangi um sanda. Meigresið drúpir visið og Staðarárin rennur hljóð til sjáv- ar. Staðurinn er auður. Séra Rögn- valdur er allur, eftir harða baráttu við þann vágest sem gefur fáum grið. Hann spurði gjaman sjálfur í líkræðum: Hver var hann þessi maður? Nú er komið að okkur að spyrja. Ef til vill er svarið fólgið í minningunum einum. Ég vil þakka honum fyrir mínar. Við frá Kross- um sendum Kristínu og fjölskyld- unni stóru einlægar samúðarkveðj- ur og þökkum vináttu þeirra. Sigurgeir Hilmar. Þau voru svo löng kynnin okkar Rögnvaldar Finnbogasonar, ég vissi alltaf að það bjó margt í hon- um, og fann oft hvað það getur verið erfitt líka að búa yfir mörgu og eiga marga kosti, og mikla þrá. Við vorum ungir menn þegar við kynntumst og urðum fljótt góðir vinir. Og við áttum margt saman að sælda eins og það er kallað. Rögnvaldur fór víða, og ég líka, og við fundumst líka víða og náðum oft svo vel saman. Rögnvaldur vin- ur minn var prestur, og var að mörgu leyti mjög sérstæður prest- ur. Hann fór víða um landið í ýmis brauð, og maður heyrði það síðar kalsað eða kvakað að hann mundi vinsæll af ungum prestum sem komu í kjölfar hans því að hann hafði alltaf skilið svo vel við og húsað vel, þar til eftir nokkurt flakk að hann settist að á Staðarstað og undi þar áfram svo vinir hans voru farnir að kankast með það að nefna hann Séra Rögnvald á Samastað. Þar skaut hann rótum, þótt annars staðar byggi hann líka við rausn og nyti víðast síns atgervis og þokka með mannkostum. En á Staðarstað naut hann sín bezt, undir Jöklinum. Og. á því menningarsetri naut ég oft gesf- risni þeirra hjóna Kristínar og Rögnvaldar, höfðingskapar víðsýni og hlýju. Hann talaði oft um sjálfan sig og annað í hálfkæringi sem gat misskilist og einhveijum þótt létt- úð.- Ég hafði tækifæri til þess að kynnast því hvernig hann vann sín prestverk og hrífast af því. Hann var mikill ræðumaður, og vandaði mjög búning sinn í orði og alla helga þjónustu. Rögnvaldur var allra manna skemmtilegastur, orðheppinn og fyndinn og fróður, með næma eftirtekt og traust minni og sagði vel frá. En það gat líka verið gott að þegja með honum við ýmsar aðstæður. Þetta er orðinn langur tími sem vinátta okkar stóð. Ég kom til hans víða um landið og sá með honum og við stundum hvor með annars augum og saman ýmiss konar svið landslags og mannlífs. Fyrst kom ég til hans í eitt svipfegursta hérað landsins þar sem Svavar vinur okkar Guðnason fæddist, í Hornafirði, þá var Rögnvaldur prestur í Bjarn- arnesi, og þá gisti ég fyrst hjá honum; og hugur minn berst í fálmi þessu að kveðja að því þegar við vorum komnir tveir í ljósaskipt- um að skriðjöklinum að horfa á þau feikn bijótast fram svo hrá út úr mildum og tignum Vatnajök- ulsskildinum sem á sinn úrslita- þátt í að gera þessa sveit svo him- neska, þar sem hvítar fannir braga við bláfölan himin og varla grein- ist sundur með svo fínni línu að léttflögrandi hugur leitar eftir stefi frá Mozart þar sem varla verður greint milli ærsla og harms. Þarna á þessu sviði undir jöklinum sem giftir himin og jörð, vígir saman allt þetta stríð og átök og umbrot og feikn, og mildi og sælu, og frið og reiði og grimmd, og auðmýkt, og örlæti og ofsa við hina him- nesku abstraksjón. Og öðrum hvorum verður á að nefna orðið Nirvana, lágum rómi; og þegjum svo áfram. Unz við ökum aftur heim í Bjarnarnes hljóðir af þessu kyrrstæða ólgandi máttarspili í kvöldhúminu og þegjum þangað til Rögnvaldur fer að segja mér frá hestakyninu fræga bóndans á Rauðabergi, og ökum hjá vatninu Þveit þar sem Rögnvaldur vildi kenna mér að veiða silung en ég heldur sjá hann og hugsa, og kom- um svo heim í Bjarnarnes; og hest- ur einn efst á hólnum yfir prests- setrinu, einsog hann væri að bíða eftir að vængirnir væru full- sprottnir svo hann gæti tekið sig upp og flogið til að skola af sér rykið í síðustu glæðunum af sólar- eldi, þar sem rökkrið var ennþá gisið framan við jökulbunguna. Og við stóðum lengi úti og horfð- um til jökulsins meðan hvítmataði fyrir honum í kvöldinu, og Rögn- valdur lýsti fyrir mér draumnum um kirkjuna, og í þeim draumi var það að sæist út um kirkjudyrnar myndin sem hafði blasað við okkur fyrr um daginn, Vatnajökull, og yrði altaristaflan sem hann dreymdi um til að fullkomna guðs- þjónustuna í kirkju sinni; og hafði fengið Hannes Davíðsson til að teikna hana samkvæmt hugsjón og lotningu hvað sem liði sið- vandri forskrift um hvernig kirkjur skyldu snúa og hversu hanna. Og þó við værum góðir vinir og trúnaðarvinir, þá var oft einsog þyrfti að smáklukka í Rögnvaldi þegar hann var að tala í djúpri al- vöru og leitandi lotningu sem fól í sér varfærni og þrá og einlægni og viðkvæmni og þurfti að veija jafnvel því sem virtist hálfkæring- ur, saman við djúpar hugsanir sem voru sagðar til hálfs eða meir, og stundum vel og eftirminnilega, en oftast líkt og prófandi fyrir manni og þá eflaust fyrir sjálfum sér um leið. Eirðarlausar gáfur Rögnvald- ar seildust það djúpt að þær hlutu að berjast við efa, í stað þess að staðnæmast í einhveijum freistandi hugarvinjum, setjast að í traust- byggðu skjóli kennisetninga; og sumir bjargast við kreddur og verða þá haltir og jafnvel örvasa andlega, og leitinni lyki þá. Jú, Rögnvaldur var kannski marglyndur, en það var í honum strengur heill og ein- lægur sem náði bæði dýpra og hærra af skiptingunni og dró að sér úr mörgum áttum. Og mér sýn- ist hann hafi þjónað betur kirkju sinni með því að einskorða sig ekki við hennar hefðbundnar aðferðir að boða sín tíðkuðu viðhorf og láta það ekki binda sig í spurningum sínum og skoðun á öðrum trúar- brögðum. Og sá það enda af viti sínu og eðliskostun að í flestum trúarbrögðum er lífsstrengurinn hinn sami og leitin ein og söm. Og svo erum við komnir í hellis- skúta og klifum bjarg til að setjast þar með vatnstjald fossins fyrir framan okkur, og sáum sólina gegnum þennan streymandi vegg sem féll pieð mjúklátum niði um bergið fyrir framan okkur og dunk- aði á flúðum fyrir neðan, og sól skein gegnum þetta fosstjald sem síaði geislana á koníakið sem Rögn- valdur bauð mér og glóði í fínum kúptum glösum sem hann hafði í úlpuvasanum til að við gætum tek- ið hvor annan til altaris við straum- breytta sólina sem nærði allt líf og vakti með kossi. Og kveikti ilmandi söng í glösunum í .höndum okkar. A slíkum fundum fann ég hina einlægu leit Rögnvaldar og þrá að fínna sannleika í einhveiju djúpi, einhvers staðar djúpt djúpt sem hann óraði fyrir, í heilindum sínum, - og var sagður breyskur klerkur. Sem hann var kannski, hvað sem það nú þýðir. Hann vissi það sjálf- ur og sagði það. Ég hef áður vitn- að í orð Jóhannesar Kjarval sem stanzaði við vegvita í rökkrinu í Austurstræti og sagði: Það er mik- il vísindi að vera manneskja. Vinátta okkar Rögnvaldar stóð lengi, lengi. Ég held ég hafí þekkt hann mjög vel, og svo vel að ég veit að ég mun alltaf sakna hans. Hugurinn leitar til Kristínar konu hans sem alltaf stóð óbilandi við hlið hans og vissi vitanlega betur en nokkur annar hvað það bjó góður maður í Rögnvaldi. Og samúðin beinist til hennar og barn- anna í þessum máttlitlu orðum við mikinn missi. Við stóðum við gluggann í hús- inu þeirra í Borgarnesi þangað sem þau fluttu síðasta skeiðið og höfð- um skoðað listaverkin á veggjunum saman, og horfðum út á sundið og út á sjóinn og til jökulsins. Og heim að Staðarstað; og Rögnvaldur sagði mér: Þetta er í beinunum. Það er alls staðar. En þau eru sterk. Svo það tekur tíma. Nú er runnið úr stundaglasinu. Thor Vilhjálmsson. í dag, föstudaginn 10. nóvem- ber, verður starfsbróðir okkar, sr. Rögnvaldur Finnbogason, sóknar- prestur á Staðarstað, jarðstunginn frá Borgarneskirkju. Sr. Rögnvald- ur lést á heimili sínu I Borgarnesi eftir að hafa lengi háð harða bar- áttu við illvígan sjúkdóm, sem eng- um virðist sleppa, sem hann nær tökum á; þannig að andlátsfregn hans kom ekki alfarið á óvart. Sr. Rögnvaldur á að baki langan starfsferil, en frá árinu 1973 hefur hann setið Staðarstað með reisn. Þar var gestkvæmt og gott að koma, en sr. Rögnvaldur var við- ræðugóður, vel lesinn og víða heima og ákaflega skemmtinn í vinahópi. Þótt hann væri skapríkur maður hafði hann gjaman gaman- yrði á vörum og brá fyrir sig hæðni með sérstökum hætti. Sr. Rögnvaldur lætur eftir sig óbrotgjarnan minnisvarða í kirkj- unni á Staðarstað, sem hefur í hans tíð verið fagurlega búin af listrænu innsæi og smekkvísi þann- ig að sérstakt má teljast í sveita- kirkju fámenns safnaðar. Sömu sögu er að segja af Búðakirkju sem hefur verið endurbyggð og býr að því starfi sem sr. Rögnvaldur hefur innt af hendi, dyggilega studdur af eiginkonu sinni, frú Kristínu Thorlacius. Með fráfalli sr. Rögnvaldar er þriðja skarðið höggvið í raðir stétt- arbræðranna á skömmum tíma. Allir voru þeir á góðum aldri. Tveir tilheyrðu félagssvæði Hallgríms- deildar, og er því skarð fyrir skildi í okkar fámenna félagi. Ekki verð- ur dregin dul á að sú hjörð er fá- tæklegri á að líta á eftir, en sr. Rögnvaldur var sérstaklega litríkur persónuleiki sem sópaði af þar sem hann fór. c í i i ( ( ( ( ( i i i I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.