Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 43
I
I
\
J
1
I
1
J
I
J
i
J
í
í
í
i
i
(\
i
i
í
i
i
i
i
i
í
i
«
"I
Fyrir hönd okkar starfssystkin-
anna á félagssvæði Hallgrímsdeild-
ar PÍ færi ég fjölskyldu sr. Rögn-
valdar, eiginkonu, börnum og öðr-
um ástvinum samúðarkveðjur og
bið góð Guð að veita þeim styrk
og huggun í sorg þeirra og missi.
Einnig þökkum við samstarf og
kynni liðinna ára — stundir sem
lifa munu í minningunni um
ókomna tíma.
Sr. Friðrik J. Hjartar.
Kveðja frá Prestafjelagi ís-
lands
Með síra Rögnvaldi Finnboga-
syni á Stað á Ölduhrygg er fallinn
frá fjölskrúðugur kennimaður. Gáf-
urnar voru hvort tveggja miklar
og margar, lærdómurinn víða að
dreginn, maðurinn næmur og list-
fengur og hafði greind til að verða
þetta allt að gagni. Hann fylgdi
fast skoðun sinni og gat þá verið
beinskeytinn og harðskeytinn svo
sem oft er um næma menn, sem
trúir vilja vera hugsjón sinni og
hirða meira um sannindi sjálf, held-
ur en hitt, hvar þau er að fínna.
Hann rakst enda illa hvar sem var
í flokki og þókti í reynd betri
sjervizkan en samheimskan. Síra
Rögnvaldur var kröfuharður um
þau gildi, sem honum þókti nokkru
varða og sparaði sig þá ekki, þó
honum þækti friður góður og kunni
allra manna bezt að njóta ávaxta
hans. Hann var meistari orðræð-
unnar, hvort heldur var í ræðu, riti
eða samræðum, manna bezt máli
farinn, víðlesinn, orðsnjall og
smekkvís. Hann var líka skáld.
Agaður stíll hans, djúp nautn hans
af lífinu og tær einfaldleiki gæða
ljóðin hans töfrum. Hlýr var hann
og notalegur í kynnum. Á heimili
þeirra frú Kristínar prýða hinar
fögru listir umhverfið allt. Gestrisni
þeirra hjóna og glaðvært viðmót
varð til þess, að óvíða var betra
að koma.
Fáein kveðjuorð verða ekki til
að gera lífshlaupi síra Rögnvaldar
nokkur skil eða kennimanninum,
enda skal þess eigi freistað hjer.
Eitt skal þó nefnt, sem aðdáunar
er vert og er það, hversu ágætlega
sá gamli Staður var setinn í þeirra
tíð: Ræktur, prýddur og varðveitt-
ur. Til þessa var hvorki sparður
kostnaður, fyrirhöfn nje áhyggja.
Þessi ræktarsemi var síra Rögn-
vaidi ekkert hjegómamál, því hann
gerði flestum prestum betur sjer
grein fyrir því, að varðveizla prests-
setursins skiptir sköpum fyrir varð-
veizlu prestakallsins og þar með
því, að fólkinu sje hjer eftir sem
hingað til tryggð þjónusta heilagrar
kirkju um landið. Það var honum
mikil hugsjón. Vorum upprisna
Drottni vildi hann vera vottur, eink-
anlega í því að vitja vorra minnstu
bræðra: Þeirra, sem um sárt eiga
að binda, hinna þjáðu, kúguðu,
munaðarlausu. Hann gerði sjer
grein fyrir því, að til þess að geta
þetta verður kirkjan að varðveita
staðfestu sína í landinu. Nógu víða
stóð munaðarleysi kirkjunnar að
þessu leyti honum fyrir þugskots-
sjónum og það hafði hann sjálfur
einnig reynt.
Frú Kristínu og ástvinum þeirra
votta ég samúð okkar hjóna og
þakklæti ásamt hluttekningu
prestastjettarinnar. Verið öll Guði
falin.
Geir Waage, Reykholti.
Ég finn mig knúinn til að láta
fáein kveðjuorð fljóta með þeim
fyllri minningarorðum, sem ég tel
víst, að fylgja muni séra Rögnvaldi
úr hlaði á vit eilífðarinnar. Þetta
tel ég mig meðfram takast á hend-
ur fyrir munn skólasystkina okkar
í stúdentsárganginum frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1947.
Ástæðan er ekki sú, að létt sé að
mæla eftir hann, heldur þvert á
móti sökum þess, að hann var
manni stöðug eggjun þess að taka
afstöðu til orða hans og athafna.
Hann var mjög sérstæður maður,
sem kunnugt er, og batt ekki ætíð
bagga sína sömu hnútum og sam-
ferðamenn. Stundum gaf hann til-
efni til gagnrýni, sem var sterklega
krydduð gamansemi. Til að byija
með fann ég til verulegs andlegs
skyldleika við hann, en með tíman-
um þróuðumst við mjög sinn til
hvorrar áttar. Eftir því sem fram
leið ævina og fyrnti yfir kerfislæga
streitu og stöðukapp, þótti mér glóa
æ skýrar á hinn eðla málm lífs-
þrár, vonar og háleitra hugsjóna
hans um eitthvað æðra handan
sjónhrings. Hvar er land vonar, var
ein hans síðasta, stóra spurn í stór-
merkri og innihaldsríkri ljóðabók,
sem hann tileinkaði konu sinni.
Útkomu bókarinnar bar upp á teiti
í árganginum, og vildum við, að
þau hjón kæmu til samfagnaðarins
og gæfu okkur þar með kost á
bókinni, en þá var heilsa hans svo
farin, að kær kveðja hans og hin
hinsta varð að nægja. Árum áður
hafði hann flutt okkur eftirminni-
lega boðskap sinn á stúdentsaf-
mæli.
Nýkominn í skólann úr Hafnar-
firði, en sagður einnig ættaður
austan af landi, kom hann okkur
fyrir sjónir sem sterklegt, vinnu-
harðnað ungmenni, fært um að
takast á við bát og fisk eða annan
veraldlegan vanda. Ljós á hörund
og hár, með lífleg augu, sem
skyggndust djúpt og skildu allt,
rólegur, skarpur og rökfastur, heill-
aði hann hvort kyn með sínum
hætti. Hann mun hafa orkað sem
segull á hið fagra kyn, og talað
var um herta gæslu á hefðardömum
í London. Hann var einn þeirra
fímm í árganginum, sem lögðu fyr-
ir sig prestskap, en svo ilia hefur
okkur haldist á prestunum, að hann
er hinn þriðji til að falla frá. Hann
fylgdi ekki hefðbundinni frömunar-
leið presta að sækja sem fastast
utan úr dreifbýlinu til bæja og borg-
ar, heldur rækti köllun sína víða
um landsbyggðina og hefur áreiðan-
lega hlotið ríka lífsfyllingu við það.
En höfuðstaðurinn átti sitt ákall til
hans, og heimsmenningin, þó ekki
í hinni algengu, yfirborðskenndu
mynd, heldur i leitun lífsgilda, sem
íjær liggja og hátt stefna.
Séra Rögnvaldur flutti hugðar-
efni sín í ræðu og riti, svo að þau
eru vel kunn. Hann var þróttmik-
ill fyrirlesari, gæddur innsæi og
orðkynngi, svo að jafnaðist á við
hina bestu og unun var á að hlýða,
hvort sem maður var honum sam-
mála eður ei. Hann hneigðist til
að leita lausnar æ lengra í burtu
og fjær vettvangi starfs og stríðs,
heillaðist af fegurðarskyni grísk-
katólsku kirkjunnar og dáði islam
í tærustu og huglægustu mynd.
Margt af því kann raunar að vera
meira í ætt við draumsýn en veru-
leika, svo sem hann ýjaði að í
nafni ljóðabókar sinnar: Hvar er
land drauma? En hvar væri veröld-
in á vegi stödd, ef menn leyfðu
sér ekki huglæga fegurð og dvöl
í landi drauma og reyndu að bera
lífsgildi úr þeim sjóði inn í daglega
lífið?
Fyrsta kvæði bókarinnar, Kvöld
í kirkjunni, er í senn kveðja til
kirkju og veraldar og bersögult,
uppgjör hans við drottin sinn: „Á
þessari stundu þakka ég þér, Guð
minn, að þú hefur forðað mér frá
öllum vegtyllum í kirkju þinni -
ég hef skriðið þar með skörum -
en hver er hún þessi kirkja þín? ...
þín kirkja er heimurinn allur.“
Hann bar í bijósti einstaklega
sterka lífsþrá og þar með eilífðar-
þrá, og löngun til þess að spanna
allan heiminn í elsku sinni. Líklega
er það meðfram þess vegna sem
okkur þótti svo vænt um hann, án
þess kannske að skynja það til fulls
fyrr en nú. Við kveðjum kæran
skólabróður með söknuði og send-
um konu hans og börnum innilegar
samúðarkveðjur.
Bjarni Bragi Jónsson.
• Fleiri minningargreinar um
Rögnvald Finnbogason bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
+ Margrét Hall-
grímsdóttir var
fædd 10. júní á
Glúmsstöðum í
Fljótsdal. Hún lést
á Akureyri 28.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
Margrétar voru
Sigurbjörg Halla-
dóttir og Hallgrím-
ur Stefánsson. Börn
þeirra voru, auk
Margrétar, Guð-
finna, Sigríður,
Stefán, Hallgrímur,
Kjartan og Vigfús.
Þau eru öll látin. Fyrri maður
Margrétar var Höskuldur Eg-
ilsson, þau skildu. Seinni maður
hennar var Ásmundur Pálsson,
hann lést 1969.
Útför Margrétar verður gerð
frá Glerárkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.30.
ELSKU Magga mín.
Það er svo margt sem hefur flog-
ið í gegnum huga minn frá því að
þú hvarfst héðan og yfir á annað
tiiverustig. Mér finnst ég ekki vita
á hvetju ég á að byija en um leið
finnst mér ég ekkert geta sagt.
Það mun taka mig
langan tíma að átta
mig á því að þú, Magga
frænka í Lundgarði,
sért ekki lengur hér hjá
okkur. Að geta ekki
skotist aðeins til þín
út í Lundgarð og hlegið
með þér yfir kaffibolla.
Hlustað á þig segja
mér sögur af ykkur
ömmu og syo mörgu
öðru. Eða að geta ekki
tekið upp símtólið og
heyrt aðeins hvernig
þú hefur það. Auðvitað
er þetta ekkert annað
en eigingirni í mér að láta svona,
elsku Magga mín, því að ég veit
að þér líður vel núna, þú ert komin
til hans Ása þíns, ömmu Guðfinnu,
afa Skapta og allra hinna. Þú varst
orðin þreytt, og varst tilbúin og
sátt að fara.
Hugurinn reikar aftur í tímann.
Ég bjó á Egilsstöðum í nokkur ár,
við Stebbi vorum að byija að búa.
Þá komst þú nokkrum sinnum í
heimsókn til okkar og þeim heim-
sóknum gleymi ég aldrei. Þær gáfu
mér svo mikið. Við sátum og spjöll-
uðum fram á nætur bæði um gamla
og nýja tíma, nutum þess að fara
að snúast saman og kaupa okkar
eitthvað gott í matinn. Manstu til
dæmis rauðsprettuna, hvað okkur
fannst hún góð? Ég finn enn bragð-
ið af henni þegar ég hugsa um það.
Það var aldrei leiðinlegt eða lá-
deyða þegar þú komst í heimsókn.
Ég var rétt um tvítugt og þú fimm-
tíu og einu ári eldri, en oft á tíðum
fannst mér ekki vera neinn aldurs-
munur á okkur. Einnig man ég
þegar ég var nýkomin að sunnan
eitt sinn og kom út í Lundgarð.
Ég var í nýrri úlpu og þú tókst
strax eftir því. Endirinn á því varð
síðan að við hringdum suður og
pöntuðum aðra eins fyrir þig. Þetta
er sú Magga sem ég geymi í huga
mínum.
Þú gast verið úti í Lundgarði,
allt þar til í haust eins og þú viidir.
Dvaldir svo uppi á spítala í stuttan
tíma núna í lokin. Þú sofnaðir svo
vært, elsku Magga mín, og ég er
alveg viss um að þér leist vel á það
og þá er á móti þér tóku, svo mik-
ill var friðurinn hjá þér er þú kvadd-
ir þennan heim.
Stebbi minn sendir þér sínar
bestu kveðjur og þakkir fyrir góð
kynni. Hún Bára mín saknar þín
sárt, en hún lærir það smám saman
að lifa með góðu minningunum,
ekki bara horfa á það að þú sért
farin. Lilja er svo lítil að hún mun
kynnast þér í gegnum okkur hin.
Bless í bili, við eigum eftir að
hittast aftur, það er ég viss um.*
Takk fyrir allt.
Þín frænka, Guðfinna Þóra.
MARGRÉT
HALLGRÍMSDÓTTIR
HALLDOR SVAVAR
ÓLAFSSON
+ Halldór Svavar
Ólafsson fædd-
ist á Isafirði 18. maí
1971, en ólst upp í
Bolungarvík. Hann
lést í snjóflóðinu á
Flateyri 26. október
siðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Hallgrímskirkju 2.
nóvember.
HALLDÓR var mjög
lífsglaður og orkumik-
ill, með ríka þörf fyrir
að prófa alla hluti.
Ávallt var hann mikill
unnandi dýra. Fyrir fermingarpen-
ingana keypti hann folann Glæsi.
Eftir að Halldór hafði tamið Glæsi
keppti hann á honum og vann til
verðlauna. Síðast átti Halldór tík-
ina Kötlu sem hann hugsaði jafn
vel um og önnur dýr á sinni lífs-
leið, enda fagnaði Katla honum
ávallt með miklum gleðilátum.
Á unglingsárum Halldórs var
mikill sundáhugi í Bolungarvík.
Halldór tók virkan þátt í því og
æfði af kappi sund með UMFB, fór
m.a. í eftirminnilega ferð til Hol-
lands í æfingabúðir. Hann hafði
alla burði til að geta náð langt í
sundíþróttinni, en kaus frekar að
hann átti
leita nýrra ævintýra.
Hann stundaði mik-
ið sjóinn með pabba
okkar. Þar tengdust
þeir sterkum böndum.
Ennfremur var mjög
sterkt samband og
mikill kærleikur á milli
mömmu og Halldórs
og áttu þau oft langt
tal saman. Á unglings-
árunum leitaði Halldór
mikið til Siguijóns á
Hrafnabjörgum og
Rögnu á Laugabóli.
Oft var Ragna honum
mikill styrkur þegar
erfitt. Þegar hún svo
missti dóttur og dótturdóttur í snjó-
flóðinu í Súðavík fór Ualldór til
Rögnu á Laugabóli og hjálpaði
henni eftir bestu getu. Hefur
Ragna greint frá því hve vel Hall-
dór reyndist henni. En það var
Halldóri mikils virði að geta hjálpað
öðrum.
Stærsta stund Halldórs var þeg-.
ar hann eignaðist elsku, litlu stúlk-
una sína sem var honum svo kær.
Kærleikurinn var svo mikill að það
snart mann djúpt að sjá þau sam-.
an, þessa litlu stúlku og þennan
stolta föður, sem hugsaði með hlý-
hug stöðugt til litlu stúlkunnar
sinnar og við trúum því að hann
geri það enn.
Við söknum þín svo heitt, elsku
bróðir. Minningin um þig er björt.
Við geymum hana næst hjarta okk-
ar því við hittumst öll að lokum
fyrir handan, þar sem þú nú dvelur.
Systkinin.
Erfidryftfojur
frá kr. 590 pr. mann
Sfmar:
551 1247
551 1440
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir, afi og langafi,
HALLDÓR VALDIMARSSON,
Kjartansgötu 7,
Borgarnesi,
lést á heimili sínu 9. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Maria Ingólfsdóttir,
Helga Halldórsdóttir,
Lilja Halldórsdóttir,
Garðar Halldórsson,
Ingólfur Halldórsson,
Ólöf Halldórsdóttir,
afa- og langafabörn.
Guðmundur Jónsson,
Guðlaug S. Guðlaugsdóttir,
Oddný O. Sigurðardóttir,
Sveinn Guðnason,
Sérfræðingar
í blóiuaskroyliiigiiiii
við öll tafkifæri
m blómaverkstæði
ElINNA^
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstadastrætis,
sími 19090
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför eigin-
konu minnar, móður okkar, dóttur, syst-
ur, mágkonu og tengdadóttur,
ÞÓRDÍSAR BJARNADÓTTUR.
Henrik G. Thorarensen,
Gunnþórunn Arnarsdóttir, Ragnar Hilmarsson,
Hulda Henriksdóttir,
Gunnþórunn Björnsdóttir, Bjarni Guðbjörnsson,
Björn Ragnar Bjarnason, Jóhanna Brynjólfsdóttir,
Gunnar Þór Bjarnason, Jóhanna Einarsdóttir,
Gunnlaugur Þórarinsson
og fjölskyldur.