Morgunblaðið - 11.11.1995, Page 44
44 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Grænni vetur
HERMANN Lund-
holm, garðyrkju-
fræðingur í Kópa-
vogi, hefur tekið
saman eftirfarandi
pistil:
Þótt sumarið sé
sá árstími sem garð-
ræktendur njóta
gróðursins hvað
best er þó á góðum
haustum og mildum
vetrum hægt að
hafa sér til ánægju-
auka ýmsar jurtir
sem prýða garðinn
allt þar til snjór
leggst yfir. í því
skyni mætti tína til
íjölmargar tegundir af trjám og
runnum, sem ekki verða taldar
upp hér, aðeins vildi ég nefna
keilugreni (Picea alba konica),
barrlind (öðru nafni ívið), nokkrar
einitegundir og vorlyng (Erica
camosa) sem blómstrar mjög
snemma vors. Þá mætti nefna
nokkrar seinblómstrandi tegundir
sem eiga sinn þátt í að lengja
sumarið, þótt það sé að vísu að-
eins utan við efnið. Kínavöndur
(Gentiana sino omata) byijar ekki
að blómstra fyrr en í september
og heldur því áfram fram í frost-
hörku. Haustlilja (Colc-
hicum autumnale)
blómstrar í október.
Hún fellir blöð á miðju
sumri eins og vorlauk-
arnir og blómstrar svo
upp úr berri moldinni,
enda stundum kölluð
„nakin jómfrú“.
Ætlunin var að fjalla
í þessu greinarkomi
um nokkrar jurtir, sem
halda græna litnum
allan veturinn. Lójurt
og völskueyra lífga upp
með sínum silfurgráu
blöðum. Bæði íslenska
skriðnablómið og
garðaskriðnablómið
haldast græn allan veturinn. Hvað
tvílita garðaskriðnablómið (Arab-
is albida) varðar, á það til að koma
með algrænar blaðhvirfingar í
stað þeirra hvítbrydduðu, sem
sóst er eftir. Þessar algrænu
hvirfíngar í stað þeirra hvítbrydd-
uðu, sem sóst er eftir. Þessar al-
grænu hvirfingar þarf að fjar-
lægja um leið og þær sýna sig,
annars taka þær fljótlega yfír-
höndina. Gulltvítönn (Lamium
galebodolon) getur á skömmum
tíma myndað breiður. Þetta gildir
líka um dílatvítönn (L. amculat-
BLOM
VIKUNNAR
324. þáttur
Umsjón Ágösta
Björnsdóttir
us). Milli tijáa og stórra mnna
geta kögurklukka (Tellima
grandiflora) og næturfjóla (He-
speris matronalis) hulið að mestu
bera moldina. Sama má segja um
íslensku munkahettuna (Lychnis
flos cuculi) og blóðberg (Thymus
artica).
Hnoðrar haldast yfírleitt græn-
ir yfír veturinn, svo sem klappar-
hnoðri (Sedum anacampseros)
með gráleitum sverum renglum
og tindahnoðri (S. crassipes) sem
myndar dökkgrænar þúfur. Berg-
hnoðri er ágæt þekjuplanta, en
getur sviðnað ef hann stendur
mjög þurr. Síðast en ekki síst má
nefna steinahnoðra, sem oft ber
blóm fram eftir vetri.
Flestir steinbqotar eru sígræn-
ir, bæði hinir dökkgrænu púðar
garðasteinbijótsins (Saxifraga
decipiens) o.fl. náskyldar tegund-
ir. Svo eru stórar blaðhvirfíngar
fagurfúarinnar (Sax. umbrosa) og
litli bróðir hans rökkursteinbijótur
(Sax. cuneifolia) geta líka breitt
sín grænu teppi yfír svarta mold-
ina.
Hér hefur eingöngu verið
minnst á grænar plöntur, en ekki
má gleyma dvergavör (Ajuga
reptans atropurpurea) með sín
rauðleitu blöð.
Tilgangurinn með þessum pistli
er að benda fólki á að breiða græn
„teppi" yfir svarta moldina að
vetrarlagi.
Hermann Lundholm
DVERGAVÖR (fjólublá) og völvuhnoðri.
um), og fleiri tegundir sem bera
tvílit blöð. Vetrarlauf (Vinca mi-
nor) getur og myndað stórar, sí-
grænar breiður, einkum ef því er
lítillega skýlt fyrir berfrosti. Það
blómstrar tiltölulega snemma blá-
um blómum. Því er auðvelt að
fjölga með skiptingu eða græð-
lingum. Margar nellikutegundir
halda sér vel, svo sem fjaðumel-
lika (Dianthus plumarius) og
grasnellika (D. gratianapolitan-
RÆlÐAÍ IC^I YCIMCSAP
A TVINNUAUGL ÝSINGAR
Augnlæknir - aðstoð
50 eða 100% starf. Símavarsla, aðstoð við
skoðun sjúklinga og contactlinsumátun, rit-
vinnsla, léttar ræstingar o.fl.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. sem fyrst,
merktar: „A - 02“.
FUNDIR - MANNFA GNAÐUR
3rr
íi il <
ÍS 11 li 61 ■
I ð S i
Hlutavelta
Hlutavelta og fatamark-
aður verður haldinn í
safnaðarheimilinu, Lauf-
ásvegi 13, á morgun,
sunnudaginn 12. nóv-
ember, kl. 15.00.
Margt góðra muna - engin núll.
Kvenféiag Fríkirkjunnar í Reykjavík.
Framsóknarvist
Framsóknarvist verður haldin í
Hótel Lind sunnudaginn 12.
nóvember kl. 14.00. Veitt verða
þrenn verðlaun karla og kvenna.
Haraldur Ólafsson, dósent, flyt:
ur stutt ávarp í kaffihléi.
Aðgangseyrir er kr. 500 (kaffi-
veitingar innifaldar).
Framsóknarfélag Reykjavíkur.
FÉIAG H J ARTAS JÉKLIN GA
A REYKJAVÍKIJRSVÆÐINU
Almennur fundur
Félags hjartasjúklinga
á Reykjavíkursvæðinu
verður haldinn á Hótel Sögu, Ársal, í dag,
laugardaginn 11. nóvember, kl. 14.00.
Fjölbreytt dagskrá.
Stjórnin.
Fundarboð
Boðað er til aðalfundar fiskifélagsdeildar
Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og nágrennis
fimmtudaginn 16. nóvember 1995 kl. 20.00
í húsi Fiskifélags íslands, Höfn, Ingólfs-
stræti 1, Reykjavík.
Á fundinn mætir Vilhjálmur Þorsteinsson fiski-
fræðingur og talar um fiskmerki og fiskmerk-
ingar. Kemur þorskurinn alltaf á sömu slóðir
árlega? Eru margir þorskstofnar við ísland?
Er samgangur við önnur hafsvæði? Þessar
spurningar og fleiri verða í umræðunni.
Að loknu erindi Vilhjálms verða venjubundin
aðalfundarstörf, tillögur til Fiskiþings, kosin
stjórn deildarinnar svo og fulltrúar á Fiskiþing.
Allir eru velkomnir og hvattir til að mæta.
Stjórnin.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður á háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Torfastaðir 2, Vopnafirði, þingl. eig. Sigurður P. Alfreðsson, gerð-
arbeiðendur Byggingarsjóður rfkisins, sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
16. nóvember 1995 kl. 14.00.
Hafnargata 2a, Bakkafirði, þingl. eig. Útver hf., gerðarbeiðandi Lifeyr-
issjóður Austurlands, 16. nóvember 1995 kl. 15.00.
Lagarbraut 4a, Fellabæ, þingl. eig. Akurbó hf., gerðarbeiðendur
Búnaðarbanki Islands, Sölufélag garðyrkjumanna, sýslumaðurinn á
Seyöisfirði og (slandsbanki, 17. nóvember 1995 kl. 14.00.
Sýslumaðurmn á Seyöisfiröi,
, 10. nóvember 1995.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Suðurgötu 1, Sauð-
árkróki, fimmtudaginn 16. nóvember 1995, kl. 10.00, á eftirfarandi
eignum:
Árhóll, Hofshreppi, þingl. eig. Lúðvik Bjarnason, gerðarbeiðandi
Stofnlánadeild landbúnaðarins.
Breiðstaðir, Skarðshreppi, þingl. eig. Benedikt Agnarsson, gerðar-
beiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins.
Flugumýri 2, Akrahreppi, þingl. eig. Páll B. Pálsson og Anna E. Sig-
urðardóttir, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins.
Ms. Berghildur SK 137, sknr. 1581, þingl. eig. Bergey hf., gerðarbeið-
andi Steinbock-þjónustan hf.
Stokkhölmi, Akrahreppi, þingl. eig. Halldór Sigurðsson, gerðarbeið-
andi Búnaðarbanki Islands.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtaldri eign verður háð á henni sjálfri sem
hér segir:
Fiskvinnsluhús v/Snoppuveg, ein. 1, 3, 4, 5, 6, 7, Snæfellsbæ, þingl.
eig. Hrói hf., gerðarbeiðendur Landsbanki Islands og Ólafsvíkurkaup-
staður, 17. nóvember 1995, kl. 14.00.
Sýslumaðurinn íStykkishólmi,
10. nóvember 1995.
auglýsingor
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 10 - 176111111
-110 13 0
Landsst. 5995111116 IX
kl. 16.00
Dalvegi 24, Kópavogi
Almenn samkoma í dag
kl. 14.00.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagsferð sunnud. 12. nóv.
Kl. 10.30 Mosfell í Grímsnesi,
4. áfangi fornra frægöarsetra.
Sr. Rúnar Egilsson mun stikla á
stóru um langa sögu staðarins.
Skoðað sig um í Grímsnesinu
og gengin gömul alfaraleið frá
Mosfelli.
Útivist.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Dagskrá vikunnar framundan:
Sunnudagur:
Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaður: Snorri Óskarsson.
Miðvikudagur:
Lofgjörð, bæn og biblíulestur
kl. 20.00.
Föstudagur:
Krakkaklúbbur kl. 17.30.
Skrefið kl. 19.00.
Unglingasamkoma kl. 20.30.
FERÐAFELAG
# ÍSIANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Sunnudagsferðir
12. nóvember kl. 13
a. Kjalarnesfjörur.
Tilvalin fjölskylduganga.
Fararstjóri: Páll Ólafsson.
b. Ðlikadalur í Esju.
Dalur sem fáir þekkja en gaman
er að skoða.
Fararstjóri: Gestur Kristjánsson.
Verð 1.000 kr., fritt f. börn m.
fullorðnum. Brottför frá BSI,
austanmegin (og Mörkinni 6).
Allir eru velkomnir í Ferðafélags-
ferðir.
Ferðafélag Islands.
F)ölskYldu-
INIýtt námskeið
um fjölskylduna
Norsku fjölskylduráðgjafarnir
Kari og Ole Magnus Olafsruoi
munu kenna á námskeiðinu sem
verður haldið í safnaöarheimili
Digraneskirkju mánudag og
þriöjudag 13. og 14. nóv. nk. kl.
20-23 bæði kvöldin. Námskeið-
ið verður í fyrirlestraformi og
kostar kr. 2.000 á mann, veiting-
ar innifoldar.
Skráning i sima 552-7460 mánu-
daginn 13. nóv - símsvari yfir
helgina. Allir velkomnir.
krossinn
Samkoma í kvöld kl. 20.30. Mike
Carrier frá USA predikar. Hann
mun einnig predika á samkom-
unni á morgun kl. 16.30.
/