Morgunblaðið - 11.11.1995, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 45
I
í
I
I
I
;
;
;
í
:
;
i
í
i
.
i
i
i
i
i
i
4
;
i
Skákskólinn á fjórum
stöðum á landinu
SKAK
Skákskóli íslands
NÁMSKEIÐ
Holti, Önundarfirði og Flateyri
11.-12. nóv. Menntaskólanum á
Egilsstöðum, 11.-12. nóv. Selinu,
Selfossi 11. nóv. Byijendanámskeið
hefst í höfuðstöðvum Skákskólans,
Faxafeni 12, laugardaginn
11. nóvember.
SKÁKSKÓLI íslands hefur
jafnt og þétt aukið starfsemina
frá því hann var settur á stofn
árið 1990. Nú um helgina eru
námskeið á vegum skólans á
fjórum stöðum í jafnmörgum
landshlutum. í megindráttum
skiptist starfsemi skólans í
þrennt, almenn námskeið, sem
opin eru öllum, námskeið fyrir
sérlega efnileg börn og unglinga
sem stórmeistararnir kenna og
að auki stendur skólinn fyrir
námskeiðum utan Reykjavíkur.
Skólastjóri er Bragi Kristjánsson
en hann lætur af störfum nú um
áramótin eftir þriggja ára starf.
Auk þess sem starfsemin hefur
sífellt verið að aukast hefur
Bragi einkum beitt sér fyrir
auknu framboði á
kennsluefni og sérná-
mskeiðum fyrir börn
og unglinga sem eru
að fara til keppni er-
lendis. Bragi tók við
skólanum af dr.
Kristjáni Guðmunds-
syni, sem stjórnaði
honum frá upphafi.
Sævar Bjamason,
alþjóðlegur /meistari,
verður í Holti í Ön-
undarfirði og á Flat-
eyri um helgina.
Sævar stendur fyrir
barnamóti í dag,
laugardag, eftir há-
degið, i Holti og á
morgun verður hann
á Flateyri með ská-
kæfingu, sem væntanlega verður
í barnaskólanum. Tveir stór-
meistarar eru einnig úti á landi
á vegum skólans Jóhann Hjart-
arson er með námskeið á vegum
Skákfélags Selfoss og nágrennis
í Selinu á Selfossi sem hefst kl.
10 á' laugardagsmorgun. Mar-
geir Pétursson er á Egilsstöðum
og er með byijendanámskeið kl.
13 í dag, en fyrir Iengra komna
kl. 16. Á morgun er síðan fjöl-
tefli kl. 16. Þetta fer
fram í Menntaskól-
anum á Egilsstöðum,
en er öllum opið.
í dag hefst einnig
nýtt byijendanám-
skeið í skólanum í
höfuðstöðvunum í
Faxafeni 12 í
Reykjavík. Það
stendur í 6 vikur og
er kennt á laugar-
dagsmorgnum kl.
11. Upplýsingar um
starfsemi skólans
fást hjá Skáksam-
bandi Islands á milli
kl. 10 og 13 virka
daga.
Allir skákunnend-
ur, ekki síst af yrigri
kynslóðinni, eru að sjálfsögðu
hvattir til að notfæra sér þjón-
ustu skólans.
Þröstur sigraði á
Hellismótinu
Aðeins tveimur vikum eftir
sigurinn á Haustmóti Taflfélags
Reykjavíkur varð Þröstur Þór-
hallsson aftur hlutskarpastur á
öflugu innlendu móti. Hann var
heilum vinningi á undan næstu
Sævar Bjarnason
kennir skák í Holti
og á Flateyri um
helgina.
mönnum á Hellismótinu, sem
lauk á fimmtudagskvöldið í
Gerðubergi í Breiðholti.
Röð efstu manna:
1. Þröstur Þórhallsson 6 v.
2. -5. Halldór Grétar Einarsson, Andri
Áss Grétarsson, Áskell Öm Kárason
og Snorri Guðjón Bergsson 5 v.
6. Sævar Bjarnason 4'A v.
7. -10. Ólafur Brynjar Þórsson, Hrann-
ar Baldursson, Óskar Maggason og
Gunnar M. Nikulásson 4 v. o.s.frv.
Þar sem hvorki Þröstur né
Áskell Örn er félagi í Taflfélag-
inu Helli þurfa þeir Halldór Grét-
ar, Andri Áss og Snorri Guðjón
að heyja aukakeppni um meist-
aratitil félagsins.
Þessi athyglisverðu tafllok sáu
dagsins ljós á Hellismótinu. Hvít-
ur lék síðast 34. Hflxf4? með
máthótun á f7 og svartur má
ekki leika 34. — Rxf4? vegna
35. Df7 mát. En svartur átti lag-
lega björgun:
Svart: Halldór Grétár Einars-
son
Sjá stöðumynd
Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson
34. - Dg2+!! 35. Kxg2 -
Rxf4+ 36. Kg3 - Rxh5+ 37.
gxh5 - Hb8
Endataflið er unnið á svart
því hvíta peðið á c3 fellur og
hvítur nær ekki nægjanlegu
mótspili á kóngsvængnum.
38. Rg4 - Hb3 39. Kf4 -
Hxc3 40. g6 - Hh3! 41. Kg5
- c3 42. Rf2 - Hg3+ 43. Kf4
- c2 44. Kxg3 - cl=D 45. Rg4
— Dg5 og hvítur gafst upp.
Nýtt skákmót
á laugardögum
í dag hefja kl. 14 göngu
sína skákmót í félagsheimilinu
Úlfaldanum, Ármúla 17A. Hvert
mót tekur einn
laugardagseftirmiðdag og verða
tefldar níu umferðir, tíu mínútna
skákir. Góð verðlaun eru í boði.
Auk þess eru allir þátttakendur
með í happdrætti þar sem
vinningur er matur fyrir tvö á
úrvals veitingahúsi.
Skákstjórar í vetur verða þeir
Ólafur Ásgrímsson, einn okkar
reyndasti skákdómari, og Sævar
Bjarnason, alþjóðlegur meistari.
Ætlunin er að skákáhugamenn
geti reynt með sér við góðar
aðstæður og í notalegu andrúms-
loft. Ódýrar veitingar eru á boð-
stólum. Þátttökugjald er kr. 500
og mótin eru öllum opin.
Margeir Pétursson
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Philip-Morris lands-
tvímenningurinn
nk. föstudagskvöld
FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 17. nóv.
verður spilaður Philip-Morris
landstvímenningur eins og undanfarin
ár. Þetta er eins kvölds keppni og er
þáttur í þremur keppnum í einu.
Þ.e.a.s. í riðlinum þar sem verðlaun
eru í hveijum riðli, á landsvísu þar
sem veitt eru gullstig fyrir 6 efstu
sætin í hvora átt og Evrópukeppni þar
sem þessi sömu spil eru spiluð um
alla Evrópu þetta sama kvöld. Spilað
verður á mörgum stöðum úti á landi
eins og undanfarin ár og sameinast
Bridsfélögin gjarnan um að spila þetta
kvöld. Spilað verður í Borgamesi,
Patreksfirði, Hólmavík, Akureyri,
Vopnafirði, Seyðisfírði og Homafírði
og ef einhveijir eiga eftir að láta vita
um þátttöku þá eru þeir beðnir að
gera það sem fyrst. í Reykjavík verð-
ur spilað í Þönglabakka 1 og þar geta
spilað 150 pör, síðasta ár fylltist hús-
ið á opnunardag hússins, og vonandi
verða sem flestir með aftur í ár. Eftir
spilamennsku fær hvert par bækling
með spilunum með útskýringum og
umsögnum Omars Sharif og Pauls
Chemla. Þeir sem ætla að spila í
Þönglabakka 1 em beðnir að skrá sig
á skrifstofu Bridssambands fslands í
síma 587-9360.
Firmatvímenningur
Bridssambands Islands
Helgina 18.-19. nóv. verður í
fyrsta sinn spilaður Firmatvímenn-
ingur Bridssambands íslands. Þar
keppa starfsmenn fyrirtækja og
stofnana undir nafni fyrirtækja og
verður viðkomandi að vera á launum
hjá fyrirtækinu til þess að geta keppt
fyrir það. Spilaður verður barómet-
ertvímenningur og er skráning á
skrifstofu Bridssambands íslands í
síma 587-9360.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Þriðja kvöldið af fjómm í minning-
armóti félagsins um Kristmund Þor-
steinsson og Þórarin Andrewsson var
spilaður mánudaginn 6. nóvemer. Spil-
aður er Mitchell tvímenningur með
26 pömm. Spilaðar eru 10 umferðir
með 3 spilum á milli para. Meðalskor
er 270 og bestum árangri náðu:
NS
Sigurður B. Þorsteinsson - Helgi Jónsson 327
Halldór Einarsson - Gunnlaugur Óskarsson 324
Atli Hjartarson - Þorsteinn Halldórsson 303
AV
Dröfn Guðmundsdóttir - Asgeir Asbjömsson 339
EiríkurJóhannesson-SkúliHartmannsson 318
Arsæll Vignisson - Trausti Harðarson 298
Efstu pör í heildarstöðunni eru:
Sigurður B. Þorsteinsson - Helgi Jónsson 994
Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 933
Halldór Einarsson - Gunnlaugur Óskarsson 917
Friðþjófur Einarss. - GuðbrandurSigurbergss. 916
BöðvarMagnússon-JúlíusSnorrason 903
Jón Gíslason - Ingvar Ingvarsson 891
Föstudagsbrids BSÍ
Föstudaginn 3. nóvember var spil-
aður Monrad-barómeter með þátt-
töku 26 para. Spilaðar vora 7 umferð-
ir með 4 spilum á milli para. Efstu
pör voru:
ÞórirLeifsson-ÞorsteinnPétursson + 104
DanHansson-Jónlngólfsson + 58
MagnúsSverrisson-RúnarLárusson + 45
OrmarrSnæbjörnsson-EyjólfurMagnússon + 43
Kristinn Þórisson - Kristján Sigurðsson + 42
Föstudaginn 10. nóvember verður
spilaður Mitchell tvímenningur.
Föstudaginn 18. nóvember verður
spilaður Philip Morris tvímenningur.
Föstudaginn 25. nóvember verður
spilaður Monrad-barómeter með
Butler útreikningi.
Bridsfélag Sauðárkróks
Mánudaginn 6. nóvember sl. var
spilaður eins kvölds tvímenningur
með þátttöku 12 para. Úrslit urðu
þessi:
Jón Örn Bemdsen - Ásgrimur Sigurbjörnsson 160
Kristján Blöndal — Birkir Jónsson 139
GunnarÞórðarson-PállHjálmarss. 131
Eyjólfur Sigurðsson - Skúli Jónsson 121
Guðmundur Bjömsson - Garðar Guðjónss. 120
Spilað er á mánudagskvöldum í
bóknmámshúsi fjölbrautaskólans og
hefst spilamennska kl. 20.
Bridsmót GR
Hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í
Grafarholti er nú lokið tveggja
kvölda tvímenningi.
Úrslit:
María Ásmundsd. - Steinþórlngimundarson 238
Ólafur Skúlason - Hans Iscbam 236
Jóhann Sveinsson - Sæmundur Pálsson 223
Aðaltvímenningur GR verður
spilaður miðvikudagana 15., 22.,
29. nóvember og 6. og 13. des. og
hefst kl. 19.30. Skráning er á skrif-
stofu GR 14. nóvember fyrir kl. 16 .
Bridsdeild Rangæinga
og Breiðholts
Rósmundur Guðmundsson og
Brynjar Jónsson sigruðu í baromet-
erkeppninni, sem lauk sl. þriðju-
dagskvöld, hlutu 168 stig yfir með-
alskor. Röð efstu para varð annars
þessi:
Aibert Þorsteinsson - Bjöm Ámason 103
Friðrik Jónsson - Sævar Jónsson 59
Gísli Steingrímss. - Rafn Kristjánsson 47
EinarGuðmannsson-ÞórirMagnússon 45
Hæstu skor síðasta spilakvöldið
fengu:
FriðrikJónsson-SævarJónsson 44
Rósmundur Guðmundsson - Brynjar Jónsson 44
EinarGuðmannsson-ÞórirMapússon 37
Nk. þriðjudagskvöld verður spil-
aður eins kvölds tvímenningur.
Tónleikar á
Selfossi
HALDNIR verða tónleikar og
ljóðalestur á myndlistarsýningu
Tolla á Selfossi laugardaginn 11.
nóvember og hefjast þeir kl. 17.
Hljómsveitirnar sem koma fram
eru tecno-bandið Súrefni og rokk-
hljómsveitin Skoffín. Um ljóðalest-
ur sjá þau Bragi Ólafsson, Einar
Kárarson, Didda og Einar Már
Guðmundsson.
Aðgangur er ókeypis og eru
allir velkomnir.
- —
AHir velkomnir I ööruvísi sköla
Hvað
er
Lýðskótí?
I Norrsena húsinu um helgina.
r * .
Rúmlega 50.000 Islendingar eru nieo gigt.
& ,
Styrkjum starfsemi Gigtarfélags Islands.
Landssöfnun um helgina
Tekiö á móti framlögum í síma 553-0760
é,
^ GIGTARFÉLAG ÍSLANDS