Morgunblaðið - 11.11.1995, Side 48
48 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
HOU) ARETHIN65
IN LEFT FIELR
PIGF’EN ?
I PUT 5URNT CORK
UNDER MY EVE5 JU5T
LIKE THE PR05..
"'zr
MANAGER5 ARE
ALWAV5 5AVIN6
STRANfíF THIN6F
Hvernig er staðan á Ég setti brenndan kork „Málaðir liljurnar," ha? Stjórareru alltaf að segja
svæðinu til vinstri, Sóða- undir augun eins og at- Málaðir hvað? skrítna hluti...
Pési? vinnumennirnir.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 5691100 * Símbréf 569 1329
Frelsi til
vímuefnaneyslu
Frá Sigurði Magnússyni:
ER ÞAÐ ekki undarlegt að fólk
skuli styðja „einkavæðingu og
fijálsa samkeppni" í brennivínssölu
í sömu andrá og ljóst er að það
auðveldar og eykur vímuefnanotk-
un? Brennivín og tóbak eru fíkni-
efni.
Eru það þeir og þær sem flagga
hentifána ESB, eru það þeir og
þær sem vilja svipta sig og þjóð
sína frelsi til eigin ákvarðana? Eru
það þeir og þær sem vilja ganga
af lífgjöfum okkar dauðum; bænd-
um, sjómönnum og verkafólki
þessa lands, fólki sem hefur með
atorku sinni byggt upp og fram-
fleytt þjóð okkar með dugnaði og
harðfylgi í gegnum erfíðleika síð-
ustu áratuga?
Margir afkomendur forfeðra
okkar hafa sótt skóla, en þrátt
fyrir skólagöngu og menntun hafa
sumir þeirra „aldrei migið í saltan
sjó eða dýft hendi í kalt vatn“ og
að auki gleymt uppruna sínum og
skyldum við íslenskt samfélag.
Það má glöggt sjá að það eru
gylliboð sem glepja þegar fólk kýs
hentifána og leitar í fang ESB sem
lofar móðurumhyggju, föðurforsjá,
gulli og grænum skógum. Eða er
það áætlaður gróði fyrir fyrirfram-
seldan varning, miðaður við gull-
grunn óskhyggjunnar sem farinn
er að hringla í vasa?
Samræmist það hugtakinu
„frelsi" þegar ákveðið er úti í
Brussel söluform og dreifing á
vímuefninu brennivíni hér á landi?
Að vísu ákveður borgarstjórn
og lögreglustjóri hversu langan
tíma sólarhringsins brennivínsbar-
ónamir í Reykjavík mega stunda
sálardráp á upprennandi fólki
borgarinnar,
Er ekki furðulegt, að á sama
tíma og glæpamenn borgarinnar
em settir í fangelsi fyrir að smygla
dópi og selja, er skipulagt hjá borg-
arstjórn hvar brennivínsbarónar
„fá aðstöðu og tímasett frelsi" til
að selja vímuefni og bjór í borginni?
(Nú hefur Hagkaup hafið kynn-
ingu á óáfengum drykkjum; þessi
kynning stóð yfír í ostabúð þeirra
seinni part dags 3.11. 1995. Ég
spyr: Er þetta til að koma börnum
viðskiptavinarins á bragðið áður
en farið er að selja vímuefnið vín
í Hagkaupsbúðunum?).
Mjólkur- og
vímuefnakaupmenn
Sem kunnugt er af blaðagrein-
um, og útvarpsfréttum hrópa
brennivínsbarónarnir hátt um
óheft frelsi og nú nýlega hafa
mjólkurkaupmenn bæst í hópinn
og lýst sig ákafa í að selja vímu-
efni með mjólkinni. Kristján Bene-
diktsson, forsvarsmaður kaup-
mannasamtakanna, sagði í morg-
unrabbi RÚV í þættinum „Hér og
nú“ fyrir skömmu, að hann telji
það kröfu neytenda að kaupmenn
eigi að hafa vín og bjór á boðstól-
um með haframjölinu og mjólkinni.
Það var tekið fram af stjórnanda
þáttarins að Neytendasamtökin
hafa ekki tekið afstöðu til málsins.
í þessum sama þætti var talað
við Hauk Þór Hauksson sem var
kynntur sem varaformaður í nefnd
innan Sjálfstæðisflokksins, sem
leggur til afnám áfengisverslunar-
innar og fijálsa einkavæðingu
Áfengis- og tóbakssölu ríkisins.
Hann segir túlkun sína á málinu
vera almenna lífsskoðun sjálfstæð-
ismanna landsins.
Meðal annars telur hann að
ríkissjóður tapi 3-4 milljörðum við
að einkavæða Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins og skal engan
undra að brennivínsbarónarnir hafí
áhuga á þeim peningum.
Á fijáls samkeppni að ríkja hér
á landi til að selja banvænt eitur
sem sýkir huga og líkama þeirra
sem hafa óþol fyrir því? Er það
frelsi að geta drukkið eitur sem
drepur fleiri en alnæmi og sýkir
þúsundir sem þjást og kveljast af
því alla ævi?
Foreldrar, sem vilja velja börn-
um sínum vímuefna- og áfengis-
laust líf, þurfa að bindast samtök-
um til varnar gegn spillingunni,
sem kemur með frelsinu.
Sjúkdómseinkenni brennivínsins
eru svipuð og alnæmiseinkennin,
það er dvínandi mótstaða líkama
og sálar og lífslíkur verða litlar.
Það eru furðulegir stjórnhættir
að veita leyfí til fijálsrar sölu á
vímuefninu brennivíni, á sama
tíma og minnkuð er hjálp við þá
sem veikir eru og sjúkradeildum
lokað. Á sama tíma fá brennivíns-
barónarnir í miðborginni fría
hreinsun á skítnum sem í kringum
þá hleðst.
Óþol!
„Talið er“ að óþol líkamans við
vímuefninu brennivíni gangi með
erfðavísum frá foreldri til afkvæm-
is og sé því ættgengt, þeir sem
hafa þessa erfðavísa og smakka
áfengi geta fengið hin hræðileg-
ustu eftirköst.
Að lokum vil ég skora á alla þá
sem annt er um heilsu og hag
meðbræðra sinna að taka höndum
saman og gera sameiginlegt átak
til varnar g'egn einkavæddri vímu-
efnastefnu og stöðva fijálsræði til
neyslu áfengis.
Hæstvirtur forseti Alþingis,
hæstvirtir ráðherrar, háttviitir al-
þingismenn! Ég bið yður að íhuga
hvort einkavæðing og frelsi til sölu
áfengis sé nauðsynleg hér á landi
og hvort sé ekki athUgandi að gera
þá sem selja áfengi ábyrga gerða
neytandans eins og tíðkast í
Bandaríkjunum.
Dæmi: Ef viðskiptavinur vínveit-
ingamanns veldur slysi í ölvímu,
eftir að hafa þegið vímuefnaveit-
ingar hans, verður veitingamaður-
inn samábyrgur geranda. Það seg-
ir að veitingamaður er ábyrgur ef
sannast að hann hafi firrt fólk viti
með vímuefnasölu.
SIGURÐUR MAGNÚSSON,
Skólavörðustíg 16a, Reykjavík.
Alit efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.