Morgunblaðið - 11.11.1995, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 KEYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<aCENTRUM.lS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
4
Tengdadóttirin stóð að sprengjuhótuninni í jórdönsku breiðþotunni
Bandaríska alríkislög-
reglan rannsakar málið
Morgunblaðið/Björn Blöndal
FARÞEGAR jórdönsku þotunnar keyptu í gærmorgun Morgun-
blaðið með frásögn og myndum af málinu og þeir sem ekki
náðu sér í blað létu taka fyrir sig Ijósrit.
KONA í Chicago tilkynnti að
sprengja væri um borð í jórdönsku
breiðþotunni sem lenti á Kefla-
víkurflugvelli í fyrradag, en til-
kynningin reyndist vera gabb.
Ástæðan fyrir athæfi konunnar
var sú að hún vildi ekki fá tengda-
móður sína, sem var farþegi í
breiðþotunni, í heimsókn. Þotan
iiélt héðan áleiðis til Chicago í
gærmorgun ásamt áhöfn og öllum
farþegum.
Bandarísku alríkislögregiunni
hefur verið gerð grein fyrir mála-
vöxtum varðandi athæfi konunn-
ar sem stóð að sprengjugabbinu.
Konan hefur ekki verið handtekin,
en samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins má gera ráð fyrir
að kæra á hendur henni verði lögð
fram í næstu viku.
<>—- Töldu víst að sprengja
væri ekki um borð
Hussein Dubbas, framkvæmda-
stjóri jórdanska flugfélagsins Roy-
al Jordanian Airlines í New York,
sagði í gær að nokkur vissa hefði
ríkt um að sprengja væri ekki í
vélinni, en öruggara hafi þótt að
lenda hér á landi þrátt fyrir það.
Konan, sem tilkynnti um
sprengjuna, hringdi á skrifstofu
flugfélagsins í Chicago og nafn-
greindi konu um borð í breiðþot-
unni sem hún sagði hafa sprengju
meðferðis. Flugstjórinn ræddi við
konuna og samferðafólk hennar
og taldi hann fullvíst að um gabb
væri að ræða. Dubbas segir að
hins vegar hafí ekki verið hægt
að virða tilkynninguna að vettugi
og því hafi orðið að lenda vélinni.
Ljóst er að tjón flugfélagsins
vegna gabbsins nemur milljónum
króna.
Ómæld óþægindi
fyrir farþega
Þorgeir Þorsteinsson, sýslu-
maður á Keflavíkurflugvelli,
sagði að lögreglan hefði leitað af
sér allan grun í þotunni og far-
angur farþega verið skoðaður
nákvæmlega. Þegar víst þótti að
engin sprengja væri um borð hélt
þotan af landi brott um kl. 9.30
í gærmorgun. Allir farþegar voru
um borð, en töfin hafði að sjálf-
sögðu bakað þeim ómæld óþæg-
indi, að sögn Þorgeirs.
Marwan Omat, flugstjóri þot-
unnar, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að um hafi verið að ræða
skelfilegt ástand sem allir flug-
stjórar óttast. Allt hafi þó farið
vel og hann væri þakklátur öllum
sem að málinu komu hér á landi.
■ Vildiafstýraheimsókn/6
Jóla-
rjúpan
lækkar
ÁGÆT ijúpnaveiði hefur verið
að undanfömu og framboð
mikið. Pétur Pétursson, kaup-
maður í Kjötbúri Péturs, segist
nú sjá sér fært að lækka ijúp-
una verulega frá síðasta ári.
„Hún verður seld í fíðri á
660 krónur og hamflett á 780
krónur stykkið. Þetta er vem-
leg lækkun frá síðasta ári, þá
var hamflett ijúpan seld á
tæplega 900 krónur og óham-
flett á um það bil 750 krón-
ur,“ sagði Pétur.
Rjúpa hvaðanæva
að af landinu
„Framboðið er mjög mikið
þessa dagana, hingað hringja
og koma skyttur á hveijum
degi, mæta héma inn á gólf
með kippurnar og kassana
fulla af ijúpu. Það má segja
að mikil og góð ijúpnaveiði sé
um land allt, að minnsta kosti
býðst mér nóg af ijúpu hvað-
anæva að af landinu,“ bætti
Pétur við.
Ýmsar skyttur sem Morg-
unblaðið hefur rætt við em
sammála um að meira sé af
fugli í ár en síðustu ár. Hins
vegar hafí oft og tíðum þurft
að sækja hann hátt upp í fjöll,
jafnvel upp í 7-800 metra
hæð.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson
FLOSI kom til ísafjarðar í gær, þar sem gert verður við bátinn. Útgerðarmaðurinn Aðalsteinn
Ómar Ásgeirsson virðir fyrir sér skemmdirnar.
Sigldi á hafnarkantinn
Bolungarvík. Morgunblaðið.
ÞAÐ óhapp varð er vélskipið Flosi
ÍS 15 var að leggja að í Bolungar-
víkurhöfn um kl. 3 aðfaranótt
föstudags að vélbúnaður skipsins
lét ekki að stjórn þannig að skip-
ið sigldi beint á hafnarkantinn.
Allnokkrar skemmdir urðu á
stefni skipsins, en enginn leki
kom þó að skipinu og engar
skemmdir urðu á hafnarkantin-
um. Að lokinni skoðun var skipinu
siglt til ísaijarðar, þar sem unnið
verður að bráðabirgðaviðgerð á
stefni þess.
Orsök óhappsins má rekja til
rafmagnstruflana í rafkerfi skips-
ins sem varð þess valdandi að
ekki var hægt að bakka. Því var
ekkert við ráðið og skipið, sem
var á lítilli ferð, rakst á hafnar-
kantinn.
Að sögn Ómars Ásgeirssonar
hjá Ósvör hf. er gert ráð fyrir að
bráðabirgðaviðgerð taki 12 til 15
tíma og skipið haldi þegar til veiða
að henni lokinni, þannig að skipið
missir ekki úr róður vegna þessa
óhapps. Fullnaðarviðgerð fer síð-
an fram í vor.
Flosi var að koma úr sinni
fyrstu veiðiferð á þessari vertíð,
en skipið verður gert út á línuveið-
ar. frá Bolungarvík í vetur.
Mjög góð veiði
í Smugunni
síðustu daga
Sléttanesið á
heimleið eftir 61
dags veiðitúr
SLÉTTANESIÐ ÍS-808 kemur á
morgun til heimahafnar með um
340 tonn af frystum fískafurðum,
sem skipið fékk í Smugunni, en
mjög góð veiði hefur verið þar síð-
ustu tvær vikur. Aflaverðmæti er
um 95 milljónir. Þetta er mesta
aflaverðmæti sém skipið hefur
komið með að landi, en það hefur
heldur aldrei farið jafnlangan túr.
61 dagur er síðan skipið lagði úr
höfn frá Islandi.
Þegar Sléttanesið hélt í Smug-
una var þar þokkaleg veiði. Ekk-
ert var hins vegar að hafa þegar
þangað var komið og lítið fékkst
í yfir heilan mánuð. Sölvi Pálsson
skipstjóri sagði að menn hefðu
samt verið ákveðnir í að þrauka.
„Það var mjög góð veiði síðustu
dagana norðarlega í Smugunni.
Aflaverðmæti afurðanna er um 95
milljónir og þar af fengust um 55
milljónir síðustu 18 dagana. Þetta
var ekkert mok þessa daga heldur
jafnt og gott fískerí. Við voru að
fá 6-7 og upp í 10 tonn eftir 3-4
klukkutíma tog. Þetta var sérstak-
lega stór og góður fískur, fullur
af loðnu,“ sagði Sölvi.
Þrefaldur kvðti
í tveimur túrum
„Þetta er góð búbót. Við erum
búnir að fá úr tveimur túrum í
Smuguna 1.500-1.600 tonn upp
úr sjó. Það er eins og þrefaldur
þorskkvóti okkar á íslandsmiðum.
Aflaverðmætið í þessum túrum er
165-170 milljónir."
Sölvi sagði að góð veiði hefði
verið í Smugunni þegar Sléttanes-
ið fór þaðan. Þar voru þá fímm
skip að veiðum, Akureyrin, Há-
gangur II og skip frá Portúgal og
Færeyjum.
Fá íslensk skip hafa verið í
Smugunni síðustu tvo mánuðina
enda veiði lengst af léleg. Sölvi
sagðist ekki treysta sér til að segja
fyrir um hvað hægt sé að halda
veiðum þarna lengi áfram. „Það
var ekki langt í ísinn á því svæði
sem við voru á. Það var mjög kalt
í u.þ.b. eina viku, 10-12 stiga frost.
Sjórinn var kominn niður í mínus
tvær gráður. Það var hins vegar
hægviðri mest allan tímann."