Morgunblaðið - 17.11.1995, Síða 16
16 D FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
TILLAGA arkitektanna á Verkstæði 3 að skipulagi Grófartorgs er unnin í framhaldi af samkeppni um Ingólfstorg sem þau unnu.
IMýtt skipulag og nýbygging
á Grófartorgi í Reykjavík
Þegar Ingólfstorg í Reykjavík var skipulagt
settu þeir sem unnu samkeppni um torgið
jafnframt fram hugmyndir um nýja ásýnd
Grófartorgs sem er milli Vesturgötu, Hafnar-
strætis, Grófarinnar og Nausta. Jóhannes
Tómasson ræddi við arkitektana á Verk-
stæði 3 um þessar hugmyndir en þama er
gert ráð fyrir að rífa skúrabyggingar og
opna gönguleiðir um svæðið, gera það meira
aðlaðandi og loka vesturenda þess með ný-
byggingu sem jafnframt myndar skjól.
HUGMYNDIR eru nú uppi
hjá skipulagsyfirvöldum
í Reykjavík um að
byggja nýtt hús á Gróf-
artorgi og endurskipuleggja og nýta
betur allt það svæði en Grófartorg
afmarkast af Hafnarstræti, Vestur-
götu, Tryggvagötu og Naustum.
Borgarskipulag hefur kynnt þessar
hugmyndir fyrir Þróunarfélagi
Reykjavíkur sem telur þær af hinu
góða. Þær hafa einnig verið sam-
þykktar í Skipulagsnefnd Reykja-
víkur. Það eru arkitektarnir Elín
Kjartansdóttir, Haraidur Öm Jóns-
son og Helga Benediktsdóttir sem
starfa á arkitektastofu sinni, Verk-
stæði 3, sem sett hafa fram þessar
hugmyndir. Þau unnu samkeppni
um skipulag Ingólfstorgs og Gróf-
artorgs. í framhaldi af vinnunni við
Ingólfstorg var ákveðið að skoða
Grófartorg. Unnu arkitektarnir
þrjár tillögur um útfærslu Grófar-
torgs og hefur ein þeirra verið val-
in til frekari úrvinnslu.
„Grófartorgið er eitt af þessum
óskilgreindu opnu svæðum sem
mikið er um í Reykjavík, þar eru
götumyndir sundurlausar og svæðið
formlaust án skýrra afmarkana og
þarfnast þess vissulega að það sé
Morgunblaðið/Ásdís
ARKITEKTARNIR Elín Kjartansdóttir og Haraldur Örn Jónsson
hafa unnið skipulag Grófartorgs ásamt Helgu Benediktsdóttur
sem stödd er erlendis um þessar mundir.
SUND opnast frá Naustum í vestur í átt að Bryggjuhúsinu fjærst til hægri á myndinni en vinstra
megin sést Fálkahúsið.
allt hresst við og lagfært," segja
þau Elín Kjartansdóttir og Haraldur
Óm Jónsson arkitektar í samtali
við Morgunblaðið en þriðji sam-
starfsmaðurinn, Helga Benedikts-
dóttir var stödd erlendis. í dag er
svæðið mikið til helgað bílum og
bílastæðum, það er opið fyrir veðri
og vindum og óvistlgt og óvandað
á að líta eins og segir í greinargerð
um núverandi ástand reitsins.
Þama sé mikil bflaumferð og gang-
andi umferð lítil enda lítið að sækja
á svæðið. Þama eru 6 verslanir,
þrjú veitingahús og tvær menning-
armiðstöðvar og í útjarði svæðisins
nokkur fyrirtæki. Segir í greinar-
gerð að þau gangi ekki sem skyldi
vegna öldudals sem miðborgin sé í
og að svæðið tengist ekki hafnar-
svæðinu þaðan sem ferðamenn
ganga oft frá borði skemmtiferða-
skipa til að skoða borgina og versla.
Fjarlægja þarf kofa
Þau segja jafnframt að inn á
milli sögufrægra bygginga á þessu
svæði séu hálfgerðir kofar sem
hikstalaust megi fjarlægja en með
því yrði hægt að opna bæði frá
Naustum og Tryggvagötu inní
húsagarðana og á hið nýja torg.
„Við viljum leggja áherslu á að við
uppbyggingu á Grófartorgi verði
öll rými þar vel skilgreind og þau
jafnframt vel tengd öðrum svæðum
í nágrenninu. Grófartorgið er svo
að segja við hlið Ingólfstorgs og
við höfðum allt þetta svæði undir
þegar við unnum tillögu okkar fyrir
Ingólfstorg, það þarf að vinna þetta
allt í ákveðnu samhengi þótt ekki
allt sé framkvæmt í einu.
Á Ingólfstorgi hefur tekist vel
að safna saman fólki bæði vegna
skipulagðra funda og á góðviðris-
dögum safnast fólk þar, á Austur-
völl og þarna getur Grófartorg einn-
ig orðið skemmtilegur kostur. Þegar
allt þetta svæði verður endanlega
frágengið skapast þama heildar-
mynd þar sem borgarbúar og ferða-
menn geta spókað sig, skoðað sögu-
fræg hús og kynnt sér sögu Reykja-
víkur, rekið erindi sín í verslanir
og þjónustufyrirtæki á svæðinu og
átt þama ánægjulegar stundir.
Nýbygging við Grófina
Hugmynd þremenninganna auk
þess að lagfæra ásýnd svæðisins
er að reisa nýbyggingu við Grófina,
þ.e. u-laga byggingu sem næði allt
frá Vesturgötu, meðfram Grófinni
og yfir að Tryggvagötu. Með því
myndaðist gott skjól fyrir strekk-
ings-norðanátt sem oft er ríkjandi
á þessu homi en gert er ráð fyrir
að reisa þama tveggja hæða bygg-
ingu með um 400 fermetra grunn-
flöt. Þar yrðu verslanir og þjónustu-
fyrirtæki á neðri hæð en íhúðir á
efri hæð eða skrifstofur en nánari
hönnun hússins bíður frekari
ákvarðana skipulagsyfirvalda.
„Menn vildu gjaman fá betri
nýtingu á þessum reit en hinar tvær
tillögur okkar gerðu ekki ráð fyrir
þessarl nýbyggingu heldur að ann-
aðhvort yrðu þama áfram bílastæði
sem mætti þá gera betur úr garði
og meira aðlaðandi eða að hlaðin
yrði upp eins konar hæð sem skjól-
garður fyrir torgið. En byggingin
skýlir torginu bæði fyrir vindum og
umferð og innan við hana eða aust-
an við gemm við ráð fyrir að grafa
upp gamla bólverkið sem þarna er
undir yfírborðinu og mynda
skemmtilegt torg. Þarna gætum við
sameinað torgstemmningu og varð-
veislu sögulegra minja enda er þessi
blettur mikilvægur í sögu Reykja-
víkur. Bólverkstorgið og húsagarð-
arnir tengjast einnig vel Geysishúsi
og sýningarsvæðinu norðan þess
með göngustíg við Vesturgötu.
Þánnig gæti svæðið allt orðið sam-
felld heild áhugaverðra rýma í stað
þess að vera það vindblásna flæmi
sem það nú er,“ segja þau.
Gert er ráð fyrir nýjum bílastæð-
um beggja vegna Grófarinnar og
við suðurhlið Tryggvagötu og í
Naustum yrðu nokkur stæði fyrir
gónferðabíla eins og þau orðuðu það
sem er þýðing þeirra á enska orðinu
sight-seeing-buses. Eftir formlega
kynningu á tillögunni verður farið
út í frágang á frekari útfærslu en
um framkvæmdahraða eða kostnað
er ekki vitað á þessari stundu.