Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ I lamandi losti sem hefur verið tilnefnd til bók- menntaverðlauna norðurlanda- ráðs fyrir bók sína, Grandavegur 7, sem kom út í fyrra. Þessi ferða- lög um handanheima og drauma- lönd eru vitanlega ekki ný í bók- menntasögunni, þau eru að minnsta kosti jafn gömul skáld- sögunni sjálfri. Erótíkin hefur líka verið ofar- lega á blaði síðustu ár og eru jólabækurnar nú engin undantekn- ing á því, nægir þar að geta Þriðju ástarinnar eftir Nínu Björk Árna- dóttur, Skugga vögguvísunnar eft- ir Súsönnu Svavarsdóttur og Dyr- anna þröngu eftir Kristínú Omars- dóttur. En það sem sagnagerð síðustu ára á sameiginlegt í heild sinni er sennilega lamandi lostið sem þær urðu fyrir eftir að kaldastríðinu lauk. Það er stundum eins og heim- urinn, og mennimir í honum, hafi stöðvast við þennan atburð. Höf- undar virðast ekki vita hvemig þeir eiga að bregðast við þessu ástandi; sumir gera græskulaust grín í ein- hvers konar endurmati á „stríðstím- unum“, eins og Einar Kárason í Killian sögunum sem hafa verið lagðar fram til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs, aðrir hverfa inn í sig og skella í lás eins og Gyrðir, Vígdís og fleiri. Einar Már Guðmundsson gerði hvort- tveggja í verðlaunabókinni, Englum alheimsins (1993); kannski er hún táknmynd þessara tíma. Islenskar og erlendar bókmenntakenningar ÁRNI SIGURJÓNS- SON, bókmenntafræð- ingnr, hefur sent frá sér bókina Bók- menntakenningar síð- ari alda, og er hún framhald bókar hans, Bókmenntakenningar fyrri alda, sem kom útárið 1991.ínýju bókinni er fjallað um vestrænar bókmenn- takenningar á tímabil- inu 1500-1900 og er hún sú fyrsta sinnar tegundar á íslensku. „Það hafa verið til viðlíka rit á öðrum málum sem háskóla- stúdentar og aðrir hafa getað nýtt sér, en það er bara ekki völ á svo mörgum slíkum lengur, mörg þeirra eru orðin úrelt. Á yfirlitsritum af þessu tagi er líka oft þjóðleg skekkja, þær eru skrifaðar út frá sjónarhorni sem er okkur framandi eða annarlegt. Það eru líka alltaf að koma fram nýjar kenningar í þessum fræðum sem ég hef reynt að gera skil eftir fremsta megni.“ Árni segir að auk þess að kynna hugmyndir erlendra höfunda um bókmenntir, svo sem Torquato Tasso, Nicolas Boileau, Alexander Pope, Kant, Schiller og Goethe, séu skrif íslenskra höfunda skoðuð á þessu tímabili. „Einn megintil- gangur bókarinnar er að skoða og skilja íslenska arfinn á þessu sviði. Sú umfjöllun felst aðallega í því að skoða hinar íslensku bókmenntakenningar í samhengi við þær erlendu." Aðspurður segir Árni ekki ætlunina að umbylta viðhorfum til einstakra höfunda eða stefna með þess- ari bók heldur leggja grundvöll fyrir frek- ari athuganir. „Það má þó tala um rauðan þráð í bókinni sem er ákveðin togstreita á milli klassisima og Shakespeare. Klassís- istar voru talsmenn þess að höf- undar leituðu í smiðju hinna fornu grisku og rómversku höfunda í skrifum sínum, þannig áttu leik- ritaskáld til dæmis að taka mið af reglunni um einingarnar þijár, verkið átti að búa yfir einingu tíma, rúms og atburðarásar. And- stæðingar klassísista notfærðu sér hins vegar það að Shakespe- are fylgdi ekki þessari reglu í verkum sínum. Það er til dæmis skemmtilegt að á meðan Þjóðveij- ar voru að bijótast undan áhrifum klassísismans — og Frakka — á 18. öld er Shakespeare þeirra aðal vopn, þeirra aðal skáld, þótt undarlegt megi virðast." Bók Arna hefur verið tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaun- anna. Árni Siguijónsson Evrópumaður- inn Ólafur helgi Hefði Ólafur helgi Noregskonungur viljað ganga í Evrópusambandið? spyr Jóhann Hjálmarsson sem gluggaði í nýja bók eftir Lars Roar Langslet. ÓLAFUR helgi Nor- egskonungur er við- fansefni Lars Roar Langslet í bókinni Qlav den Hellige (útg. ' Gyldendal Norsk forlag 1995). Bókin er gefin út í tilefni þess að á þessu ári eru liðín 1000 ár síðan Ólaf- ur helgi fæddist. Hann féll í Stikla- staðaorrustu 1030. í inngangi segir Langslet að enginn Norðmaður hafi skilið eftir sig jafn djúp spor í norskri sögu og Ólafur helgi eða réttara sagt hafi ekki dauði neins Norð- manns orðið jafn afdrikaríkur heima fyrir og erlendis. Þetta gildi um stjórnsýslu, lög, kristna kirkju og þjóðtrú. Um Ólaf kemst Lang- slet svo að orði að ljóst sé að hann hafi verið gæddur afburðagáfum, verið viljasterkur og með opinn hug. Hann hafi ekki verið neinn heimalningur heldur margsigldur, Evrópubúi í sjón og raun. Ólafur kynnti sér menn- ingarstrauma, m.a. í Rou- en og'Kiev. Samkvæmt lýsingu Langslets mætti ætla að Ólafur hefði talað máli Evrópusambandins, væri hann á dögum nú, en ýmsum spurningum um Ólaf Haraldsson lætur Langslet lesendum eftir að svara. íslendingar ekki hrifnir Langslet bendir á að íslendingar hafi ekki ver- ið sérlega hrifnir af Ólafi Haraldssyni því að hann hafi reynt að auka norsk yfirráð og skatt- heimtu á íslandi. íslendingar hafi fremur litið upp til Ólafs Tryggva- sonar. Eitt gerðu þó íslendingar fyrir minningu Ólafs helga. Þeir rituðu um hann sögur. Víkingurinn í honum höfðaði til þeirra, trúmað- urinn ekki. Lars Roar Langslet (f. 1936) hefur samið fjölda bóka um stjóm- Lars Roar Langslet Lífshlaup fyrirsætunnar Ingólfur María Margeirsson Guðmundsdóttir BOKMENNTIR Viðtalsbók MARÍA - KONAN BAK VIÐ GOÐSÖGNINA eftir Ingólf Margeirsson. Vaka- HelgafeU, 1995 - 312 bls. 3.590 kr. NAFN Maríu Guðmundsdóttur hefur um langt skeið verið tengt ævintýrum og landvinningum í fjarlægum deild- um jarðar; fegurðardrottning Islands, fyrirsæta sem piýddi síður stærstu tímarita, kona sem hrærðist í heimi fræga fólksins og varð síðar tískuljós- myndari og starfaði beggja vegna Atlantshafsins. í bókinni María - konan bak við goðsögnina segir hún Ingólfí Margeirssyni frá ævintýrum og sorgum lífs síns, en hvoratveggja hefur hún kynnst í ríku mæli. Ingólfur er sjóaður í ritun viðtals- bóka og það sést í bók hans um Maríu. Hún er mjög læsileg og frá- sögnin drifín áfram af öryggi. Hún er sett upp í fyrstu persónu þannig að María hefur orðið, en svo kemur sögumaður af og til inn með nauð- synlegar tengingar. Bókin hefst á aðdraganda lokasenunnar, þar sem María er á heimili sínu í París, er að fara í viðtal við íslenskt sjónvarps- fólk og hugsar um að hún geti ekki sagt allt í viðtali, geti ekki opnað sig og greint frá staðreyndum eins og því að hún skuli vera ættleidd og frá hrottalegu árásinni sem hún varð fyrir í New York. Þessi fyrsti kafli er svolítið hástemmdur og orða- lagið jaðrar stundum við tilgerð - „Hef ekki mátt til að segja frá löng- um dansi við djöfulinn“ (11), - en síðan hefst frásögnin í næsta kafla á æskuminningum, haldið er áfram í réttri tímaröð og ekki er að sjá annað en María hafi tekið skrefið til fulls og segi frá öllu því helsta sem á dagana hefur drifið. Fyrstu minningar Maríu eru frá Djúpuvík í lok stríðsins, þar sem faðir hennar annaðist rekstur síld- arverksmiðjunnar en hún var eina barn foreldranna. Það er tími sak- leysis en þegar síldin hverfur flytur fjölskyldan til Reykjavíkur og þar splundrast heimur hennar fyrst, við fréttimar af því að hún sé tökubarn. Sextán ára gömul fer María í heima- vistarskóla í Englandi og fínnur þá að útlöndin heilla: Mér leið vel á erlendri grundu, fannst ég eiga heima innan um ólíkt fólk fráýmsum löndum. . . . Hér fann ég glöggt þau takmörk sem lífinu á íslandi voru sett (46). Lýsingar á þátttöku Maríu í feg- urðarsamkeppninni 1961 era lifandi og skemmtilegar og þar sem hún bíður eftir að úrslitin verði tilkynnt og er jafnframt sú eina sem eftir á að ganga í salinn, rennur upp fyrir henni að komið sé að vatnaskilum: Nú er engin leið aftur til þess Iífs sem ég er að segja skilið við. Eg er að ganga til móts við hið óþekkta... Ég stíg inn í nýja veröld (60). Og nú eykst hraði frásagnarinnar þar sem María sogast inn í heim tískusýn- inga og fyrirsætustarfa. Fyrst fer hún til Suður Ameríku að sýna föt, er svo „uppgötvuð" á hárgreiðslu- stofu og fer að sitja fyrir á myndum. Fyrst fyrir Coca-Cola í Ölpunum og svo tekur andlit hennar að birtast í hverju blaðinu á fætur öðru. Inn í frásögnina er fléttað ýmsum ævintýr- um, sögum af samkvæmum og ljúfu lífí, ástsjúkum nautabana og eldri vonbiðlum. Hún tekur upp fyrirsætu- nafnið María Gudy og segist hafa verið heppin: Andlit mitt og vöxtur voru í takt við hina nýju tíma; upp- haf sjöunda áratugarins þar sem grönn og há módel leystu af hólmi kvenlegri fyrirsætur með mýkri vöxt. (103). Lífíð þýtur áfram, Mar- ía vinnur viða um lönd, kynnist Kennedy Bandaríkjaforseta sem býður henni heim en hún þiggur ekki boðið þar sem hún væri aldrei með giftum mönnum, og hún vann með sum- um frægustu tískuljós- myndurum samtímans eins og Avedon og Penn. Astir koma alln- okkuð við sögu, en Mar- ía hafnar þeim manni sem hún unni mest og kemur þar ótti ætt- leidda barnsins við sögu; hræðslan við að verða yfirgefín. Skyndilega er tími módelsins á þrotum og María fer að huga að öðrum störfum; er komin á byijun- arreit að nýju. Þá varð hún fyrir hræðilegri árás í New York, árás sem lagði líf hennar nánast í rúst. Smám saman fer hún þó að takast á við lífíð að nýju og ákveður að gerast ljósmyndari. Fær sér stúdíó og frásögnin af lymsku hennar við að fela kunnáttuleysið í fyrstu fyrir viðskiptavinum er skemmtilegt. En eftirköst árásarinnar eru alltaf til staðar; María er lögð á geðdeild og fer einnig í áfengismeðferð. Eftir allan þennan tíma í heimi þar sem allt snýst um yfirborð, er hún alein í stúdíói sínu í Ameríku, foreldrarnir sem hún hafði svo náið samband við eru látnir og vinir farnir: Heimur tísku og auglýsinga hafði boðið mér upp á stórfenglegt líf. Eg hafði ætt í gegnum veröld glæsimennski, frægðar og peninga. Nú lá ég ein í sióru, dimmu stúdíói. Hin hliðin á sömu veröld (254). Fyrir áratug fluttist María aftur til Frakklands og tókst smám saman að vinna sér nafn þar sem tískuljós- myndari. Hún hafði alltaf haldið íbúð foreldra sinna í Reykjavík en þeim griðastað var ógnað í málaferlum sem spunnust fyrir nokkram árum, þegar hún hætti við gerð fyrirhug- aðrar ævisögu. Þau mál leystust að lokum og í lok bókarinnar kemur leynisaga lífs Maríu; saga upp- runans, saga stúlkunnar sem móð- irnin gaf frá sér og er hún snyrti- lega felld inn í heildarfrásögnina. Ingólfi Margeirsson tekst, eins og fyrr segir, vel að skrá þetta ævin- týralega lífshlaup í letur. Hann áttí löng samtöl við Maríu en hafði enn- fremur aðgang að gífurlegum heim- ildum, þar sem eru um 10.000 blað- síður af dagbókum hennar og á fjórt- ánda hundrað sendibréfa sem fóru á milli hennar og foreldranna. Fyrir vikið tekst honum eflaust betur að ráða í liðna tíma og segja frá samá- atriðum sem ella kynnu að fyrnast í huga viðmælandans. Stíllinn er yfirleitt snarpur og lipur, af og til svolítið upphafinn, en fágætt að rek- ast á slæmar setningar á borð við: Ég flaug til Miðjarðarhafsins ásamt módelum þar sem Gunnar hafði fengið glæsivillu að láni (264), og Valíumið er farið að taka (222). Eins og hæfir frásögn af æviferli fyrirsætu þá eru fjölmargar skemmtilegar ljósmyndir í mynda- köflum bókarinnar og gefa þær henni aukið líf. Lesandinn kynnist þar barninu og fjölskyldunni, fegurð- ardrottningunni og fyrirsætunni. Einn galli við tískumyndirnar er að þær skuli ekki vera merktar ljós- myndurum. Þannig er sagt frá sam- starfi Maríu við Avedon og Penn en ekki sýndar myndirnar sem þeir tóku og heldur ekki sýnd dæmi um tísku- myndir Maríu sjálfrar, sem þó er talað um í textanum. Að sama skapi saknar maður þess stundum að hún tjái sig ekki betur hugsanir sínar um fagið, áhrifavalda og annað slíkt. María - konnn bak við goðsögnina er vönduð viðtalsbók sem veitir les- andanum innsýn í líf og hugsanir konu sem náði langt í sínu fagi en jafnframt eru í llfi hennar djúpir skuggar sem hún greinir hér frá. Vandað er til verka við hönnun bók- arinnar og allan frágang. Þá er kápan sérlega stílhrein og falleg með myndir Gunnars Larsens á forsíðu og Peters Beards á baki; fyrstu blautbolsmyndina eins og fyrirsætan kallar hana. Einar Falur lngólfsson Nýjar bækur • ÚT er komin bókin um Frans í flokknum Litlir lestrarhestar. Bókin heitir Astarsögur af Frans og er eftir Cristine Nöstlinger, myndskreytt af Erhard Dietl. „Frans er alltaf jafn úrræða- góður og hugmyndaríkur. Hér kemur hann stóra bróður sínum til aðstoðar þagar hann verður ástfanginn og fyrr en varir verður Frans ástfanginn sjálfur.“ Útgefandi Mál og menning. Jórunn Sigurðardóttir þýddi bók- ina. G.Ben. Edda prentstofa hf. prentaði, Næstgerði kápu. Bókin kostar 990 krónur. Tímarit • SMÁPRENT Örlagsins, 6. hefti, er komið út. Líkt og í síð- ustu heftum flytur Smáprentið les- endum sínum örleikrit úr flokkn- um Stríðum, vinnum vorriþjóð eftir Kjartan Árnason. Að þessu sinni eru verkin tvö. Hið fyrra, Álit, birtist í Les- bók Morgunblaðs- ins á síðasta ári, en er hér prentað með smávægileg- um breytingum. Seinna verkið, Pont du Ciel, er nýlegt o g hefur Kjartan ekki birtst áður. Arnason „Bæði bregða verkin upp svip- myndúm af vígahug mannkindar- innar og sérkennilegum aðstæðum sem þessi hugur skapar," segir í kynningu. Rósa Halldórsdóttir, 16 ára myndlistarkona í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, hefur lagt Smáprentinu til myndverk af þessu tilefni. Smáprent Örlagsins kemurnú út íannaðsinn á þessu ári, en með útkomu þess lýkur útgáfu á ör- verkum úrflokknum Stríðum, vinnum vorriþjóð. Smáprentið er í brotin uA6,er 12 síður og kostar 150 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.