Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 B 11 Heimir eftir Þorvarð Hjálmarsson Saklaus sál í flærð- arfullum heimi ÞETTA ER saga um sakleysi ein- stakling's og flærð heimsins," segir Þorvarður Hjálmarsson um skáldsögu sína, Heimi. „Þetta er saga Heimis, manns sem elst upp í þorpi út á landi með þá trú að heimurinn sé í eðli sínu góður. Við fylgjum hon- um í gegnum æskuárin og er textinn einfaldur í byggingu og stíl þann hluta sögunnar. Textinn verður svo flóknari þegar Iíð- ur á söguna og Heimir eldist og kynnist flærð heimsins bet- ur. Hann kynnist furðufugl- inum Hormón Mormón, sem er uppfullur af trúarlegum hugmyndum um tilveruna og heiminn, hugmyndum sem Heimir tileinkar sér síðar þeg- ar hann verður sjálfur fyrir áfalli.“ Aðspurður seg- ir Þorvarður að Heimir sé nokkurs konar Jesúgervingur, „en hann er það án þess að vita af því. Sagan fjallar kannski um það hvernig flærðar- fullur heimur hef- ur áhrif á sakleysi sálarinnar. Það fer fram mikil innri barátta í Heimi, barátta milli góðs og ills, ef svo má segja.“ Þorvarður seg- ist hafa reynt að skrifa söguna í eins látlausum stíl og hann gat. „Frásagnarhátturinn er einfaldur framanaf en verður margbrotnari þegar á líður sögu.“ I kynningartexta að bókinni segir Guðjón S. Björg- vinsson: „Bókin er stílhrein og einkennist af frásagnarþörf, þar sem höfundur nýtir sér dramatík, leiftrandi húmor og hárbeitt háð, til að varpa ljósi á viðfangsefni sitt og lýsa því.“ Þorvarður Hjálmarsson Heimir HANN svipti pappaspjaldinu ofanaf sér og náði taki á ösku- tunnubrún og vó sig upp af veik- um mætti. Stóð valtur á fótunum og svimaði. Langaði til að æla en gat það ekki. Bölvaði heimsku sinni og fljótfærni í hljóði, dust- aði af sér mesta snjóinn og skjögraði útúr portinu. Yfir göt- una og niður Klapparstíginn og tók stefnuna inn Lindargötuna. Andaði léttar þegar hann sá ljós- ið í glugganum, fikraði sig upp tröppurnar og studdi á hnappinn. Hvellur bjölluhljómurinn ómaði en andartak var eins og allt stæði kyrrt. Heimurinn biði átekta hvert áframhaldið yrði, en þá tiplaði einhver skuggamynd á tánum framí forstofuna, hljóð- lát eins og engill sendur af Guði. Hann svimaði enn þegar hún opnaði hurðina. Gat ekki stunið upp orði en hafði aldrei orðið eins glaður og feginn á ævi sinni. Lífið heilsaði honum opnum örmum. Nú efaðist hann ekki lengur. Hræddist ekki neitt lengur. Var viss í sinni sök. Einhvern daginn, þegar enginn sér til, mun það góða sigra hið illa. inni er bent á að það sé eins og samfélagið og stjórnvöld geri ráð fyrir því að karlmenn gangi fyrir gegndar- lausri vinnukvöð og konur að sama skapi fyrir gegndarlausri ábyrgðarkvöð til þess að íjölskyldan ráði við þau verkefni sem henni eru ætluð. I fyrsta kafla bókar- innar ræðir Sigrún Júl- íusdóttir almennt um ólíkar gerðir fjöl- skyldna og áhrif skiln- aða á börnin og foreldr- ana. Hér er miklu efni komið til skila á aðgengilegan hátt og Sigrún styðst bæði við eigin og annarra rannsóknir á aðstæðum íslenskra fjölskyldna og vitnar einn- ig til sambærilegra erlendra rann- sókna. Greinilegt er að höfundur hefur mikla reynslu sem félagsráð- gjafi á þessu sviði. Fyrir þá sem fælast tölfræði og töflur má fá mikið út úr því að lesa þennan kafla og lokakafla bókarinnar þar sem niðurstöður könnunarinnar eru dregnar saman og lagt út af þeim. I könnuninni er komið inn á fjöl- mörg atriði og nákvæmlega greint frá niðurstöðum í 62 töflum. Aftast er ítarlegur heimildarlisti sem nýtist áhuga- og fagfólki á þessu sviði vel. Við skilnað er það oftast móðirin sem fær forræði yfir barninu og það kemur í ljós að einstæðar mæður verða að vinna meira en aðrir, auk þess sem ábyrgðin á uppeldinu er mest á þeirra herð- um. Feðurnir eru yfir- leitt óánægðir með skertan hlut sinn í ábyrgðinni, en telja samt sem áður að um- gengnin við börnin sé nokkuð góð eins og hún er. Sjálfsímynd þeirra bíður hnekki við að missa forræðið, en þeir virðast almennt ekki líta svo á að aukin umgengni við börnin bæti þeim upp skað- ann. Mikilvægi tengsla barnanna við föður er hins vegar ótvírætt samkvæmt rannsóknum og reynslu meðferða- raðila. Stjúpfjölskyldan verður æ algengari vegna þess að um tvö af hveijum fimm hjónaböndum enda í skilnaði og meirihluti fráskilinna tekur aftur upp formlega sambúð og myndar þannig nýja fjölskyldu. Það er ljóst að fjölskyldan í sinni breytilegu mynd er gríðarlega mik- ilvæg stofnun í þjóðfélaginu, en það er hægt að styrkja þær fjölskyldur sem lenda í hremmingum af ýmsu tagi með ráðgjöf og meðferð. Þetta kver er frábært innlegg í þá við- leitni að efla skilning á stuðningi við barnafjölskyldur, og höfundar þess og Félagsvísindastofnun Há- skóla Islands, sem sá um fram- kvæmd könnunarinnar, eiga sér- stakar þakkir skildar fyrir framlag s*^' Pétur Pétursson Sigrún Júlíusdóttir Að vísu er það dapurlegt, en þannig’ er lífið alltaf BÓKMENNTIR Skáldsaga FEGINN MUN ÉG FYLGJA ÞÉR eftir Gore Vidal. Björgvin G. Kemp þýddi. Skerpla 1995 — 208 síður. 1.980 kr. MERKINGARHEIMUR rómön- sunnar byggist öðru fremur á ferðalaginu, þrautagöngunni sem leiðir hetjuna frá skorti til full- nægju, í sögulok fallast hetjan og viðurkennd skipan samfélags í faðma. Hin fullkomna hamingja í lok sögu er ekki ódýrt bragð af hálfu höfundar heldur á hún rætur í formgerð rómönsunnar, er yfir- lýsing um eðlilegt ástand í samfé- lagi manna. Oviðunandi ástand í mannheimi er leiðrétt, andstæður leysast upp, heimurinn getur hald-. ið áfram að snúast, hann hefur verið gæddur samhengi sem ekki verður frá honum tekið. Skáldsagan opnar þennan fast- mótaða merkingarheim upp á gátt, dregur hetjuhugsjón hinnar miklu hefðar í efa og gefur möguleika á persónulegri túlkun. Tvíhyggja riddarasögunnar þar sem gott og illt takast á er leyst upp - hetjan er allt eins líkleg til að vaða í villu og svíma, líkt og í Don Kíkóta eft- ir Cervantes, sem margir fræði- menn tekja fyrstu skáldsöguna. Veruleiki skáldsögunnar er ekki óhjákvæmilegur heldur aðeins einn möguleiki af mörgum. Sögulega skáldsagan Feginn mun ég fylgja þér eftir bandaríska rithöfundinn Gore Vidal, sem Björgvin G. Kemp hefur þýtt, byggir á rómönsuhefð- inni, og vinnur á margan hátt skemmtilega úr henni. Hún segir frá franska trúbadúrnum Blondel af Néel og viðskilnaði hans við Ríkharð Ljónshjarta Englandskon- ung á heimleið þeirra úr krossferð frá Landinu helga í lok tólftu ald- ar. Lýst er handtöku Ríkharðs og tilraunum Blondels til að ná á hans fund þar sem hann dvelur í haldi keisara Hins rómverska keisara- dæmis í Þýskalandi um tveggja ára skeið. Trúbadúrinn ferðast milli kastala með gígju sína í kunnug- Gore Vidal í romonsu- legu umhverfi riddara- sagnanna í mið-Evr- ópu, kveður ástar- söngva við hirðir, hittir risa og vegur dreka á ferð sinni um kaldrana- lega álagaskóga þar sem trén eru óvinveitt- ur draugaher undir stjörnuhimni. Hann eignast að lokum ungan félaga, Karl, sem slæst í för með honum til Englands þar sem or- ustan milli Ríkharðs og bróður hans Jóhanns fer fram við Notting- ham. Þetta er skáldsaga formi. Höfundurinn vinnur mark- visst með bókmenntahefðina og notar skáldsöguformið til að setja spurningarmerki við stríðsbrölt, enda sagan skrifuð fimm árum eft- ir að hiidarleik síðari heimstyijald- arinnar lauk. Ríkharður berst ekki við Serkina í Palestínu af hugsjón heldur sjálfum sér ti! skemmtunar og í því skyni að komast yfir fé. Hugmyndafræði krossferðanna er einnig dregin mjög í efa og á þann hátt ræðst sagan til atlögu við fast- mótaðan merkingarheim rómöns- unnar þar sem gott og illt er vand- lega aðskilið og orkar aldrei tví- mælis. Rauður þráður sögunnar er þó samband Blondels og Ríkharðs, skálds og konungs, samband sem einkennist í senn af væntumþykju og kvíða, lotningu og ótta. Trúbad- úrinn fylgir konungi sínum í blindni, helgar honum líf sitt í ótta- blandinni aðdáun, þótt deila megi um hvort hann uppskeri í réttu hlutfalli við það sem hann sáir: „Já, stundum bar það við að Rík- harður gaf honum gaum og vegna þeirra stunda og þeirra sem fram- tíðin bæri í skauti sér mundi hann aldrei sjá eftir leit sinni að honum og öllum þeim tíma sem það tók“ (164). Samband þeirra speglast síð- an að vissu marki í vináttu Blond- els og Karls, að því leyti til að hinn ungi Karl er tilbúinn til að fylgja skáldinu fræga hvert sem er, en munurinn liggur í þeirri áherslu sem sagan leggur á friðsamlegt lí- ferni í faðmi náttúrnnar, þegar þeir eru annars vegar, öfugt við þann ófrið sem jafnan fylgir Rík- harði: „Jafnvel Rík- harður, þungamiðja alis, varð að víkja og ekkert komst að nema líðandi stund, ylurinn, svalinn, blómailmur- inn, gjálfrið í ánni, [...]“ (184). í augum Biondels er Karl tákn- mynd glataðrar æsku. Vidal notar hið forna bókmenntaform til að tjá eilíf sannindi skáldskaparins: hver- fulleikann. Á vígvell- inum við Nottingham í lok sögunn- ar stendur Blondel frammi fyrir glataðri æsku; hlífðarlaus fyrir ell- inni hverfur hann inn í skuggann af sjálfum sér. Vonbrigðin eru þannig einkenni skáldsögunnar, hetjan neyðist til að horfast í augu við veruleikann, hún hefur lært af reynslunni, öfugt við hetju rómön- sunnar. Feginn mun ég fylgja þér er afar athyglisverð skáldsaga, þótt ekki sé hún gallalaus. Frásögnin er ljóðræn, martraðarreið Blondels líður hægt um draugalegt landslag - blóðdröfnótt ryk og hauskúpu- hæðir. Einn stærsti galli hennar er hins vegar sá að ekki tekst nægilega vel að seiða fram hinn eldforna tíma, gera hugsun mið- aldamanna trúverðug skil. Afleið- ingin er sú að sögumaðurinn fjar- lægist viðfangsefnið, þekking mið- aldamanna er á stundum gerð hjá- kátleg í stað þess að reynt sé að glíma við hana á hennar eigin for- sendum og gera hana að þungam- iðju frásagnarinnar. Hinn ljóðræni þáttur frásagnar- innar skilar sér oft á tíðum prýði- lega í þýðingunni, sem þó er ekki hnökralaus. Orðaröðin er allvíða í anda frumtextans og hefur ekki verið nægilega aðlöguð íslensk- unni, og sumstaðar eru beygingar- villur sem varpa skugga á það sem annars er vel gert. Prentvillur eru fleiri en góðu hófi gegnir og er það bagalegt þegar um jafnágæta bók er að ræða. Eiríkur Guðmundsson Að éta krít A plánetunni Jörð PEÐ Á plánetunni Jörð er heitið á nýrri unglingasögu Olgu Guðrúnar Árnadóttur. Sagan er samtímasaga og fjallar um stúlku á 15. ári, ævintýri hennar í daglega lífinu, samskipti við foreldra og vini og að sjálfsögðu er ást- in með i spilinu. „Ég hef verið að lesa upp úr sögunni fyrir unglinga á þessum aldri í skól- um og hún virðist _ falla vel í kramið. 1 bókinni held ég mig við tungu- tak unglinga, enda er sögumað- urinn 14 ára, en ég reyni þó eftir megni að auðga málið, t.d. með nýjum likingum. Aðspurð segist hún varast formúlur í sagnagerð enda sé nóg til af bókum sem eru samd- ar útfrá fyrirfram gefinni upp- skrift. Hún kveðst vinna út frá sömu forsendum hvort heldur hún skrifar fyrir börn eða full- orðna, þ.e. að reyna að skapa lifandi bókmenntir sem endast lengur en jólavertíðin. - Fylgist þú með bókmenntum fyrir börn og unglinga í nágrannalöndun- um. Er munur á því hvernig skrifað er fyrir þann aldurs- hóp þar miðað við hér á landi? „Ég reyni að lesa eins mikið af er- lendu efni og ég get og legg mig talsvert eftir því að fylgjast með. Ég vildi sjá íslenska höfunda fá tækifæri til að fást við tímafrekari verkefni, t.d. sögu- legar bókmenntir. Það er þó nokkuð mikið af skrifum af því tagi i nágrannalöndunum enda er þar víðast búið betur að barnabókahöfundum en hér. I bókinni minni reyni ég að birta mynd af þeim raunveru- leika sem unglingar í dag búa við og skemmta þeim um leið enda hafa krakkar mjög gaman af að lesa um aðstæður sem þeir kannast við og sjá þær jafnframt kannski í svolítið nýju ljósi,“ sagði Olga Guðrún að lokum. SKAPIÐ er ekki upp á það allra besta hjá foreldrum mínum þessa dagana. Það kom nefnilega í ljós enn eina ferðina að Visa-reikning- urinn var ekki í neinu samhengi við greiðslugetuna, og hita-, raf- magns-, síma-, sjónvarps-, náms- lána- og húsbréfareikningarnir höfðu ekki flögrað út í banka og borgað sig sjálfir heldur lágu í bunkum uppi á ísskáp og söfnuðu þar dráttarvöxtum og ryki. Nú er mamma farin að hóta að gefa öllum heimapijónaða lopavettl- inga í jólagjöf og pabbi sökkvir sér langtímum saman niður í matreiðslubókina Hundrað ódýrar leiðir til að matreiða hakk. í gær læsti hann krítarkortið oní skúffu og bað mig að fela lykilinn einhvers staðar þar sem hann fyndist aldrei framar. Eftir nokkra daga kemur hann svo til mín með skottið lafandi og grát- bænir mig um lykilinn til að geta keypt í matinn af því að allir peningarnir hafi farið í skuldir. Og þar sem mig langar auðvitað ekkert til að svelta í hel dreg ég lykilinn upp úr nærbuxnaskúff- unni og fjölskyldan heldur áfram að éta krít. Þegar ég er orðin fullorðin ætla ég að safna pening- um í gamlan sokk og aldrei kaupa neitt nema ég eigi örugglega fyr- ir því. Olga Guðrún Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.