Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Köttur eða kanína BÓKMENNTIR Barnabók KANÍNUSAGA Saga: IUugi Jökulsson. Myndir: Mar- grét E. Laxness. Forlagið, 1995-32 s. ÆVINTÝRI Illuga Jökulssonar af kettinum og kanínunni er sögð eins og hefðbundið ævintýri í stíl Grimms eða H.C. Andersens. Sagan hefst á lykilorð- unum: Einu sinni var... og lesandinn veit að hann er á leið inn í ævintýri þar sem allt getur gerst. í lok sög- unnar fáum við lærdóm ævintýrsins, skýringu á því af hveiju kettir leika sér að músum áður en þeir éta þær. Ævintýrið er snjallt, - skemmtileg flétta þar sem söguhetjunni, sem liggur makindalega í holu sinni, er skyndilega hrint út í ólgusjó vaf- ans. Hver ert þú í raun og veru? Sagan gefur í skyn að það sé alls ekki svo erfitt að skaka svo sjálfsmynd hvers og eins að hann efíst um hver hann sé í raun og veru. Ævintýrið sýnir líka að einstakling- urinn er tilbúinn að taka á sig það gervi sem honum er þröngvað til - og að hann geti aðlagað sig nýju hlutverki þrátt fyrir allt. Myndimar í bókinni eru svart-hvít- ar og mjög vel gerðar. Lesandinn fær ekki að sjá söguhetjuna í upphafí sögunnar, ekki fyrr en gesturinn er kominn vel á veg með að sanna mál sitt og þá er augljóst hvers kyns er. Svipbrigði músa og fugla sem skreyta síðumar em mjög skemmti- leg og gefa líka tilefni til umræðna. Sagan hentar best til upplestrar fyrir yngstu börnin. Textinn er of langur og þéttur og of smátt letur til að yngstu lesendurnir ráði við hann en hann er fallegur, kraftmikill og ekkert bamamál frem- ur en gömlu ævintýrin voru. Þetta er ein af þeim sögum sem em gulls ígildi fyrir for- eldra til að lesa fyrir bömin sín. Efni hennar er hægt að lesa sem hreint ævintýri en eins og öll góð ævintýri hefur það líka boðskap, heimspeki sem hægt er að nota til að ræða lífíð og tilvemna við lítil böm. Sigrún Klara Hannesdóttir Illugi Jökulsson Við lifum í þessum heimi Söngvar um lífið. Ljóð 1958-1988 eftir Jón frá Pálmholti er endurskoðuð heildar- útgáfa á ljóðum hans frá þessu tímabili. Þýðingar eru í sér- stökum kafla. Fyrsta ljóðabók Jóns frá Pálmholti, Okomnir dagar, kom út 1958. Síðan hefur hann sent frá sér tíu ljóðabækur auk ann- arra verka. Mitt ríki er af þess- um heimi heitir fyrri hluti bókarinnar og sækir heiti í minningaryóð um Julian Grimau sem birtist í Blómum við gangstíginn (1967). Jón segist hafa sleppt mörgum ljóðum þeirrar bókar, en þetta (jóð standi fyrir sínu að hans áliti: „Við lifum í þessum heimi. Það er ekki þar með sagt að einhverjir aðrir heimar geti ekki verið til. En þetta er minn heimur.“ - Ein bóka þinna nefnist Hendur borgarinnar eru kaldar (1961). Annars eru yrkisefni þín sígild, ástin og náttúran áber- andi. Þú yrkir þó töluvert um andstæðurnar borg-sveit og leitar til bernsku þinnar. „Ljóðin í bók- inni sem þú nefndir eru ljóð síns tíma. I ljóð- um mínum er til- finning manna sem fara frá sín- um upprunastöð- um. Gert hefur verið of mikið úr þeim mun sem er á borg og sveit. Kynslóð mín lenti í breytingum.“ - Var framandi að koma til borgarinnar úr sveitinni? „Það var öðru vísi líf á þeim tíma en maður hafði vanist. Hér voru önnur sjónarmið sem voru framandi. Maður kom úr skipu- lögðu bændasamfélagi í veiði- mannasamfélag. Það er vissu- lega munur á hugsunarhætti bændasamfélags og útgerðar- samfélags." - í Ijóðum þinum er líka tog- streita í formi, annars vegar frjálst form og hins vegar hefð- bundið. „Menn töluðu um byltingu Jón frá Pálmholti Nútíð Vindurinn gnauðar við gluggann. í Ijóðrænum efa ég lít yfír gengna slóð en lifi í nútíð. Gaumgæfí framtíðarferð. Finn í kringum mig skuggann og festi á blaðið Ijóð. Vindurinn gnauðar við gluggann. Blek mitt er blóð. Jón frá Pálmholti y'óðformsins. Mér finnst frekar rétt að tala um þróun og held að það hafi ekki verið ætlunin að bylta ljóðinu í eitt skipti fyr- ir ÖU. Eftir nokkurt hlé á ljóða- gerð byrjaði ég aftur á hefð- bundnu formi. Það eru viss ferli hjá mér og ég reyni að tengja þau saman í úrvalinu. Eg valdi ljóðin sjálf- ur og sá ekki ástæðu til að hafa þetta stærri bók.“ Útgefandi er bókmenntafé- lagið Hringskuggar. Bókin er 232 síður, prentuð og unnin í Skákprenti. íkilju kostarhún 739 krónur, 500 krónur á fé- lagsverði. Bókin er fáanleg inn- bundin ogkostarþá 1.478 kr., 1.000 krónur til félagsmanna Hringskugga. Nýjar bækur • ÚT er komin ný barnabók, Ævar á grænni grein, eftir Ið- unni Steins- dóttur. „Hér segir frá Ævari, litl- um, íslenskum dreng sem býr í útlöndum með pabba sínum og mömmu, afa og ömmu. Og það er ekki eintóm sæla! Ævar er hugmyndaríkur snáði sem lendir í ýmsum ævintýr- um og gerir ótal skammarstrik, stundum leiðist honum og stund- um er gaman, en hann er líka bara vernjulegur strákur og dálítið kenjóttur eins og gengur." Útgefandi er Iðunn. Bókina prýðir fjöldi mynd eftir Gunnar Karlsson, sem jafnframt gerði kápumynd. Ævar á grænni grein er 115 blaðsíður, prentuð í Prentbæhf. Verð bókarinnar er 1.680 krónur. Iðunn Steinsdóttir • ÚT ER komin bókin Hvað nú? eftir Hallfríði Ingimundardótt- ur. Þetta er fyrsta bamabók höf- undar en áður hefur hún sent frá sér ljóðabækur. „Stefán er venjulegur strákur o g oftast í góðu skapi. En eftir að foreldrar hans slitu samvistum leið honum ekki vel. Skilnaður er sár, en stundum eina lausnin og öllum líður betur þegar hann er af- staðinn. Stefán ,, „ tekur líka brátt . . Ingimundar- gleði sma á ny. dóttir Hann á enn bæði pabba og mömmu þó að þau búi ekki lengur saman.“ Hér er á ferðinni samlestrarbók fyrir böm og foreldra sem standa í líkum spomm og Stefán og fjöl- skylda hans. Útgefandi Mál og menning. Bókin er 113 blaðsíður, prentuð hjá Scandbook íSvíþjóð. Alda Lóa Leifsdóttir gerði kápu. Bókin kost- ar 1.490.kr. Fróðleikur um Hj örleifshöfða BOKMENNTIR Þ jóðfræði HJÖRLEIFSHÖFÐI Myndir og minningar. Frásögur eftir Kjartan Leif Markússon. Halla Kjart- ansdóttir tók saman og ritaði for- mála. Þorlákshöfn 1995,68 bls. FARI maður austur Mýrdal- sand blasir Hjörleifshöfði við sunnarlega á miðjum sandi. Líkt er mér eflaust farið og mörgum öðrum sem þarna hafa átt leið um að hafa langað til að ganga á Höfðann og skoða hann vel í fylgd með staðkunnugum. Af því hefur þó ekki orðið. En nú er leið- sögumaðurinn að minnsta kosti fundinn. Þægilegt er að stinga í vasann litlu og snotru kveri sem hefur að geyma átta frásögur eftir Kjartan Leif Markússon. Höfundurinn fæddist í Hjörleifs- höfða árið 1895 og dvaldist í Höfðanum til ársins 1920. Þá fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni að Suður-Hvammi í Mýrdal og bjó þar síðan. Kjartan lést árið 1964. Kjartan Leifur var fróðleiks- maður og „skrifaði niður það sem honum þótti eftirminnilegt og taldi rétt að geymna það á prenti, hann gerði líka nokkuð af ljóðum og lausavísum, en því miður hélt hann kveðskapnum lítið saman ... flest af því sem hann skrifaði og geymst hefur er mjög tengt Hjör- leifshöfða og lífinu þar.“ Dóttir . Kjartans, Halla, ritar ítarlegan og fróðlegan inngang að greinum föður síns. Þar er góð lýsing á Hjörleifshöfða ásamt helstu ömefnum, búsetu þar og lífi manna. Talið er að búið hafi verið í Hjörleifshöfða allt frá landnámsöld og til ársins 1936, en þá lagðist jörðin í eyði. Árið 1721 varð mikið Kötluhlaup, „e.t.v. það mesta sem sögur fara af, þá stóð bærinn fyrir neðan Höfðann og var þar þá, að því að talið er, nokkuð grasi gróið undirlendi...“ Hlaup þetta eyddi bænum og þegar hann var byggður á ný var það uppi á Höfðanum og hefur hann verið þar síðan. Hjörleifshöfði var fyrrum mikil jörð, „ekki minna en 7500 hektarar lands, sem er sandur". Undir hana heyrir og Hafursey sem „var besta beitiland í Mýrdal, meðan hún var skógi vaxin“. En miklar hafa verið búsifjar Kötlu gömlu, fyrst 1721, síðan 1823, 1860 og 1918. Sá fyrsti af ættmennum Kjart- ans er gerði bú í Hjörleifshöfða var Loftur Guðmundsson er þar bjó 1832-1856. Þá tók við búi Markús sonur hans og bjó þar uns hann andaðist árið 1906. Markús var hinn mesti merkismaður, mik- ill bóndi og höfðingi og ritfær fróðleiksmaður. Hann ritaði merkt rit umn jarðelda. Eftir Markús bjó ekkja hans ásamt börnum sínum og seinna manni. Um allt þetta og miklu fleira má fræðast af formála þessa kvers og greinum. Greinarnar átta eru skrifaðar á árunum 1918-1963. Sú elsta er lýsing á Kötluhlaupinu 1918. Kjartan horfir á þetta ógnarhlaup ofan af Höfðanum. Er það áhrifa- mikil lýsing. Forvitnileg ergreinin Bæjarstæðin þijú í Hjörleifshöfða. Þar sýnir höfundur fram á hvar bærinn stóð fram að hlaupi 1721, sennilega allt frá landnámsöld. Þar hefur þá líklega skáli Hjörleifs verið. Lýs- ing hans er svo ná- kvæm að ferðamaður á að geta fundið staðinn þó að allt sé nú löngu sandi hulið. Kötluklettur heitir smágrein. Það nafn gaf höfundur bjargi einu miklu, um 1 km austan Höfðans, sem hann telur víst að hafi borist í Kötluhlaupinu 1918. Kannski gef- ur þetta bjarg manni betri hug- mynd en annað um hvílíkur fimb- ulkraftur hefur verið að verki. Bjargið er 5 m hátt upp úr sandi og hann ætlar að það vegi vart minna en tvö þúsund tonn. Fýla- veiðar í Hjörleifshöfða er fróðleg og skemmtileg grein. Smágrein nefnist Afi og amma. Þar segir frá búskap og lífskjörum Lofts Guðmundssonar og konu hans, Þórdísar Markúsdóttur. í annarri grein segir höfundur skemmtilega frá nokkrum Álftveringum og í lokagreininni er eins minnst sér- staklega, Benedikts skálda. Ritstöf þessa mýrdælska bónda eru lítil að vöxtum sé allt hér saman komið. Það er meira en lítið leitt, því að ágætlega var hann ritfær, sagði vel frá og rit- aði íslensku eins og hún gerðist best. Þakkarvert er að greinum þessum skuli nú hafa verið safnað saman í eitt kver ásamt með hin- um prýðilega formála. Sigurjón Björnsson Kjartan Leifur Markússon Nýjar bækur Steinar J. Lúðvíksson. Bók um Miðfjarð- ará Út er komin bókin Miðfjarðará, eft- ir Steinar J. Lúðvíksson yfírritstjóra bóka- og blaðaútgáfunnar Fróða sem gefur bókina út í samvinnu við Veiðifélag Miðfjarðarár. í formála bókarinnar kemur fram að vinnsla bókarinnar sé búin að standa yfir í árabil og að margir aðilar hafi lagt hönd á plóginn við gerð hennar. Þá stendur í formála að bókinni sé ætlað að vera almenn leiðsögn veiðimanna, sem leggja leið sína í Miðfjörð, og eigi ekki aðeins að veita þeim fræðlsu um ána og veiðar í henni, heldur einnig ágrip af sögu héraðsins, veiðifélags Mið- fírðinga nytja árinnar fyrr á tímum og um jarðir og ábúendur í sveitinni. Bókin Miðfjarðará skiptist í sjö meginkafla og er sá efnismesti sá er fjallar um árnar sem við sögu koma. Er þar lýst á þriðja hundrað veiðistöðum og frásögnin krydduð hagnýtum upplýsingum og veiðisög- um. Bókin er 158 blaðsíður í stóru broti og eru í henni auk texta fjöl- margar myndir, flestar eftir Gunnar Gunnarsson og Rafn Hafnfjörð. Hún var prentuð í G. Ben Edda Prent- stofu hf og kápuhönnun var í hönd- um Argus-Örkin. Verð bókarinnar er kr.3.990 m/vsk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.