Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Úrval þjóðsagna BÓKMENNTIR íslenskar þjöðsögur ÁLFAR OG TRÖLL Ólína Þorvarðardóttir ritaði formála og bjó til prentunar. Bóka- og blaða- útgáfan 1995,176 bls. FYRST þegar ég frétti af útkomu þessarar bókar fannst mér lítið til um. Var einhver þörf á þessu? Öll helstu þjóðsagnasöfnin til í vönduð- um útgáfum. Úrval þjóðsagna hefur verið gefið út nokkrum sinnum og ber þar hæst stórgott úrval Sigurðar Nordals. Var og líklegt að nú kæmi einhver að færa fram meiri og bet- ur tilreidda fræðslu en þeir höfðingamir Einar Ólafur og Sigurður Nordal? En ég hóf lestur formálans (Formáli er tæpast rétt orð, því að þetta er mikil ritgerð á 29 þéttprentuðum síð- um) og varð dálítið undrandi. Fyrir utan það að hann er snilldar- vel ritaður kvað hér við nýjan tón. Gömul klisja er að þjóðsögumar séu ekki síst merkilegar vegna þess að þær eru spegill þjóðlífsins eða þjóðarsálar- innar. Einhver snillingurinn hefur látið sér detta þetta í hug. Hins veg- ar hefur einatt láðst að geta þess hvað á að sjást í þessum merkis- spegli. í formála sínum leitast Ólína Þorvarðardóttir við að sýna okkur í þennan spegil._ Innsæi hennar og næmi er gott og mikið. Henni tekst einnig annað að ég hygg: að fá le- sandann til skilja þjóðsögur og njóta þeirra án þess að þurfa að trúa þeim. Þær verða leikur hugarflugsins eins og þær eiga að vera. Formálinn er í tveimur aðalþátt- um eins og úrvalið: álfasögur og tröllasögur. Hvor þáttur skiptist svo í marga smærri. Er öll umfjöllun efnis mikil og ítarleg og vel eru dregin saman öll meginefni þessara sagna. I fjöl- mörgum neðanmáls- greinum eru fræðileg atriði og álitamál einatt reifuð og vísað dyggi- lega til heimilda. Og þá eru það þjóð- sögumar sjálfar. Höf- undur segist hafa valið úr „hópi 787 þjóðsagna þar sem álfar, tröll og aðrar vættir koma við sögu“ (535 álfasögur, 216 tröllasögur og 36 ævintýri). Af heimilda- skrá er að sjá að valið hafí verið úr einum tólf þjóðsagna- söfnum og a. m. k. ein saga hefur ekki verið prentuð áður. Höfundur segist hafa „leitast við að birta hér sögur frá sem flestum landshlutum". í lokaorðum formála er greint frá því hvaða sjónarmið hafa verið höfð að leiðarljósi við valið. Mér telst til að í úrvalinu séu alls 81 saga, þ. e. 41 álfasaga, 2 sæbúasögur, 35 tröllasögur og 3 ævintýri um tröll- skap. I hveijum flokki em sögur greindar sundur í yfirflokka, undir- flokka og loks em einstakar sögur með sínum títli. Á eftir hverri sögu er heimildar getið og greint er frá því hvort sagan er prentuð orðrétt eða hvort henni hefur verið breytt líillega (einkum stafsetningu og greinarmerkjum). Flestum sögum fylgja nokkrar skýringar neðanmáls. Ekki get ég neitað því að mér hnykkti dálítið við þegar ég las sum- ar skýringanna. Getur verið að les- endur séu nú komnir svo langt burt frá íslensku máli að þörf sé á að skýra orð eins og flór (í fjósi), elda aftur (afturelding), að ganga með- fram (um barn), smástraumsflæðar, sæti (hey), þeyr, ráðahagur, barns- þykkt o.s.frv? Mér varð hugsað til þess að ef skýra þarf fyrir íslending- um orð sem þessi fari líklega að styttast í það að þeir lesi ekki móður- mál sitt nema með orðabók. Um val þjóðsagnanna hef ég fátt að segja. Eg býst varla við að tveir menn myndu velja 81 sögu úr 787 sögum á sama hátt. En nóg er að segja að ég naut þess að lesa þessar þjóðsögur. Enda þótt ég hafí lesið flestar þeirra oft áður, sumar alveg frá því að ég var strákur, höfða þær alltaf jafnmikið til mín. Tel ég víst að svipað sé um aðra. Það er eins og að hitta gamla og kæra vini á fömum vegi. Bók þessi er fallega útgefín og vel frá henni gengið á alla lund. Auðséð er einnig að fagmaður hefur um vélt. Ólafur Jóhannesson hefur myndskreytt bókina. Myndir hans eru vel gerðar og skemmtilegar. í bókarlok er heimildaskrá og sundurliðuð skrá yfír nöfn, staði og örnefni svo og atriðisorð. Sigurjón Björnsson. Ólína Þorvarðardóttir Uppgjör sögnmanns ÚT ER komin bókin Stúlkan með Botticelli-andlitið eftir William D. Valgardson. Bókin kom út í Kanada 1992 og vakti mikla athygli. Sagan fjallar að hluta um leit sögumanns að stúlku sem hefur horfíð við dul- arfullar kringumstæður. „En annað meginþema sögunnar er uppgjör sögumanns við sjálfan sig, hjóna- band sitt og lífemi öll fullorðinsárin ásamt minningum og minningabrot- um sem hægt og bítandi skerpa ein- kenni sögupersóna og skýra breytni þeirra," segir í kynningu. William D. Valgardson sleit bamsskónum á þeim sögufræga stað, Gimli, þar sem fyrstu íslensku landnemarnir tóku sér bólfestu 1876. Langafi hans, Ketill Val- garðsson, kom 18 ára , gamall af Snæfellsnesi ásamt föður sín- um, Valgarði Jóns- syni, og settist að í Nýja íslandi 1878. Sonur hans var Sveinbjörn H. Valgardson, kunnur smiður og aflakló. Faðir skáldsins, Alfred H. Valgardson, var fískimaður og verkalýðsleiðtogi og kvæntist konu af írskum ættum. Valgardson hefur sent frá sér níu bækur, smásagnasöfn, ljóðasöfn og skáldsögumar Gentle Sinners (1980) og The Girl with the Botticelli Face (1922) sem hér birtist í íslenskri þýð- ingu, og bamabókina Thor (1994). Auk ljóða- og sagnagerðar hefur Valgardson skrifað bæði fyrir útvarp og sjónvarp. Árið 1971 var Valgardson sæmd- ur bandarísku forsetaverðlaununum fyrir bestu smásögu ársins (Blood- flowers). Sagan kom út á íslensku 1989 í þýðingu Guðrúnar Guð- mundsdóttur undir heitinu Blóðrót. Gunnar Gunnarsson og Hildur Finnsdóttir þýddu Stúlkuna með Botticelli-andlitið sem er 220 blað- síður. Umbrot og útlitshönnun ann- aðist Einn, tveir og þrír. Prentþjón- ustan hf. sá um filmu-og plötu- vinnslu. Bókin er prentuð hjá G. Ben. Eddu prentstofu hf. IJtgefandi er Ormstunga. William D. Valgardson Vitnisburð- ur umtrú BÓKMENNTIR Trúmál ÉGGETEKKIANNAÐEN TALAÐ ÞAÐ sem ég hef séð og heyrt eftir Sigur- bjöm Þorkelsson. Útgefandi höfund- ur 1995 — 87 síður. 1.500 kr. HÖFUNDURINN, Sigurbjöm Þorkelsson, er fæddur í Reykjavík 1964 og upp^linn þar. Hann hefur stundað verslunarstörf, sinnt félags- málum, bæði í KFUM og Sjálfstæðis- flokknum og setið í stjórnum ýmissa félaga innan þessara hreyf- inga, auk þess sem hann hefur fengist nokkuð við ritstörf. Sigurbjöm hefur verið framkvæmdastj óri Gídeonfélagsins frá 1987, fyrst í hlutastarfí og síðar í fullri stöðu. Ég get ekki annað en talað það, sem ég hef séð og heyrt, er fyrsta bók höfundar. í inngangi segir höf- undur: „Ungur að árum komst ég 5 kynni við Guðs orð eins og það er að fínna í Biblíunni. Hef ég ekki verið samur síðan ... .. . Fljótlega varð mér það Ijóst að hið lifandi orð Guðs þyrfti að ná höndum ... og hjörtum sem flestra. Enginn má verða út undan, allir hafa rétt á að heyra og eignast Guðs orð ... ... Fyrirheit Guðs, blessuð orð Biblíunnar, eru það besta sem fyrir mig hefur komið og hef ég allt frá æskudöguin haft brennandi áhuga á útbreiðslu Heilagrar ritningar og hrifist af starfi því tengdu" (bls.9). Bókin Um ritun bókarinnar segir höf- undur, að frá því að hann varð fram- kvæmdastjóri Gídeonfélagsins, hafi hann skráð niður viðræður sínar við fólk um lestur þess í Biblíunni og þá blessun, sem það hefur hlotið. „Ég hef lagt mig niður við að skrá- setja orð manna við mig um þessi efni því þau hafa uppörvað mig og hvatt. Úr þessu hafa orðið stuttar sögur, sem mér þykir ákaflega vænt um .. . Er sumar þeirra að fmna í þessari bók“ (bls.9). Sigurbjörn segir, á bókarkápu, að tilgangurinn með ritun þessarar bók- ar sé sá að „ég hef ásett mér að vita ekkert mikilvægara manna á meðal, en Jesú Krist og hann kross- festan og upprisinn frelsara manna og eilífan Iífgjafa. Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hveijum þeim sem trúir. Því get ég ekki ann- að en talað það, sem ég hef séð og heyrt". Bókin skiptist í 31 stutta, sjálf- stæða kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um leit manna að sannleikanum, sem höfundur segir að sé að fínna í Bibl- íunni. í öðrum kafla er sagt frá út- gáfu Nýja testamentis Odds Gottskálkssonar 1540 og Biblíu Þorláks Guðbrandssonar 1584, stofnun Hins íslenska Biblíufélags 1815 og Gídeonfélagsins 1945 í Bandaríkjunum, út- breiðslu þess og markmiði, sem er „að ávinna menn til trúar á frelsarann Jesú Krist, m.a. með því að koma Guðs orði, þ.e. Biblíunni eða einstökum ritum hennar, fyrir sem víðast svo að almenningur geti orðið handgenginn orðinu" (bls. 14). í flestum öðrum köflum er að fínna eitt eða fleiri vers úr Biblíunni og vitnisburð fólks sem staðfestir sannleiksgildi þeirra. Bókin Ég get ekki annað en talað það, sem ég hef séð og heyrt, er ekki bókmenntaverk, en hún er ein- faldur og einlægur vitnisburður ungs manns um trú hans og brennandi löngun hans til að gefa öðrum hlut- deild í henni með sér. Gídeonmenn hafa gefíð öllum 10 ára skólabörnum blátt Nýja testamenti um Iangt ára- bil og komið Biblíum fyrir á hótelher- bergjum og víðar. Sem Gídeonmanni er höfundi mjög umhugað um að Biblían og einstök rit hennar verði lesin. Bókin hefur að geyma frásagn- ir af því hvernig hún hefur orðið fólki til uppörvunar og blessunar. Án efa verður hún til uppörvunar þeim lesendum, sem nálgast hana með jákvæðum huga. Titill bókarinnar er nokkuð langur og óþjáll. Auðveldara er að minnast á bók með styttri titli. Bókin er inn- bundin með fallega hannaða kápu. Nokkrar myndir og teikningar prýða hana. Kjartan Jónsson Sigurbjörn Þorkelsson Niðjatal úr Aðalvík BOKMENNTIR A I d a r m i n n i n g FRÁ AÐALVÍK OG AMERÍKU Aldarminning: Ólafur Helgi Hjálm- arsson, Sigríður Jóna Þorbergsdóttir frá Látrum í Aðalvík. Útgefandi: Afkomendur Ólafs Helga og Sigríðar Jónu. Reykjavík 1995,169 bls. BÓK þessi skiptist í nokkra þætti og er hún gerð af afkomend- um framangreindra hjóna. Kjartan T. Ólafsson ritar kafla um föður sinn Ólaf Helga, æviferil hans og dvalarstaði. Asta ólafsdóttir ritar um móður sína eftir frásögn henn- ar sjálfrar. Er sú frasögn í fyrstu persónu. Þá kemur niðjatal sjö bama þeirra hjóna sem afkomend- ur eignuðust. Yngsti ættliður er fjórði liður frá ættforeldrum. Lúð- vík Friðriksson, sonarsonur þeirra, hefur tekið saman niðjatalið sem og mjög rækilega skrá um fra- mættir. Þá er athyglisverður þátt- ur eftir Ástu Ölafsdóttur sem nefnist Ýmislegt úr Aðalvík. Nafnaskrá fylgir bókinni og aftast er kort af Aðalvík og næstliggjandi svæð- um. Sérstakt niðjakort fylgir á lausu blaði. Talsvert er af mynd- um. Æviþáttur Ólafs Helga lýsir fjölbreyti- legum ferli hæfíleika- og dugnaðarmanns. Ungur að aldri fór hann til Ameríku, en átti þar skamma við- dvöl, því að hann hvarf aftur til Horn- stranda, kvæntist þar og reisti bú. En nokkr- um árum síðar hélt hann enn til Ameríku með fjölskyldu sína og stundaði þar búskap um sinn. Þremur árum síðar sneri hann og fjölskyldan þó heim á ný og til Homstranda. Þar er svo dvalist þangað til leiðin liggur til Reykja- víkur á efri árum. Sigríður Jóna segir meira frá bemsku sinni og uppvexti, en að öðm leyti frá bú- skaparárum þeirra hjóna. Óhjákvæmileg tvítekning verður stundum í þessum tveimur þáttum, sem annars era prýðilega gerðir. Skemmtilegur er og minningaþáttur Ástu Ólafsdóttur. Niðjatalið er með hefðbundnum hætti. Helsta frávikið er að makar era meira ætt- færðir en oft er. Er það vel. Áberandi þótti mér hversu margir niðjanna hafa hlotið góða menntun. Mikil vinna hefur verið lögð í að rekja framættir. Þær era 141 grein, sem er óvenju- lega mikið og talsvert er sagt frá mörgum áanna. Þessi bók er í alla staði ágæta- vel gerð og ber vitni lofsverðri ræktarsemi hjá þeim sem að henni standa. Sigurjón Björnsson. Fíknir MATARFÍKN, spila- fíkn og kynlífsfíkn eru meðal vandamála sem persónur í nýút- kominni bók Ágústs Borgþórs Sverrisson- ar eiga við að glíma. Bókin geymir níu smásögur. „Ég er í rauninni að skrifa um vestur- lönd nútímans og af- leiðingar nýrra lífs- hátta þó auðvitað eigi lýsingarnar í bókinni ekki við um nema ein- hvern minnihluta fólks í þjóðfélaginu. Samt er þetta eitthvað sem allir ættu að kannast við. Hegðunarmynstur alkahólista er útbreitt varðandi mat til dæm- is. Það hefur.aukist svo mikið framboðið af ávanabindandi mat, snakki og sætindum sem er sann- að að er ávanabindandi." Hann sagði að í bókinni væri lítið um samtöl þau væru yfirleitt ópersónuleg og í þau skorti dýpt sem er einmitt einkenni þess þeg- ar fólk er orðið langt leitt í fíkn og mannleg samskipti fara að skipta minna máli. Ágúst kannast lítil- lega við svona vanda- mál af eigin raun en hann leitaði sér einu j sinni hjálpar vegna matarástríðu sem honum fannst vera komin út í öfgar. „Samt er ég alls ekki feitur. Ég fór að lesa mér til um þetta og hliðstæð vandamál og úr því spratt áhugi minn á viðfangsefn- inu. Þetta eru vanda- mál sem eru hulin í samfélaginu,“ sagði hann. Ágúst sagðist hrífast af nútíma raunsæisskáldskap og sagði að smáatriðin skiptu miklu máli. „Ég reyni að vera (jóðrænn og velja réttu smáatriðin án þessa að vera tilgerðarlegur og gæða þannig sögurnar lífi. Galdurinn við góða smásögu felst í því að segja eitt- hvað án þess að láta það koma beint fram. Það er þetta ósagða sem er galdurinn.“ Ágúst Borgþór Sverrisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.