Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 B 9
París endurheimt
HVAR eru strætis-
vagnarnir? nefnist
ný ljóðabók eftir
Jón Óskar. Ljóðin
fjalla að stórum
hluta um París og
Parísarlíf, en líka
Reykjavík, land og
þjóð. Um tilurð
nýju Parísarljóð-
anna segir Jón
Óskar í inngangin-
um, Til lesandans:
„Þegar ég var
staddur í París
haustið 1986 (og
hafði þá ekki kom-
ið til borgarinnar í
meira en tuttugu ár) bar svo
við einn morgun snemma, er
ég gekk framhjá kaffihúsi í
Latínuhverfinu örskammt frá
Sigfnu, að ungt fólk sem sat við
borð úti á stéttinni kallaði til
mín og bauð mér að setjast hjá
sér. Ég átti góða stund með
þessu unga fólki sem ég ekkert
þekkti. Upp frá því var eins og
borgin ríkti sterkar í huga mér
en áður og það varð til þess að
ég fór seinna að yrkja ljóð um
París.“
Jón Óskar fellst á það orða-
lag að hann „endurheimti Par-
ís“ í ljóðunum. Hann bjó lengst
í borginni í lok sjötta áratugar,
en kom þangað fyrst 1954 og
orti þá m.a. hið kunna ljóð sitt
Vorkvæði um ísland. Meirihluti
ljóðanna í Nóttinni á herðum
okkar (1958) er einnig ortur í
París.
í löngu ljóði, Nótt í París, er
mælandinn einmana og villtur
og hefur misst af lestinni, en
lestirnar eru farnar að ganga
að lokum og er bjartara yfir. í
prósaljóðinu Hvar eru strætis-
vagnarnir? er sagt frá endur-
teknum draumi. Mælandinn vill
komast heim til sín, en finnur
engan strætisvagn. Allt er
breytt í borginni
hans, Reykjavík.
Skáldið er innt
eftir þessu og segir
að draumurinn í
Reykjavíkurljóð-
inu sé raunveru-
legur. I Parísar-
ljóðinu sé horft á
það sem hafi gerst
og reyndar það
sem er að gerast
líka. Reykjavíkur-
ljóðið sé hálfgerð
illspá.
„Það er sífellt
verið að breyta
borginni," segir
Jón Óskar, og mörg hverfi eru
bókstaflega að hverfa. Ef svona
verður haldið áfram þá gæti
Reykjavík horfið. Menn hafa
þó séð að sér og ryðja ekki öllu
burt, samanber Gijótaþorpið.
Að breyta borginni til hins
verra er eins og að fleygja
gömlum handritum."
„í París hafa Iíka verið gerð-
ar breytingar, en ekki eins
áberandi og í Reykjavík.
Montparnasse er eins og það
var fyrir utan háan turn sem
hróflar þó ekki við aðalhverf-
inu á Montparnasse."
Bókin er um „ástand tím-
anna“ og Jón Óskar er svart-
sýnn á framtíðina. Hann er
ekkert á móti því að ljóð hans
nái til fleiri en þröngs hóps
sérfræðinga, telur að ljóðið
hafi fjarlægst lesandann og al-
menning um of. „Boðun“ er að
hans mati nauðsynleg, ekki þó
„predikun" heldur það að fólki
finnist ljóðið eiga erindi við sig.
„Þetta snýst um ákveðinn anda
ljóða“, segir Jón Óskar.
Útgefandi er bókmenntafélag-
ið Hringskuggar. Bókin er 56
síður prentuð í Skákprenti, verð
500 kr. til félagsnianna Hring-
skugga, almennt verð 739 kr.
Jón Óskar
Ljóð
Einkennilegt
Á kaffistétt rétt við Signu
að kvöldi sunnudags
þegar himinninn er fagur
eftir margra daga regn
dettur mér í hug
óumræðilegt ljóð
um þetta einstaka
sem er París
um París
og um leið og ég ætla að festa það á blað
er það gleymt
allt sem var svo fagurt
allt er það farið
og ég get ekki
sagt frá þessu einstaka
sem er París.
Jón Óskar
Myndir í sandinn
og minningabrot
BOKMENNTIR
Ljöd og smásögur
HUGARFLUG OG MYNDIR
f SANDINN
eftir Andrés Guðnason. Höfundur
1995 - 103 og 72 síður.
BERNSKAN, æskustöðvamar
og náttúmþráin hafa jafnan verið
áleitið yrkisefni. Og svo sannar-
lega leita þau á Andrés Guðnason
sem hefur nú sent frá sér tvær
bækur, smásagnasafnið Myndir í
sandinn og ljóðabókina Hugarflug.
Með útgáfu þessara tveggja rit-
verka era bækur eftir Andrés
orðnar fjórar, en fyrir ári kom út
eftir hann skáldsagan Gunsukaffi.
Fortíðarþrá í ljóðum
Aftan á bókarkápu tjóðabókar-
innar gerir höfundur grein fyrir
þeirri skoðun sinni að „ljóð sé
ekkert annað en lítil saga, oft í
myndmáli. Og því skýrara sem
myndmálið er því betra.“ Segja
má að höfundur standi fyllilega
við það fyrirheit sem hann gefur
þarna, því „ljóðin" í bókinni eru
hvorki tormelt né óræð. Þau eru
litlar sögur, misjafnlega ljóðrænar
og einkennast af beinu og augljósu
myndmáli. Lesandinn þarf aldrei
að velkjast í vafa um meiningu
höfundar, tilfinningu hans eða
túlkun. Táknmál er afar takmark-
að. Margt af þessu er fallegt,
smýgur „beint í æð“ eins og ungl-
ingarnir segja - en áhrifin vara
ekki lengi. Hér er því að mínu
mati fátt um ljóð - en fleira um
sögur, jafnvel ljóðrænar sögur sem
settar hafa verið upp með línu-
skiptingu ljóðsins. Eitt skýrasta
dæmið er Svartur hestur - falleg
lítil frásögn sem er á mörkum
þess að vera prósaljóð eða örsaga.
En formlegar skilgreiningar á efn-
inu skipta þó minnstu máli hér -
það er inntakið sem lesandinn
metur. Og inntakið er misgott.
Höfundur hefði að ósekju mátt
fá lesandanum eitthvað tormeltara
að glíma við. Frumleiki er lítið
áberandi í efnistökum, og óþarfar
útleggingar á augljósum boðskap
full fyrirferðarmiklar:
Eg horfi á blómið
og sé í krónum þess
fegurðina,
sem er verk skaparans
og ég finn nýja von
vegna staðfestu blómsins
sem einskis er vant.
(Blómið, 10)
Víða bregður fyrir
fortíðarþrá þar sem
ljós minninganna
merlar á atvikum lið-
ins tíma - tíma sem
höfundur saknar (í
fjósinu heima, Sveita-
sæla, Æskuvor o.fl.).
Heimspekilegar
vangaveltur um til-
gang lífsins eru sömuleiðis áber-
andi, í misjafnlega myndrænum
búningi. Höfundur er augljóslega
all háður stuðlasetningu - sem í
þessu tilfelli er kostur. Það vill
nefnilega þannig til að þau ljóð-
anna sem hafa stuðlasetningu,
hálfrím og háttbundna hrynjandi
era sum athyglisverðustu ljóðin
(t.d. Hugarflug). Inn á milli bregð-
ur einnig fyrir fallegu og frumlegu
myndmáli, eins og í mannlýsingu
sem hefst með þessum orðum:
Hðnd þin er hijúf
eins og hraunstorkan
sem runnið hefur
um þetta land.
(Hönd öldungsins, 40)
Smásögur
Smásagnasafnið Myndir í
sandinn hefur að geyma 10
smásögur. Þær virðast flestar vera
einhverskonar minningabrot úr lífi
höfundar sjálfs. Aðalpersóna
flestra þeirra - utan einnar - er
karlmaður á góðum aldri,
eftirsóttur og misskilinn af
kvenfólki. Milli kynjanna er djúp
gjá í flestum sögunum, og sá
munur sem þar er dreginn upp er
konunum mjög í óhag. Þær era
fáfengilegar, ótrúar og ístöðulitlar
lostabollur sem bera lítið
skynbragð á eiginleg lífsgildi.
Karlmennirnir hinsvegar eru
skynsamir, hugsi og ábyrgir —
þeir hafa „vit fyrir“ kvenfólkinu,
þeir kunna að meta fegurð og listir
sem kvenfólkinu er framandi. Ekki
verður betur séð en
aðalpersónumar
(karlarnir) séu lítt
dulbúnar málpípur
höfundar sem virðist
hafa lítið álit á
kvenfólki upp til hópa.
Eina ánægjulega
undantekningu frá
þessu má þó finna í
sögu sem nefnist Bréf
1 — en sú saga ásamt
annarri sem nefnist
Bréf 2 - sker sig
verulega úr öðrum
sögum bókarinnar.
Þar gefur að líta
bréfaskriftir
fjölskylduföður til ungs sonar í
sveitinni, þar sem bréfín era
stundum lögð í munn lítillar systur
hans og fréttir úr fjölskyldunni
sagðar frá sjónarhóli hennar.
Þetta eru minningabrot úr lífi
fyölskyldu - fallegar og einlægar
frásagnir, sem þó eiga lítið skylt
við „sögu“ í epískum skilningi. Það
er tungutak þriggja ára stúlku sem
kryddar frásagnimar hrekklausri
kímni.
Fátt er það sem ergir gagn-
rýnendur meira en slök stílþrif og
málvillur. Því miður er hvort
tveggja til staðar í þessari bók -
með einstaka ánægjulegri undan-
tekningu eins og fyrr er getið.
Bygging sagnanna er ekki
nægilega hugsuð, og framsetning
ekki nógu hnitmiðuð. Lítið fer fyrir
myndmáli og ljóðrænum lýsingum.
Þá era prófarkavillur - hreinar
og beinar málvillur - allt of
áberandi.
Á bókarkápu setur höfundur
fram þá skilgreiningu að „góð
saga“ þurfi að „gefa lesandanum
skýra og áhugaverða mynd af
söguefninu". Því miður era
margar sögur þessarar bókar
sundurlausar og illskiljanlegar í
þokkabót. Inn á milli eru hinsvegar
athyglisverðir sprettir - kaflar í
ætt við örsögur. Það er
frásagnarform sem höfundur ætti
tvímælalaust að gefa nánari gaum
og reyna að vinna betur með í
framtíðinni.
Ólína Þorvarðardóttir
Andrés Guðnason
Nóg komið af Bert!
Saltkjöt og
smirnoff
STAÐFESTA Dóru var óbugandi
framan af máltíðinni. Hún gætti
þess að fá sér hæfílega stóran
kjötbita, eina soðna rófu og mátu-
lega dijúgan baunaskammt.
En hún borðaði miklu hraðar
en foreldrar hennar. Eftir nokkrar
mínútur var hún búin með
skammtinn sinn en foreldrar henn-
ar voru ennþá í miðjum klíðum.
Hún fann ekki til svengdar en
fannst óþægilegt að sitja með
hendur í skauti á meðan foreldrar
hennar mötuðust.
„Svona, elskan, fáðu þér meira,
nóg er til,“ sagði faðir hennar og
sveiflaði hendi yfír borðið.
Dóra svaraði ekki. Hún brosti
vandræðalega, leit síðan undan
augnaráði föður síns og horfði nið-
ur á tóman diskinn. Móðirin hætti
skyndilega að matast. í stutta
stund ríkti þögn. Síðan sagði móð-
irin lágt og svipbrigðalaust og án
þess að líta upp frá borðinu: „Dóra
er í megrun. Engin þörf á að kýla
vömbina, þegar maður vill léttast."
Síðan hélt hún áfram að matast.
BOKMENNTIR
Barnabækur
AFREK BERTS. SVANUR
OG SVARTI MAÐURINN.
eftir Anders Jacobsson og Sören
Olsson. Skjaldborg, 1995
AFREK Berts. Þegar fimmta
dagbókin um Bert liggur fyrir
verður að viðurkenna að brandar-
arnir eru orðnir dálítið þreyttir.
Bert er nú orðinn 14 ára ungling-
ur, og kímnin er orðin talsvert slit-
in.
Bert hefur skemmt íslenskum
lesendum á undanförnum árum
og dagbókarfrásagnir Berts náðu
þeirri frægð áríð 1994 að verða
metsölubók - afrek sem fáar
þýddar bamabækur hafa unnið á
íslenskum markaði. Jón Daníels-
son þýðir dagbækur Berts og tekst
vel að vanda. Þýðingin er leikandi
skemmtileg og honum tekst furðu
vel að heimfæra sænskan vera-
leika sögunnar yfir á íslenskt
umhverfi. Jón fékk þýðingarverð-
laun Skólamálaráðs Reykjavíkur
árið 1995, einmitt fyrir þýðingar
sínar á Bert og var það mjög svo
verðskulduð viðurkenning.
Vel kunnar
íslenskum lesendum
Dagbækur Berts eru nú þegar
vel kunnar íslenskum lesendum
og er litlu við það að bæta. Strák-
urinn skrifar um allt sem gerist í
lífi hans er reynir að gera hvers-
dagslega hluti spennandi með ýkj-
um og ævintýralegum frásögnum
af því sem gerist. Emelía skóla-
systir hans er ástin stóra og til
hennar yrkir hann t.d. eftirfarandi
Ijóð og skrifar inn í ljóðabók sem
hann gefur henni í jólagjöf: „Tipp-
ið er vöðvi með enda einum, og
elskar þig í leynum.“ Ef til vill er
það unglingurinn sem er ofurseld-
ur einfaldari hugmyndum en bam-
ið Bert - eða bara að höfundarnir
eru búnir að skrifa einni bók of
mikið um Bert. Þegar prump, kúk-
ur og tippa-tal era orðin megin-
uppistaðan í gamninu er mál að
hætta. Það er ekki heldur hægt
að hlæja endalaust að ýktum frá-
sögnum af sömu hlutunum.
Svanur og svarti
maðurinn
Þeir félagar Anders Jacobsson
og Sören Olsson hafa skrifað aðra
ritröð sem einnig hefur fundið sér
leið inn á íslenskan bamabóka-
markað. Sú bók sem nú kemur er
fjórða bókin um Svan og ber heit-
ið Svanur og svarti maðurinn.
Svanur er nú níu ára, á eina eldri
systur og tvö yngri systkini. Frá-
sagnimar era mjög í svipuðum dúr
og frásagnir Berts en þó ekki í
dagbókarformi. Kímnin er galsa-
fengin eins og í Bert en Svanur
er þó ennþá nógu barnalegur til
að hægt sé að hafa gaman af frá-
sögnunum. Hann er hræddur við
ímyndaðan svartan mann sem
dreifir heimþrá yfir þá sem hann
kemst í tæri við. Það er Iíka
skemmtileg frásögn af því þegar
hann freistast til að stela afmæl-
isgjöf handa Soffíu þegar honum
verður á að eyða afmælispen-
ingunum í að kaupa hvellhettu-
byssu til að sýnast merkilegri í
augum strákanna í búðinni og
svona mætti lengi telja um smáat-
vik úr hversdagslífinu.
Síkyssandi
Það vekur samt nokkra furðu
hversu þroskaður þessi níu ára
drengur er - og ef til vill sænskir
jafnaldrar hans. Hann er til dæm-
is síkyssandi skólasystur sína,
Soffíu og hann telur einn af aðal-
kostum hennar að hún „kann að
kyssa án þess að meiða“ (s. 142).
Þegar í ljós kemur að Svanur þarf
að flytja burt skrifa þau Soffía
undir mjög frumlega yfírlýsingu:
„Hér með vottast að Lína Soffía
Blixt og Karl Svanur Rúdolf And-
ersson era gift um alla eilífð. Guð
var vitni undir rúmi.“ Svanur er
helst á því að “... Guð hafi falið
sig undir rúmi. Hann hefur
ábyggilega orðið feiminn þegar ég
kyssti þig“ (s. 118). Kveðjustundin
er falleg þegar Svanur er að flytja
í burtu og hann fær kökk í hálsinn
af tilhugsuninni um að skilja við
vinkonu sína og þau skiptast á
jólagjöfum sem þau hafa búið til
handa hvort öðru. Það eru ein-
hvern veginn eðlilegri viðbrögð níu
ára bama við skilnað við vini sína
en allt kossaflensið.
Sigrún Klara Hannesdóttir