Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 B 5 Ljóð og ritn- ingargreinar BOKMENNTIR Ljóðasafn LJÓÐ DAGSINS Sigurbjöm Einarsson valdi efnið. Setberg, 1995 - 397 bls. SUM ljóð eru eins og gamlir vin- ir sem við rekumst á eftir langa fjarveru. Önnur færa okkur stöðugt nýja reynslu og kannski er það mikilvægasta eig- ind ljóða að þau eru hvert um sig sérstakur heimur, sérstök reynsla, engu öðru lík. Þess vegna finnst mér ástæða til að fagna ljóðasöfnum. Ljóð- aunnendum hugnast nefnilega fátt betur en að draga sig í hlé frá amstri dagsins með ljóðasafn í hönd og hverfa inn í ótal verald- ir ljóðanna, rifja upp gömul kynni og kynn- ast nýjum ljóðperlum. Ljóð dagsins nefnist ljóðasafn sem Sigurbjöm Einarsson hefur valið í bók í þeim tilgangi eins og segir í formála „að þeir sem staldra við hjá henni stundarkom á degi hveijum, hafi af því ofurlitla upp- lyftingu, sem geri þeim léttara að semja þann part af ljóði lífs síns, sem hver dagur krefst skila á.“ Hugmyndin á bak við bókina er komin frá Arnbirni Kristinssyni út- gefanda og felst í því að hver dag- ur ársins fái sína blaðsíðu bókarinn- ar með ljóði og ritning- argrein. Það má svo sem velta fyrir sér hvort slíkur rammi sé heppilegur utan um ljóðasafn. Hann hefur óhjákvæmilega stýr- andi áhrif á ljóðavalið auk þess sem hann af- markar á vissan hátt lengd ljóðanna. Þetta er þó mjög undir þeim komið sem velur ljóðin. Alltént skaðar þessi rammi ekki hér og tak- markar raúnar hæfi- Iega lengd bókarinnar. Það er vitaskuld svo að val ljóða í slíka bók er ávallt að einhveiju marki umdeilanlegt enda smekkur manna misjafn. Hér er þó af mörgu að taka enda úrvalið stórt og fjöl- breytilegt. Ljóst er að meginhug- mynd bókarinnar hefur mikil áhrif á ljóðavalið. Það er bundið árstíðum, hátíðum og öðrum merkisdögum. Þá er töluvert um trúarlegan kveð- skap auk ritningargreinanna. En umfram allt annað ræður þó smekk- ur Sigurbjörns mestu og sýnist mér ljóðaúrvalið bera vott um víðsýni og smekkvísi. Að vísu er fátt að finna í bók þessari af kvæðum yngri skálda. En gnótt er af kvæðum atómskáldanna og sporgöngu- manna þeirra auk fjölbreytilegra kvæða eldri skálda sem ortu hefð- bundnari ljóð. Athyglisvert þótti mér hvernig Sigurbjöm leitast við að láta ljóðin og ritningargreinarnar kallast á þannig að efni þeirra skarast með einhveijum hætti. Raunar varpa ritningarorðin ljósi á ljóðrænan styrk Biblíunnar og hversu mikil- vægt það rit og þýðing þess er ís- lensku máli. Það er auðvitað svo að mörg ljóð eru lengri en svo að nemi einni blaðsíðu. Sú leið er valin að hluta nokkur kvæði í sundur á tvo til fjóra daga. Mér finnst það nokkur spar- semi því að varla fer nokkur að lesa kvæði á borð við Gunnarshólma á fjórum dögum, þótt gagnmerkt kvæði sé, og þarna held ég að ráð hefði verið að víkja frá meginregl- unni um blaðsíðu á dag. En vita- skuld er hér um smávægilegt atriði að ræða og breytir engu um þá heildarniðurstöðii að hér sé vel að verki staðið. Bókin er gefín út í vönduðu bandi og frágangur allur er til sóma. Skafti Þ. Halldórsson. Sigurbjöm Einarsson Fín ogektahúfa BOKMENNTIR Barnabók SAGAN AF HÚFUNNI FÍNU eftir Sjón og Halldór Baldursson Mál og menning, 1995 -32 s. ÞAÐ er alltaf gleðiefni þegar höfundar, sem áður hafa spreytt sig á að skrifa fyrir fullorðna, finna sig knúna til að skrifa skemmtilegar sögur fyrir lítil börn. Sjón skrifar texta í litla sögu sem segir frá húfu einni stórmerki- legri, sannkallaðri söguhúfu. Við komum inn í söguna þar sem lítill drengur situr á steini og mýkir sætið með húfunni sinni. Sagt er að hann sé uppi í sveit, en hins vegar fljúga flugvélar yfir höfði hans og stór skip sigla inn í mikla höfn skammt fyrir neðan hann. í öðrum myndum er hann greinilega uppi í sveit með fiðrildi og gaddavír í baksýn. Til hans kemur lítil fjölskylda úr borginni og ræðir við sveininn unga. Deilur um það hvort húfa drengsins sé góð eða ekki leiða til þess að hann verður að sanna fyrir aðkomufólk- inu hvers virði þessi húfa sé. Húf- an er með ýmiss konar myndum og drengurinn romsar upp úr sér ýmiss konar þulum um húfuna. Textinn finnst mér vera mjög í anda gömlu, íslensku þulanna, skemmtilegt hljóðfall með tak- markaðri merkingu - en þó margt raunverulegt. Þetta er leikur að orðum. Myndir Halldórs eru litsterkar og áhrifaríkar. Hann stílfærir fólk- ið úr borginni og gerir það heldur ljótt, en drengurinn og vinkona hans eru falleg, eðlileg böm. Sög- urnar úr húfunni eru myndskreytt- ar með mikilli litadýrð og þar má sjá fugla alls kyns skrýtilegar skepnur (þó hefðu refurinn og lambið mátt líkjast sjálfum sér heldur meir en þau gera), fiskarn- ir eru ævintýrafiskar fremur en við getum beinlínis þekkt þá af vísunni, skipaflotinn er hinn merkilegasti en ekki samsvarandi vísunum heldur. Á myndinni af höfuðborginni er Tjörninni heldur illa valinn staður undir hlið kirkju Hallgríms ljúfa. Þessar athuga- semdir eru hér settar með til að benda á þá staðreynd að myndir og texti þurfa helst að fylgjast að þegar efni er samið fyrir lítil börn. Þrátt fyrir ævintýrið þurfa myndir að styðja söguna. Þótt mikill hluti bókarinnar sé í bundnu máli er uppsetning hans víða eins og um laust mál sé að ræða. Letrið er fullsmátt fyrir yngstu lesendurna, einkum vill textinn á fyrstu síðunni nær hverfa. Því má draga þá ályktun að sagan sé einna helst hugsuð til upplestrar fyrir lítil böm og sem slík er hún líka bráðskemmtileg. Sigrún Klara Hannesdóttir Sendiboð úr djúpunum eftir Egil Egilsson I hættu- legum heimi „ÞAÐ ER ekkert leyndarmál að ég er að gera mjög alvar- lega tilraun til að beita aðferð sem hefur verið miklu meira notuð í út- löndum en hér heima og felst í því að fella saman það sem menn vilja kalla alvarlegar bók- menntir og spennu- sögu“, segir Egill Egilsson um bók sina, Sendiboð úr djúpunum. „Ég er eðlisfræðingur og notfæri mér það í bókinni, hún er ekki fjarri því að vera vísindakrimmi. í sögunni tefli ég saman alþjóðlegum efna- hagsöflum og íslensku þjóðlífi úti á landi.“ Egill segir að með bókinni sé hann öðrum þræði að reyna að vekja athygli á því að við lifum í hættulegum heimi. „Jafnvel við Islendingar lifum í hættulegri heimi en við gerum okkur grein Egill Egilsson fyrir dagsdaglega. Við gætum til dæmis ímyndað okkur hvað myndi gerast ef það myndi losna um kjarnorkuúrgang á Kólaskaga og geisla- virkan sjó ræki hing- að suður og vestur til okkar. Þótt þetta sé ekki umfjöllunar- efni sögunnar eru það í raun ekki ólík- ir hlutir sem ég er að nálgast í bók- inni.“ Aðspurður segist Egill alltaf hafa ver- ið í dálítilli uppreisn gegn ritmáli. „ Auðvitað verður mál á bók aldrei eins og út úr munni á manni en ég reyni að nálgast talmál bændamenningar úti á landi eins og það var fyrir 40 árum þegar ég var að vaxa úr grasi. Þessi stíll er í andstöðu við tiltölulega bókmenntalegan og stirðan stíl sem veður uppi í bókum viðurkenndra rithöf- unda.“ Úr Sendiboð úr djúpunum Það gaus vitaskuld upp sá kvitt- ur að ég væri ástandsbam. Það eitt nægði til að ég kom undir utan hjónabands á stríðstímum. Sæunn efaðist aldrei um að ég væri ís- lenskur í húð og hár. - Það kemur í ljós þegar barnið fer að tala, sagði hún. í samræmi við faðemið fór ég að tala íslensku, jafnt þótt hermað- urinn Bill Balerian stæði vörð yfir vöggunni minni heilu dagana í af- greiðsluklefa símstöðvarinnar. Þegar ég man eftir mér var hætt að minnast á föður minn. Mér var bannað það. Ég ruglaði honum saman við Faðirvorið, sem Sæunn var að kenna mér þegar hún svæfði mig. Faðir heyrðist ekki í því húsi nema innsiglaður í Faðirvorinu. - Faðirvor. Þúsemer áhimnum, þuldi Sæunn. - Er það pabbi minn? - Hann er faðir þinn og minn og okkar allra. Ég hafði heyrt úti á götu að faðir minn ætti svo mörg börn, að næstum það sama mætti segja um hann. - Hvar er pabbi, spurði ég næsta kvöld. - Hann Helgi faðir þinn er suð- ur á fjörðum, sagði Sæunn. - Hann er faðir alls Austur- lands, hafði einhver sagt upp í opið geðið á mér um minn rétta föður. Auk þess hafði ég heyrt að hann væri ríkur. - Faðir vor alls Austurlands, hóf ég kvöldbænina það kvöld. - Leggðu ekki nafn Guðs þíns við hégóma, sagði kerlingin. - Faðir vor, þúsemertáhimnum. - Faðir vor, þú sem ert suður á fjörðum, sagði ég. - Helgist þitt nafn, sagði Sæ- unn. - Helgi er þitt nafn, sagði ég. - Til komi þitt ríki. - Er hann ríkur? Það kvöld slapp ég við meira af kvöldbæn. Fímm konur í Parísarborg BOKMENNTIR Frásagnir FIMM ÍSLENSKAR KONUR í PARÍS Guðrún Finnbogadóttir. Fróði 1995, 237 bls. HÉR koma á prent frásagnir fímm íslenskra kvenna sem allar eiga það sammerkt að vera búsettar í París og hafa dvalist erlendis um langt árabil. Uppruni, uppvöxtur og ævi- ferill þessara kvenna er þó hver með sínum hætti eins og vænta mátti og ólíkar eru þær sjálfar. Anna Solveig Ólafsdóttir er Skag- fírðingur að ætterni og sleit þar barnsskónum. Hún missti föður sinn ung og ólst upp í fátækt. Hún lauk þó stúdentsprófí og fór til Parísar til háskólanáms. Þar giftist hún frönskum lækni, eignaðist þrjú börn og hefur starfað í íslenska sendiráð- inu um árabil. Börn hennar tala öll íslensku og maður hennar hefur áhuga á íslandi, íslenskri tungu, sögu og bók- menntum. Þessari konu virðist hafa tekist mæta- vel að eiga tvö lönd og tvo menningarheima. Hvort tveggja lifir góðu lífi í sátt og samlyndi. Guðrún Finnboga- dóttir, sem jafnframt er bókarhöfundur, á allt annars konar fortíð og feril að baki. Saga henn- ar er mesta átakasagan og lætur lesandann varla ósnortinn. Hún ólst upp í Kópavogi á róttæku og umsvifamiklu heimili. Eftir stúdentspróf hélt hún til Austur-Þýska- lands, giftist þar og bjó í sjö ár. Sjálf var hún eindreginn kommúnisti sem og maður hennar og drakk í sig hina skyldugu hugmyndafræði, „sökk [...] sífellt dýpra í fen ósjálfstæðis, kúg- unar og sjálfsblekkingar og lét aðra hugsa fyrir mig... lét... loka mig inni í margföldu fangelsi". Þannig sér hún það nú eftir að hún hefur hrist af sér viðjarnar og mis- heppnað hjónaband hefur verið leyst upp. Á síðari árum hefur hún búið í París. Þar lauk hún meistaraprófi í bókmenntum og starfar sem rithöfundur og blaðamaður. Ganga hennar hefur verið löng og erfið en gatan virðist greið nú. Þriðja konan, Helga Bjömsson, á svo gjöró- líkan feril. Mestalla ævi hefur hún dvalist er- lendis, einkum í London og París. Hún fæddist inn í diplómatíið, ólst upp í vemduðu umhverfi hjá ástríkum foreldrum og við góð efni. Vandamál hennar var að öðlast sjálfstæði og öryggi á full- orðinsárum. Það hefur tekist. Hún er nú virtur tískuhönnuður í París og býr þar með dóttur sinni. Margrét Benediktsdóttir er Reykja- víkurstúlka en dvaldist mikið hjá afa sínum og ömmu austur í Landeyjum þar sem búskaparhættir vom með fomu sniði. Hún fór til Parísar um tvítugt og giftist nokkmm árum síðar frönskum manni úr auðugri gamal- gróinni fjölskyldu þar sem ættarhefð- ir vora lög. I þeirra huga varjsland naumast til og .skipti a.m.k] ekki máli. Bömin urðu fjögur. Þau lærðu ekki íslensku. Margi-ét hefur átt erf- itt með að halda áfram að vera íslend- ingur. Hún er útlendingur í báðum löndum að henni fínnst. Þetta hefur valdið henni miklum sársauka og erf- iðleikum sem torvelt hefur reynst að leysa úr. Á seinni áram hefur hún starfað á ferðaskrifstofu. Síðast kemur saga Nínu Gauta- dóttur. Hún ólst upp á kennaraheim- ili í Reykjavík, lærði hjúkrun og fór síðan til Parísar, því að hugur henn- ar stóð allur til þess að verða lista- maður. Þar lauk hún námi í listahá- skóla og hefur síðan haslað sér völl sem veflistarkona og málari. Nína er gift frönskum manni og eiga þau þijú börn. Guðrún Finnbogadóttir Höfundur segir í formála að „uppi- staðan í sögunum [...] sé ekki stórvið- burðir. Þær eru ofnar úr smámunum hvunndagsins, hamingju hans og óhamingju, tilviljunum og óvæntum atburðum...“. Fullmikil hæverska þykir mér þetta. Sögurnar eru allar hinar athyglisverðustu (og tilviljan- irnar kannski færri en höfundur ætl- ar) og verðskulda að vera lesnar vandlega. Þessar konur fjalla ekki um nein lítilvæg dægurmál. Þær ræða það sem máli skiptir í lífi sínu, það sem hefur skapað þeim örlög. Þetta gera þær af smekkvísi og ein- lægni. Slíkur lestur er hollur lestur. Mikill meirihluti hverrar sögu er frásögn bókarhöfundar í þriðju per- sónu (nema að sjálfsögðu saga henn- ar sjálfrar), en inn á milli kemur bein frásögn kvennanna sjálfra. Þetta er að mínu viti vel gert. Að vísu gætir nokkuð endurtekninga, sem auðvelt hefði verið að laga. Guðrún Finnbogadóttir er ritfær í betra lagi. Stíll hennar er hreinn, aðlaðandi og lipur. Bókin er vel úr garði gerð. Prernt- villur rakst ég ekki á nema á einum stað þar sem rangt er farið með föð- urnafn móður einnar konunnar (199. bls.). Sigurjón Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.