Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ljóðlistin og aldarandinn BOKMENNTIR Ljóöaþýðingar ÁSTIN LJÓÐLISTIN og önnur ljóð eftir Paul Éluard. Sigurður Pálsson þýddi. 113 bls. Mál og menning. Prentun: G.Ben. Edda Prentstofa hf. Reylgavík, 1995. PAUL Éluard telst til höfuðskálda Frakka á þessari öld. Hann fæddist 1895. Fyrsta ljóðabók hans kom út 1913. Það kann því að þykja vonum seinna að hann sé fyrst kynntur hér nú. Enda er sú ekki raunin. íslensk- ir lesendur, en þó öðru fremur íslensk ljóð- skáld, hafa lengi horft til Éluards. Jóhann Hjálmarsson valdi t.d. einkunnarorð frá hon- um fyrir bók sinni, Fljúgandi næturlest. Hún kom út fyrir þrjá- tíu og fjórum árum. I bókinni, Malbikuð hjörtu, sem kom út sama ár, orti Jóhann reyndar ljóð um Éluard sem sýnir vel tengsl hans við ljóðlist franska meistarans. Þá hefur Jóhann þýtt ljóð eftir Éluard, einnig Jón Ósk- ar og ef til vill einhveijir fleiri. Eigi að síður má svo að orði kveða að kynni íslenskra lesenda af ljóðlist Éluards hafi hingað til verið óbein mestmegnis. ■ Nú hefur Sigurður Pálsson tekið sér fyrir hendur að kynna Éluard rækilega, ekki aðeins með þýðingum heldur einnig með allýtarlegum inn- gangf þar sem hann gerir grein fyr- ir stöðu Éluards meðal franskra samtímaskálda. Þegar fyrsta ljóðabók Éluards kom út var fyrra stríð ekki hafið. Það hófst árið eftir. Og heimsstyij- öldin breytti miklu. Unga fólkinu varð hún andlegt áfall. Að hennar mati var siðferðisgrunnur Evrópu þar með brostinn. Gömlu gildin dæmdust haldlaus. Evrópa varð ekki aftur söm. Sigurður Pálsson getur þess í inn- gangi sínum að róttækar stefnur, sem upp komu við lok stríðsins, hafí orðið áhrifavaldar í ljóðlist Éluards og nefnir dadaisma, súrrealisma og kommúnisma. Ung skáld tóku þá í ríkara mæli en áður að koma fram sem hópur. Súrrealistamir héldu hópinn og gerðust andsnúnir þjóðfé- laginu en hrifust af kenningum Freuds um drauma og duldir. »Nú ætluðu þeir að virkja dulvitundina til þess að frelsa manninn undan hömlum og bælingu samfélagsins«, segir Sigurður. Ljóðið þurfti ekki lengur að skír- skota til hlutlægs veru- leika. Miklu fremur skyldi umskapa veru- leikann eins og hann gat vitrast í draumi. í augum hinna eldri var kynslóð þessi bæði mót- þróagjöm og ábyrgð- arlaus. Og ljóð súrreal- istanna væru bara rugl. Þeir bættu svo gráu ofan á svart með því að ganga til liðs við kommúnismann. Eftir seinna stríð var Éluard »orðinn að þeytispjaldi fyrir Stalín,« eins og Sigurður orðar það. Sá gangur mál- anna varð þó hvergi til að takmarka áhrif hans né vinsældir sem skálds. Súrrealisminn átti líka eftir að sækja í sig veðrið. Sextíu og átta kynslóð- in taldi Éluard sinn mann. Því Élu- ard var ekki aðeins skáld hins óhefta hugarfiugs. Hann var líka skáld Paul Éluard I heími draums BOKMENNTIR Ævi ntýri KARLSSONUR, LÍTILL, TRÍTILL OG FUGLARNIR í endursögn Ragnheiðar Gestsdótt- ur, Anna Cynthia Leplar mynd- skreytti. Mál og menning 1995 - 24 síður. SVO er um góða sögu og ævin- týri, að börn þreytast aldrei á að heyra þau aftur og aftur, lifa sig inní heim þeirra —' njóta. Löngu eftir að þau kunna ævintýrið utan að, orði til orðs, biðja þau þig að þylja það við rúmstokkinn, aftur og aftur, spennt og glöð. Reynir þú að stytta það, minna þau þig óðar á og þú skynj- ar, að nærvera þín er lykill að heimi, er barnið ferðast um í lotning. Hvað það skynjar fer eftir aldri og þroska. Sem barni þótti mér vænt um karlssoninn af því að eg kenndi í brjósti um hann að eiga þá foreldra sem báru ekki ást til barna sinna allra. Hann minnti mig á heimaling, sem ærin hafði barið frá sér, af því að í feld lambsins hafði komizt lykt, sem hún vildi ekki kannast við. Og hjarta mitt grét, er eg heyrði kall- að á kærleik sem ekki var svarað. Er Ragnheiður þylur mér æviníýrið nú, gömlum manni, skil eg það á allt annan hátt. Eldri synir karls og kerlingar birtast mér sem börn þeirrar lífslýgi er telur mannskepn- una herra himins og jarðar. Karls- sonur aftur á móti er — í huga mér — persónugervingur þess sem hrokalaus arkar lífsstíginn, lítur á lífmögn jarðar öll sem systkin sín, mætir því Lítil og Trítil og fuglun- um í gefandi kærleika og hlýtur kórónu að launum — ekki endilega sem kóngur, heldur sannur maður. Hvor skilningurinn er réttur hefí eg ekki hugmynd um. Hitt veit eg, að báðar myndir ævintýrisins vöktu mér gleði. Það gera heimar allra sannra ævintýra. Gaman væri að vera fluga á vegg og heyra, hveija skýring þú gef- ur þínu barni. Því þú kannt þessa sögu — söguna um synina þijá, sem halda úr koti til að leita týndrar prins- essu — og sá yngsti hlýtur hana, höll og ríki að launum fyrir unnin afrek. Ragnheiður segir ævintýrið af leikni hins færa sögumanns, gæð- ir það lífi og þokka. „Ef þér liggur lítið á“ lærði eg sem bam „Ef þér liggur lítið við.“ Báðar setn- ingamar eru réttar, sýna aðeins blæbrigði þeirrar tungu er við unn- um. Myndskreyting er mjög góð og það læðist að mér, að skilningur Onnu og sá seinni minn fallist í faðma. I engu sparað við gerð bók- ar, íslenzkri list, Odda og útgáfu til sóma. Sig.Haukur. Ragnheiður Gestsdóttir hinnar fullkomlega fijálsu ástar sem höfðaði þráðbeint til kommúnukyn- slóðarinnar. Sigurður tekur dæmi um vígorð sem hann segir að séu »ásamt afar mörgu í maí ’68 beint frá súrrealistunum komið«. Innan súrrealistahópsins gekk Éluard ekki lengst í fastheldni við stefnuna. En hann var mesta skáld súrrealismans og sá eini í hópnum sem eingöngu fékkst við skáldskap. Hinar brotakenndu svipmyndir í ljóð- um hans eru heillandi - ef maður getur á annað borð heillast af því- líkri ljóðlist. Draumhygli hans er undraverð og ástríðuþrungin. Og andstæðurnar, ástin og dauðinn, skerpa línurnar. Sem sýnishom og dæmi skal hér tekið ljóð úr flokknum Annað eðli: Fegursta kirkjan á íslandi- Myndir og ljóð Einsemdin fjarveran Og ljósstingir hennar Og metaskálar Að hafa ekkert séð ekkert skilið Einsemdin þöpin í rökkri óttans Átakanlegri En fyrsta snerting táranna Óvitund sakleysið Sem best er falið Sem lifir sterkast Sem fæðir dauðann í heiminn. Texti Sigurðar Pálssonar er Iátlaus eins og vera ber. Baudelaire var stundum talinn upphafsmaður nútí- maljóðlistar með Les fleur du mal. Bilið milli hans og Éluards er þó sem ljósár skilji þá að. Myndmál súrreal- ista var jafnnýstárlegt sem hin draumkennda túlkun þeirra á veru- leikanum. »Og skuggi þinn er skráar- gat.« Þess háttar þversagnir tíðkuð- ust lítt fyrir daga Éluards. Ekki er sennilegt að ljóð Éluards skírskoti til ungra skálda nú sem forðum. Fyrir hinu má færa góð og gild rök að súrrealisminn hafí haft dijúg áhrif á tíðarandann, aldarfarið. Taumleysi ástríðnanna, sem margur trúir á nú á dögum, bendir sterklega til þess. En 20. öldin er senn á enda. Og engin stefna er svo fullkomin að hún víki ekki á endanum fyrir öðrum og nýrri. Þess vegna má telja hyggilegt að þýðing og útgáfa þessara ljóða skyldi ekki látin bíða næstu aldar. Erlendur Jónsson „LJÓÐIÐ er búið að vera í vinnslu í átta ár og myndirn- ar í sextán,“ segir Jón Ögmundur Þormóðsson höf- undur bókarinnar Fegursta kirkjan á íslandi, sem komin er út. I bókinni eru ljósmyndir af kirkj- um á Islandi en ljósmyndun þeirra hefur lengi verið áhugamál Jóns. Við myndirnar er birt 40 erinda ljóð sem er einnig eftir Jón. „Ég er búinn að fara í allar kirkjur sem tilheyra þjóðkirkjunni utan Reykja- víkur og Reykjaness og ljós- mynda. Að vísu gæti leynst óyósmynduð kirkja einhvers staðar, sem nýbúið er að byggja. Áhugi minn á ljósmyndun kirkna vaknaði eiginlega af tilviljun þegar ég náði góðri mynd af Kópavogskirkju upplýstri eitt sinn, djásnið á hálsi Kópavogs, eins og ég kalla hana í ljóðinu,“ sagði Jón. Ljóðið er fertug drápa. Hann sagðist hafa tínt ýmislegt inn í það eftir því hvað hentaði best á hveijum stað. „Ég er ekki með þetta rímað og það gaf mér meira fijáls- ræði upp á hvað ég gat sett inn í ljóðið. Til dæmis gat ég tekið langa tilvitn- un í kærleiksóð Páls postula og sett inn í það. Ég held að Einar Bene- diktsson hefði ekki einu sinni getað fellt hann rímaðan inn,“ sagði Jón. Ljóðið skiptist í þijá hluta. „Ég ímynda mér kirkju. Fyrst komum við inn í and- dyrið, sem er fyrsti kaflinn. Þar eru fremstar stærsta og minnsta kirkja íslands. Síð- an tekur kirkjuskipið við. Þar eru 35 ljóð og margar tilvitnanir úr Biblíunni. Síð- asti hlutinn heitir Kórinn og þar er einhverskonar niður- staða og helgasti hluti ljóðs- ins sem endar með þessum orðum: Á kærleiksstundu getur hjarta þitt verið feg- ursta kirkja á íslandi." Jón Ögmundur Þormóðsson Ljóð til að ganga inn í KLINK erfjórða ljóðabók Braga Ól- afssonar. Bragi yrkir mikið um borgir, Reykjavík og líka erlendar borgir. Hann er fyrst spurður um ástæður þessa og svarar: „Maður er mikið með hugann við út- lönd, erlendar borgir sérstaklega. I bókinni tengi ég saman borgir er- lendis og einhveij- ar ímyndaðar borg- ir í óbyggðum Is- lands. Erlendar borgir sýnast óraunverulegar og vekja þess vegna til umugsunar. Maður er staddur í stóru hjóli og verður svo lítill. Reykjavík þekkir mað- ur alla.“ —Reykjavík verður ekki framandleg? „Eiginlega er hún of kunnug- leg og þess vegna fer ég stund- um upp í sveit. Ég fæ innblástur við að ferðast, það verður ákveðin hleðsla við það að kom- ast út undir bert loft.“ „Ljóðin í bókinni eru frá tveim árum. Ég hugsa ekki bækur sem heild heldur eru bækurnar safn ljóða frá ákveðnu tímabili. Ég vel þau ljóð í bækur sem ég hef gengið inn í og kannast við mig í, þau ljóð sem halda áfram að vekja mig til um- hugsunar.11 Eins og fleiri sam- tímaskáld yrkir Bragi prósaljóð, formið höfðar til hans. Franskir höf- undar, sérstaklega Max Jacob og Baud- elaire, eru hans skáld. Hann finnur sig heima í þessum suðræna jarðvegi, „parti af lífi mínu“ eins og hann kemst að orði. Hann segir að ljóð verði hluti af reynslu- heimi sínum þegar hann lesi þau. —Þú yrkir mikið um hafnir og veitingahús? „Ég hef eytt svolitlum tíma af lífi mínu þar. Veitingahús og barir eru skemmtilegir staðir í tilverunni, þar mætast ólíkir persónuleikar utan heimilis. Hafnir koma oft fyrirhjá mér, þessi landamæri milli fasta- landsins og ögrandi víðáttunnar sem er hafið. Það hefur áhrif á mig eins og fyrr segir að vera á ferð og höfnin, þessi „ljóðlína" milli hafsins og landsins, vekur upp skáldlegar hugsanir." —Þér finnst þú þá vera stadd- ur i sjálfu ljóðinu? „Já.“ Salt Þegar kvöldar fer Eks út á bar. Eks er framleiðsluheiti á baðvigt sem sýnir þyngd mína fyrir svefninn. En þegar Eks fer út á bar eru það ekki drykkirnir sem freista hans. Ekki heldur samræðumar við barþjóninn. Það sem lokkar hann eru hnetumar, þær sem komið er fyrir á barborðinu til að vekja upp þorstann óviðs- ættanlega. Hinar söltuðu. Og nú hefur hann nýlokið við að stinga upp í sig hnetu. I spegl- inum hinum megin borðsins fylgist hann með geiflunum í andliti sínu þegar hann veiðir með tungunni brot sem fest hefur milli tannanna. Hann verður myndarlegri fyrir vikið, hann verður hugsi á svipinn. Hann verður sjálfum sér nógur eitt andartak og án þess að þurfa að biðja um það, er hon- um fært lítið vatnsglas með klaka. Hann þekkir engan hér inni en gæti hugsað sér að kynnast einhveijum. Hann stingur upp í sig annarri hnetu; hann gæti hugsað sér að kynnast einhveijum áður en hann fer heim. Því heima þekkir hann enginn. Bragi Ólafsson i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.