Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Samskipti, ást og árekstrar „ÞETTA er saga um mannleg samskipti, mannlega árekstra og blekkingu ástar- innar,“ segir Frið- rik Erlingsson sem sent hefur frá sér skáldsöguna Vetr- areldur. Að sögn Friðriks er aðalpersónu bók- arinnar, Lilju, fylgt eftir frá barnæsku en hún virðist vera fædd á rangri breiddargráðu og fellur iila inn í hinn kalda heim lífsbar- áttunnar í sjávar- þorpi vestur á fjörðum. „Síðan flytur hún með móður sinni til Friðrik Erlingsson höfuðborgarinnar, lætur drauminn um að verða balletdans- mær rætast, verður ástfangin og síðar barnshafandi." Sambandið tekur þó enda og Lilja greinist með floga- veiki. Þráðurinn er svo tekinn upp þijá- tíu árum síðar. „Margir sem hafa lesið bókina hafa verið mér þakklátir fyrir að fjalla um flogaveiki. Hefur þeim þótt tímabært að þessi mál væru tekin til umfjöllunar í skáld- sögu,“ segir Friðrik. Segir hann að Vetrareldur eigi sér langan aðdraganda. „Það hefur staðið lengi til að skrifa þessa sögu. Ég byrjaði að glíma við bókina árið 1993 og hófst handa við lokavinnsl- una í Davíðshúsi snemma á þessu ári. Sú vinna stóð fram á haust." Vetrareldur er fyrsta skáld- saga Friðriks fyrir fullorðna en kunnastur er hann sennilega fyrir söguna um Benjamín dúfu. Kveðst hann ekki hafa sett sig í nýjar stellingar við gerð bókarinnar enda hafi hann aldrei ákveðinn aldurshóp í huga við ritsmíðar. „Ég held til dæmis að fullorðnir hafi ekki síður haft ánægju af því að lesa Benjamín dúfu en börn.“ Friðrik segir að skáldsagna- formið henti sér vel og gerir ráð fyrir að halda áfram á sömu braut. Þá geti hann jafnframt hugsað sér að glíma við kvik- myndahandrit í framtiðinni. „Það getur verið gott að takast á við ólík form sem gera til manns ólíkar kröfur." FYRSTA verkefni vetrarins á stóra sviðinu var óperan Rómeó og Júlía og ballettflokkurinn var skipaður í dansatriðin. En vegna þess hve fáir karlmenn voru í dansflokknum var leitað í raðir ungu karlleikaranna sem þóttu líklegir til að geta stigið dans. Þannig kynntist Lilja Hákoni Beck. Hún vissi svosem alveg hver hann var því stelpumar í ballettflokknum töluðu varla um annað en hann. Þær sögðu af honum svæsnar sögur og kölluðu hann Rómantíska Djöfulinn. Hann hafði víst farið uppum nokkur pilsin í leikhúsinu en var svo sleip- ur að engin stúlka gat haldið hon- um lengur en hann vildi sjálfur. Þær hötuðu hann stundum pínulít- ið en elskuðu hann þó meir, þráðu hann stöðugt og fyrirgáfu honum næstum alltaf. Lífið var svo list- rænt, fjörugt og áhyggjulaust og ástarævintýrin eiga líka hvergi betur heima en í Musteri blekking- anna. Æ, hann var djöfull en líka djöfulli æðislegur; svartur og há- vaxinn, með augu sem stungust undan þykkum augabrúnum og boruðu sér í gegnum allt sem fyr- ir varð. Hann hafði hendur sem struku svo mjúklega, iöngum fingrum, eða gripu svo fast að æðarnar þrútnuðu; þykkar varir sem brostu hæðnislega svo glitr- Kafli úr Vetrareldi aði á hættulega beittar tennur og hló eins og karlmaður. Hann var öskrandi naut eða stökkvandi tígur í átakasenum dramatískra leikrita, gat hringað sig eins og snákur og hvæst svo hrollur fór um salinn eða grátið einsog misskilið bam með ekka og var elskhugi númer eitt í öllum uppfærslum sem kröfðust elsk- huga; hamslaus, sterkur og djarf- ur tók hann áhorfendur uppað hjarta sínu, hélt þeim þar föngn- um þar til þeir grétu, hlógu eða báðust vægðar, og þegar tjaldið féll var hann Sigurvegarinn. Hann var gulldrengur Þjóðleik- hússins. Lilja var feimin við þennan mann. Þau höfðu aldrei talast við því hann vissi ekki að hún væri til, eða það hélt hún. Hún hlust- aði á skrafið í stelpunum en trúði því rétt mátulega. Víst var hann fallegur en alveg örugglega góður en ekki djöfull einsog þær sögðu. Enginn með þessi augu gæti ver- ið djöfull. Hún hafði rannsakað þau á mynd í dagblaði. Það var viðtal við hann, með Ijósmynd. Þar sagðist hann vera bjartsýnn á framtíðina, næg verkefni fram- undan, lifði fyrir leiklistina. Hún var svosem ekki að ímynda sér neitt um hann, klippti samt viðtal- ið út og geymdi það. Einhvemtím- ann yrði hann frægur og þá gæti hún sagt; já, við unnum saman í leikhúsinu, Hákon og ég, kynnt- umst þar lítillega. Hann flissaði með sjálfri sér; hvað ætli hann taki eftir mér, hann sem hefur þær allar. Svo hugsaði hún ekki um það meir. Stelpumar í dansflokknum ætl- uðu að ærast þegar hann gekk inní æfmgasalinn í svörtum rúllukragabol, með handklæði yfír herðunum og í þröngum svörtum sokkabuxum. Hann var djöfullega guðdómlegur, sveittur og kraft- mikill. Dansamir í uppfærslunni vom hópdansar; menúettar þar sem enginn hafði endilega einhvem ákveðinn dansfélaga, því ballett- meistarinn horfði einna helst á formið sem slíkt, fegurð heildar- innar. Hákon teygði úr löngum sterklegum leggjunum, þurrkaði af sér svitann með hvítu hand- klæði eins og tennisstjarna og gekk út á svalir f pásum að fá sér að reykja. Hann lét sem hann sæi ekki stúlkumar því hann hafði um margt alvarlegra að hugsa. Frétt verður frásögn BOKMENNTIR Frásöguþættir ÚTKALL íslenska neyðarlínan eftir Óttar Sveinsson. 214 bls. íslenska bókaút- gáfan. Prentun: Solnaprent hf. 1995. Verð 3.380 kr. ÞÆTTIRNIR í bók þessari era skrifaðir af tilfínningahita og þar með verulega spennuþrungnir. Auðséð er að höfundur hefur ekki aðeins gert sér far um að rekja atburðarás. Hann hefur einnig leitast við að lýsa hughrifunum hveiju sinni: háskanum og þeim lamandi ótta sem hann veldur á hættustund, fátinu og örvænting- unni sem getur gripið fólk frammi fyrir að- steðjandi ógn, óviss- unni meðan beðið er eftir hjálp og að lokum léttinum þegar þjörg- un er farsællega lokið. Höfundur kveðst vera vanur að skrifa um sams konar efni sem blaðamaður. Sú reynsla hefur nýst honum vel. Þættimir eru að verulegu leyti skrifaðir í fréttastíl. Reynt er að láta le- sandanum fínnast sem hann sé sjálfur á vett- vangi og atburðirnir séu að gerast hér og nú. Mikið er skráð eftir þeim sem hlut áttu að máli hveiju sinni, bæði þeim sem í háskanum lentu og hinum sem kallaðir voru til hjálpar. Vera má að tíðar sviðsskiptingar — ef svo má að orði komast — miði til þess að þættimir verðir síðar kvik- myndaðir eins og raunin er þegar orðin um einn þeirra. Og sannar- lega má ætla að þetta sé tilvalið efni í stuttar spennumyndir. Höfundur upplýsir að hátt í tíu þúsund manns komi beint og óbeint nálægt björgunarstörfum hér á landi. Það hlutfall er geysi- hátt ef haft er í huga að björgun- arlið eru mest skipuð karlmönnum undir miðjum aldri. Björgun á sjó er afar sérhæfð og krefst í senn tækni, dugnaðar og þjálfunar. Slys á landi tengjast flest einhvers kon- ar tómstundaiðju og verða því við mismunandi aðstæður. Einn þátt- urinn segir frá björgun hjóna sem fallið höfðu í sprungu á Snæfells- jökli. Annar greinir frá björgun ungs manns sem féll af báti í gljúfrinu skammt fyrir neðan Gull- foss. Spyija má hvers vegna fólk leggi í þá hættu sem jöklaferðir og siglingar á straumhörðum stór- fljótum hljóta að hafa í för með sér. Iðkendur svara því gjaman að lítil sé hættan ef rétt sé að farið. Má það til sanns vegar færa. Eigi að síður henda slysin, oft þegar síst varir. Margir eru nefndir til sögunnar í þáttum þessum. Og uppákom- urnar eru af ólíku tagi. Atferlisfræði getur þetta engan veginn kallast, síður en svo. Af sumum frá- sögnunum má þó hitt og annað ráða um líf landans; hvað hann tekur sér fyrir hendur í frístundum, hvernig fólk tengist hvert öðru í samræmi við áhuga- mál og til hverra mað- ur leitar fyrst við óvæntar kring- umstæður svo dæmi séu tekin. Þeir sem ferðast utan alfaraleiða virðast ganga að því sem gefnu að hjálp berist bæði fljótt og vel ef illa fer. Reynslan hefur líka sannað að á það megi nokkurn veginn treysta. Fjöldi mynda er í bókinni, allar í svart/hvítu. Gráar eru þær og daufar og sóma sér laklega innan um fjörlega skrifaðan textann. Fáeinar góðar myndir, helst í lit, hefðu gert meira gagn. Erlendur Jónsson Óttar Sveinsson Saga Hjálp- ræðishersins MEÐ himneskum armi, 100 ára saga Hjálpræðishersins á íslandi, er komin út. í kynningu segir: „Hjálpræðisherinn er litrík alþýðuhreyfing sem á uppruna sinn í Englandi. Sérstaða Hersins felst í því að hann er líknarhreyfing sem byggist á því að trúboð og líknarstarf er samofið lífi og starfí hreyfíngarinnar, sem tók upp herskipulag." í bókinni sem er eft- ir dr. Pétur Pétursson er Ijallað um uppruna þessarar al- Pétur Pétursson hersins, mat á. Hjálpræðishersins til íslands og viðbrögð manna við honum og ekki síst hvernig hún hefur birst í skáldverk- um. í kynningu segir ennfremur: „Höfundur bókarinnar skrifar hana að frumkvæði Hjálpræðishersins, í tilefni hundrað ára sögu Hersins hér á landi. Auk almennra heimilda um sögu þessa tíma hefur hann haft aðgang að öllum gögnum Hjálpræðis- sem hann leggur sjálfstætt Bókin er skrifuð með það Hið gegndar- lausa framlag Paul Auster New York þríleik lokið • ÚT er komin skáldsagan Lokað herbergi eftir banda- riska höfundinn Paul Auster. Paul Auster er einn þekktasti rithöfundur Bandaríkjanna. „Bækur hans vekja hvarvetna gífurlega athygli enda hafa þærtil að vera frumlega hugs- un, stílsnilld og skemmtilega frásögn," segir í kynningu. Áður hafa komið út á ís- lensku eftir Paul Auster bæk- urnar Glerborgin og Draug- ar. Snæbjörn Arngrímsson íslenskaði. Bókin er prentuð í Guten- berg. Kápumynd gerði Kristín Ómarsdóttir. Útgefandi er Bjartur. Verð bókarinnar er 2.480 kr. þjóðahreyfingar, fyrstu leiðtoga hennar, hjónin Catherine og Will- iam Booth, en þau mótuðu þann sérstaka stíl sem einkennt hefur Hjálpræðisherinn frá upphafí, þar sem konur standa í forsvari jafnt og karlar. Höfundur kemst meðal annars að þeirri óvæntu niðurstöðu að hlutur Catherine Booth hafí síst verið minni en hlutur eiginmanns hennar. ítarlega er fjallað um komu fyrir augum að vera aðgengileg áhugamönnum um trúarsögu ís- lendinga, án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum." Útgefandi er Skálholtsútgáfan. Bókin er alls 208 síður að stærð, prýdd fjölda mynda. Kápuhönnun, umbrot og myndvinnsla var í hönd- um Skerplu en bókin er prentuð í Steindórsprent - Gutenberg. Bókin kostar kr. 2.980. BOKMENNTIR Samfélagsmál BARNAFJÖLSKYLDUR Samfélag, lífsgildi, mótun. Rannsókn á högum foreldra og bama á ís- iandi. Sigrún Júlíusdóttir (ritstj.), Friðrik H. Jónsson, Nanna K. Sigurð- ardóttir og Sigurður J. Grétarsson. Landsnefnd um Ár fjölskyldunnar. Féiagsmálaráðuneytið 1995. ÞAÐ færist í vöxt að sérstök ár eru helguð góðu málefni og þá er það auglýst og greint og bent á leiðir til úrbóta, en þegar árið er liðið fellur hið góða átak í aldanna skaut. Það er því ánægjulegt að sjá að Ár fjölskyldunnar skuli gefa af sér rit eins og hér er til umfjöllun- ar. Það er mjög faglega að því stað- ið og grunnurinn að því er rannsókn á högum íslenskra barnafjölskyldna af ólíkum gerðum, hinnar hefð- bundnu fjölskyldu þar sem hjón búa saman með börnum sínum og fjöl- skyldna þar sem einhleypir, ekkjur eða ekklar og fráskilið fólk stendur fyrir bömum og búi. Aðstæður þessara fjölskyldna era oft mjög ólíkar og segja má að niðurstöðum- ar komi í heild ekki á óvart. Málið snýst um það að ala upp heilbrigð og hamingjusöm börn sem era í stakk búin að erfa landið. Auðveld- ast er fyrir bömin að mynda hin nauðsynlegu tilfínningatengsl við báða foreldra þegar foreldrarnir eru giftir eða í sambúð. Þessi tengsl geta hins vegar verið góð þótt for- eldrarnir búi ekki saman. Rann- sóknir sýna að það hvernig staðið er að skilnaðinum og hvemig sam- komulagið er skiptir sköpum fyrir vellíðan bamanna. Aðalatriðið er að fundin sé lausn sem baminu er eðlileg og þroskavænleg og til þess að svo megi verða þarf nokkur hluti fráskilinna utanaðkomandi aðstoð. Fólk var spurt að því hvað það væri sem ylli ósamkomulagi í hjóna- bandi og það kemur í ljós að erfíð- leikar í tjáskiptum eru það sem efst er á blaði. Slíkir erfíðleikar bitna á tilfinningalegum og félagslegum þroska bamanna. Samheldni skortir og þau úrræði sem bjóðast til að leysa viðfangsefni nýtast ekki. Það era ekki allar flölskyldur sem stand- ast þær kröfur sem til þeirra era gerðar í íslensku samfélagi. í bók-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.