Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 B 7 Ljósmynd/Jón Ögmundur Þormóðsson BÆNHÚSIÐ á Núpsstað. Minnsta kirkja á íslandi. Þingvallakirkja. Lítil kirkja, byggð á bjargi, þó á reki samkvæmt kenningum jarðfræðinga. Kristur læknar. Einnig kvöldmáltiðartaflan er Ófeigur kom með frá Heiðarbæ og Magnús kom aftur með frá Englandi Meistari Jón Vídalín hefur stigið í stólinn. Föpr kirkja er skýlir þjóðskáldunum. Jónas og Einar liggja hér lágt ef lágt verður legið þar sem Kjarval málaði steininn gimstein. Úr 7. erindi ljóðsins Svarthvítar sýnir BOKMENNTIR Ljósmyndir EINSKONAR SÝNIR eftir Rúnar Gunnarsson. Formáli Viðar Víkingsson. Prentsmiðjan Oddi hf. Útgáfa höfundar, 1995 - 105 bls. Kr. 2.900 ÁKAFLEGA lítið hefur verið gef- ið út af vönduðum persónulegum ljósmyndabókum hér á landi. Ný bók Rúnars Gunnarssonar, Einskonar sýnir, er kærkomin sending inn á þennan fátæklega markað en í henni eru 75 svarthvítar ljósmyndir, tekn- ar á síðustu 27 árum. Rúnar Gunnarsson lærði ljós- myndun í Reykjavík og Kalifomíu, kvikmyndagerð í Stokkhólmi og hefur starfar við Sjónvarpið frá stofnun þess. Hann hefur haldið tvær einkasýningar á myndum sín- um en lítt haft sig í frammi á vett- vangi Ijósmyndunar síðustu árin. í líflegum og vel skrifuðum for- mála talar Viðar Víkingsson um yfirvegað sundurleysi í myndaúrvali Rúnars og á sú lýsing ágætlega við. Visst stílleysi er einkennandi fyrir bókina, ljósmyndarinn hefur ekki það sem kalla mætti einkenn- isstíl. En myndirnar eru líka teknar á mörgum ámm. Bókina má því skoða sem yfirlit yfir vegferð ljós- myndarans og upplifanir á þessum langa tima. Og fyrir áhorfandann er þetta skemmtileg ferð. Gróflega má skipta myndunum í tvo hluta: portrett og götumyndir. Meðal þeirra elstu í síðamefnda flokknum em tvær vemlega fínar af bömum í þrjúbíói, franskar í anda. Þá má nefna ágætar myndir þar sem leikið er með form: lukt á gömlum bíl og hús; húsveggir og bámjám í Vesturbænum. Myndin af útisam- komu Hjálpræðishersins er sterk en ekki er hægt að segja það sama um allar götumyndimar; þannig er ein af konu í garði í Norðurmýri úr fók- us og hefur lítið í þetta úrval að gera. Svipað má segja um nokkrar aðrar að- dráttarlinsumyndir, eins og eina af tveimur hestum, en Rúnar virð- ist hafa mun sterkari tilfinningu fyrir víðlins- unni og aðalatriðum sem em nálægt honum. Margar áhrifameiri ljós- myndanna em teknar erlendis og ekki síst í Eystrasaltslöndunum en þangað fór ljósmynd- arinn í þrígang á síð- ustu árum. Þaðan em tvær af sterkustu myndunum og standa saman í einni opnu bókarinnar; önnur af konum og hundi í garði og hin af öldungi und- ir krossi. Nokkrar ljósmyndir em af bifhjólafólki og velta má fyrir sér hvort þær hefðu ekki getað verið líf- legri; heimildarmyndir um bifhjóla- akstur á vegum úti í líkingu við verk Bandaríkjamannsins Danny Lyons. Yfirleitt em portrettin áhuga- verðari þegar fyrirmyndin er virkur þátttakandi í umhverfinu, eins og þar sem Gunnar Sverrisson stendur við söluturninn Þöll og Hrafn Gunn- laugsson í sláturhúsinu. Undarleg er ljósmynd af konu sem situr með óræðan svip, þykkvaxin og berlæmð á rúmi, önnur læri á veggspjaldi fyrir aftan hana og handjárn á rúm- gaflinum. Opnan með Rósku öðm- megin og Degi Sigurðarsyni er einn- ig vel lukkuð; hún hallar sér fram og auga á veggnum fyrir aftan og á móti dregur skáldið glaðhlakka- legur augað í pung á einu kaffihús- inu. í mörgum öðmm portrettum þar sem Rúnar fer nær fólki vakna spurningar um samband ljósmynd- ara og fyrirsætu; hvort hann sé að túlka sína upplifun af viðkomandi eða hvort fyrirmyndirnar treysti ekki ljósmyndaranum og gefi lítið af sér. Neistann vantar þá stundum og myndin verður stíf. Ártöl vantar með flestum ljós- myndanna, en þau geta oft stutt við upplifun þess sem skoðar. Hins- vegar lætur Rúnar ekki nægja að birta stað- reyndir um tökustaði í bókarlok, heldur lýsir hann gjaman myndun- um, hvað hann var að hugsa og hvað' hann! upplifði. Sumt af þessui er áhugavert en annað* 1 tmflar eða gerir minna úr myndunum en efni standa tíL Eins og þeg- ar ljósmjmdarinn segir um eftirlætismynd: „Þessi mynd sýnir svo sem ekki neitt.“ Bókin er prentuð í dúótón og vel að verki staðið. Kontrasturinn góður og eins dýptin, en tónninn er hinsveg- ar of rauður fyrir minn smekk. Stækkanir ljósmyndarans virðast í flestum tilfellum vera prýðilegar en á stöku stað er innbrennsla full áber- andi, eins og í skýjunum í annars ágætri hauststemningarmynd frá Rangárvöllum. Hönnun bókarinnar er nokkuð stflhrein, myndir í opnum vinna ágætlega saman, en of mikil ringulreið er á kápunni; óþarfi að fella þar eina mynd ofan í aðra og endurtaka myndir í gmnninn. Útgáfa Einskonar sýna telst ekki stór viðburður á alþjóðlegan mæli- kvarða, til þess er hún full stefnu- laus og myndimar ójafnar að gæð- um. Með markvissara myndavali og færri myndum hefði útkoman orðið sterkari. Hinsvegar er bókin eitt þessara sjaldgæfu afreka í íslenskri ljósmyndun. Hér er alltof lítið að gerast og fátítt að ljósmyndarar leiti persónulegra leiða; þess í stað em metnaðarleysi og ódýrar eftirlíking- ar tískumynda það sem menn virð- ast sætta sig við. Vonandi ná mynd- ir og framtak Rúnars Gunnarssonar að hreyfa við íslenskum ljósmyndur- um og áhugafólki um ljósmyndun. Einar Falur Ingólfsson Rúnar Gunnarsson Andspænis dauðanum dagbókinni hef ég fet- að mig milli forboð- anna góðu og illu sem varða líf mitt líkt og leiðarsteinar; og ég verð að fylgja þeim, það er ekki um aðra leið að ræða.“ (Bls. 5.) Efni sögunnar er svo sem ekki margbrotið á yfirborðinu. Hún gerist eins og nafnið bendir til á rúmu ári. Jónas nefnist aðalpersónan. Hann er ungur maður um tvítugt og hefur orðið fyrir alvarlegu vinnuslysi, fallið átta metra af vinnupalli nið- ur á bíl og skaddast Kristján Kristjánsson spekinga sem sögðu sem svo að lífið væri hjáróma. Árekstramir milli vilja lífsins og vilja mannsins væra óhjá- kvæmilegir. Dáuðinn sýndi okkur svo að allt reyndist að lokum hé- gómi og eftirsókn eftir vindi. í ljósi hugmynda slíkra manna, sem Kristján raunar visar til í upphafi bókar, kemur niðurstaða Jón- asar ekki á óvart: „Andspænis Dauðan- um verður allt fánýtt. Andspænis Dauðanum verður allt dálítið á höfði og BOKMENNTIR Skáldsaga ÁR BRÉFBERANS Eftir Kristján Kristjánsson, Iðunn, 1995- 111 bls. SJALDGÆFT er að höfundur og sögupersónur séu jafnupptekin af dauðanum og gerist í bókinni Ár bréfberans eftir Kristján Krist- jánsson. Samt er sagan sálfræðileg og heimspekileg krufning á lífinu, að vísu í ljósi óvenjulegra að- stæðna. Hún minnir raunar um margt á bækur tilvistarspekinga fyrr á öldinni. Það sem grípur augað hins vegar strax í upphafi bókar er af hvílíkri natni höfundur byggir söguna upp. Hann notar dagbókarform. En til að forðast langdregna útúrdúra sem ekki koma meginefninu við og sparðatínslu lætur hann Jónas, að- alpersónuna, týna dagbókinni í flutningum og finna hana aftur alla rennblauta og ólæsilega. Hann þarf því að segja sögu tveggja tíma til að koma sögu sinni á framfæri. Annars vegar endursegir hann efni týndu dagbókarinnar rúmt ár aftur í tímann og hins vegar rekur hann sögu sína á ritunartíma. Með þessu móti tekst höfundi að skapa ákveðna spennu. Hægt og hægt raðast saman sálfræðileg mósaík- mynd uns sagan rís hæst í ákveðn- um atburði og einmitt þá að honum loknum tengjast tímasviðin saman. Dagbókin er því ekki einungis ytra form sögunnar heldur einnig hald- reipi aðalpersónunnar í lífinu: „Með hendi en hefur náð sér að nokkra og starfar sem bréfberi. Hann verð- ur ástfanginn af konu um fimm- tugt, Láru að nafni, sem er með krabbamein á háu stigi og liggur nánast fyrir dauðanum. Höfundur leggur þó enga meg- ináherslu á söguþráðinn heldur á sálræn og tilvistarleg tök aðalper- sónunnar á lífinu. Eftir slysið á Jón- as erfítt með að ná áttum. Hluta minnisins fær hann ekki aftur og hann kvartar undan því að hann hafi enga blygðunarkennd. Auk þess fær hann oft höfuðverkjarköst. En mikilvægasf er þó að heimurinn er honum framandlegur. Hann fínn- ur engan samhljóm í lífínu. Það verður hjáróma eða fáránlegt. Hann verður þvert á móti heltekinn af dauðanum. Vissulega er hér um að ræða enduróm af hugmyndum Al- berts Camus og annarra tilvistar- hlægilegt. Dauðinn er eina raunverulega viðmiðunin í lífínu.“ (Bls. 13.) Mikilvægi lífsins rennur fyrst upp fyrir Jónasi þegar hann hefur tekið ákvörðun um það andspænis sjálfs- vígshugsunum sínum að skjóta dauða sínum á frest. Valdið yfír eigin lífi verður honum ljóst og það vald gefur honum tilgang með líf- inu, fyllir hann fögnuði takmarka- leysisins. Annars er líf hans brot- hætt og sjálfsvígið yfirvofandi alla bókina. Annar mikilvægur þáttur bókar- innar snýr að ástinni eða kynlífinu. Dauðahugsun Jónasar tengist oft kynórum hans og kynlífi. Þannig sækja á hann draumar sem tengj- ast slysinu. Hann dreymir fallið: „Mig dreymdi aftur þegar ég datt. Bíllinn var svartur og pallurinn byrjaði að teygjast í sundur og ég sá hann breytast í svarta kistu og í kistunni lá kona sem lyfti höndun- um upp í loftið á móti mér. Hún var nakin og ég sá klofíð á henni opnast. í hvert sinn sem ég lagðist yfir hana hvarf hún í myrkur og birtist síðan aftur einhvers staðar langt fyrir neðan; og ég hélt áfram að falla til hennar, aftur og aftur, neðar, neðar.“ (Bls. 70.) Þessi draumur er síðan fyrirboði kynferð- islegs sambands Jónasar við Lára. Það samband er á vissan hátt sjúk- legt. Jónas upplifir girnd Lára, hinnar deyjandi konu, sem vonlaus- an lífsvilja: „Hún girnist lífið í mér og hún veit að hún fær það ekki.“ (Bls. 103.) En í augum Jónasar er Lára samband hans við dauðann. Það sést best í lokakafla bókarinn- ar sem mér þykir ekki ólíklegt að orðið gæti einhveijum hneykslun- arefni yfír hátíðirnar. Saga Kristj- áns er heildstæð, frásögnin mark- viss og textinn aðgengilegur. Hann velur sér óvenjulegt, jafnvel sjúk- legt ástand aðalpersónunnar sem viðfangsefni til að koma á fram- færi í senn almennri og sértækri krufningu á veru mannsins. Hitt er svo annað mál að meginvið- fangsefnið, það að vera heltekinn af eigin dauða, kallar á fleiri spurn- ingar en bókin svarar. Sama má segja um efnistökin og þá ekki síð- ur þá dauðahugsun sem tilvistar- speki bókarinnar býður upp á. Var það ekki Spinoza sem forðum daga hélt því fram að frjáls maður hugs- aði um dauðann síst af öllu; viska hans væri ekki hugleiðing um dauð- ann heldur lífið? Skafti Þ. Halldórsson Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Hallirgróð- urs háar rísa - Saga ylræktar á íslandi á 20. öld eftir Harald Sig- urðsson sagnfræðing. Bókin fjallar um það hvernig ný atvinnugrein, ylræktin eða garðyrkjan, ryður sér til rúms á umbrota- tímum í íslensku þjóðlífí og skapar sér sess í menn- ingu þjóðarinnar. I kynningu segin „I bókinni er greint frá upphafi rækt- unar í gróðurhús- um hér á landi á fyrri hluta aldar- innar, þegar ein- staka framkvöðlum hugkvæmdist að nýta þann yl sem bjó í iðram jarðar til að rækta suðræn blóm og aldin í íslenskri mold á hjara veraldar. Auk þess sem saga garðyrkjubænda er almennt rakin er fjallað um hvemig afurðir gróðurhúsanna, blóm og grænmeti, öðluðust með tímanum sess í neyslumenningu þjóðarinnar.“ Skýrt er frá því hvemig matarmenn- ing landsmanna breyttist og saga blómaverslunar er rakin. Þá er sér- stakur kafli um upphaf tijáræktar og eflingu skrúðgarðyrkju í landinu. Bókina prýðir á annað hundrað ljósmynda og sagan er krydduð létt- um frásögnum úr ýmsum áttum. Útgefandí er Samband garðyrkju- bænda. Bókin er 428 bis. og unnin íG. Ben. Eddu. Bókin kostar 4.900. C- • Harmónikuljóð frá blýósen heit- ir ný ljóðabók eftir Sigurlaug Elías- son. Bókin skiptist í fjóra kafla þar sem atvikum er fylgt í eitt ár, frá hausti fram á næsta haust. Þetta er fimmta ljóðabók höfund- ar, næsta bók á undan, Jaspís, koir út 1990. Bókin er saumuð kilja, 64 síður Prentuð í Sást hf. Norðan niðui gefur út. Verð 1.580 kr. Haraldur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.