Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Glæsilegt hús í Laugarásnum ÞAÐ er ekki oft, sem hús við Laugarás koma í sölu. Hjá fasteignasöl- unni Fold er nú til sölu húseignin Laugarásvegur 57. Þetta er stein- steypt hús, byggt 1951, sem er tvær hæðir og ris og um 300 ferm. að stærð. Að sögn Ævars Dungals hjá Fold er hér um að ræða sér- staklega glæsilegt og vandað hús. „Það stendur á eftirsóttum stað og er einkar vandað að allri gerð miðað við þann tíma sem það var reist á,“ sagði Ævar. HÚSIÐ stendur við Laugarásveg 57. Þetta er steinsteypt hús, sem er tvær hæðir og ris og um 300 ferm. að stærð. Húsið er til sölu hjá fasteignasölunni Fold og ásett verð er 23 millj. kr. „Jarðhæðin hefur öll verið end- urnýjuð fyrir skömmu. Þar er ein stór stofa og tvö svefnherbergi og sérlega vandað baðherbergi, flísa- lagt í hólf og gólf, hið glæsilegasta á alla lund. Á efri hæð eru þijár rúmgóðar stofur. Þar er óvenjulega hátt til lofts og möguleiki á að hafa arinn í einni stofunni. Rúmgott eldhús og gestasnyrting eru einnig á þess- ari hæð. Vandaður eikarstigi er úr holi upp á efri hæðina og stór gluggi í stigauppganginum. Vinnuherbergi með parketi og viðarklæðningu á veggjum og sér- kennilegum glugga er á rishæð. Þar er einnig rúmgott herbergi með parketi og góðum skápum og innbyggðum bedda með hillum. I öðru herbergi er annar svipaður beddi í antikstíl. Hjónaherbergi er allstórt með útgangi á suðursvalir með frábæru útsýni út yfir Laugardalinn. Þar er líka nýlega endurnýjað baðher- bergi sem einnig er allt flísalagt með steyptum sturtuklefa og bað- kari. Eirþak er á húsinu og nýlegir franskir gluggar í því öllu. Tvöfald- ur bílskúr fylgir húsinu. Hitalagnir eru í aðkeyrslu, en lóðin er mjög vel ræktuð og í góðri umhirðu. Ásett verð er 23 millj. kr.“ Greiðslubyrði húsbréfalána* m.v. 15, 25 og 40 ára lánstfma *jan.-mars 1996 4^' A Hæsta lán vegna r„iAo. ty"in^nf91-°00 á mánuði, 15ar: 52.860 áman. A0AW 25 ár: 39.045 rffiljr : 40 ár: 32-263 Hæsta lán vegna kaupa á eldra húsnæði, kr. 5.493.000 15 ár: 44.054 ámán. 25 ár: 32.541 40 ár: 26.888 vegna endurbóta, kr. 3.294.000 15 ár: 26.418 á mán. 25 ár: 19.514 40 ár: 16.124 Lægsta lán vegna endurbóta kr. 713.000 15 ár: 5.718ámán. 25 ár: 4.224 40 ár: 3.490 Hæsta Greiðslubyrði húsbréfalána ÞAU MISTÖK urðu í línuriti á forsíðu fasteignablaðsins sl. föstu- dag, að birtar voru rangar tölur um greiðslubyrði af hámarkslánum vegna nýbygginga í húsbréfakerfinu. Þar sem réttar upplýsingar um greiðslubyrðina kunna að skipta miklu máli fyrir marga, er línu- ritið birt leiðrétt. Stórt hús í Hlíðunum HJÁ Eignamiðluninni er til sölu húseignin Stigahlíð 83. Að sögn Sverris Kristinssonar hjá Eigiia- miðluninni er þetta tvílyft hús með tveimur aukaíbúðum í kjallara. Samtals er eignin 348 ferm. að stærð með innbyggðum 28 ferm. bílskúr. „Öll efri hæð þessa glæsilega húss hefur meira og minna verið endumýjuð," sagði Sverrir. „Á hæð- inni er m.a. anddyri, gestasnyrting, hol, mjög stór stofa, það er borð- stofa, dagstofa, skáli'og húsbónda- herbergi sameinuð í eina stóra stofu, eldhús og tvö stór herbergi, sem samkvæmt teikningu gætu verið þijú.“ Flísar og parket eru á allflestum gólfum hússins. Eldhúsið tengist stofunum og er með m.a. með vegg úr hleðslugleri. Það er með nýrri og glæsilegri hvítsprautaðri innrétt- ingu með eyju, háfi, keramikhellu- borði og borðkróki. í svefnherbergj- um eru góðir skápar. Úr forstofu .er steinsteyptur stigi niður í kjallara, en þar er annars vegar stúdíóíbúð og hins vegar stór tveggja herbergja íbúð auk þvotta- húss. Bílskúr er einnig á neðri hæð- inni. Söluverð er áætlað 25 millj. kr.“ STIGAHLÍÐ 83 er með tveimur aukaíbúðum í kjallara. Húsið er til sölu hjá Eignamiðluninni og á að kosta um 25 millj. kr. Breytingar á fasteignamarkaði Markaðurinn Það er ekki eingöngu undir kaupendum komið hvort þeir munu eiga kost á 40 ára húsbréfalánum, segir Grétar J. Guðmunds- son, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkis- ins. Um það verður að nást samkomulag milli seljenda og kaupenda. FASTEIGNAMARKAÐURINN er mjög háður ytri aðstæðum og ýmis- legt hefur áhrif á hann. Ástand á vinnumarkaði og möguleikar á lánamarkaði eru væntanlega þeir þættir sem hafa augljósust áhrif á þennan markað. Breytingar á vinnumarkaði koma fljótlega fram á fasteignamarkaðnum og það sama getur átt við ef lánamöguleik- ar kaupenda og byggjenda breyt- ast. Þessir þættir eru reyndar allir tengdir, því breytingar á lánamark- aði geta einnig haft áhrif á vinnu- markaðinn. Atvinnuástand hefur áhrif Minni vinna eða aukið atvinnu- leysi hefur í för með sér að það dregur úr fasteignaviðskiptum. Fólk heldur að sér höndum ef svart er framundan. Þetta hefur greini- lega komið fram að undanförnu, en atvinnuleysi hefur verið meira undanfarin misseri en áður hefur þekkst í langan tima. Jafnframt því sem minni vinna og atvinnuleysi dregur úr fasteignaviðskiptum eyk- ur það þörf þeirra, sem lenda í því, fyrir að selja íbúðarhúsnæði sitt. Þetta gefur auga leið og á sérstak- lega við um þá sem hafa fest kaup á íbúðarhúsnæði á síðustu árum og eru enn skuldum vafnir. Breyttar forsendur hvað laun varðar koll- varpa vitaskuld öllum áætlunum. Minni eftirspum eftir íbúðarhús- næði, sem fer saman við þörf sumra til að selja, eykur svo erfiðleika þeirra sem lenda í erfiðleikum. Auknir lánamöguleikar Lánamöguleikar íbúðakaupenda, húsbyggjenda og íbúðaeigenda hafa aukist, sem getur aukið fasteigna- viðskipti og unnið þannig á móti því ástandi sem minni vinna og atvinnuleysi skapar. Á síðasta ári hófu bankar, sparisjóðir og verð- bréfafyrirtæki að bjóða langtímalán á hagstæðari kjörum en verið hafa í boði hjá þeim lengi. Þetta á reynd- ar eingöngu við um höfuðborgar- svæðið, og hefur væntanlega mest að segja fyrir þá sem eru vel stæð- ir eignalega séð, enda eru kröfur um veðhæfni stífari en í hinu opin- bera húsnæðislánakerfi. En fleiri breytingar eru í vændum, sem ættu að geta leitt til aukinna fasteigna- viðskipta, því lögum um húsbréfa- kerfið hefur verið breytt, sem miða að því að létta greiðslubyrði kaup- enda og byggjenda. Breytingar í húsbréfakerfinu í lok desember síðastliðinn sam- þykkti Alþingi breytingar á lögum um húsbréfakerfið, sem tóku gildi 1. janúar. Með þessum breytingum verður hámarkslánstími húsbréfa- lána 40 ár í stað 25 ára áður. Til- gangurinn með breytingunum er fyrst og fremst að auka möguleika fólks til að festa kaup á íbúðarhús- næði, en greiðslubyrði af 40 ára láni er lægri en af 25 ára láni. Munurinn er um 1.000 krónur á mánuði af 1 milljón króna láni, miðað við 5,1% vexti. Mánaðarleg greiðslubyrði af 1 millj. kr. láni til 25 ára með 5,1% vöxtum er 5.924 kr. en ef Iánið er til 40 ára er greiðslubyrðin 4.895 kr. Þessu til viðbótar reiknast verðbætur, sem taka mið að neysluverðvísitölu og innheimtukostnaður. Afgreiðsla húsbréfalána til 40 ára hefst vænt- anlega fljótlega, eða þegar gefnir verða út húsbréfaflokkar fyrir árið 1996. Að mörgu ber að hyggja þegar ráðist er i íbúðarkaup. Fasteigna- markaðurinn er fijáls markaður. Kaupendur íbúða gera seljendum þeirra tilboð, sem þeir annaðhvort samþykkja eða hafna. Þannig er það ekki eingöngu undir kaupend- unum komið hvort þeir t.d. munu eiga möguleika á 40 ára húsbréfa- lánum. Um það verður að nást sam- komulag milli k-aupenda og seljenda áður en svo getur orðið. Á þessu stigi er því ekki vitað hvaða áhrif lengri lánstími í húsbréfakerfinu mun hafa á fasteignamarkaðinn. Ef vel tekst til, og 40 ára húsbréf seljast vel á fjármagnsmarkaði, þá gætu áhrifin af 40 ára húsbréfaíán- um verið jákvæð fyrir fasteigna- markaðinn, sem hefði þar með væntanlega áhrif á ýmsa aðra þætti í þjóðlífinu. Fasteignasölur í blaöinu í dag Agnar Gústafsson bls. 7 Almenna fasteignasalan bis. 11 Ás bls. 14 Ásbyrgi bls. 6 Berg bls. 8 Bifröst bls. 9 Borgir bls. 29 Borgareign bls. 31 Eignamiðlun bls.10-11 Eignasalan bls 27 Eignaborg bls. 21 Fasteignamarkaður bls. 3 Fasteignamiðlun bls. 6 Fasteignamiðstöðin bls. 24 Fasteignasala Reykjav. bis. 30 Fjárfesting bls. 4,7og28 Fold hs 25 Framtíðin bls. 28 Frón bls. 27 Garður bls. 30 Gimli bls. 23 Hátún bls. 14 Hóll bis.16-17 Hraunhamar bls. 18-19 Huginn bis. 26 Húsakaup bls. 15 Húsið bis 24 Húsvangur bis 32 íbúð bls. 8 Kjörbýli , 7 bl: 11 Kjöreign bls. 12 Laufás bls. 21 Lyngvík bls. 6 Óðal bls. 22 Séreign bls. 22 Skeifan bls. 19 Stakfell bls. 16 Valhús bls. 7 Valhöll bis 13 Þingholt bls. 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.