Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
Winnie
braut
reglumar
Höfðaborg. Reuter.
WINNIE, fyrrum eiginkona Nel-
sons Mandela, forseta Suður-Afr-
íku, eyddi rúmu fjórum milljónum
króna í leyfisleyfi á ferðalögum sín-
um er hún var aðstoðarráðherra.
Talsmaður ríkisendurskoðunar
Suður-Afríku sagði að útgjöld þessi
hefðu komið til vegna lífvarða sem
jafnan fylgdu Winnie Mandela hvert
fótmál. Þetta væru klárlega brot á
reglum þeim sem giltu um aðstoðar-
ráðherra en slíku embætti gegndi
frúin á fyrsta ári ríkisstjórnar
biökkumanna í Suður-Afríku.
Gengið var frá skilnaði þeirra
hjóna fyrr í þessum mánuði og upp-
lýsti Mandela forseti þá að útgjöld
vegna Winnie hefðu að jafnaði nurm
ið rúmum 17 hundruð þúsundum
króna á mánuði. Laun hennar fyrir
þingstörf hefðu hins vegar svarað
til rúmlega 240.000 króna.
Mandela rak eiginkonu sína úr
embætti eftir að hún hafði neitað
að verða við tilmælum hans um að
hætta við ferð til útlanda. Það tók
yfirvöld síðan marga mánuði að fá
hana til að láta af hendi tvo bíla í
ríkiseigu og forláta farsíma sem
einnig var rekinn á kostiiað skatt-
borgaranna.
------» ■♦■■4--
Myrkur hjá
Marcosi?
Laoag á Flippseyjum. Reuter.
ORKUFYRIRTÆKI á Filippseyjum
hefur hótað fjölskyldu einræðis-
herrans Ferdinands Marcosar því
að rafstraumur í grafhýsi hans verði
rofinn verði ógreiddir reikningar
ekki gerðir upp.
Fyrirtækið hefur gefið íjölskyldu
Marcosar frest til 30 apríl til að
greiða rafmagnsreikningana sem
hljóða upp á rúmar tíu milljónir
króna. Fyrirtækið hefur þegar lokað
fyrir rafmagnið á ættaróðali Marc-
os-ijölskyldunnar og á safni sem
reist var í minningu hans.
Marcos lést í útlegð árið 1989.
Líkið var varðveitt og því komið
fyrir í grafhýsi árið 1993. Þar hvíl-
ir líkið í upplýstri glerkistu og logar
ljósið allan sólarhringinn.
Talsmaður fyrirtækisisns gat
þess að Imelda, ekkja Ferdinands,
hefði greitt tæpar 130.000 krónur
upp í skuldina í febrúarmánuði en
fyrirtækið vildi fá ógreidda reikn-
inga síðustu fimm ára upp gerða.
Ferdinand Marcos var steypt af
stoli 1986 og hefur ijölskyldan ver-
ið sökuð um að hafa stolið rúmum
300 milljörðum króna á valdatíma
sínum.
SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 B 15
¥
*
VISSIR ÞU ÞETTA UM AGÆTI
OG McDONALD’S Á ÍSLANDI?
Starfsmenn Ágætis að Faxafeni 12
byrja daginn á því að saxa niður
salat og lauk fyrir McDonald’s. Það
er gert á hverjum degi, jafnvel líka
á sunnudögum þegar þörf er á.
Grænmetið er skorið í sérstökum
vélum, því skurðurinn þarf alltaf að
vera eins til að fullnægja kröfum
McDonald’s. Svo er salatið sett í
skilvindu og þvegið vandlega með
tæru, íslensku vatni til að hreinsa
það. Vatnið er allt sem þarf -
engum aukaefnum er bætt út í til
að lengja líftíma salatsins - það er
alltaf nýtt og ferskt.
McDonald's gerir ákveðnar kröfur
um tegund, ferskleika, stcerð og
jafnvel þroskastig grænmetis á
hamborgarana og notar alltaf
íslenska tómata þegar þeir eru á
boðstólum.
Ágæti hf. tók upp GÁMES,
alþjóðlegt gæðaeftirlitskerfi, á síð-
asta ári. Matthías Guðmundsson,
framkvæmdastjóri fyrirtækisins
segir að það hafi þegar skilað
umtalsverðum árangri, bæði í
eftirliti með framleiðslunni og
stjórnun. „Við vinnum grænmeti
fyrir fjölmörg veitingahús og verslanir
auk McDonald’s og hreinlæti og
réttar umgengnisreglur skipta gífur-
legu máli. “
Matthías: „Gœðaeftirlitsfólkið frá
McDonald’s heimsœkir okkur reglu-
lega til að fylgjast með framleiðsl-
unni. Okkur fannst i fyrstu mjög
óvenjulegt hve víðtækar kröfur þeirra
voru en eftir á að hyggja eru þær
mjög eðlilegar. Jafnvel límbandið sem
lokar plastpokunum, sem salatinu er
pakkað í, þarf að vera í ákveðnum
sterkum lit til að aldrei sé hægt að
ruglast á því og salatsstrimlunum.
Það er verið að passa upp á það að
neytandinn fái það sem hann á að fá
en aldrei eitthvað annað með. Við
höfum lært margt af þessu samstarfi
og það hefur komið öllum okkar
viðskiptainnum til góða."
Sigrún Halla, 10 ára, teiknaði myndina
LYST
Alltaf gæði • Alltaf góður matur • Alltaf góð kaup
LYST ehf., er leyfishafi McDonald's á Islandi. Ef frekari upplýsinga er óskað,
skrifið þá góðfúslega til: LYST ehf. Pósthólf 52, 121 Reykjavík,
eða: Agœti hf, Faxafeni 12, 128 Reykjavik.
Marsbækurnar $ru komnar
Glerárgötu 28 - Akureyri
Áskriftarsími 462 4966
JMtrjptsiMgiMfr
- kjarni málsins!