Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYIMDIR MNýjasta mynd nýsjá- lenska leikstjórans Jaiie Campion fer fljótlega í dreifingu. Campion, sem síðast gerði Píanó, hef- ur gert mynd sem bygg- ist á hinni þekktu sögu Henrys James, „Portrait of a Lady“. Fara Nicole Kidman og John Malkovich með aðalhlutverkin. MSöng- og leikkonan Barbra Steisand hefur ekki ieikið í bíómynd síð- an hún stýrði sjálfri sér í „The Prince of Ti- des“ á móti Nick Nolte. Nýjasta myndin hennar heitir „The Mirror Has Two Faces“ og í henni leikur Barbra á móti Jeff Bridges. ■ Velski stórleikarinn Anthony Hopkins er stórkostlegur sem Nix- on í samnefndri kvik- mynd og mjög eftirsótt- ur í hvaða hiutverk sem er. Hann hefur nú leikið í myndinni „Surviving Picasso“ og leikstýrir sjálfum sér í myndinni „August“. MBráðlega verður nýj- asta mynd gamanleikar- ans Jims Carreys tilbú- in til sýninga. Hún heit- ir „Cable Guy“ en í henni leikur Carrey einn af þessum ómissandi sjónvarpsviðgerðar- mönnum. Leikstjóri er Ben Stiller en mótleik- arar háðfuglsins eru Matthew Broderick og Leslie Mann. Hvað tekurnú við? KvikmyndaJist Kieslowskis ÁHRIFA pólska leikstjórans Krzysztof Kieslowskis, sem íátinn er langt um aldur fram, gætir víða þótt kvik- myndaferill hans hafi í raun ekki verið langur. Við sjáum þau t.d. í Dauðamanni nálgast eftir Tim Robbins, sem Háskólabíó sýnir. Kieslowski hafði gert nákvæmlega sömu úttektina á dauðarefsingum í myndinni Stutt mynd um dráp árið 1988 og með sömu aðferðinni; skelfilegur morðverknaðurinn er settur í samhengi við opinbera aftöku og áhorfandinn er skilinn eftir með þá spurningu hvort einhver réttlætanlegur munur sé á því tvennu. Báðar myndirnar draga upp hliðstæðu á milli kaldrifjaðs morðs og aftöku hins opinbera réttar- kerfis en þar sem Robbins gefur kóst á lágmarks tilfinn- ingasemi er Kieslowski gersamlega kaldhamraður í lýs- ingu sinni og næstum ijarlægur efninu. Samt finnum við á endanum sárlega til með morðingjanum. MEISTARI fallinn frá; Kieslowski. Stóri munurinn er auð- vitað sá að Hollywood- iðnaðurinn stendur að baki Robbinsmyndarinnar með allri auglýsinga- mennskunni og stjörnu- dýrkun- inni sem fylgir. Ki- eslowski spratt upp úr hinni hógværu evrópsku kvik- myndalist. Stutt mynd um dráp var fyrsta myndin sem vakti athygli á Ki- eslowski hér á landi og um heim allan en hún var sýnd á Kvikmyndahátíð Listahátíðar árið 1989 og var ágætur inngangur að þessum sérstæða kvik- myndagerðarmanni. Hún var hluti af miklu stærra verki, „Decalogue", stór- virki sem Kieslowski vann fyrir pólska sjónvarpið og byggðist á boðorðunum tíu. Myndirnar voru tíu talsins og klukkutíma langar en myndir fimm og sex gerði hann að bíó- myndum í fullri lengd, Stuttri mynd um dráp og Stuttri mynd um ást. Þessar tvær komu honum á landakort kvikmynda- heimsins. Sú fyrrnefnda hreppti dómnefndaiverð- launin í Cannes og fyrstu Felixverðlaunin sem besta myndin. Kieslowski var kominn á skrið. Eins og myndir hans báru með sér hafði hann byijað í heimildar- myndagerð. Fyrstu leiknu bíómyndina sendi hann frá sér árið 1979, „Amat- or“, og tveimur árum seinna gerði hann „Przypadek“ eða „Blind Chance" eins og hún hét á ensku. Hún var bönnuð í fimm ár. Eftir að hafa vakið heimsathygli á kvik- myndahátíðum með „Decalogue" myndunum sínum tóku við þær mynd- ir sem eiga eftir að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð sem eins merkasta kvikmynda- gerðarmanns samtímans. Undanfari þeirra var Tvö- falt líf Veroníku, fyrsta fransk/pólska myndin hans, en síðan kom trílóg- ían Blár, Hvítur, Rauður, sem hann nefndi eftir lit- unum í franska fánanum og stóðu fyrir frelsi, jafn- rétti og bræðralag, kjör- orð frönsku byltingarinn- ar. Hann sagði þær síð- ustu myndirnar sem hann ætlaði að gera og því mið- ur reyndist það rétt. Myndirnar þtjár gerðu Kieslowski að einum fremsta kvikmyndahöf- undi Evrópu. Menn leituðu aftur til Bergmans og Antonionis eftir hliðstæð- um og sögðu hann hafa blásið nýju lífi í hina gömlu listrænu evrópsku kvikmyndahefð. Blár var full af sorg í frásögn af konu sem missir allt í líf- inu og telur sig ekki leng- ur þurfa að tengjast ver- öldinni á neinn hátt. Hvít- ur sagði kímilega frá ný- kapítalistum í heimalandi leikstjórans, Póllandi, og Rauður var um mannleg samskipti nútímans í formi skilaboða á sím- svara og tvær einmana sálir sem fundu hlýju hvor í annarri. Trílógía Ki- eslowskis voru réttu myndirnar á réttum stað á réttum tíma þegar ónýt- ið veður uppi og sönn kvikmyndaiist á mjög undir högg að sækja. í því ljósi var framlag hans ein- stakt. eftir Amald Indriðoson MISSKILNINGSFARSI; úr þýsku gamanmyndinni sem slegið hefur í gegn í heimalandi sínu. Þýsk gamanmynd um kyntröll KÓLERUFARALDUR; Martinez og Binoche í mynd Rappeneau. Ný mynd f rá Rappeneau ÝSKAR bíómyndir eru ekki beint þekktar fyrir gamansemi en ný þýsk gam- anmynd hefur slegið öll að- sóknarmet í Þýskalandi. Heiti hennar á íslensku gæti sem best verið Maðurinn sem allir þrá og er hún gerð af Sonke Wortman. Leikararnir eru lítt kunnir hér á landi; Til Schweiger, Katja Rieman og Joachim Krol. Myndinni er lýst sem samblandi af farsa og sam- félagsskoðun þar sem fjall- myndarlegur en heldur vit- grannur barþjónn er í mið- punkti. Hann er sá sem titill- inn á við en bæði konur og karlar girnast hann mjög. Axel heitir hann og verður heimilislaus þegar kærastan hendir honum út. Axel tekur að búa með góðhjörtuðum homma en vinir hommans líta hann allir hýru auga. Hver misskilningurinn tekur við af öðrum og ekki batnar það þegar kærastan, sem orðin er ólétt, heilsar upp á vininn. Þetta er húmor sem fellur Þjóðverjum í geð og Bretar kunna einnig að meta hann en myndin fékk fjórar stjörn- ur í nýlegu hefti af „Empire". í BÍÓ KVIKM YND AHÚ SIN hafa boðið sannkallaða kvikmyndaveislu undan- farnar vikur og það sem hefur einkennt hana kannski öðru freniur er frábær leikur. Samleikur Sean Penn og Susan Sarandon í Dauðamanni nánast nístir inn að beini, hún sem ltkn- andi nunna, hann sem forhertur glæpamaður. Anthony Hopkins nær Nixon líklega eins vel og hægt er í samnefndri kvikniynd; það er erfitt að ímynda sér aðra gera belur en Hopkins þessa dagana. Richard Dreyfuss heldur Ópus herra Hol- land á floti með tempruð- um leik og í Bréfberanum er ljúflegur samleikur á milli Massimo Troisi og Philippe Noriet í hlutverk- um skáidsins Pablo Nei-uda og tregafulis aðdáanda hans. Þá er ónefndur samleikur Nic- holas Cage og Elisabeth Shue í Á förum frá Veg- as. Fágætt er að drykkju- sjúklingur og mella nái slíkum heljartökum á áhorfendum. SEX ár eru liðin frá því franski leikstjórinn Jean- Paul Rappeneau sendi frá sér einhveija bestu mynd Frakka hin síðari ár, Cyrar.o De Ber- gerac, með Gérard Depardieu í aðalhlutverki. Rappeneau hefur enn snúið sér að klass- ískum bókmenntum og gert kvikmynd úr sögu Jean Giono, Reiðmanninum á þakinu, 19. aldar ástarsögu er gerist í skelfilegum kólerufaraidri. Með aðalhlutverkin fara Juliette Binoche („Damage") og Oliver Martinez en sagan segir af Angelo, ungum, ít- ölskum hugsjónarmanni og herforingja á flótta undan austurrískum hermönnum. Hann finnur hæli í Provence en þar geisar kólera, algert stjórnleysi ríkir og múgæsing ræður ferðum. Þar hittir hann yfirstéttakonuna Pauline og þau verða ástfangin. Líkt og í Cyrano þykir Rap- peneau takast einstaklega vel að endurskapa tímabilið sem sagan gerist á með leikmynd- um, tökustöðum og búningum og gera sögunni góð skil. 9.000 höfðu séð Spilavítið ALLS höfðu um níu þús- und manns séð Spilavít- ið eftir Martin Scorsese í Háskólabíói eftir síð- ustu helgi. Þá höfðu 4.000 séð Ópus herra Hollands og 4.000 Dauðamann nálg- ast. Næstu myndir Há- skólabíós eru Heim í frí- ið með Holly Hunter og Brotin ör eða „Broken Arrow“ með John Tra- volta en myndin verður einnig í Regnboganum. Einnig sýnir Háskólabíó á næstunni myndina Neðanjarðar eftir Emjr Kusturica og frönsku myndina Hatrið eða „La Haine“, sem vakið hefur mikla athygli í heima- landi sínu. Vampýra ! Brooklyn með Eddi Murphy verður sýnd fljótlega og 12 apar og„The Birdcage“ með Robin Wiliiams. 20. april frumsýnir Háskólabíó svo rúss- nesku óskarsverðlauna- myndina „Burnt by the Sun“ eftir Nikita Mikha- ilkov. Verður ieikstjór- inn viðstaddur frumsýn- inguna og mun verða haldin kvikmyndahátíð með eldri myndum leik- stjórans af því tilefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.