Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 B 11 á afmælisdögum og jólum. Það gaf okkur í rauninni endalausa mögu- leika að setja saman karaktera úr þessum fígúrum. Risaeðlan Rex var ein þeirra sem ég spáði mikið í, en hún var auðvitað ómissandi þar sem risaeðlur er að finna í nánast hveiju einasta barnaherbergi. Ég velti því mikið fy'rir mér þegar ég var að skoða leikföng í búðunum hvernig þessi sprautuðu plastdýr með pínu- litlar veiklulegar framlappir ættu að geta verið ógnandi þegar þær vöknuðu til lífsins. Niðurstaðan varð sú að Rex var látinn vera feim- inn og óöruggur karakter sem nær aldrei að standa undir því að vera hættulegasta kvikindi hópsins þrátt fyrir miklar tilraunir." Það fór mikil vinna í að finna réttu leikföngin sem John Lesseter leggur áherslu á að hafí orðið að vera vönduð. Þannig neituðu Hasbro leikfangaframleiðendurnir að leyfa notkun á GI Joe („action“- karli) og Mattel sem framleiðir Barbie keyptu ekki hugmyndina um hlutverk hennar í myndinni. Leik- fangaframleiðendurnir sem slógu til þurfa hins vegar ekki að sjá eft- ir því þar sem salan hefur aukist um 25% á leikföngunum sem nú eru kvikmyndastjörnur. Bara byrjunin Lesseter segist hlakka til að sjá hvernig tölvutæknin eigi eftir að þróast. „Það er engan veginn búið að gera allt sem hægt er að gera þótt við höfum náð góðum árangri með þessa mynd. Tölvu- tæknin býður upp á endalausa mögu- leika og hugsan- lega eftir 10 ár líta menn á Leikfangasögu sem frum- stætt byijun- arfyrir- bæri.“ Framleið- endur sjá líka eflaust kostina þegar litið er á kostnað. Samanbor- ið við hefðbundnu teiknimyndina Konung ljónanna, sem 800 teiknar- ar unnu að og kostaði 45 milljónir dollara í framleiðslu, kostaði Leik- fangasaga 30 milljónir dollara og 110 teiknarar unnu við hana. En eftir alla þessa velgengni liggur beint við að forvitnast um það í lokin hvort Leikfangasaga 2 sé í bígerð. „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar, en það er þó til umræðu," segir Lesseter sem væri ekki í vand- ræðum með plott fyrir framhaldið, „og auðvitað er fólk að deyja úr forvitni hvernig sambandið á rnilli kartöfluhausanna þróast.“ Já, þú segir nokkuð, hugsa ég um leið og ég hlæ að atvikum sem rifjast upp fyrir mér um herra kartöfluhaus og kveð leikstjórann sem er hlaup- inn af stað í sjónvarpsviðtal í næsta herbergi með Vidda og Bósa sinn undir hvorri hendi. Það er annríki hjá þeim félögum þar sem blaða- menn víða að hafa ferðast til stór- borgarinnar til þess að hitta þá. Og hvort sem samband kartöflu- hausanna kemst einhvern tíma á hvíta tjaldið, fór ekki á milli mála að Leikfangasaga kitlaði hlátur- taugar yngir og eldri bíógesta þar sem ég sá hana í London. Leikfannaóður JOHN Lesset- er með leikstjóri Leikföngin vakna til lifsins Það er leikfangasafn 7 ára stráks, Adda, sem er í sviðsljósinu í Leikfangasögu. Rétt eins og í Hnetubijótnum vakna leikföngin til lífsins þegar mannfólkið sér ekki til og mynda samfélag þar sem skiptast á skin og skúrir. Viddi, talandi kúreki, er uppá- haldsleikfangið og valdamestur á meðal jafningja þangað til að eig- andi hans fær Bósa ljósár í afmæl- isgjöf. Bósi er geimkarl með ýmsum tökkum og eiginleikum sem trúir því einlæglega að hann sé lifandi vera. Hann vinnur yfir leikfanga- samfélagið sem heillast af nýjung- inni og það sem meira er, vinnur hug Adda. Viddi verður afbrýðisam- ur og reynir allt til þess að losna við hann þangað til að hann verður að reiða sig á samvinnu við Bósa gegn nágrannastráknum, Sidda, sem er aldræmdur fyrir fantaskap sinn við leikföng. Viðfangsefni sögunnar eru klass- ísk: ást, afbrýðisemi, vinskapur, og viðeigandi stemmning er undirstrik- uð með tónlist, lýsingu og litum. Það sem gerir Leikfangasögu hins vegar frábrugðna klassískum Disn- ey-myndum er að umgjörðin er nútímaleg. Það er engin fortíðar- hyggja í gangi. Hraði og spenna ráða ferðinni og umhverfið eftirlík- ing af nútímasamfélagi. „Við lögðum ríka áherslu á sög- una og listrænu hliðina. Tölvan er bara tæki en það eru sömu grund- vallaratriði og í öðrum myndum sem eru lykillinn að velgengni hennar," segir Lesseter. Aðspurður hvort Disney hafi ekki gert kröfur sem heftu listrænt frelsi þeirra, svarar hann neitandi. „Við áttum frá- bæra samvinnu og það ríkti gagnkvæm virðing á milli okk- ar. Þeir hjá Disney vita að þeir koma aldrei til með að verða jafnframarlega og Pixar á sviði töivutækni, en á sama hátt viss- um við að þeir gætu kennt okkur Það er greinilega mikil hugsun á bak við karakterana sem leik- föngin túlka. Hvernig voru leikföngin valin? „Við vildum hafa raunveruleg leikföng sem börn nútímans hafa í kringum sig og eins sem fullorðnir muna eftir úr sinni barnæsku. Mér fannst mikilvægt að þessi mynd höfðaði til allra aldurshópa og við þurftum því að leggja okkur fram um að láta söguna höfða til unglinga og fullorðinna líka. Það var best gert með því að láta þau hafa fullorð- inskaraktera. Þannig líta leikföngin á það sem vinnu að vera leikföng og í samfélagi þeirra ríkir ákveðin goggunarröð þar sem foringinn á trygga vini sem styðja hann á vinnufundum og öðrum uppákom- um, en þarf svo líka að mæta gagn- rýnisröddunum. Hluti stofnunarinn- ar er svo grænu tindátarnir (plastd- átarniij sem fara i njósnaleið- angra til þess að safna upplýs- ingum um stöðu JOHN Lesseter stormar inn á fundarstað okkar klukku- tíma of seint. Hann hafði misst af fluginu frá Stokkhólmi þar sem hann var að kynna teiknimynd- ina sem farið hefur sigurför um Bandaríkin og er líkleg til þess að heilla Evrópubúa á sama hátt. Fé- lagarnir Viddi og Bósi fylgja hon- um. „Ég er leikfangaóður," er fyrsta yfirlýsing leikstjórans sem stillir félögum sínum af alúð á borð- ið hjá sér. Þeir eru aðalleikararnir í Leikfangasögu og skipa sess sem slíkir hjá John Lessater sem lítur út eins og risavaxið barn í félags- skap við dúkkurnar. Og það er einmitt þannig sem hann lítur á sjálfan sig. „Ég og starfsbræður mínir í þessu fagi erum undantekningarlaust fullorðin börn.“ Leikföng og teiknimyndir eru líf og yndi Lesseters og það eina sem hann segir að breytist með árunum er að leikföngin sem hann kaupi sér verði dýrari eftir því sem kaupið hækki. Leik- fangasaga er fyrsta tölvuunna teiknimyndin í fullri lengd. Hún er unnin í samvinnu Pixar, sem John Lessater vinnur fyrir, og Disney. Lesseter lærði hjá Di- sney en færði sig yfír til Pixar eftir að honum mistókst að vekja áhuga þeirra á tölvu- tækninni snemma á 9. áratugnum. Það var hins vegar fyrir frumkvæði Disney að Lesseter lagði fram hugmynd að leikfangasögu fyrir fjórum árum sem þeim leist vel á og óskuðu eft- ir samvinnu við Pixar sem nú ræð- ur yfir fullkomnasta tölvustúdíói á þessu sviði. Leikfangasaga er fyrsta tölvuunna teiknimyndin í fullri lengd. Anna Hildur Hildibrandsdóttir hitti John Lesseter, leikstjóra Leikfanga- sögu, og ræddi við hann um leikfanga áráttu hans og tilurð myndarinnar sem hef- ur slegið í gegn. margt í sambandi við gerð myndar í fullri lengd. Við höfðum áður unnið við fimm mínútna stutt- myndir með 40 skotum og stökkið var því stórt að fara út í framleiðslu 88 mínútna myndar með 1.516 skotum. Þeir hjálpuðu okkur mikið við að koma handritinu saman, en auðvitað þurfti að ræða sum mál. Við hjá Pixar gengum til dæmis alltaf út frá því að þetta yrði ekki tónlistar- mynd en Disney benti á að tón- list væri mjög mikilvæg í teikni- myndum. Það þýddi hins vegar ekki að við þyrftum að fara út í söngieikjaformið eins og ein- kennir margar Disney-mynd- irnar. Við völdum þá leið að nota tónlist til þess að undir- strika ákveðin augnablik í myndinni og íjalla um til- finningar. Þegar kemur svo að eftirleikn- um: mark- aðssetninu, talsetn- ingu og öílu því sem fylgir, leikur enginn vafí á að Disney er best á því sviði." Fullorðinskarakt- erar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.