Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚTRÆÐI var stundað frá Gijótnesi á árum áður. í fjörukambinum má sjá leifar af kerru sem notuð var til að flytja aflann, hvalbeinshlunna og leifar af g-angspili. • HUNDURINN Glói fagnar Hildi eftir gönguferð með Birni. Tíkin Trýna gægist inn í myndina. HÚSIN Í GRJÓTNESI eru óvenju stór og reisuleg. Færeyskir sjómenn héldu gjaman að þarna væri verslunarstaður, svo vel var hýst á bænum. Húsið sem Hildur og Björn Björnsson búa í byggði Björn Sigurðsson, faðir Björns. Hann lærði trésmíði og rafmagns- fræði í Danmörku og rak trésmíða- verkstæði meðfram búskapnum í Gijótnesi. Húsið var flutt inn til- höggið frá Noregi og reist 1906. Það var ætlað fyrir tvær fjölskyld- ur, enda tvíbýli á bænum. Björn Sigurðsson bjó með fjölskyldu sína í suðurhelmingnum. Þegar til kom ákvað hin fjölskyldan að byggja sér hús við hliðina á því norska. Það var því aldrei flutt nema í helming- inn af stóra húsinu. Húsið er farið að láta á sjá, enda 90 ára á þessu ári, og frekt á viðhald. Húsplássið kom að góðum notum á sínum tíma. „Þetta var aðaldans- staðurinn á Sléttu,“ segir Björn. „Það var dansað hér uppi á lofti. Fóik kom gangandi alla leið frá Raufarhöfn og hér voru frá 70 og upp í 100 manns á dansleikjum." Bókasafn sveitarinnar var þarna til húsa, einnig farskóli og stundum unglingaskóli áður en skólahús var byggt við Snartastaði. Björn og Hildur búa á neðri hæð í suðurenda hússins. Uppi á lofti eru herbergi sem notuð eru fyrir sumar- gesti. I einu herberginu er vandaður bókaskápur með glerhurðum sem Björn Sigurðsson smíðaði úr reka- viði. í skápnum er safn innbundinna bóka, þar má sjá tímaritið Eimreið- ina, Hlín, íslendingasögur og fleira. Hildur opnar skápinn og strýkur yfir spjöldin á Sæmundar-Eddu, segir að sér þyki hún miklu skemmtilegri en Snorra-Edda og flettir upp á Völuspá. Björnsbörn á tveimur bæjum Björn bóndi í Grjótnesi varð átt- ræður 19. mars síðastliðinn. Hann sagðist hafa flúið að heiman og ekki staðið í því að halda stórveislu að þessu sinni enda búinn að halda upp á sjötugsafmælið með glæsi- brag. Þótt Björn skryppi af bæ í tilefni afmælisins gerði hann ekki eins víðreist og Gunnlaugur tvíbura- bróðir hans sem fór á skíði í Austur- ríki. Björn er sonur Björns Sigurðsson- ar og Vilborgar Sigríðar Guðmunds- dóttur frá Gijótnesi. Þau eignuðust 11 börn og á hinum bænum í Gijót- nesi bjó bróðir Vilborgar, Björn Stef- án Guðmundsson, ásamt konu og fimm börnum. Þegar við bættist vinnufólk voru í Gijótnesi á milli 30 og 40 manns á sumrin þegar flest var. Hildur Björnsson er frá Lúbeck í Þýskalandi og löngu orðin íslensk. Hún kom hingað til lands í júní 1949 með Esjunni í hópi þýskra stúlkna. Hún var rúmlega tvítug og ein fárra í hópnum sem ekki var flóttamaður. Hildur var búin að ráða sig sem kaupakonu í Gijótnesi. Þar kynntist hún Birni og giftust þau 1951. Hildursegiraðþegarhún kom í Gijótnes hafi sér þótt erfitt að átta sig á því að börnin í báðum fjöiskyldunum voru Björnssynir og Björnsdætur, en ekki öll systkini. Hildur segir að þegar leið á stríð- ið og eftir stríð hafi verið skortur á flestum nauðþurftum. „Peningar voru einskis virði en matur mikils virði," segir hún. „Faðir minn dó í mars 1945. Hann var skósmíða- meistari og gat smíðað skó fyrir bændur og fengið greitt með mat. Eftir að hann dó varð erfiðara fyrir okkur mömmu að komast af. Hvað menn geta verið vitlausir Þrír bræður mínir fóru í stríðið og komu allir aftur. En þeir urðu aidrei samir, tveir þeirra urðu bráð- kvaddir um fertugt. Þrisvar sinnum var hersveit þess í miðið orðin innan við 10 menn. Hann tók þátt í umsátr- inu um Leningrad og þar kól framan af tánum á honum, enda 40 stiga frost þegar kaldast var. Eftir það var hann sendur til Afríku í 40 stiga hita. Þar lenti hann í fangabúðum Breta og síðar í fangaskiptum. Þú getur ímyndað þér hvemig þetta fer með menn. Stríð? Guð minn góður hvað menn geta verið vitlausir." Þegar Hildur kom hingað átti hún að baki fimm ára starf við skrifstofu- störf hjá lyfjaheildverslun, þar af tveggja ára námstíma. ;,Þegar ég sagði upp til að fara til Islands var mér boðin kauphækkun, en ég vildi heldur fara,“ segir Hildur. Lúbeck lenti á breska hernáms- svæðinu, rétt við hernámssvæði Rússa. „Þegar við vöknuðum einn morguninn vorum við ekki viss um á hvoru hemámssvæðinu við vor- um,“ segir Hildur. „Rússar fengu að gera „beina línu“ til að afmarka sitt hernámssvæði og hún lá rétt við borgarmörkin. Ég þurfti leyfi Breta til að fara úr landi og við fengum að fara af því að íslendingar báðu um okkur.“ Allar þýskar stúlkur fóru í eins árs þegnskylduvinnu á 14. ári. Þetta var kallað skylduár. „Ég slapp við skylduárið því ég fékk bijósthimnu- bólgu. Það fannst blettur á lunganu og ég var sett á berklahæli," segir Hildur. „Þegar ég kom til íslands fór ég í læknisskoðun. Læknirinn sá smáblett á lunganu og vildi að ég væri í Reykjavík nálægt berklahæli. En ég var með samning við bóndann hér á hinum bænum í Gijótnesi og vildi standa við hann. Um leið og ég fékk nóg að borða lagaðist ég.“ Paradís á Sléttu „Mér þótti ekki erfitt að flytja hingað á Melrakkasléttu. Faðir minn var úr sveit og ég vildi alltaf vera í sveit. A sumrin var ég vön að fara til frænku minnar sem bjó í sveit rétt hjá Bremen. Þegar ég kom hingað fannst mér eins og ég væri komin í Paradís, frið- sældin var svo mikil. Þetta var í júní, æðarvarpið og kríuvarpið stóðu sem hæst. Mér fannst það ótrúlegt að geta gengið þúfu af þúfu og tínt upp kríuegg. Eg borðaði allt sem að kjafti kom, enda búin að vera svöng í mörg ár.“ Hildur var fljót að komast inn í málið og hefur mjög gott vald á ís- lensku. „Bróðir minn gaf mér bókina Lars í Marshlíð eftir Bernhard Nordh áður en ég fór með Esjunni. Þegar ég kom hingað sá ég að þessi sama saga var framhaldssaga í Tímanum, kannaðist við nafn höfundarins og söguhetj- unnar. Ég var fljót að finna hvar kaflinn í blaðinu var í bókinni og bar saman. Fljótlega gat ég lesið íslensku en skildi síður mælt mál. Sjálf var ég rög við að tala því ég var hrædd um að segja einhveija vitleysu. Ég lærði fljótt íslensku og fékk tilfinningu fyrir málinu. Hvað þessar stuttu setningar geta verið hnitmið- aðar og sagt margt! Það var mikil togstreita þegar hugsunin var að færast af þýsku yfir á íslensku. Ég get ekki talað lágþýsku hiklaust nema lenda inni í íslenskunni. Þetta er svo líkt. Háþýskuna get ég talað hiklaust. Dýpstu tilfmningar getur maður kannski aldrei tjáð nema á sínu móðurmáli.“ Hildur segir að það hafí hjálpað sér að bókasafnið fyrir Sléttuna var í Gijótnesi og hún las flestar bækurn- ar í safninu. Eins fór hún í bréfa- skóla til að ná tökum á málfræðinni. Pakkinn kom eftir 32 ár Gestrisni Gijótnesshjónanna er víðfræg og margir renna þar í hlað,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.