Morgunblaðið - 12.04.1996, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 D 27
í
I
I
I
1
I
endur áttu rétt á aðstoð frá hinu
opinbera, hvort sem þeir höfðu þörf
fyrir þá aðstoð eða ekki. Þeir sem
fengu lán frá Húsnæðisstofnuninni
fengu þau með niðurgreiddum vöxt-
um og auk þess voru húsnæðisbæt-
ur föst ákveðin fjárhæð í ákveðinn
tíma, óháð vaxtakostnaði viðkom-
andi. Með tilkomu þessa lánakerfis
streymdu umsóknir um húsnæðis-
lán til Húsnæðisstofnunarinnar.
Margir vildu nýta sér hin góðu til-
boð sem í gangi voru. Biðraðir
mynduðust, sem leiddu til þess að
íbúðarkaupendur þurftu að fjár-
magna kaup sín að stórum hluta
með skammtímalánum. Vaxta-
kostnaður kaupenda óx og greiðslu-
erfiðleikar, sem átti að útrýma,
urðu líklega meiri en nokkru sinni
fyrr. Á þessu vandamáli var tekið,
m.a. með stórauknu framboði á fé-
lagslegum íbúðum. Jafnframt var
nýrra leiða leitað varðandi almenn
húsnæðislán. Niðurstaðan varð hús-
bréfakerfið.
Nýjar tillögur
Ástæða er til að minna á þessa
sögu, því heyrst hafa tillögur um
að víkja frá þeirri leið sem farin
hefur verið í húsnæðismálum hér á
landi á síðustu árum. Þá er m.a.
talað um að hætta að aðstoða íbúð-
arkaupendur með ríkisábyrgð á
húsbréfum á hinum aimenna mark-
aði, að hætta að veita lán til félags-
legra íbúða með mikið niðurgreidd-
um vöxtum og að hætta með vaxta-
bætur. Ýmislegt hefur heyrst nefnt,
sem gæti komið í staðinn fyrir það
sem gert hefur verið. Til dæmis
hefur verið talað um að taka upp
skattaafslátt til þeirra sem eru að
kaupa sína fyrstu íbúð, óháð tekjum
og eignum. í því sambandi er rétt
að minna á reynsluna af lánakerfnu
frá 1986, þannig að menn fari í það
minnsta hægt, og fullyrði ekki of
mikið um hverju nýjar leiðir myndu
skila umfram þær leiðir sem farnar
hafa verið að undanförnu. Þær full-
yrðingar eru ekki sannfærandi að
með kerfisbreytingum sé hægt að
lækka greiðslubyrði íbúðarkaup-
enda og að fjölga þeim sem geta
fest kaup á ibúðum á hinum al-
menna markaði. Það verða engir
nýir peningar til bara með því að
breyta um kerfi. Hins vegar er
næsta víst, að sanngjarnar reglur
um aðstoð hins opinbera við íbúðar-
kaupendur, sem taka mið að tekjum
og eignum hvers og eins, skili mest-
um árangri í að tryggja fólki ör-
uggt íbúðarhúsnæði. Þeir sem þurfa
ekki á aðstoð að halda fá hana þá
ekki, enda varla mikil ástæða til
þess.
SUÐURLANDSBRAUT10
SÍMI: S68 7808 FAX: 568 6747
EFSTIHJALLI- KÓPAV. Falleg
53 fm. Ib ’á 2. hæð í litlu fjölbh.
Suðursvalir. Mjög notaleg íbúð.
Verð 5,3 m.
DALSEL Nýkomin í sölu rúmgóð
70 fm. íb. ásamt bílskýli. (búðin
býður upp á mikla möguleika.
ÁLFTAMÝRI 50. 2.H.1.SV.H.
Snýrtileg og vel staðsótt ibúð í
góðu fjölbylishúsi með skemmti-
legu útsýni parket á stofuflisar á
baði. Verð 5,3 millj.
FISKAKVÍSL Vorum að fá í
einkasölu mjög góða 57fm fbúð á
þessum eftirsótta stað á Ártúns-
holtinu. Góðar innr. m.a. parket á
gólfum og góðir skápar. Skoðaðu
þessa og þú verður ekki fyrir von-
brigðum. Áhv. 3,3m.
VESTURBÆR- MELAR. Fallega
innréttuð 72 fm. íb. á 1. hæð í litlu
fjölbýli. Parket, flísar. hafðu sam-
band við Hátún og kannaðu málið
nánar.
FÁLKAGATA-RÉTT
V/HÁSKÓLANN Rúmgóð 84fm
íbúð á jarðhæð, gengið beint inn,
opið út f garð úr stofu. Skemmtileg
(búð.
KVISTHAGI-VESTURBÆR.
Mjög skemmtileg og falleg fb. í
kjallara. Gott verð 6,9m og einstök
staðsetn.
LANGHOLTSVEGUR 3.H.
2.SV.H Einstaklega skemmtileg og
notaleg neðri sérhæð (jarðhæð
gengið beint inn) i tvíbylishúsi.
ALLT SÉR, mikið endurnýjuð Sjón
er sögu rikari (6,8)
KÓNGSBAKKI Snyrtileg íbúð
með rúmgóðri stofu og þvottahúsi (
íbúð. Hús nýmálaö og sameign
góð. Verð aðeins 5,9m.
ÁLFTAMÝRI Góð 76fm íb. í
eftirsóttu hverfi. Allt eins og nýtt.
Parket, ný eldh.innr. Verð 6,7m.
NÝLEG VIÐ RAUÐÁS. Nýlega
komin í sölu mjög góð 65 fm. íb. á
jarðhæð i fjölbýlishúsi. Þetta er
hentug og góð íbúð.
ENGIHJALLI - KÓP Góð 80fm
íbúð á 8 hæð með glæsilegu
útsýni.Vaxandi hverfi. Verð aðeins
6,2m.
HÓLMGARÐUR- STÓRGÓÐ
Vorum að fá ( sölu sérstaklega fall-
ega innr. 95 fm. íb. M.a. nýtt eldh.
og gólfefni. Byggingarréttur ofan á
húsið.
BÁRUGRANDI-VESTURBÆR.
Mjög falleg 90fm íb. m/bílskýli.
parket og flísar. Verð 8.5m.
VEGHÚS-BYGGSJ. Mjög góð
154fm íbúð með bílskúr. Sólstofa
og þvottahús í (búð. Verð 9,9m
áhv 5,5 í byggsj.
VESTURBÆR V/HÁSKÓLANN
Ný standsett íbúð á 2. hæð ásamt
bílskúr. Nýtt eldhús, nýlegt bað.
(búðin er ný máluð. Húsið ný klætt
að utan. Verð 7,7 m.
NORÐURMYRI-
AUÐARSTRÆTI. Vorum að fá í
sölu mjög góða 80 fm. íbúð á efri
hæð á þessum eftirsótta stað.
Þessi stoppar stutt við.
ÁLFAHEIÐI-KÓPAV. Falleg 80
fm. íb. á 2. hæð í skemmtilegu húsi
í Suðurhlíðum Kópavogs.
Barnavænt hverfi.
FUNALIND. Frábær (búð sem
skilast fullb. án gólfefna. Fallegt
hús. Suður svalir. Verð 7,7 m.
GRUNDARGERÐI Ný (sölu,
mjög góð risibúð á sanngjörnu
verði. Frábær staðsetning, fallegt
hús. Lítil útborgun.
SKAFTAHLÍÐ - BYGGSJ.
Vorum aö fá í sölu fallega og ný-
lega innréttaða 105fm íbúð í góðu
fjölb. á góðum stað í Hlíðunum.
Góður byggingarsjóður áhvílandi.
ÁLFTAHÓLAR. Vorum að fá (
sölu skemmtilega 110fm íb. ásamt
bílskýli. Falleg íbúð, nýviðgert og
málað hús. Sjón sögu ríkari.
SKÓGARÁS 2 HÆÐ 6 H 5SVH
(11,7) Skemmtileg 137fm íbúð á
tveimur hæðum með bílskúr.
Þvottaherb í ibúð, góðar innrétt-
ingar, 2 baðherb. og umfram allt
góðar suðursvalir. Sjón sögu ríkari.
áúm
sérhæðir
ÁLFHEIMAR - GLÆSILEG
HÆÐ Vorum að fá i sölu einkar
fallega og vel skipulagða 153fm
efri sérhæð, ásamt 30fm bílskúr.
Fallegt útsýni og húsið gott og
(búðin vel skipulögð. Skipti á minni
eign koma til greina.
ÞINGHOLTSBRAUT - KÓP.
Nokkuð góð 103fm sérhæð sem
þarfnast lagfæringar. Góð stað-
setning og gott verð.
HLAÐBREKKA - KÓP Nýkomin
í sölu góð 125fm séhæð, tilb. til
innr. Góður bílskúr. Gott skipulag,
góður staður. Tilboð.
LINDARBRAUT SEL. 5. H 4. SV.H
Nýkomin í sölu ca. 130fm neðri
sérhæð á þessum vinsæla stað.
Stórt forstofuherb. sem gefur
möguleika á útleigu. Sanngjarnt
verð.
DREKAVOGUR Vorum að fá í
sölu mjög fallega ca 87fm hæð í
þessum eftirsótta hverfi. Góðar
innréttingar. Skipti mögleg á stærri
eign.
EFSTASUND Vorum að fá I sölu
neðri sérhæð ásamt 1/2 kjallara í
tvíþýli. Bdskúrsréttur.
AKá&SBSSl
SAFAMÝRI Til sölu glæsilegt ein-
býlishús, kjallari og tvær hæðir,
samt. 297 fm. Þetta hús er þess
virði að athuga nánar. Hringdu (
Hátún og fáðu nánari upplýsingar.
BÆJARGIL- GARÐABÆ.
Vorum að fá í sölu fallegt og
skemmtilega innréttað einbýlishús,
sem er hæð og ris samt. 160 fm.
auk 28 fm. bílskúr. Vandaðar
innréttingar, parket og flísar.
Skemmtileg garðstofa. Ef þú hefur
verið að huga að fallegu ein-
býlishúsi í Garðabæ þá er leitinni
lokið. Skipti á minni eign koma til
greina.
MIÐVANGUR - HAFNARFIRÐI
Gott 150fm endaraðhús með innb.
bílskúr. Góðar innr., stutt í alla
þjónustu. Parket og flísar. Skipti
möguleg á minni eign.
JÖKLAFOLD Til sölu skemmti-
lega og fallega innréttað ca. 150fm
einb. m/innb. bilskúr. Mjög góð
staðsetn. Parket og flísar.
BAKKASEL - SKIPTI Til sölu
mjög gott 236fm endaraðhús með
góðum ca. 23fm bílskúr. Skipti
möguleg á (búð vestan Elliðaáa.
Hagstætt verð, kr. 12.9m.
EFSTU-REYKIR Til sölu er
glæsilegt einbýlishús, sem
staðsett er í útjaðri Mosfellsbæjar.
Húsið er hæð og ris, samt 260 fm.
Möguleiki á tveimur íbúðum.
Frábær útsýnisstaður. 2500 fm.
lóð.
LYNGÁS- GARÐABÆ. Mjög
gott atvinnuhúsn. sem er í bygg-
ingu á mjög sanngjörnu verði. Um
er að ræða þrjár einingar 100fm
og tvær einingar 180fm. Selst I
hlutum eða einu lagi. Mjög góðir
greiðsluskilmálar.
VESTURVÖR- KÓPAV. Vel
staösett iðnaðarhúsnæði, sem
þarfnast lagfæringar. óvenju gott
verð.
a n n a ð
SMÁRARIMI Mjög fallegt og vel
skipulagt 189fm einbýli og bílskúr.
Áhv. 6,3m.
FJALLALIND - KÓP. 150fm
raðhús á einni hæð. Mjög góð
staðsetning. Áhv. 4m.
SKELJATANGI - MOS. Mjög fal-
legt og skemmtilega hannað 145fm
einbýlishús með innbyggðum bíl-
skúr á mjög skemmtilegri útsýnis-
lóð. Miklir möguleikar. Gott verð.
GULLENGI. Nýlega komið í sölu
mjög gott fjölb.hús sem stendur á
góðum stað. Nú er meirihluti
hússins seldur. Hafðu samband
strax.
Opið virka daga 9:00 - 18:00 - Lau 11:00 - 14:00
FRANZON, lögg. fasteignasali, LARUS H. LÁRUSSON, KJARTAN HALLCEIRSSON.
Yfir 20 ára reynsla í
byggingu timburhúsa
Egilsstöðum - Trésmiðja Fljótsdals-
héraðs í Feliabæ var stofnuð árið
1973 og tilgangurinn með stofnun-
inni var að smíða einingahús úr
timbri. Síðan eru liðin 23 ár og hef-
ur trésmiðjan hingað til staðið af sér
samdrátt og erfiðleika sem ríkt hafa
í íslenskum iðnaði nú um árabil.
Fyrirtækið hefur smíðað yfir 400
hús á þessum tíma, stór og smá, sem
staðsett eru víða um landið. Fjöl-
breytni er í framleiðslunni því húsin
sem trésmiðjan hefur smíðað eru
sumarhús, íbúðarhús, parhús, þ.e.
tvær íbúðir í sama húsi, félagsheim-
ili, leikskóla og hótel.
Fjöldi ársverka hjá Trésmiðju
Fljótsdalshéraðs er um 15. Fram-
leiðslan er tvíþætt, annarsvegar
framleiðsla einingahúsa, glugga- og
hurðasmíði auk annarrar trésmíða-
þjónustu og hins vegar rekur fyrir-
tækið byggingavöruverslun, TF búð-
ina.
Framleidd innanhúss -
vandaður frágangur
Húseiningarnar eru framleiddar
innanhús hjá trésmiðjunni við góðar
aðstæður og með góðum tækjakosti.
Það tryggir vandaðan frágang ein-
HÚSIN eru auðveld í flutn-
ingi, 130 fm hús kemst auð-
veldlega á vörubíl, þ.e.a.s. út-
veggir og allt efni til að full-
gera húsið að utan.
inganna sem síðan eru settar saman
á byggingarstað. Útveggirnir eru
byggðir í stórum einingum, alit að 9
m löngum, sem þýðir að samskeyti
eru færri. Veggjagrind er úr 50 x
120 mm heflaðri furu. Fótreim í
grind er úr þrýstivörðu timbri.
Grindin er fest saman með BMF
vinklum og gatagirði yfir aðra hverja
stoð. Að utanverðu er grindin klædd
með olíusoðnu trétexi og krossviði.
Yfir texið og krossviðinn er lögð 9
mm loftunargrind og yst er klætt
með kúptri eða standandi timbur-
klæðningu. Fleiri valkostir eru í
klæðningu, s.s. litað stál og Steni-
klæðning. Gluggar og fög eru smíðuð
úr valinni furu. Stormjám eru ásett
og glerjað er með tvöföldu gleri.
Hurðakarmur við aðalinngang er
úr harðviði en aðrir karmar úr val-
inni furu. Hurðir með gleri eru smíð-
aðar úr Oregon-furu eða mahoní en
rásaður krossviður er í flekahurðum.
I þaki eru c/c 90 sm kraftsperrur.
Þakið er klætt með eins tommu þykk-
uni borðviði, þakpappa og galvan-
húðuðu þakjárni. Þakrennur eru upp-
settar og þakbrúnir frágengnar með
heflaðri klæðningu að framanverðu.
Allur sýnilegur viður er fúavarinn
og litaður samkvæmt ósk kaupanda.
Húsin flutt hvert á land sem er
Hægt er að flytja einingarnar á
vörubíl hvert á land sem er. Ef um
lítil sumarhús er að ræða, 20-60 fm,
þá eru þau fullkláruð hjá trésmiðj-
unni og flutt í heilu lagi á vörubíl.
Það getur komið sér vel fyrir t.d.
aðila í ferðaþjónustu sem kaupir hús
og kemst svo að því eftir fyrsta árið
að húsið er betur komið annars stað-
ar, þá er mögulegt að flytja það.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
EINN dag tekur að reisa húsveggina á einingahúsum TF og 3-5
daga að fullklára húsið að utan.
íbúðarhúsin er hægt að kaupa á
einu af þremur byggingarstigum. I
fyrsta lagi að húsið sé fokhelt og
fullklárað að utan. í öðru lagi tilbúið
undir málningu og í þriðja lagi full-
búið og tilbúið að flytja inn.
Stuttur afgreiðslutími og
fijótleg uppsetning
Orri Hrafnkelsson framkvæmda-
stjóri Trésmiðju Fljótsdalshéraðs
segir stuttan afgreiðslutíma mikinn
kost fyrir kaupandann. Afgreiðslu-
tíminn er um 2 mánuðir frá því geng-
ið er frá kaupum. Uppsetning húss-
ins tekur aðeins um 5 daga. Það
tekur einn dag að reisa útveggi og
sperrur og um 4 daga að klára hús-
ið að utan.
Orri segir húsin einnig hafa þá
kosti að vera hlý og ódýr í upphitun
og að í timburhúsi sé hægt að vera
í eins lífrænu umhverfí og mögulegt
er innan dyra. Orri segir Trésmiðjuna
tilbúna að verða við séróskum kaup-
enda bæði hvað varðar form húsanna
og eins ef fólk hefur óskir um að
nota umhverfisvænt hráefni.