Morgunblaðið - 19.04.1996, Síða 20

Morgunblaðið - 19.04.1996, Síða 20
20 D FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Húsin í landinu - aldur þeirra og ástand Nýbyggingar hafa til þessa verið langmest áberandi í byggingar- iðnaðinum, en nú mun viðhalds fara að gæta meira samfara sam- drætti í nýbyggingum, segja verkfræðingarnir Björn Marteinsson og Benedikt Jónsson. Þetta mun valda breyt- ingu á byggingariðnað- inum sem atvinnugrein. Wfmmmmm Morgunblaðið/Árni Sæberg HÖFUNDAR greinarinnar, verkfræðingarnir Benedikt Jónsson og Björn Marteinsson. Aþessari öld hafa landsmenn svö til alveg endurnýjað þann húsakost sem til var í landinu um síðustu aldamót og til viðbótar byggt mikið vegna fólksfjölgunar og breyttra þjóðfé- lagshátta. Fólksfjölgun, flutningur fólks úr dreifbýli í þéttbýli og minnkandi íjölskyldustærð, sam- fara óskum um aukið rými á hvern einstakling, hefur kallað á veruleg- ar nýbyggingarframkvæmdir. A sama tíma hefur þörf fyrir atvinnu- húsnæðí og opinbert húsnæði vax- ið mikið. Vegna þessa hefur aukning í húsakosti verið mjög mikil síðustu áratugi og meðalaldur húsnæðis því fremur lágur hérlendis. I land- inu eru nú alls til tæplega 108 þúsund byggingar að meðtöldu íbúðar- og atvinnuhúsnæði, útihús í sveitum undanskilin, alls 78,9 milljónir rúmmetra. Fasteignamat Sigurberg Guðjónsson, hdl, Sæmundur H. Sæmundsson, sölustjóri, Halldór Már Sæmundsson, sölufulltrúi. Suðurlandsbraut 16 (3. hæð), 108 Rvík. Sími 588 8787, fax 588 8780 Opnunartímar virka da Langholtsvegur Faiieg 2-3ja herbergja risfbúð á þessum eftir- sótta stað. Yfir fbúðinni er mann- gengt ris sem er panelklætt og teppalagt. Hér borgar sig að skoða strax. Verð 5,4 m. 122 írabakki Góð 3ja herb. íbúð í fallegu sambýli. Parket á stofu, eldhúsi og for- stofu. Tvennar svalir.Verð 6,2 m. 120 Lundarbrekka Kópav. Fai- leg 3ja herbergja íbúð á 3 hæð í fjöl- býli. Góð sameign, sér inngangur. Verð 6,9 m. 111 Furugerði Falleg 70 fm íbúð á jarð- hæð í fjölb. Parket á gólfum. Sér garður. m. Skipti möguleg á 4ra herb. íbúð I sama hverfi. Verð 6,8 m. 105 Gnoðarvogur Falleg 70 fm íbúð á annarri hæð. Fallegt baðherbergi. Góð eign á einum besta stað í bænum. Stutt I alla þjónustu. Verð 6,7 m. Vönduð eign. 100 Austurbrún Vorum að fá í sölu neðri hæð I þríbýlishúsi, samtals 110 fm auk bílskúrs sem er 40 fm. Góður staður. Verð aðeins 9,5 m. 124 ga 9-18, laugardaga 11 Vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá vegna mikillar eftirspurnar Barmahlíð Mjög falleg 4ra herb. tbúð við Barmahlíð. Öll ný uppgerð. Það borgar sig að skoða þessa. Verð 6,9 m. 114 Rauðalækur Vorum að fá í sölu góða hæð á Lækjunum. Skiptist í tvær stofur, hol, eldhús, bað, hjónaherbergi og forstofuherbergi m/sér snyrtingu. Þvottahús á hæðinni. Verð 8,1 m. 116 Skaftahlíð 4ra herbergja falleg íbúð á 3. hæð. Stærð 104 fm þrjú svefnherbergi og stór stofa. Tvennar svalir. Góður staður. Hagstæð lán 3,3 m. Verð 8,7 m. 115 Langholtsvegur 4-5 herb. ris- hæð í þríbýlishúsi. Sér inngangur, góð eign á góðum stað í borginni. Verð 7,4 m 101 Álfheimar Góð 4ra herb. íbúð á l.hæð í fjölbýli.Stærð 96 fm. Frábær staðsetning. Stutt f alla þjónustu. Verð 7,2 m. 104 14, sunnudaga 12-14 Dalsel Fallegt raðhús á tvelmur hæðum. Stærð 156 fm 4 svefnherb. Góð stofa og eldhús. Stæði í bíl- geymslu. Þessa eign borgar sig að skoða strax. Verð 11,3 m. 113 Ásgarður Raðhús sem er tvær hæð- Ir og kjallari samtals 129 fm. Skiptlst í 3- 4 svefnherbergi, stofu, eldhús, bað, rúm- góða forstofu, þvottahús, lítil snyrting og geymsla í kjallara. Frábær sólbaðs- og grillaðstaða í garði. Verð 8,3 m. 110 Skipasund Einbýlish. sem verið er að breyta í tvær íbúðir. Heildar stærð er um 140 fm ásamt 30 fm bfl- skúr. Góð staðsetning. Verð 12,0 m 117 Kambahraun Hverag. Ðnbýiis- hús á einni hæð samtals 134 fm auk bíl- skúrs sem er 48 fm Falleg lóð með heit- um potti. Húsið er á einum besta stað ( Hveragerði. Skipti á minni eign í Reykja- vík. Verð 9,2 123 Brautarholt 290 fm húsnæði á 3.hæð sem skiptist í danssal, eldhús, bar, fatahengi, snyrtingu og stórar útisvalir. Upplýsingar og teikningar hjá H-Gæði. Verð: Tilboð. 109 VSKOÐUM SAMDÆGURS - EKKERT SKOÐUNARGJALD/ þessa húsnæðis er alls 850 millj- arðar, en endurstofnverðið (metinn nýbyggingarkostnaður) er alls 1.495 milljarðar. Byggingarmagn í rúmmetrum á mismunandi tímabilum er sýnt í línuriti. Af línuritinu sést ljóslega hversu nýlegar byggingar lands- manna eru, en meðalaldur þeirra er um 29 ár. Ennfremur sést að aðrar byggingar heldur en íbúðar- byggingar hafa verið meira en helmingur alls byggingarmagns undanfarin 30 ár. Nýbyggingar hafa til þessa verið langmest áber- andi í byggingariðnaðinum en nú mun viðhalds bygginga fara að gæta meira, samfara samdrætti í nýbyggingum frá því sem mest var. Þetta mun valda breytingu á byggingariðnaðinum sem atvinnu- grein þar sem verksvið, efnisnotk- un og verklag þurfa að taka mið af breyttu hlutverki. Varðandi framkvæmd alla og til að tryggja áframhaldandi verðmæti fasteign- anna, skiptir ennfremur mjög miklu máli fyrir húséigendur og þjóðarbúið í heiid að umráðamenn húsnæðis geri sér grein fyrir hvemig viðhaldsþörf mannvirkja verði best háttað og hversu mikil íjárþörf fylgir aðgerðunum. Mismunandi viðhaldsþörf Ending og viðhaldsþörf er mis- munandi eftir byggingarhlutum, byggingarefnum og aldri bygginga en er einnig háð fyrra viðhaldi. Lélegt eða rangt viðhald getur haft áhrif á endingu byggingar þannig að endurbyggingar sé þörf fyrr en ella. Athuganir á ástandi húsa, umfangi viðhalds og viðhaldskostn- aði hafa aðeins verið gerðar að óverulegu leyti, og því óljóst hve viðhaldsþörf mannvirkja er mikil eða kostnaðarsöm hérlendis. Á Norðurlöndunum er iðulega miðað við að viðhaldskostnaður nemi að jafnaði 1-5% af nýbygg- ingarkostnaði á ári, neðri mörkin fyrir íbúðarhúsnæði í einkaeign, efri mörk fyrir sumt opinbert hús- næði. Raunveruleg fjárþörf til við- halds einstakra húsa dreifist vita- skuld ójafnt milli ára þar sem við- haldsþörf er lítil í nýju húsi en vex svo með hækkandi aldri þess. Þegar skoðaður er fjöldi bygg- inga, t.d. öll hús í landinu saman, myndi þessi sveifla jafnast nokkuð út þar sem húsin eru af mismun- andi aldri, en ójöfn aldursdreifing húsa hérlendis flækir samt málið nokkuð. Höfundar þessarar grein- ar gerðu árið 1988 lauslega tilraun til að meta væntanlegan viðhalds- kostnað hérlendis og kom niður- staðan mörgum á óvart þar sem allt benti til að áðurnefndar erlend- ar viðmiðunartölur geti einnig átt við hérlendis. Miðað við þessi mörk yrði við- haldskostnaður allra bygginga landsmanna á bilinu 15-75 millj- arðar á ári, reiknað yfir endingar- tíma húsanna. Viðhaldskostnaður íbúðarhúsnæðis að nýbyggingar- verðmæti 10 milljónir yrði t.d. að jafnaði 100-200 .þúsund á ári. Margir hafa velt því fyrir sér hversu ábyggileg þessi viðmiðun sé fyrir íslensk hús, m.a. með tilvís- un til þess að byggingar hérlendis séu mjög vandaðar og ekki sé því að vænta samsvarandi viðhalds og tíðkast erlendis. Á móti má nefna að ytra álag hér (vegna veðurfars) er mikið, og sennilega meira heldur en á hinum Norðurlöndunum. Ljóst er að með vaxandi viðhaldi mannvirkja er ástæða til að kanna viðhaldsþörf og athuga hvernig haga beri skipu- lagi viðhaldsaðgerða. Félagsvísindastofnun HÍ gerði 1992 viðhorfskönnun meðal hús- eigenda, iðnaðarmanna og hönn- uða og er þar að finna mjög fróð- legar upplýsingar. I úttektinni eru húseigendur m.a. spurðir um hveiju viðhaldskostnaður sé talinn nema á ári hvetju. Fram kemur að af 144 aðspurðum húseigendum telja 52% þeirra árlega viðhalds- þörf íbúðarhúsnæðis vera innan við 50 þúsund krónur og 24% að hún liggi á bilinu 50-150 þúsund, en 6% telja kostnað vera meiri. Uppgefinn viðhaldskostnaður mannvirkja endurspeglar lágan meðalaldur húsnæðis hérlendis, auk þess að kostnaðurinn kann að vera vantalinn. Viðhaldskostnaður á bilinu 50-150 þúsund á ári sam- svarar um 0,6-2% af nýbyggingar- verðmæti íbúðar eða allt að 1% af hliðstæðu verðmæti sérbýlis, en þessi kostnaður mun hækka með vaxandi aldri húsnæðis. Gífurleg verð- mæti í húfi Miðað við heildarfjárfestingu í byggingum, reynslu af viðhalds- þörf erlendis frá og þessar fyrstu nálganir á viðhaldskostnaði hér- lendis er augljóst að gífurleg verð- mæti eru í húfi. Brýnt er að greina þarfir markaðarins, t.d. hvaða þekkingar er þörf hjá húseigendum og framkvæmdaaðilum og hvert verður umfang þessa þáttar bygg- ingariðnaðarins. í þessum tilgangi er nú unnið að rannsóknarverkefni með heitinu „Ástand mannvirkja og viðhalds- þörf“ hjá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins með styrk frá Húsnæðisstofnun og Rannsóknar- ráði íslands. Til þess að meta væntanlegt umfang viðhaldsþarfar þarf að vera þekking fyrir hendi varðandi magn byggingarefna, aldur þeirra og ástand og afla þekkingar varðandi viðhaldsþörf almennt. Upplýsinga um þessi atriði hefur verið safnað við ástandskönnun mannvirkja, þar sem skoðuð hafa verið alls 214 hús en 224 magntek- in á Reykjavíkursvæðinu og jafn- framt haft samband við eigendur þeirra húsa. Húsin voru valin af

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.