Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 8
8 D FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Fangar kerfisins Framkvæmd o g löggjöf um félagslegar eign- aríbúðir er úr takti við réttarríki nútímans, segir Magnús I. Erlingsson lögfræðingur. Þessu þarf að breyta. EGAR eigandi félagslegrar eignaríbúðar hyggst inn- leysa eða selja eign sína verður hann að sæta afar sérstök- um reglum. Innlausnarskylda framkvæmdaraðiia (sveitarfélags) á félagslegri eignaríbúð er fyrir hendi í ýmist 10 eða 15 ár á íbúð- um sem byggðar eru eftir 1980. íbúðir byggðar fyrir þann tíma og íbúðir þar sem innlausnarskylda er fallin niður eru háðar forkaups- rétti framkvæmdaraðila í 30 ára eignarhaldstíma. Ljóst er að hvort sem eigandi fær íbúð sína leysta út á grund- velli kaupskyldu eða sveitarfélag neytir forkaupsréttar getur kaup- andi ekki boðið hana á sölu á al- mennum markaði. Fastákveðið er í lögum hvernig reikna skuli út eignarhlut seljanda en sé um vafa- atriði að ræða, svo sem endurbæt- ur eiganda, þá er framkvæmda- raðila (kaupanda) falið endanlegt mat á því hvernig þau skuli metin. Reglurnar eru í meginatriðum þessar. Seljandi fær endurgreitt það ijármagn sem hann lagði fram við kaup íbúðarinnar og þær af- borganir (ekki vexti) sem hann hefur greitt af lánum Byggingar- sjóðs verkamanna frá gerð kaup- samnings. Bæði afborganir af lán- um og eignarframlagið er verð- tryggt. Seljandi fær endurgreiddar endurbætur sem hann hefur gert á fasteigninni. Það er samt hús- næðisnefnd (kaupandi) sem met- ur hvað telst til endurbóta og hvað telst til viðhalds og byggist matið á reglum húsnæðismála- stjórnar um mat á verðgildi end- urbóta og viðhalds. Komi upp ágreiningur um þetta efni þá skal húsnæðismálastjórn skera úr hon- um. Frá eignarhlut seljanda skal draga áskriftir sem eru mismun- andi eftir því hvenær eign er byggð. Meginreglan er 10% af- skrift. Auk afskrifta er dregin frá vanræksla á viðhaldi, lausaskuldir og ógreidd gjöld. Sé kaupverð eignar tíu milljónir þá er eigið framlag ein milljón. Sú milljón afskrifast á tíu árum! Meðan eignarhlutur er að fym- ast greiðir eigandi fasteignagjöld og viðhald á eigninni og vexti af 90% lánum sem eru hæstir fyrstu ár eignarhaldstímans. Álit umboðsmanns Alþingis Umboðsmaður Alþingis hefur í áliti í máli 1001/1994 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 1994, bls. 121) fundið að laga- grunni, réttaröryggi, framkvæmd og framsetningu laga um Hús- næðisstofnun ríkisins, þar sem ákvæði um útreikninga og inn- lausn eignarhluta seljanda koma fram. Gerði hann meðal annars at- hugasemdir við að ekki sé tekið af skarið með að bera megi ákvarðanir húsnæðismálastjórnar í ágreiningsmálum undir félags- málaráðuneytið og að ekki liggi fyrir lagareglur um tilnefningu matsmanna. Benti hann á að rétt væri að hyggja að ýmsum grund- vallaratriðum útreiknings á greiðslu til seljanda. Taldi hann æskilegt að slíkar reglur væru skýrar og einfaldar þannig að þeir sem hlut eiga að máli eigi auðvelt að skilja niðurstöður þeirra. Einnig taldi hann óvenjulegt að afskriftirnar reiknuðust ekki frá byggingarári eins og yfirleitt er venja. Taldi hann afskriftarregl- urnar ganga lengra en gengur og gerist á almennum markaði og svo virtist sem þessar reglur tækju ekki í öllum tilvikum mið af aldri, ástandi og byggingarefni íbúðar heldur lægju þar að einhveiju leyti önnur sjónarmið til grundvallar. Sumar af athugasemdum um- boðsmanns Alþingis í ofangreindu áliti hafa leitt til lagabreytinga en tilvitnaðar athugasemdir halda ennþá fullu gildi sínu. Flókið kerfi Því má velta fyrir sér hvaða sjónarmið liggi til grundvallar þessum sérstöku afskriftarreglum. Hvaða rök liggja að baki því að húsin í félagslega eignaríbúðar- kerfinu afskrifast fyrr en gengur og gerist? Endast þau skemur enda þótt þeim sé haldið vel við? Eða er hér stefnt að því að fólk búi á sama stað í sama húsnæðinu að jafnaði í 30 ár eða er verið að ná til baka niðurgreiðslu á vöxt- um? Það er ljóst að húsnæðisnefndir og framkvæmdaraðilar hafa yfir- burðastöðu gagnvart því fólki sem festir kaup á íbúð í félagslega íbúðarkerfinu. Má segja að kaup- 1966-1996 SUPURLANDSBRAUT10 SÍMI: 568 7800 FAX: 568 6747 Vantar Okkur vantar 150-250 fm húsnæði í nágrenni við Laugardalinn, helst á efstu hæð. DRÁPUHLÍÐ - BYGGSJ. Nýkomin í einka- sölu mjög skemmtileg og falleg ca. 70 fm íbúð I kjallara á mjög góöum stað í Hlíðun- um, ofan Lönguhlíðar. Rúmgóð herb, góö stofa og stórt eldhús eru meðal kosta sem prýða þessa fbúð. Góður Byggsj.3,3 m VÍKURÁS - NYTT. Falleg og skemmtileg ca. 58 fm íb. í góðu fjölb. Góðar innrétting- ar. Þvottahús á hæð. Mikið áhv. VESTURBÆR - FYRIR UNGA FÓLK- IÐ. Falleg og björt risíbúð. Verðið er ótrú- legt, aðeins 3,9 m. MIKLABRAUT. Mjög góð og sórstaklega vel innréttuð 70 fm (búð i kjallaraf Lítið nið- urgrafin) Failegur garður. Stórir gluggar. Verö aðeins 4,2 m. BERGÞÓRUGATA - ÚTB. 800 ÞÚS. Ný- komin í sölu góð ca. 50 fm íbúð f kjallara. Góðar innr. Parket og flísar. Góð verönd. Allt nýtt, t.d. rafmagn, gler og fl. HOLTSGATA - VESTURBÆR Nýkomin í einkasölu mjög góð ca. 90 fm hæð á þess- um skemmtilega stað í vesturbæ Reykjavík- ur.Tvöf. stofa, tvö svefnh., eldhús og bað. Stutt (alla þjónustu, skóla og stóra verslun. Gott verð og skipti á minni (búð möguleg. ÁLFTAMÝRI. Falleg 3ja - 4ra herb. 87 fm ib. á 3. hæð. Nýleg eldhúsinnr. Nýtt gler. Leitið nánari upplýsinga. EFSTASUND - BYGGSJ. Vorum að fá f einkasölu fallega 76 fm íbúð í kjallara í þessu eftirsótta hverfi. Skemmtileg Ibúð sem biö- ur upp á mikla möguleika og lánin eru góð, ca. 2,5 í byggsj. Spennandi eign. FÁLKAGATA - RÉTT V/HÁSKÓLANN. Rúmgóð 84 fm íbúð á jarðhasð. (Gengiö beint inn.) Opið út á suðurverönd úr stofu. Skemmti- leg ibúð. LANGHOLTSVEGUR. Einstaklega skemmti- leg og notaleg 3ja herb. neðri sérhæö (jarö- hæð, gengið beint inn) í tvfbýlishúsi. ALLT SÉR. Mikið endurnýjuð. Sjón er sögu rfkari. NÝLEG VIÐ RAUÐÁS. Nýlega komin f sölu mjög góð 65 fm (b. á jarðhæð í fjölbýl- ishúsi. Þetta er hentug og góð Ibúð. KJARRHÓLMI - KÓPAVOGUR. Mjög góð 75 fm íbúð á 1. hæð. Góð sameign. Skipti möguleg. Góðar innréttingar. Hafðu samband við Hátún og kannaðu málin. VÍKURÁS. Til sölu einstaklega falleg ca. 85 fm íbúð með mjög snyrtilegum og góðum innréttingum. Þvottahús á hæðinni. Skipti möguleg. SKAFTAHLÍÐ. Til sölu sérlega falleg og nýlega innréttuð 105 fm íbúð á góðurn stað í Hlíðunum. Merbau parket og flísar. Áhví- landi kr. 3,4 m f Byggsj. Sjón er sögu rík- ari. BÁRUGRANDI - BYGGINGARSJ. Mjög falleg 90 fm íb. m/bílsk. Parket og flísar. Mjög skemmtileg íbúð og barnavinsamlegt um- hverfi og skemmtilegt. Verð 8.5 m. 3,7 m í byggingarsj. áhv. LJÓSHEIMAR. Falleg 83 fm íbúð á 1. hæð í lyftuhúsi. Ágæt íbúð. Góð staösetning. Verð aðeins 6,9 m. VEGHÚS - “PENTHOUSE”. Vorum að fá í sölu mjög skemmtilega 120 fm “pent- house" íbúð. Ibúðin er fallega innr. Suður- svalir. Mikið útsýni. Gott byggsj. lán til 40 ára áhv. Lftil útborgun. Laus fljótlega. FLÚÐASEL - GÓÐ LÁN. Góð 76 fm ósam- þykt ibúð á jarðhæð. Áhvílandi 3 m í lang- tíma lánum. Verð 5,3 millj. VESTURBÆR - NÝSTANDSETT. Ný- standsett íbúð á 2. hæð ásamt bflskúr. Nýtt eldhús, nýlegt bað. íbúðin er nýmáluð. Hús- ið nýklætt að utan. Verð 7,7 m. Mjög áhuga- verð eign. Laus fljótlega. NÝBÝLAVEGUR - KÓPAV. Mjög góð 85 fm ibúð á efrihæö í fimm ibúða húsi. Nýlegt parket. (b. ný máluð. Stór innb. bílskúr. Laus. Verð 7,9 m. BOGAHLÍÐ. Falleg 4 herb. íbúð á 3. hæö, parket, flísar, suðursvalir, Góð staðsetning. Áhv. í veðd.húsbr.o.fl. 3.1 m. Verð. 6.8 m BERGSTAÐASTRÆTI - HÆÐ OG RIS. Góð ca 154 fm hæð og ris, 4-5 sv/herb, park- et, suöursvalir. áhv. 4,9 millj í húsbr, V 7.9 millj. ATH. MAKASKIPTI Á MINNI EIGN. ÁLFASKEIÐ - HF. Til sölu mjög góö 115 fm endaib. á 2. hæð ásamt 24 fm bílskúr. Þrjú svefnh. og möguleiki á fjórða. Þvottah. í fbúðinni. Skipti á minni. FRABÆRT VERÐ. LÁNGHOLTSVEGUR - NEÐRIHÆÐ. Vorum að fá (sölu 132 fm sér hæð í tvíbýli. Nýinnréttað eldhús. Parket. Góður garöur. ÁLFHEIMAR - GLÆSILEG SÉRHÆÐ. Vorum að fá í sölu einkar fallega og vel skipu- lagöa 153 fm efri sérhæð, ásamt 30 fm bíl- skúr. Fallegt útsýni. Húsið er gott og íbúðin sérlega vel skipulögð. Skipti á minni eign koma til greina. LINDARBRAUT SELTJ. Nýkomin ( sölu ca. 130 fm neðri sérhæö á þessum vinsæla stað. Fjögur svefnh. Þar af stórt forstofu- herb. sem gefur möguleika á útleigu. Sann- gjarnt verð. EFSTASUND. Vorum að fá f sölu neðri sér- hæð ásamt 1/2 kjallara í tvíbýli. Samt. 163 fm Bílskúrsréttur. Þama er (búð fyrir þá sem þurfa gott pláss. GLAÐHEIMAR - GOTT VERÐ. Mjög fal- leg ca 134 fm neðri sér hæð, ásamt bflskúrs- plötu. Stórar stofur og tvennar svalir. Frá- bær staösetning (lokaðri götu. V. 9.9 m. SIGLUVOGUR - FRÁB. HVERFI. Vor- um að fá ( einkasölu 186 fm einbýlishús ásamt 30 fm bílskúr á þessum eftirsótta stað. Húsið skiptist (þrjá palla, 5 herb. ásamt góðri stofu og boröstofu. Gegnheilt parket á flest- um gólfum. Garðurinn breytist á sumrin í úti- vistarparadis með sundlaug og stórri tréver- önd. Miklir möguleikar f boði. Skipti á minni eign kemur til greina. FÍFUSEL - GÓÐ LÁN. Vorum að fá í sölu mjög gott 217,2 fm raðhús með góðri íbúð (" kjallara. Mikiö endurnýjaðar innr. Parket og flísar. Gott verð. Þægileg lán áhvílandi. BÆJARGIL - GBÆ. Vorum að fá í sölu fallegt og skemmtilega innréttað einbýlishús, sem er hæð og ris samt. 160 fm auk 28 fm bflskúrs. Vandaöar innréttingar, parket og flísar. Skemmtileg garðstofa. Ef þú hefur ver- ið að huga að fallegu einbýlishúsi í Garða- bæ þá er leitinni lokið. Skipti á minni eign koma til greina. SAFAMÝRI. Til sölu glæsilegt einbýlishús, kjallari og tvær hæðir, samt. 297 fm. Þetta hús er þess virði að athuga nánar. Hringdu i Hátún og fáðu nánari upplýsingar. HLÉSKÓGAR. Mjög gott og vel staösett einb. á tveimur hæðum. Vandaðar inrétting- ar og gólfefni. Sólstofa. Ágæt 3ja herb. (b. á jarðhæð. Frábært útsýni. JÖKLAFOLD - Á EINNI HÆÐ. Til sölu skemmtilega og fallega innréttað ca. 150 fm einb. m/innb. bílskúr. Mjög góð staðsetn. Parket og flísar. BAKKASEL - SKIPTI. Til sölu mjög gott 236 fm endaraðhús með góðum ca. 20 fm bílskúr. Skipti möguleg á ibúð vestan Elliða- áa. Hagstætt verð, kr. 13.5 m. VESTURBERG í FREMSTURÖÐ. Já í fremsturöð, bæði hvað varðar staðsetningu og útlit. Húsið er 187 fm bllskúrinn er 30 fm Vandaðar innréttingar og gólfefni. Sérstak- lega góð sólarverönd og heiturpottur. FAXATÚN - GBÆ. Til sölu fallegt 136 fm einbýlishús ásamt 25 fm bilskúr. Einstaklega fallegur garður. byggingu HLAÐBREKKA - KÓP. Nýkomin í sölu góð 125 fm sér hæð, tilb. til innr. Góður bíl- skúr. Gott skipulag, góður staður. Tilboð óskast. BAKKASMÁRI - KÓP I SMÍÐUM. Til sölu mjög gott ca. 140 fm parhús á góðum útsýnisstað í Kópavogi. Mjög skemmtileg teikning og fráb. útivistarsvæði í nágrenn- inu. Verð aöeins 8,5 m. LYNGRIMI. Til sölu gott parh. ca. 197 fm með innb. bllskúr. Selst folhelt en frág. að utan. Verð 8,7 m. Miklir möguleikar f boði. SUMARHÚS Á MÝRUM - BORGARF. Vorum að fá ( sölu mjög gott 63 fm sumar- hús ásamt 20 fm gestahús á mjög góðum stað f Grfmsstaðalandi á Mýrum. Húsið er byggt 1989 og er að öllu leyti vandaö og gott hús m.a. eikarparket á gólfum og nýjar innr. Eignarióð. Leyfi fyrir tveimur bústöðum f við- bót á lóöinni. EILÍFSDALUR - KJÓS. Gott sumarhús á einni hæð, fullbúiö að mestu, vatn í bústað og rafmagn komið á svæðið. V.2.9 m. 40 min akstur frá borginni. If Opid virka daga 9:00 - 18:00 - Lau 11:00 - 14:00 BRYNJAR FRANSSON, lögg. fasteignasali, LÁRUS H. LÁRUSSON, KJARTAN HALLGEIRSSON. ^.....i samningurinn sé að mestu leyti lögbundinn bæði varðandi kaup og sölu eignarinnar. Hann er ein- hliða og þeim oftast í óhag seni kaupa eða selja þegar kemur að vafa- og matsatriðum vegna þess hversu erfitt er að fá þeim hnekkt. Ég er hins vegar ekki að leggja dóm á að framkvæmdin hjá hús- næðisnefndum sé kaupanda eða seljanda í óhag en fyrirkomulagið er með þeim hætti að viðkomandi eigandi fær hlutrænt séð ekki rétt- láta málsmeðferð. Á móti kemur að lánafyrirgreiðsla er há og vext- ir lágir. Á grundvelli laga er eign- arhlutur seljandans afskrifaður án þess að slíkt eigi sér hliðstæðu í venjulegum fasteignaviðskiptum. Reglurnar um uppgjörið á kaup- verði og söluverði eru flóknar og eru sífellt að breytast. Þessu til viðbótar er byggt á margs konar afskriftarreglum eftir því hvenær er byggt án þess að slíkt eigi við sjáanleg rök að styðjast. Brotalamir við framkvæmd Bent hefur verið á aðrar brota- lamir á þessu kerfi. í opinberri umfjöllun hefur komið fram að einstaklingar telja sig hafa lent í tjóni í eftirtöldum tilvikum; * íbúð er byggð af húsnæðisnefnd og eftirlit og úttekt á íbúð er að mestu leyti í höndum húsnæðis- nefndar og Húsnæðisstofnunar. Erfitt hefur reynst að ná fram gallalausri eign sem meðal annars á rætur að rekja til þess að útborg- un er greidd áður en íbúð er af- hent. * Upplýsingaskyldu húsnæðis- nefnda er ábótavant bæði þegar uppgefið kaupverð er mun hærra heldur en í fyrstu var gefið upp (samningar undirritaðir löngu eftir að íbúð er afhent og ekki byggt á grundvelli útboðs). Einnig hafa verið brotalamir á því að upplýst sé um áhvílandi lögveð vegna eldri skulda á vegum húsfélags (Bygg- ingarfélags verkamanna) og kaup- endum hefur verið gert að greiða þær. Á að leggja kerfið niður? Ég tel að löggjöfina um félags- legar eignaríbúðir þurfi að endur- skoða eða leggja það kerfi niður í heild. Hreinlegast væri að fela óháðum félagasamtökum að sjá um að byggja hagkvæmt og sinna frumhlutverki sínu eins og til er stofnað. Mætti tryggja aðstoð til þeirra sem nú myndu nýta sér félagslega eignaríbúðarkerfið með því að veita þeim hærri lán en gengur og gerist á almennum markaði og niðurgreiða vexti í gegnum skattkerfið á grundvelli greiðslugetu og eignastöðu við- komanda. Framkvæmdin og löggjöfin í dag um félagslega eignaríbúða- kerfið er að mínu mati úr takti við þær kröfur sem réttarríki nú- tímans byggir grundvöll sinn á. Þessu þarf að minnsta kosti að breyta hvað svo sem gert verður fyrir þá sem aðstoð þurfa til að eignast þak yfir höfuðið. ÞAÐ er alltaf hægt að lífga upp á heimilið með blómum og ávöxtum. Sumarstemmn- ing við gluggann > i > t; [ i > L í I i E í L í | t I f. I I 1 I t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.