Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN « L AGN AFRÉTTIR • GROOUR OG GARÐAR • HÝBYLI • FRETTIR IMmsmiWUMk Mikilvæg :i FYRIR flesta eru íbúðakaup stærstu og mikilvægustu við- skipti viðkomandi á lífsleið- inni, segir Grétar J. Guð- mundsson í þættinum Markað- urinn. Því er mikilvægt, að þessi viðskipti séu eins örugg og frekast er unnt. / 2 ? Hús frá fyrri tímum VIÐGRERÐIR á gömlum timb- urhúsum geta verið vanda- verk, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan. Þetta á einkum við, þegar gert er við gömul borð eða aðra húshluta, sem fúnað hafa og fella þarf nýjan hluta við gamlan. / 10 ? U T T E K T ¦ Leiga a atvinnu- húsnæði VERÐBÓLGUMÆLING- AR benda til þess, að verðlag fari hækkandi og húsaleiga á atvinnuhús- næði mun vafalítið hækka í kjölfarið. Kemurþetta fram í viðtalsgrein við Ólaf Þ. Gylfa- son hjá Hagvangi hér í blað- inu í dag. Hagvangur gerir á hverju ári húsaleigukðnnun fyrir atvinnuhúsnæði og er hún nýkomin út fyrir þetta ár. Ólafur stjórnaði þessari könnun. — Markmiðið með þessari könniin var að safna á einn stað sem ítarlegustum upplýs- ingum um húsaleigu fyrir at- vinnuhúsnæði í Reykjavík, Kdpavogi og Hafnarfirði, seg- Talsverðar hækkanir á byggíngarvísitölu og húsaleiguvísitölu BYGGINGARVISITALAN hefur yfirleitt verið hægstíg undanfarin ár. Hið sama má segj a um húsaleigu- vísitöluna. A tímabilinu janúar-apr- íl í ár hefur byggingarvísitalan hins vegar stigið skref upp á við og hækkað um 2%. Á sama tíma hefur húsaleiguvísitalan hækkað um 3,9%. Byggingarvísitalan er samsett af kostnaðarþáttum nýbygginga en húsaleiguvísitalan fer eftir breyt- ingum á launum. Síðasta hækkun hennar á rót sína að rekja til launa- hækkana, sem ýmsar stéttir fengu um síðustu áramót. Breytingar á þessum vísitölum skipta máli fyrir marga. Þannig er húsaleiga fyrir atvinnuhúsnæði oft- ast bundin byggingarvísitölu og húsaleiga fyrir íbúðarhúsnæði oftast bundin húsaleiguvísitölunni. Nú eru á döfmni breytingar á end- urgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu á byggingastað, sem myndu hafa í för með sér frekari hækkun á byggingarvísitölunni og nái þessar breytingar fram að ganga, gæti hækkunin komið til framkvæmda 1. júlí nk. Erfitt er að spá með vissu um frekari breytingar á húsaleigu, einkum á atvinnuhúsnæði. Þegar nýir leigusamningar eru gerðir eða eldri samningar endurskoðaðir, ræður verðlagsþróunin ekki öllu um leigugrundvöllinn. Breytingar á framboði og eftirspurn á húsnæði skipta þar einnig máli. Töluvert of- framboð hefur verið á atvinnuhús- næði, en að undanförnu hefur dreg- ið úr því, eftir því sem meiri þrótt- ur hefur færzt í efnahagslífið á ný. Húsaleiguvísitalan fyrir íbúðar- húsnæði fer eftir launaþróuninni sem að framan segir. Að undan- förnu hafa laun hækkað umfram verðbólgu og ef svo heldur áfram, þá gæti húsaleiga fyrir íbúðarhúsnæði hækkað í sama hlutfalli. Byggingarvísitalan og húsaleiguvísitalan 1991-96 Júl, 1987 = 100 iflflflflj 1991 1992 1993 1994 1995 '96 150 ir Ólafur, en könnunin bygg- ist á Iiðlega 500 leigusamn- ingum. Að sögn Ólafs getur húsa- leiga fyrir verzlunarhúsnæði á jarðhæð verið ríflega tv8- föld miðað við skrifstofuhús- næði á efri hæðum. Stærð húsnæðis hefur líka verulega áhrif á húsaleigu. Nær undan- tekningarlaust er húsaleigan hlutfallslega hæst fyrir leigu- húsnæði, sem er innan við 100 ferm. Ekki er mikill munur á húsaleigu fyrir verzlunarhús- næði eftir hverfum, þd að undantekningar séu til. Kringlan hefur þannig algera sérstððu, en þar er hdsaleig- an miklu hærri en annars staðar. / 16 ? Skandia býðjtrþér sveigjanleg lánskjör efþúþarft að skuldbreyta eða stækka viðþig nííl siimimimcv 540 50 eo i fáið nánari upptþiingar , ^ PSkandia Fyrir hverja eru Fasteignalán Skandia? Fasteignalán Skandia eru fyrir alla á stór-Reykjavíkursvæðinu sem eru að kaupa sér fasteign og: Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki nægilega hátt lán í húsbréfakerfinu. Þá sem vilja breyta óhagstæðum eldri eða styttri lánum. Þá sem eiga lítið veðsettar, auðseljanlegar eignir, en viija lán til annarra tjátfestinga. - Kostir Fasteignalána Skandia Lánstími a!lt að 25 ár. Hagstæö vaxlakjör. Minni greiðslubyrði. Stuttur svartimi á umsókn. Dœmi um mánaðarlegar afborganir aý1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia * Mxtir(%)10ár lSár 254r 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 8,0 11.900 9.270 7.500 12.100 9.560 7.700 MíöaQ cr við jLifnnreiösluli'tii. *Auk vcröbóta fjArfestingarfélaqib skandia LAUGAVEGI 1 70 • SlMI SAO 50 BO • FAX B4Q SO 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.